Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 40
• 40 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Bróðir okkar, JÓN SIGMAR RICHARDSSON, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóvember sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. nóv- ember kl. 13.30. Richard L. Richardsson, Sigurður Richardsson. Ástkær maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN EDILON HJÁLMARSSON, Hringbraut 54, Hafnarfirði, lést í St.Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugardaginn 9. nóvember. Hulda Margrét Hermóðsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Guðjón Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR, Vogatungu 77, Kópavogi, andaðist á heimili sínu 9. nóvember. Sigurður K. Haraldsson, Vilborg Pétursdóttir, Helga Haraldsdóttir, Guðjón Haraldsson, Ingibjörn Högnadóttir, Rósa Haraldsdóttir, Ólafur Böðvar Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN AUÐUNSSON járnsmiður, Grundargerði 21, Reykjavík, andaðist á heimili sinu 9. nóvember. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson Kristín Hafsteinsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Vilberg Sigurjónsson, Sigrún Andrésdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Níls Jens Axelsson, Guðrún Sigurjónsdóttir og barnabörn. + GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON fyrrverandi rektor, lést í Landspítalanum laugardaginn 9. nóvember. Alda Snæhólm, Ólafur Guðmundsson, Liz Guðmundsson, Arnlaugur Guðmundsson, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Björgvin Víglundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI R. JÓNSSON forstjóri, Drápuhlíð 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. nóvemberkl. 13.30. Valgerður B. Gröndal, Sigríður Gröndal, Kristinn Gestsson, Kristrún Torfason, Ingi Torfason, Sigurlaug B. Gröndal, Steinunn B. Gröndal, Bjarni R. Gröndal, Halla Bjarnadóttir, Bragi Þorsteinsson, Inga Birna Bragadóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Eymundur Sigurðsson, Kristrún Bragadóttir og barnabarnabörn. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guð- mundsdóttir var fædd á Akri í Vest- mannaeyjum 6. des- ember 1909. Hún lést á Landspítalan- um 31. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Þórð- arson á Akri, f. 10.5. 1878, d. 16.12. 1924, og Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 12.4. 1879, d. 23.9. 1928. Bróðir Sigríð- ar var Lárus, raf- virkjameistari í Vestmannaeyj- um, f. 13.11. 1907, d. 18.2.1985. Kona Lárusar er Gréta Vilborg Illugadóttir sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Eiga þau einn son, Guðmund. Hinn 5. september 1931 gift- ist Sigríður Sigurði Jónssyni, verslunarmanni, f. 24.7. 1898, d. 22.4. 1962. Dóttir þeirra er Guðrún Theodóra, sálfræðingur, f. 31.1. 1934. Hún giftist Ólafi Steph- ensen, barnalækni, f. 18.7. 1934, d. 25.6. 1980. Börn þeirra Ólafs og Guðrúnar Theo- dóru eru: 1) Sigríð- ur Steinunn, dag- skrárgerðarmaður. Sambýlismaður hennar er Jón Hall- ur Stefánsson, einn- ig dagskrárgerðar- maður. Þeirra dótt- ir er Iðunn. 2) Eiríkur, líffræð- ingur. Kona hans er Sólveig Krisljánsdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Þeirra böm eru Þórhildur og Ólafur Sverrir. 3) Sigurður Sverrir, lækna- nemi. Útför Sigríðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég gekk út úr sjúkrastof- unni frá Sigríði, aðeins tveimur dögum fyrir andlát hennar, felldi ég í huganum inn mynd af þessari konu eins og hún leit út fyrir nær 50 árum og undraðist þá hvað hár aldur og sjúkdómar höfðu lítið breytt björtum og heiðríkum svip hennar. Það skiptast á skin og skúr- ir á langri ævi og snemma varð hún fyrir þeirri sorg að missa föður sinn, er fórst af báti við Vestmannaeyjar á jólaföstu 1924. Fjórum árum síð- ar deyr Guðrún móðir hennar. Þá er Sigríður 18 ára og Lárus bróðir hennar tvítugur. Þau systkinin bjuggu áfram á Akri eftir lát móð- ur sinnar. Hjá þeim var lítil frænka þeirra, Guðbjörg Helgadóttir, þá fjögurra ára, bróðurdóttir Guðrún- ar. Hún hafði verið tekin þangað í fóstur nýfædd er móðir hennar lést. Sigríður giftist Sigurði Jónssyni verslunarmanni 1931 og árið 1934 fæddist þeim dóttirin Guðrún Theo- dóra. Bjuggu þau á Akri til 1936 en fluttu þá til Reykjavíkur og Guðbjörg með þeim. Sigurður stofn- aði verslunina Gróttu og rak hana um langt skeið. Þau byggðu húsið Blönduhlíð 7 með Ársæli Sigurðs- syni kennara. Mjög var gestkvæmt hjá þeim hjónum, bæði af skyld- mennum, vinafólki úr Vestmanna- eyjum og fólki austan úr Vestur- Skaptafellssýslu en þangað áttu þau bæði ættir að rekja. Þá tóku þau í fóstur Elínu Eyvindsdóttur, dóttur Guðbjargar og ólu hana upp sem dóttur sína og var hún hjá þeim þar til hún giftist Alfred Frederiksen. Manninn sinn, Sigurð Jónsson, missti hún 1962. Hún bjó áfram í Blönduhlíð 7 en fór þá að vinna utan heimilis en jafnframt tók hún leigjendur sem sumir hverjir urðu vinir hennar þaðan í frá. Árið 1980 varð hún fyrir þeirri sorg að missa tengdason sinn, Olaf Stephensen barnalækni, sem öllum var harmdauði. Síðustu æviárin bjó hún ein í íbúð sinni í Sólheimun 23 og hélt þar uppi þeim sama virðu- lega en hlýja heimilisbrag og fyrr. Sumt fólk er þeirrar gerðar að í vitund vina er þar jafnan höfuðból er það situr. Þannig var um Siggu frænku í Sólheimum, eins og börn og barnabörn Guðbjargar og undir- ritaðs nefndu hana, og oftast með vott af andakt í rómnum eins og þegar kaþólskir taka nafn dýrlings sér í munn. Þegar efnt var til fjölskyldufagn- aðar var nafn hennar nefnt fyrst og ekki þótti fullskartað í sam- kvæminu nema hún væri þar. Sig- ríður þótti fríð kona og glæsileg á yngri árum, smekkleg í klæðaburði og gædd yfirlætislausri og þokka- fullri reisn. Þessum eðlisþáttum hélt hún fram á síðustu æviár. Hún kunni vel að segja frá fólki og atburðum á fyrri tíð og þá sér- staklega frá fólki í Eyjum, svo að mér fannst á stundum að það fólk væri málkunningjar mínir. Þessi eiginleiki hennar er mér minnis- stæður og harma ég að hún skyldi ekki festa þessar frásagnir niður á blað. Minni sínu hélt hún óskertu fram á andlátsstund. Mér fmnst nú, þegar ég lít til baka, að allt hennar starf og öll hennar spor hafi verið stigin til að hjálpa og gleðja aðra. Þótt heilsan væri farin að bila á seinni árum vildi hún sjálf ógjarnan þiggja hjálp, svo framarlega sem hún komst fram úr rúminu. Lífið sjálft og hinn innri maður móta svip hvers manns og það er skýringin á hinum bjarta og fagra svip Sigríðar Guðmundsdóttur er hún bar fram á andlátsstund. Ástvinum hennar bið ég huggun- ar og henni sjálfri blessunar Guðs. Páll Þórir Beck. „Þú hefðir þá alveg eins getað tekið leigubíl, og það hefði verið miklu ódýrara,“ kvakaði ég brot- hættri unglingsröddu þegar hún, ellilífeyrisþeginn, hafði boðið mér 5.000 krónur fyrir að keyra sig milli póstnúmera í Reykjavík. „Hva!“ hrópaði hún upp yfir sig greinilega sárhneyksluð, „heldurðu að ég vilji ekki miklu frekar borga þér fyrir greiðann, heldur en ein- hveijum leigubílstjóra sem ég þekki ekki neitt? Auk þess ræð ég hvað ég geri við mína eigin peninga." „En það er rangt að þiggja pening af ömmu sinni fyrir svona smá- ræði,“ byijaði ég í tenór og endaði í sópran, en var ekki alveg viss hvort þetta var sagt af innri sann- færingu eða hvort ég var að reyna að angra gömlu konuna. Við þrátt- uðum lengi vel og ömmu varð smám saman ljóst að þtjóskan sem hún bjó yfir var væntanlega ættgeng, því ég gaf sterklega í skyn að ekk- ert gæti fengið mig til að taka við peningunum. Hún gafst þá upp á blaðrinu, stakk seðlinum í hanska- hólfið og sagði, áður en hún stökk út úr bílnum og skellti á eftir sér: „Hana! Ég skil aurinn(!) eftir hér og þú ræður svo hvað þú gerir við hann.“ Seðillinn fékk svo að liggja í nokkra daga í hanskahólfinu áður en ég eyddi honum í einhverja vit- leysu. Svona var amma Sigríður. Hún fékk sínu fram með góðu eða góðu. Amma var ekki bara þtjósk held- ur líka víðsýn, umburðarlynd og laus við alla tilgerð. Hún var greind, örlát og hjartahlý og hafði skemmti- lega kímnigáfu sem hún beitti ós- part jafnvel þótt hún lægi banaleg- una. Hún hafði lag á að sjá sjálfa sig og umhverfi sitt í spaugilegu Ijósi en það er eiginleiki sem er allt- of sjaldgæfur. Hún þorði að horfast í augu við hlutina eins og þeir voru og gat greint á milli þess sem skipti máli og hins sem ekki skipti máli. Einhvern tíma spurði ég hvort hún vildi frekar vera flokkuð með gömlu fólki eða eldra fólki, en miðstigið virtist á tímabili vera eitt af mikil- vægari baráttumálum aldraðra. „Ég held að það breyti litlu hvað fólk kallar þetta, ég verð áfram sama eldgamla kerlingin," sagði amma. Amma Sigríður lét hnignandi lik- amann ekki stjórna sínum síunga anda og fannst manni oft nóg um bröltið á henni út og suður. Hún vildi sinna sínum málum sjálf og helst án aðstoðar. Veður og vindar öftruðu henni ekki frá því að bregða sér bæjarleið ef henni fannst hún eiga eitthvert erindi. Hún ferðaðist mikið með strætisvögnum og ef hált var og erfitt yfirferðar skellti hún á sig mannbroddum svo hún kæmist út á stoppistöð. Henni þótti gaman að lifa og var mjög félags- lynd. Hún kom fram við fólk á þann hátt, að allir voru afslappaðir í kringum hana, sama á hvað aldri þeir voru. Hún hafði sérlega gaman af að umgangast börn og börnum leið vel með henni. Amma bar virð- ingu fyrir skoðunum annarra og sjálf var hún alltaf að komast að nýjum staðreyndum varðandi lífið og tilveruna. Þótt amma teldi sig, þegar á heildina var litið, hafa lifað góðu lífi, voru ófáir erfiðleikar og áföll sem hún varð fyrir á lífsleið- inni. En hún vissi að eina leiðin til að komast í gegnum erfiðleika er að horfast í augu við þá og vopnuð sinni jákvæðu afstöðu til lífsins og æðruleysi styrktist hún við hvetja raun. Hún var síður en svo tilbúin að deyja þegar ósköpin dundu yfir, en hún lét líkamlegt ástand sitt ekki buga andann og var skýr og skemmtileg þar til yfir lauk, þó auðvitað yrði maður var við vissa eftirsjá, sérstaklega þegar hún tal- aði um barnabarnabörn sín. Þá fjölmörgu kosti ömmu sem ég hef talið upp, uppgötvaði ég ekki fyrr en ég eltist. Þegar ég var lítill og amma sá að hluta um heim- ilið og uppeldið á okkur systkinun- um hafði hún aðeins einn kost - hún var amma okkar. Og það var kostur sem fleiri en við systkinin sáu, því oftar en ekki bættust við einn eða fleiri gráðugir dvergar í kaffitímann og þáðu nýbakaðar flatkökur eða kleinur auk þess sem þeim þótti gaman að hlusta á malið í ömmu. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð að heimsækja hana til íslands áður en hún dó. Ég er líka þakklátur fyrir að hafa verið farinn þegar hún kvaldist sem mest, því ég hef ekki hennar æðruleysi. Þakklátastur er ég þó fyrir að hafa átt ömmu Sig- ríði. Eiríkur. Ég man eftir hrísblómi. Ég man eftir brauðsúpu með maltöli. Ég man eftir rúgbrauðstertu, randalín og kleinum. Eg man eftir laufa- brauðsbakstri. Þá stóð amma með skuplu á höfðinu yfir tjúkandi feiti, sem var svo heit að enginn mátti koma nálægt pottinum nema hún. Feitin hvæsti og urraði svo á hverri stundu mátti búast við eldstrók uppúr pottinum. En amma hafði alltaf betur í þeim hildarleik. Þá voru líka búnir til „partar". Ég man eftir fiskibollum úr farsi sem amma hafði sjálf hakkað. Sjö sinnum. Á eftir var ýmist smjörgrautur eða flauelisgrautur, en fyrir þá sem ekki þekkja leyndarmálið má upp- lýsa að í smjörgraut er notað vatn en í flauelisgrautinn fer mjólk. Ég man eftir ömmu þar sem hún stóð við kamínuna austur í sumarbústað, bætti á eidinn og hitaði kaffi. Þá var hún líka með skuplu á höfði. Ég man eftir leiðinni í og úr skóla. Fyrir smáfætta menn í gúmmístígvélum og hettuúlpum getur Háaleitisbrautin orðið æði löng. En hún verður snöggtum styttri ef þeir fá að hlýða á útvarps- leikrit á leiðinni. Þannig flutti amma ævintýrin um Búkollu, Gilitrutt, #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.