Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 25 Unga hjartað ólmast Morgunblaðið/Golli JÓHANNES Ásbjörnsson í hlutverki Nonna, gefur Rebekku Árna- dóttur sem Klöru engin grið. Merkisberi norðlenska skólans LEIKLIST Vcrslunarskóli I s 1 a n d s „THE BREAKFAST CLUB“ Leikfélagið Allt milli himins ogjarð- ar „The Breakfast Club“. Þýðing: Þorsteinn Bachmann, Anna Melsteð og Jakob Ingimundarson, en Jakob leikstýrir. Leikendur: Jóhannes Ás- bjömsson, Iris María Stefánsdóttir, Rebekka Ámadóttir, Kári Guðlaugs- son, Guðleifur Krisljánsson, Jóhann Guðlaugsson, Katrín Bjaraey Guð- jónsdóttir. Fmmsýning hátíðasal Verslunarskóla Islands, 8. nóv. sl. AÐ ÞESSU sinni hafa Verslingar valið sér leikrit sem fjallar um ungt fólk og margvísleg vandamál þess og gleði og leikendur, jafnt sem áhorfendur, njóta þess á ýmsan hátt. Leikarar verða aldrei ótrúverðugir í hlutverkum sínum því þeir þekkja flest sem á daga þessa unga fólks drífur af eigin raun. Fimm ungmenni, hvert með sína eigin sögu og séreinkenni í fartesk- inu, eru látin sitja eftir í skólanum heilan laugardag í refsingarskyni fyrir eitthvert það athæfi sem skóla- yfirvöldum þótti refsivert. Stærð- fræðikennarinn Villi setur þeim fyrir að eyða deginum við ritgerðarsmíð um hver þau séu í raun og veru, en hefur vitaskuld ekki erindi sem erf- iði og hefur reyndar ekkert taum- hald á þessari óbeisluðu æsku. Ungt fólk skilgreinir sjálft sig ekki á blaði, a.m.k. ekki lengur, heldur með fé- lagslegu samneyti. Þannig fmnur það sinn samastað í tilverunni og það gera einmitt þessir krakkar, sem fullorðnir hafa allir sett undir sama hatt, en reynast vera ólíkir einstakl- ingar við nánari kynni. Af og til lætur svo skúringakonan Margrét sjá sig. Hún er sannarlega sú sem er utangátta í þessu akademíska umhverfi og sér því flest. Allir gera leikendur hlutverkum sínum nokkuð góð skil. Jóhannes er kraftmikill sem uppreisnarseggurinn sem ofbýður öllum, íris María sýnir skemmtilega kómíska takta sem stúlkan sem hefur dregið sig í hlé frá ögrandi heimi, Rebekka er kannski einum of augljóslega hjarta- góð sem dekurrófan, Kári er hreint prýðilegur sem lúðinn og sýnir næm- leika fyrir því spaugilega og hefur að auki ágætis framsögn, og Guð- leifur túlkar vel klisjuna um vit- granna sportidjótið. Jóhann fellur í þá gryfju að ofleika Villa stærð- fræðikennara. í þessu hlutverki væri betra að hemja heiftina en gefa henni útrás. Þýðingin á verkinu er nokkuð Iip- ur og féll þokkalega vel að íslensku nútímamáli. Þess vegna er mér óskiljanlegt hvers vegna heiti leik- ritsins var ekki snúið á íslensku. Ég trúi því ekki á Verslinga að þeir séu svo vesælir að þeir geti ekki fundið gott íslenskt heiti á þetta leikrit og trúi því heldur ekki á þá að þeir vilji ekki standa vörð um ástkæra ylhýra. Finnst þeim ekki fúlt að ganga niður Laugaveginn eða um Kringluna og sjá hvergi lengur skilti á móðurmálinu? Leikstjórnin var nokkuð góð, en þó háði æfingaleysi leikurunum nokkuð á frumsýningunni. Þau léku einfaldlega of hægt sem gerði það að verkum að samtöl urðu ekki sam- fella máls heldur eins og orðræða þar sem skipst er á setningum. Þau eiga þó örugglega eftir að ná betri tökum á þessu atriði með meiri þjálfun, þessir ungu leikarar. Áhorfendur tóku leiknum firnavel. Þessi hópur á það skilið. Hann á það líka skilið að fleiri sjái þessa sýn- ingu. Hvað sögðuð þið aftur að hún héti? Langur laugardagur??? Guðbrandur Gíslason TONLIST Gcisladiskur SKÁLM Geisladiskur Gunnars Gunnarssonar, gefinn út til minningar um Ingimar Eydal. Tónlistarflutningur og útsetningar: Gunnar Gunnarsson. Hljóðfæri: Boston flygill. mjóðritun og eftirvinnsla: Ari Daníelsson. Píanóstillingar: Sigurður Kristins- son. Hönnun: Hlynur Helgason. Ljósmyndir: Sóla. Utgefandi: Dimma. Dreifing: Japis. 48:35 mín. 1.999 krónur. INGIMAR Eydal var frumkvöðull og helsti merkisberi „norðlenska skól- ans“ í píanóleik á meðan hann lifði. Nú hefur lærisveinn Ingimars, Gunn- ar Gunnarsson, organisti og djassp- íanisti, tekið upp merkið með útgáfu geisladisksins SKÁLM, þar sem hann leikur ljúf lög af fíngrum fram að hætti læriföðurins. Þessi útgáfa er um margt athyglisverð og Gunnar sýnir að hann hefur ekki farið erindis- leysu í smiðju til Ingimars. Á piötuumslagi bendir Gunnar réttilega á að spilastíll Ingimars ein- kenndist af mikilli yfirferð og fyll- ingu, þar sem píanistinn var sjálfum sér nógur og hélt aleinn uppi bassa- gangi, hljómagangi, rytma, auk lag- línu ásamt miiliröddum og skrauti. Þessi spilastíll, sem ættaður er bæði úr klassískri tónlist og ragtime, og gerir í raun sama gagn og heil rytmasveit, hefur verið nefndur „stride", á íslensku „skálm“ og er nafn geisladisksins af því dregið. Og með píanóleik sínum á plötunni sýnir Gunnar, að sjálfur hefur hann náð dágóðum tökum á þessum spil- astíl. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum. Hún hefst á hinu skondna og skemmtilega lagi Nola eftir Felix Arndt og þá strax fer maður að sjá Ingimar fyrir sér við hljóðfærið, brosmildan og afslappaðan. Síðan koma þekktir amerískir „standard- ar“ í bland við skandinavísk þjóðlög. Þarna er líka franska lagið La vie en rose eftir Louiguy, að ógleymdum nokkrum íslenskum lögum, þar af tvö frumsamin eftir Gunnar og eitt eftir Ingimar Eydal, sem ég minnist ekki að hafa heyrt áður, enda var Ingimar svo sem ekkert að trana sínum tónsmíðum fram. Þetta er fallegt, „melódískt" lag, ber heitið Óskalagið, og ber keim af þeirri „standard" tónlist, sem Ingimar lék gjarnan undir borðum og hafði mik- ið dálæti á. Lög Gunnars, Orða vant og Eydalsvals eru einnig ágætar tónsmíðar, einkum fyrrnefnda lagið og tilfinningin í því gefur þeirri hug- mynd undir fótinn, að það hafi sér- staklega verið samið í minningu Ingimars. Önnur íslensk lög á plöt- unni eru Önnur sjónarmið eftir Hilm- ar Oddsson og Breytir borg um svip eftir Kristínu Lilliendahl og þykir mér Gunnari takast vel upp með útsetningar og flutning á þeim báð- um, sérstaklega hinu síðarnefnda. Og raunar gildir það sama um flest lögin á plötunni. Gunnar hefur greinilega farið í þetta verkefni af alúð og natni og honum tekst að halda anda Ingimars í gegnum alla plötuna. Gunnar Gunnarsson, sem er menntaður tónlistarmaður, segist hafa átt því láni að fagna að hafa verið í óformlegu námi hjá Ingimari Eydal. „Þá var enn ekki farið að kenna að spila á þennan hátt við almenna tónlistarskóla en til gamans nefndi Ingimar þetta „norðlenska skólann“ í píanóleik og menn yrðu einfaldlega að læra handverkið mann fram af manni,“ segir Gunn- ar. Ég fæ ekki betur heyrt en að Gunnar hafi stundað hið óformlega nám sitt í norðlenska skóianum af mikilli samviskusemi og honum tekst að koma handverkinu þannig til skila á SKÁLM að hann getur verið full- sæmdur af. Sveinn Guðjónsson Undraverður höfundur SKÁLDSAGAN Fyrirgefning synd- anna eftir Ólaf Jóhann Olafsson hefur vakið mikla athygli í Frakk- landi en hún kom þar út fyrr í haust hjá bókaforlaginu Seuil sem er eitt virtasta bókmenntaforlag landsins. Á dögunum birtist einkar lofsamleg- ur dómur í dagblaðinu La Croix en þar segir að Ólafur Jóhann sé undra- verður og honum takist einstaklega vel upp í lýsingu sinni á sálarangist manns. Tímaritin Courrier Cadres og Regards segja að Fyrirgefning syndanna sé einhver athyglisverð- asta bók sem út hafi komið í Frakk- landi í haust. Áður hafa mörg af stærstu blöðum landsins gefið bók- inni lofsamlega dóma. í gagnrýni franska stórblaðsins La C,roix_ segir í fyrirsögn að Ólafi Jóhanni Ólafssyni takist einstaklega vel upp í lýsingu sinni á sálarangist manns. „Hann er án nokkurs vafa fyrsti rithöfundurinn á íslenska tungu, frá því að íslandsklukka Halldórs Laxness kom út, sem náð hefur mikilli útbreiðslu út fyrir hina fjarlægu eyju. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum þar sem gagnrýn- endur nefna nöfn Dostójefskís og Ibsens til að finna verðugan saman- burð.“ Þá segir í umsögn La Croix að Ólafi Jóhanni takist undursamlega að lýsa þversagnarkenndri angist sálar sem sé þrúguð af sektarkennd og skrifa sögu með sálfræðilegri dýpt sem jafnframt er mikil örlaga- saga. í lok greinarinnar segir: „Ef einhverrar fyrir- gefningar er að vænta þá er það helst frá þeim sem sýna Pétri ástúð þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.“ Áður hafa mörg af stærstu blöðum Frakk- lands farið eink- ar lofsamlegum orðum um bókina. í Le Observateur sagði að Fyrirgefning syndanna væri frábær skáldsaga og Ólafur Jóhann skaraði fram úr með lýsingu sinni á illmennum. Le Monde sagði að bókin væri athyglisverð lýsing á sjálfshyggju og höfundinum tækist fullkomlega að lýsa afleiðingum hennar og gagnrýnandi L’Express sagði söguna hrífandi. Fyrirgefning syndanna kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 1991 og hefur nú verið gefin út í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og Noregi, auk Frakklands. Ný skáld- saga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Lá- varður beinis, kemur út hér á landi síðar í þessum mánuði. Ólafur Jóhaim Ólafsson 3+1+1 Leður 2 li :ir 189.000 kr 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN Síöumúla 30 - sími 568 6822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.