Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 Formaður atvinnumálanefndar um fækkun íbúa á Akureyri á árinu Stórframkvæmdir og þensla syðra soga til sín fólk ÍBÚUM á Akureyri hefur fækkað um 61 á fyrstu 10 mánuðum árs- ins. Alls hafa 210 manns flutt burtu úr bænum en 149 til bæjarins á þessu tímabili samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands. Fækk- unin í kjördæminu, Norðurlandi eystra, í heild nemur 82 íbúum. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, nefndi á morgunverðar- fundi Verslunarráðs fyrir helgi að aðeins hefði fjölgað um 8 manns í bænum á síðasta ári, „við höldum ekki lengur'í við fólksfjölgun í land- inu, það flytja fleiri úr bænum en til okkar,“ sagði hann. Hann kvaðst vita dæmi þess að fólk væri að huga að flutningi frá Akureyri og suður á höfuðborgarsvæðið. Astæð- an væri ekki sú að þetta fólk væri atvinnulaust, heldur byðust betri kjör þar en fyrir norðan. Atvinnuástand með besta móti Guðmundur Stefánsson formað- ur Atvinnumálanefndar Akureyrar segir að þessar tölur komi sér óþægilega á óvart. „Atvinnuástand er með besta móti um þessar mund- ir og betra en verið hefur mörg undanfarin ár. Þá hefur þjónusta við bæjarbúa verið að aukast og er með því besta sem þekkist," seg- ir Guðmundur. „í fljótu bragði get ég því ekki séð að skýringanna á þessari fækkun sé að leita í ástandi mála í bænum. Ég veit að t.d. hjá iðnaðarmönnum í sumum starfs- greinum er atvinna með mesta móti og verkefnastaða margra fyr- irtækja er mjög góð.“ Taldi Guðmundur að nú væri að koma á daginn, það sem menn hefðu óttast um skeið, að hinar miklu framkvæmdir og þensla sem væru á höfuðborgarsvæðinu væru að segja til sín. Fólk væri að flytja suður þar sem biðu þeirra hærri laun og betri kjör. „Ég held að þetta sé hluti af skýringunni." Stórframkvæmdir soga að sér fólk Brottfluttir umfram aðflutta í Norðurlandskjördæmi vestra eru 32, á Austurlandi 21 og 58 á Vest- fjörðum. „Þau kjördæmi sem fjærst eru suðvesturhorninu eru að missa frá sér fólk, en samt hafa á sumum þessara svæða ekki verið aðrar eins fjárfestingar í atvinnulífi um langt skeið. Það má líka benda á að í Reykjavík er töluvert atvinnuleysi. Maður fer að velta fyrir sér hvernig atvinnuástandið á höfuðborgar- svæðinu er í raun og veru þegar þetta svæði sogar til sín fólk ann- ars staðar að af landinu en þó er samt þetta mikið atvinnuleysi á svæðinu. Það er greinilegt að þetta sog höfuðborgarsvæðisins frá landsbyggðinni er að ágerast og það getur varla stafað af öðru en þeim stórframkvæmdum sem þar eru í gangi,“ segir Guðmundur. Matseðlar með blindra- letri o g stækkuðu letri TVEIR veitingastaðir á Akureyri, Fiðiarinn og Pizza 67, bjóða nú gestum sem á þurfa að halda að skoða matseðla staðanna með blindraletri eða mikið stækkuðu letri. í sumar var unnið að viðamiklu verkefni um ferlimál fatlaðra á Akureyri og segir Rut Sverrisdótt- ir, ein þeirra sem að verkefninu unnu, að m.a. hafi verið rætt við eigendur veitingastaða. Það hafi svo verið að frumkvæði forsvars- manna umræddrar veitingastaða að boðnir eru matseðlar með blindraletri og stækkuðu letri. „Þetta er mjög jákvætt,“ segir Rut. „Þetta eru fyrstu veitinga- staðir landsins sem hafa matseðla með blindraletri og stækkuðu letri, en slíkir matseðlar gagnast fleiri en þeim sem eru sjónskertir." Rut væntir þess að fleiri veit- ingastaðir taki þetta upp og nefndi einnig að til greina kæmi að bjóða gestum Pizza 67 veitinga- staðanna víðar slíka matseðla. „Mér finnst þetta alveg meirihátt- ar gott. Þegar ég hef farið út að borða þarf ég að biðja samferða- fólk mitt að lesa hvað er á matseðl- inum fyrir mig, mér finnst þetta veita mér ákveðið frelsi, að geta sjálf lesið seðilinn." Blaðberar Óskum eftir blaðburðarfólki til að bera út blaðið um leið og það kemur í bæinn. Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600. TANNLÆKNIR Hef hafiö störf í Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri Tímapantanir í síma 462 1223. Guðrún Rut Guðmundsdóttir tannlæknir. CilGA. IHWIftHOIt MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján RUT Sverrisdóttir skoðar matseðilinn á Pizza 67 á Akureyri, en þar og á Fiðlaranum geta þeir gestir sem á þurfa að halda skoð- að matseðlana með blindraletri eða mikið stækkuðu letri. Með henni á myndinni er Jón Vidalín einn eigenda staðarins. AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Fjölmenni á skautasvellinu SKAUTASVELLIÐ á Akureyri var opnað almenningi í fyrsta skipti á þessum vetri sl. föstu- dagskvöld. Bæjarbúar og þá að- allega börn og ungmenni voru fljót að taka við sér og fjöl- menntu á svellið alla heigina. A laugardag komu um 200 manns á skauta og aðsókn á föstudag og sunnudag var einnig mjög góð. Hún Arna Lind Viðarsdóttir var á skautum á laugardag og æfði sig af miklum krafti. Einnig var ágætis gönguskíðafæri í Kjarnaskógi og þangað kom fjöldi manns um helgina til að ganga bæði á skiðum og tveimur jafnfljótum. Eldsvoðinn í Vallakirkju Beðið eftir skýrslum um ástand bygging- arinnar ENN liggur ekki fyrir hvort hægt verður að endurbyggja Vallakirkju í Svarfaðardal sem varð eldsvoða að bráð í byijun nóvembermánaðar. Elínborg Gunnarsdóttir, formaður sóknarnefndar Vallakirkju, sagði að Magnús Skúlason, arkitekt og starfs- maður húsafriðunarnefndar ríkisins, hefði skoðað kirkj- una í gær og myndi hann við fyrsta tækifæri skila skýrslu um ástand byggingarinnar. Þá hefðu fulltrúar frá Vá- tryggingafélagi íslands kom- ið og skoðað verksummerki og Þór Magnússon þjóðminja- vörður kannaði ástand gripa sem í kirkjunni voru. Orgelið bjargaðist Orgel kirkjunnnar bjargað- ist þar sem ekki var búið að koma því fyrir eftir umfangs- miklar endurbætur sem og messuskrúði. Aðrir gripir eru illa farnir eða ónýtir, en gaumgæfilega verður skoðað hvort hægt verður að lagfæra einhveija þeirra. Akvörðun um hvort farið verður í að endurbyggja kirkjuna, sem byggð var árið 1861, verður ekki tekin fyrr en fyrir liggja skýrslur um málið og kostn- aðaráætlun við hugsanlega endurbyggingu. i Fíkniefna- vandi ræddur á mömmu- morgni JÓNA Lísa Þorsteinsdóttir fræðslufulltrúi flytur fyrir- lestur um fíkniefnavandann á mömmumorgni í Safnaðar- 1 heimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember, frá kl. 10 til 12. Allir foreldrar eru vel- komnir með börn sín. Gengið er inn um kapelludyr. Flutningabíll á leið frá Fáskrúðsfirði til Grindavíkur Yalt í S- FLUTNINGABÍLL frá Viggó hf. í Neskaupstað lenti utan vegar og valt skammt frá bænum Krossi í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu. Flutningabíllinn var með 40 feta gám, fullan af þorski, á leið frá Fáskrúðsfirði til Grindavík- ur. Ökumaður flutningabílsins, sem var einn á ferð, slapp án teljandi meiðsla og bíllinn og gámurinn skemmdust lítið. Starfsmenn Dreka á Akureyri sáu um að losa gáminn, svo hægt væri að koma bílnum og gámnum á réttan kjöl og nutu aðstoðar fé- laga í Björgunarsveitinni Þingey í Ljósavatnshreppi. Bíll frá Dreka sá svo um að koma fiskinum áfram til Grindavíkur. Fljúgandi hálka var í Ljósavatnshreppi er óhappið varð. Þingeyjarsýslu Morgunblaðið/Baldvin Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.