Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Trúðar og fagurfræði TRÚÐUR. MYNPLIST Lis t h ú sið Fold MÁLVERK H.H. Bilson. Opið daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17 ogsunnudaga frá 14-17. Til 17 nóvember. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKIR myndlistarmenn og einstaklingar af íslenzkum ættum hafa víða dreift sér í útlandinu og trúlega er það best varðveitta leyndarmálið hversu margir þeir eru. í öllu falli treystir rýnirinn sér ekki til að beita hér neinni tegund getspeki, því hann hyggur það vonlaust mál. Hins vegar eru þeir nokkrir sem ekki hafa snúið aftur eftir nám ytra, rótfest sig í öðrum þjóðfélögum, eru sömuleiðis jarð- tengdir öðrum viðhorfum og hug- myndum. Sækja ekki innblástur til gamla landsins. Þá má líka lengi spyrja hve lengi menn eru íslenzkir listamenn á ríkisfanginu einu, raun- ar einnig hve við sem störfum á vettvanginum í heimalandinu erum miklir Islendingar í list okkar, en það vill vefjast fyrir sumum að koma auga á ótvíræð einkenni þess. Slíkar vangaveltur eru efni í langt mál, en því má slá föstu að ættarbönd og ríkisfang telst ekki fullgildur mælikvarði, hvort heldur menn eru búsettir á landinu eða erlendis, hins vegar skiptir öllu á vettvangi málaralistarinnar, að vera á einhvern hátt trúr umhverfi sínu og upplagi hvar í heiminum sem maður lyftir rissblýi eða pentskúf. Málarinn Haraldur (Harry) Bil- son er fæddur í Reykjavík, fluttist ungur með foreldrum sínum til Bretlands, en faðir hans er ensk- ur. Hann hefur víða farið og dval- ið í Asíu, Ástralíu og Evrópu þar sem hann hefur mundað verkfær- in. Frá frumraun sinni 1969 hefur hann sýnt í öllum heimsálfunum að Afríku undanskilinni og myndir hans haft viðdvöl í mjög virtum sýningarsölum. TONLIST III j ó m <1 i s k u r VORKLIÐUR Icelandinc folk music and a variety of popular songs. Stjómandi: Roar Kvam. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Kvartett: Ingi Rafn Jóhanns- son, Þorkell Pálsson, Bjöm Jósef Amviðarson, Eggert Jónsson. Undir- leikari: Richard Simm. Hljóðblöndun: Studio Stemma hf. Upptaka fór fram í sal 1929 á Akureyri og í Fella- og Hólakirkju í Reylgavík. Útgefandi: Karlakór Akureyrar-Geysir. Dreif- ing: Spor ehf. KAG CD-001. ENSKI undirtextinn er dálítið misvisandi að ekki sé sagt vafa- samur; gefur þó nokkra hugmynd um ósamstæða söngskrá og að mínu mati ófullnægjandi. Kannski hefur hún einmitt átt að fullnægja þörfum sem allra flestra, og það verður aldrei góð pólitík hvað þá „lausn“. Þetta er leitt, því þessi kór er með betri karlakórum og hefur lengi verið, jafnvel hvor í sínu lagi meðan þeir voru tveir og hétu sínu nafninu hvor. En mörg laganna eru undurvel sungin (Sumar er í sveitum, Sefur sól hjá ægi og mörg fleiri). Og hljómdisk- urinn byijar vel á glansnúmeri frá gömlu góðu dögunum þegar Geys- ir var engum líkur undir stjórn Ingimundar Árnasonar, Þú komst Litið til þessarar upptalningar er eðlilega nokkur fortíðar- og ævintýrablær yfir myndefnum listamannsins, en auðkenni þeirra í hlaðið. Hann endar líka ágætlega á hinum vinsæla Fangakór úr Nabucco Verdis (þó ég hefði kosið „dýpri andardrátt“ til að rífa mann upp úr skónum) og hrífandi söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í lagi Sig- urðar Þórðarsonar, Sjá, dagar koma. Sigrún syngur einsöng í fjórum lögum (Lindinni eftir Eyþór Stef- ánsson, í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson, Hallarfrúnni eftir Jón Björnsson og Sjá, dagar koma eft- ir Sigurð Þórðarson) - glæsilega, einsog vænta má. Ég þykist með öðrum orðum sjá að kórinn hafi ekki sett sig í mjög hátíðlegar stellingar varðandi val sumra laganna, og auðvitað er vel þegið að vera með blandaða söng- skrá, en það er ekki sama hvernig hún er í iaginu - eða réttara sagt: hún þarf að hafa sköpulag (enga „slagara" innanum falleg og við- kvæm lög, takk!) - ekki síst á hljómdiski, sem er annað en söng- skemmtun fyrir fullu húsi. Æski- legt er líka að hún sé metnaðarfull í heildina, þegar jafn ágætir kórar og þessi eiga í hlut. Ekki er þó að efa að margir munu fagna útkomu hljómdisksins. Ég bíð eftir þeim næsta með verð- ugri söngskrá, sem sýnir í raun hvers kórinn er megnugur. Hljóðritun hefur tekist ágætlega. Oddur Björnsson eru ekki skýr og staðbundin frekar en hjá óhlutlægum málurum. Mun frekar má segja að yfirbragð þeirra sé mjög alþjóðlegt og eigi margt KVIKMYNPIR Iláskólabíó SHANGHAIGENGIÐ („SHANGHAI TRIAD“) ★ ★ ★ Leikstjóri Zhang Yimou. Handrits- höfundur Li Xiao. Kvikmyndatöku- stjóri Lu Yue. Tónlist Zhang Guangt- ian. Aðalleikendur Gong Li, Wang Xiaoxiao, Li Baoham. Kina/Frakk- land. 1995. SÍÐASTA samstarfsverkefni kínversku listamannanna Zhang Yumou leikstjóra og leikkonunnar Gong Li er ljóðræn frásögn af andstæðunum sígildu, sekt og sak- leysi. Þetta kunnasta par í kvik- myndagerð Austurlanda fjær hefur nú slitið samvistum og samvinna í framtíðinni ólíkleg. Því miður fyrir kvikmyndaáhugafólk um ali- an heim. Shanghai gengið hefst á því að fjórtán ára sveitadrengur, Smis- heng, (Wang Xiaoxiao), kemur til borgarinnar á fjórða áratugnum. Hann er af Tang-ættinni, sem er ein sú ráðamesta í undirheimum Shanghai. Frændi hans felur hon- um það verkefni að gerast einka- þjónn söngkonunnar Jingbao (Gong Li), nýjustu frillu yfirmanns glæpamafíunnar. Brátt verða átök í undirheimum, glæpagengi Tang- ættarinnar, drengurinn og söng- konan flýja í athvarf á eyju undan ströndinni og gerast tímar viðsjálir. Nú beinir Yimou spjótum sínum sammerkt með þeirri list sem hvorutveggja má skilgreina sem nævisma og fortíðarþrá. Og í raun vega þær salt á milli þessara hug- taka þannig að erfitt er að greina hvert hafi betur í útfærslunni. Þótt skyld séu að vissu marki bregður fortíðarþrá fyrir í flestum stíltegundum, hins vegar er næv- ismi auðkennilegur. Hvað fortíðarþrá snertir minna verk Bilsons um sumt á Karólínu Lárusdóttir og þá helst fyrir þá sök að þyngdaraflið er mjög á reiki í sumum myndanna og ákveðin draumkenndur blær er ríkjandi. Eitthvað mjög hátíðlegt og stáss- legt svífur yfir vötnum, líkast því sem alltaf sé sunnudagur og þann- ig séð fyllir Bilson hóp þeirra mál- ara sem skilgreindir hafa verið sem „sunnudagsmálarar" og víða eru í miklu metum. Sjálft myndefnið sver sig svo mjög í ætt við slíka, og listamaðurinn leggur enda út af sýningunni með eftirfarandi yf- irlýsingu: „Myndefnið er allt og ekkert, alls staðar og hvergi. Allar myndir mínar eru endalausar. Ég elska fegurðina.“ Sumir sunnu- dagsmálarar leggja dtjúga áherslu á einhveija ákveðna áunna tækni og afmarkað myndefni og það hef- ur Bilson einmitt gert í báðum til- vikum. Handverk hans er þannig mjög vandað og þó næsta vélrænt á köflum, ásamt því að trúðar og fjöllistafólk er gegnumgangandi viðfangsefni, með ýmsum frávik- um þó. Þetta er vissulega mjög óvenju- leg sýning hér á landi og trúlega hafa margir mikið gaman af myndheimi listamannsins, einkum fyrir hið óþvingaða yfirbragð og forkostulegan myndheim. Sýning- unni er vel fyrir komið, en það er ljóður á framkvæmdinni að öll nöfn í sýningarskránni eru á ensku, ártöl vantar og jafnframt er ekki tilgreint í hvaða litarefni listamaðurinn vinnur né á hvaða myndgrunn. að röngunni á frelsinu, skipulagðri glæpastarfsemi ásamt tilheyrandi spillingu og óhæfuverkum. Kunn- uglegt efni fær hér ferskan búning þar sem atburðarásin er séð með augum sveitadrengsins, sem kem- ur bláeygur til borgarinnar í þeim tilgangi helstum að öngla saman fyrir búðarholu. Leiðist þess í stað inní kringumstæður honum gjör- samlega framandi; morð, mafíu- starfsemi og samneyti við æg- ifagra en ofdekraða söngkonu sem hann verður að fylgja nótt sem nýtan dag. Samspil þeirra, sakleys- ingjans, söngkonunnar og Tang- mafíunnar er í alla staði vel af hendi leyst en ekki jafn sláandi áhrifaríkt og efnið býður uppá og jafnast ekki á við bestu verk þeirra Yumous og Gong Li. Það vantar meiri slagkraft í óaðfinnanlega umgjörð hádramatískra og ógn- vekjandi atburða. Kannski er mað- ur orðinn svona „hollívúddserað- ur“, en hér ríkir fegurðin á kostn- að ljótleikans á stundum. Þau Gong Li, aldrei fegurri og sjaldan betri og litli Wang, bera myndina létti- lega uppi, einkum er ánægjulegt að fylgjast með persónu sveita- drengsins þroskast og ná því að taka sjálfstæðar ákvarðanir í með- förum Wangs. Sveitadrengurinn virðist því miður stefna í leiðtoga- embætti innan ættarmafíunnar í framtíðinni. Svo vill fara um fögur fyrirheit að þau snúast í andhverfu sína. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar hljómplötur • GEISLAPLATA með söng Karla- kórs Akureyrar - Geysis er komin út. Þetta er fyrsta geislaplata kórsins sem stofnaður var 11. október 1990 við sameiningu Karlakórs Akureyrar og Karlakórsins Geysis. Á plötunni eru 18 lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda þó flest eða fimm talsins eftir eyfirska skáld- ið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Það eru lögin Þú komst í hlaðið, Ég vildi að væri, Caprí, Katarína, Hall- arfrúin og Sjá daga koma. í þremur lögum: Lindinni, I fjarlægð og Sjá dagar koma syngur Sigrún Hjálm- týsdóttir einsöng. Kvartett úr röðum kórmanna syngur í lagi Jónasar Jónssonar frá Hvanná með texta Davíðs Stefáns- sonar, Caprí Katarína, en þeir eru Ingvi Rafn Jóhannsson, Þorkell Páls- son, Björn Jósef Arnviðarson og Eggert Jónsson. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam og undirleikari Richard Simms. Upp- taka fór fram á veitingastaðum 1929 á Akureyri og í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík en um hljóðblöndun sá Stúdíó Stemma hf. Útgefandi er Kaiiakór Akureyrar - Geysir. Dreif- ingu annast Spor hf.. Verð: 1.999 kr. • ÚT ER komin geislaplata með píanóleikaranum Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Á honum leikur Þor- steinn tvö verk eftir Sergei Ra- hmaninov, píanó- konsert nr. 2 í c-moll og rapsó- día um stef eftir Paganini ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands und- ir stjórn Ula Rudner. Upptök- ur fóru fram í Háskólabíói í september 1994 og í maí 1995. í kynningu segir að: „Píanókon- sert nr. 2 í c-moll, op. 18 skipi sér- stakan sess meðal tónverka Rach- maninovs. Það var fyrsti konsert hans sem getur talist fullþroskuð tónsmíð og naut hann strax mikilla vinsælda. Við það endurheimti Rach- maninov sjálfstraust sitt eftir iangt þunglyndistímabil. Rapsódía um stem eftir Paganini Op. 43 fyrir píanó og hljómsveit samdi Rachmaninov sumarið 1934, þá 61 árs gamall. Það var fyrsta stóra verkið sem hann sendi frá sér eftir nokkurra ára hlé og jafnframt síðasta tónsmíð hans fyrir þessa hljóðfæraskipan. Þorsteinn Gauti Sigurðsson er fæddur árið 1960. Hann lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og stundaði síðan framhaldsnám í Juillard School of Music í New York. Þorsteinn Gauti kom fyrst fram sern einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands 17 ára gamall. Hann hefur einnig leikið með ýmsum sinfóníuhljómsveitum eriend- is, m.a. Finnsku útvarpshljómsveitini í Helsinki. Norsku útvarpshljómsveit- inni í Osló o f.l. Þorsteinn Gauti hef- ur haldið fjölda einleikstónleika og frumflutt mörg íslensk verk og kom- ið fram á tónleikum víða um heim. Árið 1993 sigraði Þorsteinn Gauti Tónvaka-keppni Ríkisútvarpsins. Útgefandi erJapis. Verð 1.999 kr. • ÚT er komin geisiaplata með Sönghópnum Sólarmegin. Á diskn- um eru íslensk lög, svo og erlend lög með nýjum íslenskum textum, auk nokkurra erlendra laga með upp- runalegum texta. Nýir íslenskir text- ar eru við 7 af 20 lögum á disknum. Hljómdiskurinn er tekinn upp á sl. vori og sumri í Hallgrímskirkju á Hvalfjarðarströnd og í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík og annaðist Sigurður Rúnar Jónsson upptöku og hljóðvinnslu. í sönghópnum Sólarmegin eru 10 söngvarar; Anna Snæbjörns- dóttir, Gyða Bentsdóttir, Halldór Hallgrímsson, Jensína Valdimars- dóttir, Kristján Elís Jónasson, Lars H. Andersen, Ragna Krist- mundsdóttir, Sigursteinn Hákon- arson, Þórgunnur Stefánsdóttir. Söngstjóri er Guðmundur Jóhanns- son. Hópurinn hefur sungið saman síðan 1990. Sólarmegin gefur út. Verð 1.999 kr. Bragi Ásgeirsson Rangan á frelsinu Að fullnægja þörfum sem flestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.