Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 29 MENNTUN Einn nemandi stundar rannsóknir á nýsköpunarsviði Fjölbrautaskóla Suðurnesja Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞORVALDUR Örn Árnason kennari ásamt nemanda sínum, Jóhönnu Helgadóttur. Rannsóknir van- ræktar í skólum ÍSLENDINGAR eiga að veija mun meiri tíma í kennslu náttúruvísinda en gert er og virkja nemendur í auknum mæli til rannsókna. Um leið ætti að gera ákveðnum hluta kennara í hveijum framhaldsskóla kleift að stunda rannsóknir, segir Þorvaldur Örn Árnason náttúru- fræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja . Hann bendir á að í framhalds- skólanum sé vaxandi hópur kennara sem er með rannsóknarmenntun, þ.e. masters- eða doktorsgráðu. „Fái þeir ekki tækifæri til þess að halda áfram við rannsóknir sínar en grafast þess í stað niður í tóma kennslu úreldast þeir mjög fljótt sem vísindamenn. Mér finnst það hrein sóun á verðmætum fái þeir ekki að halda kunnáttu sinni við.“ Skólum og kennurum nauðsynlegt Þetta mál hefur verið Þorvaldi Emi hugleikið um nokkurn tíma og lagði hann ásamt Birni Bergssyni félagsfræðikennara í MH fram til- lögu á síðasta þingi Hins íslenska kennarafélags um að kennarar gætu fengið það viðurkennt sem hluta af vinnutíma sínum að stunda rannsóknir t.d. með kennsluaf- slætti. Var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. „Það er hefð fyrir þessu hjá háskólakennur- um, sem hafa fast að helmingi tímans í rannsóknaskyldu. Við erum einungis að tala um að hluti kenn- araliðsins í framhaldsskólanum myndi kjósa þessa leið. Ég held að þegar fram í sækir verði skólunum lífsnauðsyn að einhveijir stundi þar rannsóknir." Þorvaldur Örn segir mikla breyt- ingu hafa orðið á sl. fimm árum í upplýsingaöflun og nú sé ekkert mál að stunda raunverulegar rann- sóknir í hvaða skóla sem hefur al- netstengingu og almennilegt bóka- safn. „Mér fyndist þó engin goðgá að lagt yrði fé í að byggja upp rann- sóknaraðstöðu, ef fyrir hendi er maður með sérþekkingu. Þannig gæti viðkomandi haldið áfram að blómstra í sinni grein og notað það til að draga nemendur sína inn í raunveruleikann. Þeir hafa allan tímann á tilfinningunni að vísindin séu löngu búið spil, þ.e. að búið sé að uppgötva allt og hlutverk okkar sé einungis að meta það sem búið er að uppgötva. Við sem höfum komið nálægt rannsóknum vitum að þetta er argasta bull og það úir og grúir af ósvöruðum spurningum, sem mörgum hverjum er einfalt að svara að einhveiju leyti.“ Einn nemandi í nýsköpun Sjálfur er Þorvaldur Örn með einn nemanda á nýsköpunarsviði. Hann segir að nokkrir skólar hafi reynslu af nýsköpunarkennslu frá því Hugvísikeppnin (keppni ungs fólks í tækni og vísindum) var tek- in upp fyrir þremur árum. Hann vonast ti! að í framtíðinni verði hægt að efla kennslu í þessari grein. „Ég sé fyrir mér að kennari gæti verið með 10 nemendur í hóp þar sem allir væru að vinna að einhveij- um svipuðum málum. Nemendurnir gætu unnið 2-3 saman að verkefni eða verkefnum væri skipt í tvennt eða þrennt, þar sem hver ynni sjálf- stætt. Hins vegar verða þessir hóp- ar alltaf að vera á undanþágum vegna þess að hver skóli má ekki vera með færri en 12 nemendur í námshóp. Sífellt er verið að skera niður í þessum efnum og á næsta ári skilst mér að þurfi að þjappa nemendum í enn stærri hópa,“ seg- ir hann. Jóhanna Helgadóttir, nemandi Þorvaldar Arnar, er að rannsaka gróðureyðingu eða vandamál við uppgræðslu og er það hluti af rann- sókn sem Þorvaldur Örn hefur sjálfur sett af stað. „Á Reykjanesi eru mikil rofsár bæði smá og stór. Rannsóknin snýst um hvaða áhrif það hefur, ef fólk þekur reitina með heyi af grasflötum, hrossa- skít, mold sem búin er til í safn- haug eða ef moldin er bara þjöppuð niður. Samanburðurinn mun standa yfir í nokkur ár. Jóhanna kemur inn í þetta með því að lesa sér til um fyrirbrigðið og gera ákveðna rannsókn, sem er að ég held að hluta til frumrannsókn. Hún felst í að skoða áhrif frosts- ins, þ.e. hvernig frostið lyftir yfir- borðinu og tætir trúlega í sundur plöntur sem reynt hafa að nema land yfir sumarið og viðheldur þannig gróðurleysinu." Ávinningur fyrir nemendur Þorvaldur Örn segist telja verk- efni sem þetta ekki síður ávinning fyrir nemendurna, því þeir fái tæki- færi til að spreyta sig og þreifa sig áfram sem vísindamenn. Hann seg- ir að menn þurfí ekki endilega að byija á því um þrítugt. „Ég held að þetta sé rosalega vanræktur þáttur í menntun okkar. Flestöll menntun í vísindum gengur út á það að moka tilbúnum staðreyndum í fólk og alltof lítið er um að menn fái raunverulega æfíngu í að hugsa sjálfir og framkvæma.“ Þá segir Þorvaldur Örn mjög skemmtilegt að fylgjast með vinnu Jóhönnu og sjá hana uppgötva hvað það er að stunda rannsókn. Þessi vinna muni örugglega koma henni til góða í háskólanámi. Hún taki á málum á allt annan hátt en væri henni stýrt sem aðstoðarmanni, því Þorvaldur segist gæta þess að stýra henni ekki alltof mikið en gætir þess þó að hún detti ekki ofan í einhveija pytti. „Ég reyni að benda henni á hluti sem eru nauðsynlegir til þess að hún komist sem fyrst á flug,“ segir hann. Vinn mjög sjálfstætt JÓHANNA Helgadóttir heitir nemandinn sem fékk tækifæri til að vinna að rannsóknum í vetur hjá Þorvaldi Erni Árnasyni í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Hún er ánægð með námið og segir að hér sé um miklu meiri einstakl- ingsvinnu að ræða en hún hefur átt að venjast. „Ég þarf til dæm- is að skipuleggja tíma minn því enginn segir mér hvað ég á að gera fyrir hvern tíma. Ég hitti Þorvaíd bara einu sinni í viku, sem mér finnst raunar of lítið. Mér finnst þetta mjög skemmti- Iegt því að fyrst les ég um það sem ég er að fást við og síðan sé ég það í raunveruleikanum," segir hún. Jóhanna notaði september- mánuð til að lesa sér til, í októ- ber fékk hún lánaða myndavél í skólanum og tók myndir af reit- unum fyrir veturinn. „Nú þegar byrjar að frysta fór ég aftur og tók myndir og síðan á ég eftir að taka ísnálamyndir. Þar sem frostið skiptir mestu máli um það sem ég er að fást við hef ég reynt að fara annan hvern dag núna að undanförnu. Þetta þarf alltaf að gerast utan skólatima, því að ekki nægir að vera aðeins í nokkrar mínútur, klukkutimi er nærri lagi,“ segir hún en kveðst ekki sjá eftir þeim tíma, því nám- ið sé mjög skemmtilegt. Jóhanna lýkur stúdentsprófi nú um jól og fær þessa rannsókn- arvinnu viðurkennda sem hluta af sínu námi. Hún mun þó nota tímann eftir áramót til að ganga að fullu frá skýrslu um verkefn- ið. Síðan reiknar hún með að senda hugmyndir sínar í Hugvísi, sem fram fer næsta vor. Kennarar verða að geta sinnt fleiru en kennslu ELNA KATRÍN Jónsdóttir, for- maður Hins islenska kennarafé- lags, segir að í komandi kjara- samningum muni væntanlega verða mikill þungi í viðræðum við samninganefnd ríkisins um vinnu- tíma kennara vegna ýmissa áhrifa framhaldsskólalaganna, s.s. kennsludagafjölgunar, sam- ræmdra prófa, endurskoðunar á námsskrám og öðru. Einnig sé sí- fellt áleitnara hvernig kennarar eigi að fara að því að stunda ýmis störf í þágu skólanna. Viðræður um þessi mál munu hefjast við viðsemjendur í þessari viku. Elna segir að nákvæmlega sú tillaga sem samþykkt var á fundi HIK sé ekki á blaði í kröfugerð- inni nú. „Þetta hefur hins vegar margoft verið rætt. í síðustu kjarasamningum kom t.d. fram að útvíkka þyrfti þessa skilgrein- ingu, þannig að í raun væri heiin- ilt að lækka kennsluskyldu hjá kennurum vegna fleiri starfs- þátta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum taka upp vinnu- tímaskilgreiningu og kennslu- skyldupartinn af vinnutímanum út frá fleiri sjónarmiðum en bara lækkun vegna hefðbund'nna ástæðna eins og eru í kjarasamn- ingum.“ með íbúum Garðabæjar Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, boðar til funda með Garðbæingum. Tilgangur fundanna er að veita bæjarbúum upplýsingar um fjölbreytta starfsemi Garðabæjar, gera grein fyrir helstu framkvæmdum og kynnast skoðunum bæjarbúa og hugmyndum þeirra um framfararmál bæjarfélagsins. Fundirnir verða sem hér segir: Fimmtudaginn 14. nóvember Kl. 20:30 í Félagsheimili Umf. Stjömunnar v/Asgarð: íbúar á Amamesi, Gmndum, Fitjum, Ásum, v/Álftanesveg og í Garðahverfi. Mánudaginn 18. nóvember H. 20:30 í Safiiaðarheimihnu Kirkjuhvoli v/Kirkjulund: íbúar á Flötum, í Lundum, Búðum, Byggðum, Móum, Túnum og Mýmm. Miðvikudaginn 20. nóvember Kl. 20:30 í Safitaðarheimihnu Kirkjuhvoli v/Kirkjulund: íbúar í Hnoðraholti, Bæjargili og Hæðum. Á fundunum mun bæjarstjóri hafa framsögu um rekstur og framkvæmdir Garðabæjar. Að lokinni framsögu verða almennar umræður og fyrirspumir með þátttöku fundarmanna og embættismanna bæjarins. Garðbæingar eru hvattir til að fjölmenna á fundina. GARÐABÆR Bæjarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.