Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i ________________ÞIMG IMORÐURLAiMPARÁÐS_ „Norrænt samstarf kostar ekki meira en bíómiði á mann“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „NORÐURLANDARÁÐSÞING er næstum eins og næturfundur á Al- þingi. Maður veit aldrei hvaða mái koma upp,“ varð einum íslensku gestanna að orði í gær, þegar Norð- urlandaráðsþing hófst í Kaupmanna- höfn. En þó umræðan geti virst óskipuleg þá er regla í óreglunni og meðal annars hefst þingið alltaf á ávörpum forsætisráðherranna. í ávarpi sínu sagðist Davíð Oddsson forsætisráðherra um tíma hafa efast um framtíð norræns samstarfs, en nú þegar samstarfíð væri orðið póli- tískara væri það um leið orðið hluti af daglegu pólitísku starfí. Á þinginu er nú í fyrsta skipti túlkað af og á íslensku og á því vakti Davíð at- hygli. Öryggis- og utanríkismál eru ekki lengur bannorð. Um leið leynir sér ekki að Norðurlöndin hafa ólíka afstöðu til Eystrasaltslandanna, sem eru í sérstöku öndvegi á þinginu þar sem forsætisráðherrar landanna þriggja funda með norrænu for- sætisráðherrunum í dag. I samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson að bjartsýni sín á norrænt samstarf stafaði af því að hann fyndi glögglega að fundir for- sætisráðherranna hefðu öðlast meira vægi en áður og þar gæti hann talað af reynslu, því hann hefði setið lengst af núverandi for- sætisráðherrum. Þegar Noregur, Svíþjóð og Finniand stóðu frammi fyrir ákvörðun um ESB-aðild og seinni löndin tvö gerðust síðan aðil- ar hefði það verið óvíst hver áhrifin yrðu á Norðurlandasamstarfið, þrátt fyrir fyrirheit forsætisráð- herranna um að það rýrnaði ekki. Reynslan hefði hins vegar sýnt að fundir forsætisráðherranna væru orðnir áhugaverðari en áður og opinskárri. Fundarefnin væru ekki iengur einangruð við norræn mál og það gæfi fundunum meira vægi en áður. Þar munaði mest um að umræður um öryggis- og utanríkis- málin væru nú ekki aðeins leyfðar, heldur væru þær mikilvægar og áhugaverðar. Varðandi samstarfíð almennt sagði Davíð ánægjulegt að sjá að tengslin við Evrópulöndin hefðu líka skilað sér á öðrum sviðum. Innan Sameinuðu þjóðanna hefði í fyrstu dregið úr norrænu samstarfi og fundum norrænu sendiherranna þar fækkað, en á móti kæmu fleiri fund- ir með evrópsku sendiherrunum, sem víkkaði umræðurnar. Þó forsætisráðherrarnir legðu á það áherslu á blaðamannafundi í gær að samstarf og stuðningur við Eystrasaltslöndin væri ofarlega á blaði leynir sér ekki að afstaða nor- rænu ríkisstjómanna er ekki alveg samstíga. Svíar leggja mikla áherslu á samstarfið og stuðning við löndin, meðal annars hvað varðar aðild að ESB, en danska stjórnin leggur áherslu á efnahagslegt samstarf. Annars segir Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana að nauðsyn- ÞING Norðurlandaráðs fer fram í húsakynnum danska þingsins í Kristjánsborgarhöll. legt sé að gæta raunsæis í þessu máli. í samtali við Morgunblaðið vildi Davíð Oddsson ekki gera mikið úr mismunandi afstöðu landanna, en undirstrikaði að allir vildu gera sem best í þessu máli. Hins vegar væri það áhyggjuefni að stóru löndin í ESB sýndu Eystrasaltslöndunum lít- inn áhuga og kannski seytlaði það áhugaleysi út til annarra. „Oddsson skilur mig“ Það var almennt mál manna að umræður um utanríkis- og öryggis- mál væru góð viðbót við þingstörfín og í framsöguræðu sinni fyrir hönd norrænna starfsbræðra sinna drap Torbjorn Jagland forsætisráðherra Norðmanna einnig á þessi mál. Heim- sókn hans á þingið er fyrsta verkefni hins nýja forsætisráðherra utan heimalandsins. í samræðum við blaðamenn á eftir undirstrikaði hann hve mikið og merkilegt skref örygg- is- og vamarmálaumræðumar væru. Jagland undirstrikaði almennan stuðning við norrænt samstarf og kostnaðurinn væri heldur ekki yfír- þyrmandi. „Kostnaðurinn af norrænu samstarfí á mann á ári er ekki meira en sem nemur einum bíómiða." Hin pólitíska umræða í löndunum fímm skilar sér gjarnan á Norður- landaráðsþingin, því stjórnmála- mennirnir taka stundum upp efni þaðan, auk þess sem blaðamenn fylgja þeim eftir með spurningum sínum. Eitt helsta slagorð nýrrar stjórnar Jaglands er samráð og orð- inu skýtur upp í öðru hveiju orði þar á bæ. Norsku blaðamennirnir spurðu því Jagland í gær hvað hann ætti við með orðinu og hvort nokkur skildi orðið, en Jagland svaraði þá að bragði að Oddsson skildi hann að minnsta kosti og vísaði Jagland þá til þess að Davíð Oddsson notaði orðið einnig í ræðu sinni. -----------------------------í-- i íslenska í Norðurlandaráði Eins og Davíð Oddsson benti á í | ræðu sinni var nú í fyrsta skipti túlkað beint á og af íslensku. Þegar Geir H. Haarde ávarpaði þingið í gær hóf hann ræðu sína því á ís- lensku. Hann þakkaði tveimur fyrrum forsætisráðherrum fyrir gott fram- lag. Annars vegar Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs og hins vegar Carl Bildt fyrr- um forsætisráðherra Svía, sem nú starfar að uppbyggingunni í Bosníu. Bæði tvö hefðu borið hróður Norður- landa út í heim. Sama væri ekki hægt að segja um meðhöndlun dönsku stjórnarinnar á heimsókn breska rithöfundarins Salman Rus- hdies til Danmerkur. Þar hefði stjórnin orðið Dönum til skammar. Geir minnti á að Norðurlandaráð hefði áður lýst yfír stuðningi við Rushdie. Finnsk rimma um ráðsforseta Næsti forseti Norðurlandaráðs verður Finni, en Finnum hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um hver hann eigi að vera. Tillaga kom fram um að Esko Aho fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar yrði forseti ráðsins. Gegn því lagðist Paavo Lipponen núverandi forsætisráð- herra af alefli, en samband þeirra tveggja þykir óvenju hatrammt. Einnig var bent á að Áho hefði hing- að til ekki sýnt Norðurlandasam- starfínu áhuga, enda ætti hann ekki einu sinni sæti í ráðinu. Inn í deiluna blandast einnig deila um úr hvaða flokki næsti forseti eigi að koma, en aðalatriði er að enginn afdráttar- laus frambjóðandi er til starfsins. Væntanlega skýrast línurnar þó á morgun, enda á að kjósa forsetann á þessu þingi. Fyrrum forboðin umræðuefni efst á baugí á Norðurlandaráðsþingi BREYTTIR tímar og nýtt Evrópukort setur nú mark sitt á norræna samvinnu og þess mun, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, nýskipaðs framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs, gæta á þingi ráðsins, sem hófst í Kaupmannahöfn í gær og lýkur á morgun. Norðurlandaráð er orðið nógu gamalt til að nýi framkvæmdastjór- inn er sá fyrsti, sem fæddur er eftir að það var stofnað, auk þess sem Berglind er einnig fyrsti íslenski framkvæmdastjórinn og fyrsta konan á þessum stól. Helsta breytingin er að sögn Berglindar sú, að nú er fyrst og fremst starfað í flokkahópum í ráðinu, frekar en að starfa í landsdeildum, svo hið pólitíska starf einkennir Norðurlandaráð nú. íslendingar geta haft meiri áhrif en áður Utanríkis- og öryggismál aðalmálin Leiðarljós nýskipaninnar er að sögn Berg- lindar norræn gagnsemi. „Starfið í Norður- landaráði lýtur ekki að einstökum þjóðum, heldur grundvallast á sameiginlegu gagni allra. Líkt og í Evrópusambandinu er tekið mið af að leysa þau mál á heimavelli, sem best fer á að leysa þar, en takast á við sameiginleg mál í ráðinu. Til að svara sem best breytingum í Evrópusamstarfinu er ráðinu skipt í þijár nefndir. í Norðurlandanefndinni sitja þijátíu manns. Þar er fengist við hefðbundin norræn samstarfsmál eins og mennta- og menningar- mál, velferð, jafnrétti og réttindi borgaranna. Breytingarnar í Evrópu hafa leitt til aukins samstarfs við nágrannaríkin og þau mál eru tekin fyrir í grannsvæðanefndinni. í henni sitja 22 og hún tekur til samstarfs Norðurlandanna við Eystrasaltsríkin þijú og Vestur-Rússland, en fæst einnig við umhverfísmálin, veigamik- inn þátt samstarfsins. Evrópunefndin, þar sem sitja einnig 22, er svar við þeirri staðreynd að af Norðurlöndunum fímm eru þijú aðiiar að ESB. í nefndinni er fjallað um evrópsk mál- efni. Þessar þijár stóru nefndir hafa stofnað nokkra starfshópa." Auk nefndanna þriggja er svo þrettán manna forsætisnefnd ráðsins, sem fer með ákvörðunarvald milli þinga, utanríkismál, fjár- lög og samræmingarvald. í ráðinu sitja 87 þingmenn. Hið pólitíska starf setur einnig svip á ráðið, sem skiptist í fjórar pólitískar fylking- ar; íhaldshópinn, jafnaðarmannahópinn, sósíal- istahópinn og miðjuhópinn. Þar sem starfíð nú miðast við flokkahópana og síður við lönd eins og áður velta margir því fyrir sér hvemig löndin komi að starfinu. Berglind segir þjóðþingin kjósa fulltrúa í ráðið og löndin greiða til ráðsins eftir íbúahlutfalli, svo ísland greiðir 1,1 prósent af kostnaðin- um.„Áhrif Islendinga eru þó mun meiri en hlutfallið gefur til kynna. í þrettán manna forsætisnefndinni eru þrír íslendingar, til- Norðurlandaráðsþing hófst í Kaupmannahöfn í gær. Fyrrum bannorð eins og öryggis- og utanríkismál setja svip á dagskrána, eins og Sigrún Davíðsdóttir frædd- ist um er hún ræddi við Berglindi Ásgeirsdóttur, fram- kvæmdastjóra ráðsins. nefndir af flokkahópum þeirra, þau Geir H. Haarde, Guðmundur Árni Stefánsson og Valgerður Sverris- dóttir. Finnar og Danir hafa tvo fulltrúa í nefndinni, en Svíar og Norðmenn þijá. Geir er auk þess formaður íhaldshópsins og Siv Friðleifsdóttir er varaformaður Evrópunefndarinnar, svo það er óhætt að segja að íslendingar hafí aldrei haft jafnmikil áhrif í ráðinu og nú.“ Berglind býst við að starfíð í ráðinu verði markvissara en áður með nýjum starfsháttum. „Tillög- umar verða líklega færri en áður, en markvissari. Þær koma flestar upp í flokkahópunum, svo strax er ljóst hvort þær eru áhugaverðar fyrir öll eða flest löndin og þá ganga þær áfram til nefndanna." Öryggis- og utanríkismál mái málanna „Öðruvísi mér áður brá,“ segir Berglind, þegar hún lítur á úrklippu úr fínnsku blaði, þar sem sagt er að öryggis- og utanríkismál verði aðalmálið á Norðurlandaráðsþinginu, „því áður fyrr mátti ekki ræða þau þar. Nú Berglind Ásgeirsdóttir liggja fyrir þinginu tvær tillögur um öryggismál, önnur frá sósíal- istum, hin frá íhaldsmönnum. í báðum tillögunum er hvatt til að ráðið fari að sinna þessum málum meira en áður. Utanríkis- og ör- yggismálin munu örugglega vekja líflega og mjög pólitíska umræðu °g öryggismálaráðstefna er til umræðu." Allar breytingar vekja vanga- veltur um hvort verið sé að breyta til hins betra eða ekki. Berglind segir að vafalaust muni margir sakna þess gamla. „Sumir álíta það eyðileggja starfíð að ráðið verður nú vettvangur pólitískra átaka rétt eins og þjóðþingin, en þetta er tal- ið leiða til kröftugra starfs, gefa ráðinu aukið innihald og vera svar við Evrópusamstarfínu. Með þessu móti verði hægt að vinna saman að raunverulegum nor- rænum málum, en ekki aðeins að einstök ríki taki upp mál, sem þeim þyki áhugaverð. Forsætisráðherramir hafa sinnt starfmu vel og afskipti þeirra hafa eflt það verulega. Ole Norrback, sem er norrænn samstarfsráðherra Finna, hefur auglýst eftir auknum afskiptum þjóðþingforsetanna. Vonandi eflast samskipti ráðsins og þinganna svo hægt verði að vinna að framgangi svipaðra mála á báðum vígstöðv- um og það vekur þá einnig athygli á norrænum málum.“ Norðuriandaráð er önnur meginstoð nor- ræna samstarfsins, en hin er Norræna ráð- herranefndin. Berglind segir muninn þarna á milli ekki ósvipaðan mun þjóðþings og stjóm- ar, þar sem ráðið kemur með tillögur, sem ráðherranefndin getur hrint í framkvæmd. Eftir endurmat og uppstokkun samstarfsins undanfarin ár segir Berglind að tæplega helm- ingur fjárlaga ráðherranefndarinnar fari í mennta- og menningarmál, en um þau sé fjall- að í minna mæli í ráðinu. „Núna er ráðið á svolítið annarri línu en ráðherranefndin. Með þvl að taka fyrir mál eins og öryggismálin má segja að ráðið sé aðeins á undan ráðherra- nefndinni. Ný verkefni munu þrýsta á að fjár- lög nefndarinnar verði stokkuð upp, ef fjárveit- ingar verða ekki auknar, svo þrískipting nor- ræns samstarfs, sem kemur fram í nefndar- skipun ráðsins, endurspeglist enn frekar í fjár- lögum ráðherranefndarinnar." Norræn gagnsemi - fyrir íslendinga Spumingin um gagnsemi norræns samstarfs kemur alltaf upp í hugann, þegar samstarfið berst í tal og Berglind svarar óhikað af eigin reynslu úr félagsmálaráðuneytinu að íslending- ar hafí haft ómælt gagn af samvinnu embættis- manna, sem geri þeim kleift að miðla heim upplýsingum. Stjómsýsla og löggjöf á Norður- löndum sé lík og eins sé oft verið að glíma við svipuð mál í öllum löndunum. Um það séu vel- ferðarmálin gott dæmi. Berglind undirstrikar að mikilvægið sé hið sama og fyrr, þótt tvö landanna séu utan ESB og þijú með. „Norður- landaráð hefur alltaf skipt Islendinga máli og það hefur ekki breyst þrátt fyrir ESB. Við höfum auðvitað sendiráð í Brussel, en það er til dæmis áhugavert að fylgjast með því hvem- ig löndin hrinda í framkvæmd tilskipunum ESB, sem við verðum líka að fylgja sem aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. Það er of mikið geit úr að við stöndum utan ESB, því að sem aðilar að EES verðum við að gangast undir sömu reglur og tilskipanir og ESB-löndin varð- andi fjórfrelsið. Við skulum heldur ekki gleyma að norræna samstarfíð miðar að því að styrkja löndin og stuðla að betra þjóðfélagi á öllum þeim sviðum, sem hafa einkennt Norðurlanda- samstarfíð. Samstarf þessara landa hefur á sér gæðastimpil, sem norræn samvinna hefur stuðl- að að. Útflutningsfyrirtæki í þessum löndum hagnast á þeirri almennu tiltrú sem þessi lönd njóta um allan heim. Norrænt samstarf nýtur ; hylli almennings, en það verður að vera árang- ursríkt til að njóta áfram þess stuðnings."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.