Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 35 AÐSEMDAR GREINAR Framþróun - öfugþróun AÐ undanförnu hefir opinber umræða um stefnu og stjórn fiskveiðimála ein- kennst af endalausu karpi um úthlutun og verðlagningu fisk- veiðiheimilda. Eigum við að halda okkur við kvótakerfið eða taka upp svokall- að veiðileyfagjald? Hinn almenni borgari á hinsvegar stundum erfitt með að átta sig á hlutunum - hvernig á þessum málum er haldið af hálfu stjórn- valda, hvernig er í raun hagað nýtingu sjávarauð- linda og hvernig arðinum er skipt. Kvótabraskið - Erfðagóss Auðvitað er það sjálf fram- kvæmd hvors kerfisins sem er, sem skiptir hér meginmáli. - Að gætt sé í senn raunsæis, sanngirni og jafnvægis eftir því sem fram- ast er unnt. Ur því að ríkisvaldið hefir alfar- ið tekið að sér yfirstjórn fiskveiða, er því að sjálfsögðu skylt að sjá Auðlindin sjálf, sameign allrar þjóðarinnar, sem útgerðarmenn hafa fengið heimild til að nýta án endurgjalds, segir Sigurlaug Bjarnadóttir, er þar með orðin einskonar fjöldskyldugóss. til þess, að hún fari ekki úr bönd- unum. Eða hvernig má það vera, að það skuli vera látið dankast von úr viti að taka fyrir, með lögum ef með þarf, kvótabraskið ill- ræmda sem gæti, í versta falli, rústað atvinnulíf heilla byggðar- laga, áður en við er litið? Það ger- ist víst líka, að kvótinn gangi að erfðum, - gæti þess vegna flust í annan landshluta á einni nóttu. Auðlindin sjátf, sameign allrar þjóðarinnar, sem útgerðarmenn hafa fengið heimild til að nýta án endurgjalds, þar með orðin eins- konar fjölskyldugóss. Var einhver að tala um fiskveiðistjórn? - er nokkur furða, þótt mönnum blöskri? Stórútgerðir - Trillukarlar Og það er fleira, sem ógnar atvinnulífi - sjálfri tilveru sjávar- plássanna okkar vítt og breitt um landið um þessar mundir. Nánast daglega á undanförnum misserum hafa borist fréttir af sameiningu - samruna sterkra og vel rekinna útgerðarfyrirtækja. í kjölfarið kemur svo kapphlaup um kaup á rándýrum risatogurum til úthafs- veiða á órafjarlægum miðum. Afl- inn frystur um borð og síðan seld- ur til vinnslu í erlendum höfnum. Er þetta sú þróun sem stefnt var að - eða^ öfugþróun? Eftir standa heima á íslandi nýjar ogglæsileg- ar fiskvinnslustöðvar, sumar verkefnalitlar, aðrar aflagðar. Klifinn hafði verið þrítugur ham- arinn til að vanda sem best til þessara frystihúsa, með full- vinnslu aflans fyrir augum, aukna verðmætasköpun, aukna atvinnu í landi. Það átti að hverfa frá einhæfri hráefnisöflun til framleiðslu há- gæðavöru í girnilegum neytendapakkningum, sem slægju í gegn á erlendum mörkuðum. Hástemmdar yfirlýs- ingar, vonir og vænt- ingar á þessum nótum virðast hljóðnaðar í umræðu dagsins í dag. Smábátaútgerðin hefir árum saman átt undir högg að sækja, þótt viðurkennt sé, að trillukarlar færa að landi ferskasta og besta fiskinn - af heimamiðum og með aðeins litlu broti af til- kostnaði risanna á úthafsmiðum. Fellur betur að íslenskum aðstæðum Nú er það viðtekin skoðun margra nútímahagfræðinga, að smá eða meðalstór fyrirtæki séu, þegar á heildina er litið, þjóðhags- lega hagkvæmari en stór og um leið færri fyrirtæki. Það sjónarmið hefir einnig átt hljómgrunn hér- lendis. Hefir m.a. komið fram í pólitískum stefnuyfirlýsingum Sjálfstæðisflokksins, sem nú situr við stjórnvöl þjóðarskútunnar ásamt Framsóknarflokknum. Augljóslega fellur það betur að aðstæðum á okkar landi, þar sem byggðir eru dreifðar og fámennar. Nógu grátt hefir fólksfækkun og fólksflótti, sumpart fyrir skammsýnar stjórnvaldsaðgerðir, leikið íslenskar sveitir, þótt sjávar- þorpin tæmist nú ekki líka. Mannlega hliðin Og fleira kemur til í þessu sam- bandi en fjárhagslegt tap eða gróði af útgerð - á togara eða trillu. Hin mannlega hlið málsins vegur hér líka þungt á metunum. Það kom m.a. fram á nýafstöðnu þingi Sjómannasambands Íslands og í fjölmiðlum nýverið, að út- hafsveiðarnar með margra mán- aða samfelldri útivist skipanna eru fjandsamlegar og þjakandi fyrir fjölskyldulíf sjómanna. Það þarf engum að koma á óvart. Þegar þar við bætast kvartanir um lélegan aðbúnað skipverja um borð, jafnvel engan veginn mann- sæmandi, þá hlýtur það að vera skýlaus þjóðarkrafa, að úr verði baett. íslenskir sjómenn og fjölskyld- ur þeirra eiga annað og betra skilið. Höfundur er fv. alþingismaður. ÞAK-OG VEGGKLÆÐNINGAR HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur Verht lans Við þurra og spnmgna hiið! lH Hendur - Lansinoh Nature's Second Skin ÍQ Fætur - Lansinoh Treatment for Feet lS Bleiuútbrot - Lansinoh Nature's Second Skin IH Geirvörtur - Lansinoh fyrir mjólkandi mæður IH Varir og andlit - Lansinoh Nature's Second Skin. Lansinoh er græðandi áburður. Hrein náttúruafurð, sem mýkir og græðir þegar húðmjólk og önnur krem koma ekki að gagni. Öruggt fyrir móður og barn. Feest i apötekum og iÞumalinu ö PHIUPS krattmesta ryksuga í Evrópu. Kaniiaiiir á sogkrafti ryksuga: • Einstaklega hreinleg, þar sem fimm til sex ryksíur sjá til þess aö sama og ekkert ryk fer aftur út í andrúmsloftið. • Mjög hljóölát enda með tvöfaldri hljóöeinangrun. • Létt og auöveld viöfangs. Barkinn snýst um 360° og auðveldar verkin svo um munar. Orkunotkun 1400 W véla. 70% 100% Philips-Vislon Önnur lelðandi ryksugutegund. 1400W Rmm ryksíur Rafmagnssnúra: 6 m Hæðarstilling á sogröri Kr. 22.900 Vísion 8847 1400W Fimm ryksíur Kolasía Rafmagnssnúra: 8,5 m Hæðarstilling á sogröri Fjarstýrt hraðaval Kr. 25.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.