Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 31 flforgiisttMitMfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSNIN G AB AND A- LAG VINSTRI MANNA? ALANDSFUNDI Kvennalistans fyrir viku var hafnað hugmyndum um beina aðild þingmanna Kvennalistans að þingflokki jafnaðarmanna. Hins vegar var lýst vilja til þátttöku í kosningabandalagi núverandi stjórnarandstöðu- flokka. Á flokksþingi Alþýðuflokks, sem stóð um síðustu helgi, mælti Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formað- ur flokksins, með kosningabandalagi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, tók í sama streng. Tæpast fer á milli mála, að Reykjavíkurlistinn svonefndi er sú fyrirmynd, sem miðað er við. Vinstri flokkarnir hafa gert sér ljóst, að hugmyndir um beinan samruna þeirra væru óraunhæfar. Samstarfið á vettvangi Reykjavíkurlist- ans leiddi hins vegar til þess, að þessir flokkar náðu meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur af Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að þeir horfi til borgarstjórnar- meirihlutans, sem fyrirmyndar, þegar þeir leita leiða til að styrkja stöðu sína í landsmálum. Kosningabandalög hafa áður verið reynd á vinstri kantin- um. Þekktustu dæmin eru frá árinu 1956. Þá var myndað kosningabandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, svo- nefnt hræðslubandalag, sem stefndi að því að ná meiri- hluta á Alþingi með því að hagnýta sér úr sér gengna kosningalöggjöf og kjördæmaskipan. Hins vegar var mynd- að kosningabandalag Sósíalistaflokks og Málfundafélags jafnaðarmanna, sem nefnt var Alþýðubandalag og var for- veri stjórnmálaflokks með sama nafni, sem varð formlega til 1968. Síðarnefnda kosningabandalagið var ekkert síður myndað sem mótvægi gegn hræðslubandalaginu heldur en Sjálfstæðisflokknum. Niðurstaða kosninganna varð sú, að Framsóknarflokki og Alþýðuflokki mistókst að ná meiri- hluta á Alþingi en hins vegar var mynduð vinstri stjórn þessara tveggja kosningabandalaga. Sú ríkisstjórn var sjálfri sér sundurþykk frá byrjun og hrökklaðist frá rúmum tveimur árum síðar. Nú er ekki rætt um, að Framsóknarflokkur verði aðili að kosningabandalagi vinstri flokka. Hins vegar er áreiðan- lega stefnt að því, að Alþýðubandalagið verði þátttakandi í því auk Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista. Með kjöri Sighvats Björgvinssonar til formennsku í Alþýðuflokknum má telja víst, að forysta Alþýðuflokksins fylgi svipaðri stefnu og verið hefur í formannstíð Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Við lok flokksþingsins beitti nýkjörinn formaður stefnu- málum Alþýðuflokksins mjög til þess að höfða til kjósenda Sjálfstæðisflokks. Sighvatur Björgvinsson á hins vegar eft- ir að sýna hvernig hann ætlar annars vegar að ná til þeirra kjósenda og hins vegar að mynda kosningabandalag á vinstri vængnum. Þegar þessi tvö meginmarkmið Alþýðu- flokksins eru hugleidd er ekki úr vegi að spyrja, hvort Alþýðuflokkurinn eigi í erfiðleikum með að gera upp við sig hvar hann á heima í íslenzkum stjórnmálum. Ætlar hann að höfða til svipaðs kjósendafylgis og Sjálfstæðis- flokkurinn eða er hann að skipa sér í sveit með vinstri flokk- um? Fara þessi tvö meginmarkmið hugsanlega saman að mati forystumanna Alþýðuflokksins að kalda stríðinu loknu? Framsóknarflokkurinn hefur í allri sögu sinni ýmist starf- að með Sjálfstæðisflokknum eða vinstri flokkunum eftir því, sem hefur þótt henta hveiju sinni. Verði um að ræða kosningabandalag á vinstri vængnum hefur hugsanlega tekizt að ryðja úr vegi þeirri hindrun á samstarfi við Fram- sóknarflokkinn, sem sundrung vinstri flokkanna var eftir síðustu kosningar. Á hinn bóginn er ekki ólíklegt, að for- ystusveitir Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags íhugi, hvort þessir tveir flokkar geti átt með sér samstarf eins og nú háttar málum. Innan beggja flokkanna eru efasemd- ir um aðild að Evrópusambandinu og sennilega meirihluti gegn veiðileyfagjald, sem er mesta ágreiningsmálið á vett- vangi stjórnmálanna nú um stundir, þótt talsmenn þess sé að finna í báðum flokkum. Um leið og Framsóknarmenn virðast nálgast jafnaðar- menn í málflutningi sínum er ekki óhugsandi, að fleiri snertifletir finnist á málefnaafstöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags en nokkurn hefði órað fyrir. Þótt allt virðist rólegt á yfirborði íslenzkra stjórnmála um þessar mundir er þess vegna vel hugsanlegt, að þar sé á ferðinni meiri geijun en ætla mætti við fyrstu sýn. Erlend olíufélög hafa varið rúmum tveimur milljörðum króna til rannsókna í færeyskri lögsögu F æreying- ar ráða ferðinni Augu olíuheimsins beinast nú að færeyska landgrunninu. Þar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á undanfömum ámm. Stjómvöld í Færeyjum leggja mikla áherslu á góðan undirbúning. Margrét Sveinbjömsdóttir var í Færeyjum og ræddi við menn um mál málanna þar um þessar mundir - olíuna. SÉRFRÆÐINGAR giska á að hægt verði að hefja olíuvinnslu á færeyska landgrunninu árið 2002. Löggjöf um olíumál er í undirbúningi í Færeyjum og á fimmtu- dag fyrir rúmri viku var lögþingsmönnum boðið til kynningarfundar með olíuráðgj af arnefndinni, tíu manna nefnd sérfræð- inga sem landsstjórnin hefur skipað til þess að vinna að mótun löggjaf- arinnar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu og tillögum í upphafí næsta árs, tillög- urnar verði ræddar í þinginu og nefndum þess og að lög um stefnu Færeyinga í olíumálum verði af- greidd frá lögþinginu næsta sumar. Þau lög eiga að ná yfir alla þætti olíumál- anna með megin- áherslu á skattareglur og umhverfismál. Leyfi til olíuvinnslu verða síðan boðin út um áramótin 1997-98. Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, segir vinnu olíuráð- gj afamefndarinnar miða vel áfram og að landsstjórninni hafi þótt kominn tími til að setja þingmenn inn í gang mála. „Við erum ennþá á fyrsta stigi, þ.e. rannsóknum og undirbúningsvinnu. Næsta stig er svo olíuleitin. Sérfræðingarnir giska á að það verði hægt að fara að dæla upp og vinna olíu fyrir al- vöru árið 2002,“ segir lögmaðurinn. Edmund Joensen, lögmaður Færeyja. FRÁ Lopra á Suðurey þar sem rannsóknaboranir hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Fjallið Núpur hefur nú fengið nýtt nafn manna á meðal; Olíufjallið skal það heita. Bretar eiga næsta leik Það hefur sett ákveðið strik j í reikninginn hvað samningaviðræður við Breta um landgrunnsmörk mijli Bretlands og Færeyja hafa gengið treglega. „Þegar við hófum viðræð- urnar á sínum tíma gerðu Bretar kröfu um yfirráð næstum því uþp undir Suðurey. Það er auðvitað fujl- komlega ósanngjörn krafa sem vjð getum á engan hátt komið til móts við. Við höfum reynt að semja: í mörg ár og það hafa verið haldriir ótalmargir fundir. Nú er komið að Bretum að koma með næsta útspil og eftir því er nú beðið. Við erum að nálgast lokastig við- ræðnanna og annað hvort förum við að ná einhveiju samkomulagi um landgrunnsmörk eða málið fer fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Það þarf þó ekki að hindra okkur í því að hefjast handa á þeim svæðum sem ekki eru umdeild." Víðtækar rannsóknir hafa nú þeg- ar verið gerðar á öllu færeyska land- grunninu en mestur áhugi virðist beinast að svæðinu fyrir sunnan og austan Færeyjar. Lögmaðurinn seg- ir það eiga sér eðlilegar skýringar. „Olíuiðnaðurinn á breska svæðinu og Norðursjávarsvæðinu hefur smátt og smátt verið að teygja sig í áttina að færeyska landgrunninu og þar sem mikil olía hefur fundist nálægt mörkunum er eðlilegt að áhuginn sé mestur á þeim slóðum," segir hann. Rannsóknaborunum í Lopra á Suðurey lokið Rannsóknaborunum sem nítján olíufélög hafa staðið að í sameiningu í Lopra á Suðurey frá því í sumar er nú lokið. Holan var upphaflega boruð af Orkustofnun árið 1981 en nú hefur hún verið dýpkuð úr 2.200 metrum í 3.500 metra og gerðar í henni bergmálsmælingar. Mikil leynd hvílir yfir niðurstöðum rann- sóknanna og vilja forsvarsmenn verkefnisins lítið tjá sig á þessu stigi. Verkefnisstjórinn Arne Rosen- krands Larsen segir að þeir hafi öðlast mikilvæga jarðfræðilega og tæknilega vitneskju og reynslu sem byggt verði á í framhaldinu. Næsta skref sé að vinna úr niðurstöðum rannsóknanna og um þær verði skil- að skýrslu í febrúar eða mars á næsta ári. Meira vill hann ekki láta uppi. Olíufélögin bera allan kostnað af rannsóknunum. Lögmaðurinn gisk- ar á að alls hafí rúmir tveir milljarð- ar íslenskra króna farið til rannsókn- anna fram til þessa. Það eina sem Færeyingar hafa borgað sjálfír voru þær 260 milljónir sem það kostaði að bora holuna í Lopra árið 1981, auk þess sem þeir kosta starf sér- fræðinganefndarinnar sem vinnur að undirbúningi olíulöggjafarinnar og rekstur skrifstofu yfírstjórnar olíumála. Færeyingar áfram fiskveiðiþjóð Lögmaðurinn leggur mikla áherslu á að þrátt fyrir að hin er- lendu olíufélög kosti rannsóknirnar séu það alfarið Færeyingar sem ráði ferðinni. Hann segir það aðdáunar- vert hversu vel þingmenn hafi stað- ið saman í þeim málum. „Það hefur ríkt mikill einhugur í þinginu á þessu sviði, þvert á alla flokka, og það er mikill styrkur. Slík samstaða hefur annars alls ekki verið einkennandi fyrir færeyska pólitík,“ segir hann. Hann segir ljóst að ef af olíu- vinnslu verði muni það hafa í för með sér miklar breytingar og mikil áhrif á samfélagið. „Færeyjar eru lítið og viðkvæmt samfélag sem hefur lifað við einangrun um aldir. Nú er hinn stóri heimur skyndilega að halda innreið sína í þetta gamal- gróna samfélag. Við verðum að gæta þess að Færeyingar verði áfram fískveiði- þjóð þegar olíuævintýrinu lýkur og hlúa vel að þeim hluta auðlindanna sem er endumýjanlegur, þannig að fiskurinn verði sá grunnur sem við byggjum á í framtíðinni. Aðalat- vinnuvegur okkar er fiskveiðar og fiskvinnsla og þannig mun það verða áfram. Við leggjum á það ríka áherslu að tekjurnar af olíunni eigi ekki aðeins að vera fyrir þá sem búa í Færeyjum núna heldur einnig fjár- festing sem afkomendur okkar munu hafa gagn og gleði af í fram- tíðinni." Hagsmunasamtökin Olíuiðnaður Færeyja Margar skyssur í ákvarðanatöku má rekja til ónógrar umræðu U pplýsingamiðlun milli atvinnulífs og olíufélaga „OLÍUIÐNAÐUR Færeyja“ eru hagsmunasamtök sem stofnuð voru árið 1993 til þess að kanna möguleika á þátttöku Færeyinga í fyrirhuguðum olíuiðnaði. I sam- tökunum eru um 250 aðilar; ein- staklingar, fyrirtæki, félög at- vinnurekenda, verkalýðsfélög, opinberar stofnanir, bankar og tryggingafélög. Formaður Olíuiðnaðar Fær- eyja er hugsjónamaðurinn Pauli Einarsson, sem rekur ættir sínar að einum fjórða til ísafjarðar. „Við vorum ekki margir sem trúðum því að það yrði nokkurn tíma nokkuð úr þessu ævintýri. Á þessum tíma hlógu flestir að okk- ur og héldu að við værum orðnir alvarlega ruglaðir,“ segir hann. Meginverkefnið er upplýsingamiðlun Pauli og félagar héldu ótrauð- ir áfram og nú er meginverkefni þeirra að miðla upplýsingum milli færeysks atvinnulífs og hinna erlendu oliufélaga. Enn sem komið er vinnur hann í sjálf- boðavinnu fyrir samtökin. Hans aðalstarf er á Atvinnumiðlun- inni, þar sem sérsvið hans er samskipti við útlönd. Þar hefur hann m.a. unnið að því að koma fólki í vinnu og þjálfun í danska og breska olíuiðnaðinum. Hann hefur ekki tölu á því hversu margir Færeyingar eru nú við nám og störf tengd olíu. Sumir eru styrktir til náms af ríkinu og aðrir af olíufélögunum. Næst á dagskrá þjá Olíuiðnaði Færeyja er að halda námskeið í samningsgerð. Þá stendur einnig til að bjóða stjórnmálamönnum og ráðgjöfum út á olíuborpalla og olíuhreinsunarstöðvar olíufé- laganna í Norðursjónum til þess að kynna þeim starfsemina og skapa gagnkvæman skilning. Allt er þetta kostað af olíufélögunum. Gott samstarf við olíufélögin Pauli veit ennþá ekkert um niðurstöður rannsóknanna í Lopra en er ny’ög vongóður. „Við fáum engar upplýsingar en þetta PAULI Einarsson, formaður Olíuiðnaðar Færeyja. lítur mjög vel út. Menn hefðu varla haldið áfram rannsóknum þarna svona lengi ef ekki væru verulegar líkur á því að finna olíu,“ segir hann. Samstarfið við olíufélögin hef- ur hingað til verið mjög gott, segir Pauli. „Ef eitthvað stendur til, eins og til dæmis að halda fund, er ekki verið að spyrja að ' því hvað það kostar. Fyrst er spurt hvort það sé yfirhöfuð mögulegt, síðan hvenær það sé mögulegt og að síðustu hugsan- lega hvað það kosti. En það er yfirleitt aukaatriði.“ JAN Miiller, ritstjóri Sosialsins. Opin umræða mikilvæg EINN þeirra manna í Færeyjum sem búa yfir hvað mestri þekkingu á olíumálunum er Jan Miiller, rit- stjóri á dagblaðinu Sosialurin. Hann er sagður hafa fjallað manna mest um olíu í færeyskum fjölmiðl- um og telur að umræðan úti í þjóð- félaginu mætti vera mun meiri. „Eg held að Færeyingar séu ekki ennþá farnir að átta sig á því að olían er að verða að veruleika. Hér höfum við fisk á heilanum, rétt eins og þið íslendingar. Olíuauður er eitthvað sem menn tengja fyrst og fremst fjarlægum löndum eins og Kuwait og Sádi-Arabíu. Fyrir almenning í Færeyjum er þetta næstum því of ótrúlegt til þess að vera satt. Það gengur langt út yfir hugmyndaflug okkar að við séum hugsanlega að verða olíuþjóð. Síð- an eru líka margir hræddir við að þetta verði allt of mikil bylting fyrir lítið samfélag eins og okkar,“ segir Jan. Hann segir að Færeyingar séu þegar farnir að verða varir við breytinguna. Þangað komi fulltrú- ar frá hinum ýmsu olíufélögum því dem næst í hverri viku. „Augu oiíuheimsins beinast hing- að þessa dagana. Þegar nítján olíu- félög leggja meira en sem svarar 400 milljónum íslenskra króna í tilraunaboranir á Suðurey þá er enginn vafi á því að þar er eitthvað sem skiptir máli. Nú bíða allir spenntir eftir því að heyra hvað kemur út úr þeim borunum og það er margt sem bendir til þess að þær niðurstöður séu meira spennandi en nokkurn hafði órað fyrir.“ Jan kveðst smeykur um að fær- eysk stjórnvöld taki ekki olíumálin nógu alvarlega og séu ekki nægi- lega vakandi. Hann segir það vekja athygli hversu fáir mæti þegar boðað er til funda um olíumál. „Vissulega eru mörg vandamál í sjávarútveginum og annars staðar í færeysku efnahagslífi sem sljórn- málamenn eru uppteknir af að glima við en við getum hreinlega átt það á hættu að þróunin fari fram úr okkur ef við fylgjumst ekki með. Stjórnmálamenn verða að setja sig inn í málin og taka afstöðu," segir hann „Hér á blaðinu höfum við tekið þann pól í hæðina að upplýsa les- endur eins vel og mögu- legt er um það sem er að gerast og hvernig svona þróun getur haft áhrif. En það er erfitt að fá umræðuna í gang því að þetta er allt svo nýtt og framandi fyrir fólk.“ Jan er á þeirri skoðun að olían gæti haft í för með sér mikla gæfu fyrir færeyskt samfélag en hún gæti líka sett allt á annan endann. „Svo er líka spurning hversu stóran bita af kökunni við fáum, hvort fulltrúar okkar eru nógu harðir við samningaborðið og þar fram eftir götunum. Þá er líka mikilvægt að hafa góða ráðgjafa og þar byggjum við mikið á reynslu Norðmanna og Breta.“ Jan hamrar á mikilvægi opinnar umræðu um olíuna og áhrif hennar á samfélagið. „Það hafa því miður verið gerðar ótrúlega margar skyssur í ákvarðanatöku hér sem má rekja beint til þess að hlutirnir hafa ekki verið ræddir nógu vand- lega. Þess vegna er nauðsynlegt að fá allar hliðar mála inn i umræð- una núna þannig að allt sé á hreinu og þannig að það verði ekki bara ákveðnir einstaklingar sem græða heldur allt samfélagið. Því minni upplýsingar og því meiri leynd, því auðveldara munu einstakir brask- arar eiga með að græða,“ segir ritstjórinn að lokum. Loka á Þróunarsjóði um áramótin Upphaflega málamiðlun um veiðigjald * Aformað er að hætta að greiða úreldingar- styrki úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins um áramótin samkvæmt nýju lagafrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Guðmundur Sv. Hermannsson skoðaði sögu sjóðsins. SEGJA má að Þróunarsjóður sjávarútvegsins hafí verið afrakstur starfs tvíhöfða- nefndarinnar svokölluðu, sem sett var á stofn af stjóm Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks til að endur- skoða lög um fískveiðistjórnun. Grundvallarágreiningur var í nefnd- inni um hvort taka ætti upp veiðigjald á útgerðina, einskonar afnotagjald fyrir réttinn til að nýta fískimiðin. Þetta var krafa Alþýðuflokksins en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra var henni mjög andvígur. Sumarið 1992 náðist málamiðlun milli formanna nefndarinnar sem, sam- kvæmt Morgunblaðinu á þeim tíma, fólst í því að grundvallarreglan um veiðileyfagjald yrði samþykkt en út- gerðarmenn fengju ákvéðinn aðlög- unartíma. Og tekjur sem öfluðust fyrir úthlutun veiðileyfa rynnu til að endur- skipuleggja sjávarútveginn. Jafnframt var miðað við að byggt yrði áfram á aflamarkskerfi í flskveiðistjómun. Útfærsla þessa tók nokkra mánuði en í nóvemberlok 1992 lá fyrir sam- komulag um að setja á stofn þróunar- sjóð til að taka á vandamálum vegna skuldastöðu og offjárfestingu sjávar- útvegsins. Til að standa undir skuld- bindingum sinum átti sjóðurinn m.a. að innheimta svonefnt þróunargjald frá og með fiskveiðiárinu 1996-97, sem legðist á veiðiheimildir. Sáttaleið Samkomulagið var kynnt sem hluti af efnahagsaðgerðum sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ákvað í nóvemberlok 1992. Þá sagði Davíð að þessi ákvörð- un væri tekin í anda lagaákvæðis um að flskimiðin væru sameign þjóðarinn- ar. „Þetta er gert með hófsömum hætti og í mínum huga er ekki vafí á að þetta er fallið til að ýta undir sættir í þjóðfélaginu. Sjávarútvegurinn veit núna hvar hann stendur og getur horft fram í tímann um nokkuð langt ára- bil, sem hann hefur ekki getað lengi,“ sagði Davíð í Morgunblaðinu. Þegar Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra var spurður hvort ekki hefði verið erfítt að fallast á þá grund- vallarbreytingu sem fælist í því að ákveða gjaldtöku fyrir veiðileyfí sagði hann að frá því Hagræðingarsjóður var settur á stofn 1990 hefði verið tekið gjald fyrir aflaheimildir sjóðsins, sem hefði fyrst farið til hagræðingar- verkefna en síðan mnnið til Hafrann- sóknastofnunar. Nú félli þetta gjald niður, en sambærilegt gjald kæmi í staðinn sem færi til hagræðingarverkefna. En Jón Baldvin Hannib- alsson þáverandi utanríkis- ráðherra sagði á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins að með Þróunarsjóðnum væri búið að festa í sessi þá grundvallarreglu að lagt skyldi gjald á veiðileyfin, sem færi væntanlega vaxandi, því gjaldstofninn færi vaxandi með bættum afrakstri nytjastofnanna sjálfra. 1.000 króna gjald Frumvarp um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins leit dagsins ljós í aprílbyijun 1993 eftir að Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu um nokk- urn tíma deilt um fyrirkomulag sjóðs- ins og upphæð þróunargjaldsins. Nið- urstaðan varð í raun sú að gjaldið, sem var ákveðið 1.000 krónur á þorskígild- istonn, og verkefni sjóðsins voru nokk- urn veginn stillt af. Jón Baldvin sagði í Morgunblaðinu um samkomulagið, að í ljósi skulda- stöðu sjávarútvegs og þess markmiðs að Þróunarsjóðurinn verði notaður til að ganga hratt til verks í úreldingu í greininni, væri líklegast að þróunar- gjald á kvóta hækki frekar en lækki á síðari hluta áratugarins. Hann sagði lykilatriði að sjávarútvegurinn ætti að standa undir þessari hröðu úreldingu sjálfur og þannig væri komið í veg fyrir að skuldasöfnun hans lenti á al- menningi. Frumvarpið var ekki afgreitt á þing- inu 1993 og kom aftur fram veturinn eftir nokkuð breytt. Þar á meðal var gert ráð fyrir að Þróunarsjóðurinn þyrfti ekki að greiða upp 4 milljarða króna lán fyrr en árið 2009 í stað ársins 2005 eins og áður var ráðgert. Össur Skarphéðinsson þáverandi umhverfísráðherra gagnrýndi þetta og sagði að búið væri að koma í veg fyr- ir að þörf yrði á að hækka þróunar- gjaldið, sem annars hefði verið viðbúið því sjóðurinn hefði ella ekki getað endurgreitt lánin fyrir árið 2005. Lög um Þróunarsjóð voru samþykkt í maí 1994. í umræðum um frumvarp- ið í febrúar 1994 kom fram hjá fulltrú- um stjómarandstöðunnar að verið væri að stíga fyrsta skref í átt til auðlinda- skatts. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokks sagði að Alþýðu- flokkurinn hefði túlkað málið sem fyrsta skref í átt til veiðileyfagjalds og á meðan slfkt væri opinber tilgangur sjóðsins gæti ekki skapast samstaða við Framsóknarflokk um málið. En Þorsteinn Pálsson sagði að þró- unargjaldið væri ekki auðlindaskattur heldur væri verið að leggja niður gjald- töku sem fælist í sölu veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs og breyta því í fasta krónutölu sem rynni til sjávarútvegs- ins sjálfs. Og Jón Baldvin Hannibalsson sagði að þróunargjaldið væri ekki skattlagn- ing og því ekki eiginlegt veiðileyfa- gjald eða auðlindaskattur heldur gjald- taka af sjávarútveginum sem rynni í millifærslusjóð í þágu sjávarútvegsins sjálfs. Upphaflegu hlutverki lokið Nú, rúmum tveimur árum síðar, tel- ur ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks upphaflegu hlut- verki Þróunarsjóðsins lokið. Sjávarút- vegsráðherra segir að búið sé að greiða úreldingarstyrki vegna um 300 skipa enda hefði greiðsluáætlun sjóðsins gert ráð fyrir að verulegum fjár- munum yrði varið strax í upphafi í úreldingu fiski- skipa. Eftir þetta ár hafi aðeins verið gert ráð fyrir að úreldingarstyrkimir yrðu 100 milljónir á ári, eða sem svar- ar til 1-3 skipa. Þá geri lögin um sjóð- inn ráð fyrir að úreldingu fiskvinnslu- húsa ljúki um næstu áramót. Á þessum forsendum hefur ríkis- stjórnin nú samþykkt að leggja fram frumvarp um að hætta að greiða út úreldingarstyrki en sjóðurinn taki í staðinn að sér að fjármagna kaup á nýju hafrannsóknarskipi. Sjávarút- vegsráðherra segir að sjóðurinn muni áfram innheimta óbreytt þróunargjald til ársins 2005 en skuldbindingar sjóðsins verði endanlega gerðar upp árið 2009. Úrelding kost- uö af sjávar- útveginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.