Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í MORGUNBLAÐINU 7. nóvem- ber sl. birtist grein eftir Guðmund Ragnarsson, formann Landssam- takanna Þroskahjálpar. Heiti grein- arinnar er Jafnrétti og lífskjör fatl- aðra. Efni greinarinnar er þannig að þar er ekki öll sagan sögð og áf því leiðir að sú mynd sem Guð- mundur dregur upp er röng. Reynd- ar hefur þetta hent áður og nokkuð markað samþykktir sem Þroska- hjálparfélögin hafa gert. Þess vegna er nauðsynlegt að greina frá staðreyndum málsins og þeim fjármunum sem tillögur eru gerðar um í frumvarpi til íjárlaga fyrir árið 1997. Staðreyndin er sú að málefni fatlaðra njóta algjörs forgangs í félagsmálaráðuneytinu og er eini málaflokkur ráðuneytisins sem fær verulega auknar fjárveit- ingar á næsta ári. Staðreyndir um Framkvæmdasjóð í lögunum um Framkvæmdasjóð fatlaðra segir að hann skuli fá „óskertar tekjur Erfðafjársjóðs". Þetta hefur ekki gengið eftir. T.d. árin 1990 og 91 gaf erfðafjárskatt- ur 108 milljónum meira en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir og voru þeir fjármunir ekki krafðir í Fram- kvæmdasjóð af þáverandi félags- málaráðherra. Þegar gengið var frá fjárlögum fyrir árið 1994 var að tillögu þá- verandi félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, ákveðið að taka 25% af ráðstöfun- arfé Framkvæmda- sjóðs og nota til rekstr- arverkefna. Þá var áætlað að erfðafjár- skattur gæfi 300 millj- ónir. Sama var upp á teningnum 1995. Þá var ákveðið að tillögu þáverandi félagsmála- ráðherra að taka 40% til rekstrar. Þá var áætlað að erfðafjár- skattur gæfí 310 millj- ónir. Þegar fjárlög fyrir árið 1996 voru ákveðin var að tillögu minni ákveðið að fara sömu leið og veija 40% til rekstrar. Jafnframt var ákveðið að það sem erfðafjárskattur gæfí um- fram 257 milljónir gengi til ríkis- sjóðs. Það ár hafði Framkvæmda- sjóður einnig til ráðstöfunar sölu- andvirði Sólborgarhúsanna á Akur- eyri, 80 milljónir, en vistmenn þar voru komnir á sambýli. Ég hef enn- fremur gert kröfu um að fá í Fram- kvæmdasjóð þá fjármuni sem erfð- afjárskattur hafði gefið umfram áætlun. Þeir fjármunir fengust á fjáraukalögum, 108 milljónir vegna ársins 1994 og 90 milljónir vegna ársins 1995. Þetta var í fyrsta sinn sem félagsmálaráð- herrar höfðu fyrir því að innheimta hjá ríkis- sjóði það sem Fram- kvæmdasjóði bar. Út- hlutað var til rekstrar- verkefna árið 1996 141,9 milljónum. Framkvæmdasjóður til framkvæmda Það er óheppilegt fyrirkomulag að blanda saman rekstri og fram- kvæmdum í Framkvæmdasjóðnum. Reynslan sýnir að það veldur svæð- isskrifstofunum erfíðleikum að fá ekki að vita um áramót hvað þeim er ætlað vegna stuðningsfjölskyldna og liðveislu en úthlutanir úr Fram- kvæmdasjóði hafa oft dregist fram í mars. Auk þess skerða kjarabætur sem starfsmenn fá á fjárlagaárinu framkvæmdafé. Því var ákveðið að sérmerkja framkvæmdaféð og létta öllum rekstrarverkefnum af Fram- kvæmdasjóði og vista þau hjá öðrum fjárlagaliðum. Til Framkvæmda- sjóðs eru í fjárlagafrumvarpi 165 milljónir. Þar af fara 152 til fram- kvæmda en 13 eru stjórnarkostnað- ur og til hæfingar og endurhæfing- ar. 152 milljónir ganga óskertar til framkvæmda. Af Framkvæmdasjóði er létt rekstrarverkefnum sem nema 130 milljónum og í því ljósi ber að skoða fjárlagatillögurnar um Fram- kvæmdasjóð. Þá er ákveðið að rjúfa tengslin milli erfðafjárskatts og Fram- kvæmdasjóðs en gert er ráð fyrir að erfðafjárskattur nemi 420 millj- ónum á næsta ári en var einungis 300 milljónir 1994. Kjarni málsins er sá að öllum Ég tel mig bundinn af þessum ábyrgðalausa samningi Rannveigar, segir Páll Pétursson, og langt er komið að uppfylla hann. rekstrarverkefnum sem Fram- kvæmdasjóður hefur kostað verður jafn vel sinnt eða betur á árinu 1997 en var í ár. T.d. hækkar frek- ari liðveisla um 25%. Til málefna fatlaðra ganga 2313,9 milljónir 1997 en það er 190 milljónum meira en var á fjárlögum á þessu ári og það tel ég verulegan ávinning. Svikabrigsl Guðmundar Guðmundur Ragnarsson kallar mig svikara og vitnar til málefna Kópavogshælis. Ég hef ekkert svik- ið. Fyrirrennari minn, Rannveig Guðmundsdóttir, gerði samning í hita síðustu kosningabaráttu um að útskrifa á sambýli 37 vistmenn af Kópavogshæli án þess að nægir fjár- munir væru til reiðu. Ég tel mig bundinn af þessum ábyrgðarlausa samningi Rannveigar og það er langt komið að uppfylla hann. Það hefur engin sérstök stefnu- breyting orðið með það að vista aðra íbúa Kópavogshælis á sambýl- um. Ég tók hinsvegar við löngum biðlistum frá fyrirrennurum mínum. Sumt af því fólki býr nú við mjög ófullnægjandi aðstæður, miklu verri en íbúar Kópavogshælis. Þetta tekur mig sárt og tel að við verðum að gæta jafnræðis. Mjög vel er gert við suma, öðrum er lítið sinnt. Bygging sambýlis fyrir 5 vist- menn kostar 25-35 milljónir og rekstur þess ca. 13 milljónir árlega. Þannig að rekstur sambýla svarar til þess að þau væru öll reist frá grunni annað eða þriðja hvert ár. Eftir er að gera útskriftaráætlan- ir fyrir 55 vistmenn á Kópavogs- hæli. Húsnæði fyrir þá á sambýlum mundi kosta 330 milljónir og þjón- usta við hvem einstakling a.m.k. vemlega dýrari árlega en er á Kópa- vogshæli. Þá er eftir að reisa hæf- ingarstöðvar fyrir þá jafngóðar eða betri en em til staðar á Kópavogs- hæli. Augljóst er að um talsverðan viðbótarkostnað er að ræða vegna útskriftanna og eðlilegt að hugað sé að því hvort- ekki væri brýnna að nota tiltæka peninga öðruvísi og fullnægja brýnustu þörfum þeirra sem ekkert hefur verið sinnt. Illt er til þess að vita að fötluðum sé skipt í tvær þjóðir, annarri feng- ið allt sem unnt er en hin sett alfar- ið hjá. Höfundur er félagsmálaráðherra. Hafa skal það sem sannara reynist Páll Pétursson Keisarans bláa skegg NÚ HEFUR úr- skurður Skipulags rík- isins um mat á um- hverfísáhrifum vegna uppgræðslu Hólasands hmndið af stað enn einni fjölmiðlaumræðu um hina merkilegu jurt lúpínuna. Umræðan nú er með aðeins öðmm formerkjum en áður, þar sem ekki er deilt um kosti og galla lúpín- Ænnar sjálfrar, heldur úm það hvort ákveðinn hópur manna og stofn- ana hafa leyfi til að nota lúpínu við upp- græðslu eða hvort ann- ar hópur manna og stofnana hafí leyfí til að hefta notkun hennar. Fyrrnefndi hópurinn (lúpínófílar) leggur áherslu á að laga það sem miður hefur farið með virkum að- gerðum og sá síðarnefndi (lúpínófó- bar) leggur áherslu á að varðveita það sem fyrir er og að náttúran fái að þróast samkvæmt eigin lögmál- um. Bæði eiga þessi sjónarmið rétt á sér, en þó í mismunandi mæli og á ð&ismunandi stöðum. Vandamálið er að fólk hefur tilhneigingu til að alhæfa. Vernda þarf mörg vistkerfí og ýmsa landslagsþætti, t.d. vot- lendi, birkiskóga, hluta miðhálend- isins o.m.fl. A þeim stöðum gera innfluttar lífverutegundir ekkert til að bæta umhverfið. Það er þó tals- verður munur á að vilja vernda nátt- úruperlur og ákveðnar tegundir gróðurlendis og að vilja varðveita heildarásýnd landsins eins og hún er í dag. Sumir vilja engu breyta og telja ásýnd landsins ágæta eins pg hún er. Það fólk er á villigötum tjg ætti að horfa aðeins betur í kripgum sig. í nýútkominni bók sem fjallar um eðli og verndun líffræðilegrar fjöl- breytni (Principles of Conservation Biology eftir Meffe og Carroll) er rætt m.a. um áhrif innfluttra líf- verutegunda á þau vistkerfí sem þær setjast að í. Þar kemur fram að; 1) innfluttar tegundir ná helst útbreiðslu í vistkerfum sem orðið hafa fyrir röskun, oftast af völd- um veru mannsins á staðnum og 2) verstu dæmin um slæm áhrif innfluttra tegunda eru flutningur sauðfjár til úthafseyja með fá- breyttum gróðri. Hvort tveggja á við um ís- land. Hér er mikið land sem hentar lúpínunni af því að hér átti sér stað stórfellt umhverf- isslys í kjölfar komu mannsins og sauðkind- ar hans. Sá gróður sem víðast blasir við, mela- gróður og móar, er afleiðing þess. I þessum gróðurlendum hnignunar er framleiðni og fjölbreytni lífs í lágmarki. Helsti munurinn er að náðarhöggið - jarðvegseyðingin - hefur ekki enn dunið yfír móana. Velgengni lúpínunnar lýsir bág- bomu ástandi gróðurs á íslandi Ónóg útbreiðsla skóga og jarðvegsrof eru um- hverfisvandamál á ís- landi, segir Þröstur Eysteinsson, en ekki lúpínan. frekar en ágengni lúpínunnar. Ef íslenskt gróðurlend væri í heilbrigðu ástandi, þ.e.a.s. ef láglendi væri meira eða minna þakið skógi, ætti iúpínan erfitt uppdráttar enda væri hún þá óþörf. Sumir líta á náttúruna sem lista- verk og afstaða þeirra til náttúru- verndar er byggð á fagurfræðileg- um sjónarmiðum. Um smekk er ekki hægt að rökræða og því ekk- ert við því að segja ef menn vilja vemda mela og móa af því að þeim fínnst þeir fallegir. Bjartsýnis- áhyggjur um að lúpína eða innflutt- ar tijátegundir breyti ásýnd landsins svo nokkru nemi eru þó óþarfar. Hólasandur er 0,1% landsins og uppgræðsla hans mun taka a.m.k. 30 ár og öll árleg gróðursetning trjáa á Islandi nær e.t.v. að þekja 0,01% af flatarmáli landsins. Þetta er nú umfang „vandans". Þeir sem halda að hætta sé á að lúpína eða innfluttar tijátegundir rýri líffræðilega fjölbreytni á Islandi þurfa að hugsa sig betur um. Slíkar fullyrðingar standast ekki. Hér em engar lífverutegundir né gerðir vist- kerfa í hættu vegna innfluttra plantna. Hins vegar veit enginn hvað kann að hafa tapast samfara eyðingu 95% skóglendis og helmings samfelldrar gróðurhulu sem hér var við landnám. Lítil útbreiðsla skóga og jarðvegsrof eru umhverfísvanda- mál á íslandi, ekki lúpínan. Því miður hafa menn tilhneigingu til að deila um aukaatriði og sjá ekki hlutina í víðara samhengi. Það vill gleymast að maðurinn lifír á náttúrunni. Lífríkið í kringum okkur þarf bæði að þola veru okkar hér og halda okkur uppi. Hugmyndir um sjálfbæra þróun miðast við að svo geti verið áfram um ókomna framtíð. í augnablikinu lifa íslend- ingar að mestu á vistkerfum hafs- ins, m.a. af því að við höfum geng- ið svo nærri vistkerfum á landi að þau halda okkur ekki uppi miðað við þau lífsgæði sem við heimtum. Sennilega skilja flestir að heilbrigð vistkerfi í hafinu eru okkur lífsnauð- synleg. Fjölbreytt vistkerfi með mikla framleiðni á landi eru einnig nauðsynleg. Þau geta aukið lífsgæði og svo er engin trygging fyrir því að við göngum ekki of nærri auð- lindum hafsins og þær hrynji einnig. íslensk náttúra er ekki óspillt og mannvistarlandslagið íslenska er afleiðing hnignunar en ekki náttúru- undur sem þarf að vernda í núver- andi ástandi. Það er eins gott að menn geri sér grein fyrir þessu og hætti að þræta um keisarans skegg. Við höfum verk að vinna og lúpínan er bráðnauðsynlegt verkfæri. Höfundur er fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. Þröstur Eysteinsson Mjólk og brauð á bankavöxtum ÞEGAR lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna var breytt árið 1992 voru teknar upp svokallað- ar eftirágreiðslur námslána, en þær hafa í för með sér að námslán eru greidd út eftir að árangur úr prófum liggur fyrir. Til að brúa bilið frá því að skóli hefst og þar til einkunnir liggja fyrir þurfa námsmenn að leita á náðir bank- anna og framfleyta sér á yfirdráttarlán- um. Það þýðir að hluti námslána sem eiga að vera náms- mönnum til framfærslu fer í að greiða vaxtagjöld í bönkum; fokdýr- um og óþörfum millilið var bætt inn í námslánakerfíð. Stjórnvöld voru svo óheppin, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, að velja alversta kostinn. Skynsamlegt er að gera kröfu um námsframvindu þegar lánað er til framfærslu í námi. Til þess eru þó margar leiðir færar og það verð- ur að segjast eins og er að stjórn- völd voru svo seinheppin að velja alversta kostinn - eftirágreiðslur. Afhverju eftirágreiðslur? En hvað þýðir það að námslán eru eftirágreidd? Berum saman námslán og atvinnuleysisbætur. Hvort tveggja er hugsað fólki til framfærslu. Fólki sem hefur engar fastar tekjur. Hvað fínnst mönnum um það ef stjórnvöld tækju allt í einu upp á því að greiða atvinnuleysisbætur út tvisvar ári? Útborgað væri gegn vottorði um að viðkomandi hefði verið fullkomlega at- vinnulaus sl. sex mán- uði. Annars fengjust engar bætur. Auðvitað er þetta ótækt fyrirkomulag, jafnvel þó að viðkom- andi stæði til boða yfír- dráttarlán í banka til að framfleyta sér þang- að til greiðsla bótanna færi fram. Það er nefni- lega svo að yfirdráttarl- án bera vexti og það hlýtur hver maður að sjá að það er ekki skynsamlegt að atvinnuleys- isbætur fari í vaxtagjöld í stað þess að framfleyta atvinnulausum. En þrátt fyrir að heilbrigð skynsemi segi mönnum að það sé rangt að standa þannig að málum þá er þetta sá veruleiki sem námsmenn þurfa að búa við í dag. Burt með bankana Um_ helmingur stúdenta í Há- skóla íslands tekur námslán til að framfleyta sér og sínum. Þessi hóp- ur fær þó ekki námslánin sín greidd út mánaðarlega, eins og eðlilegt er með greiðslur sem ætlaðar eru til framfærslu, heldur aðeins tvisvar á ári þegar árangur úr prófum liggur fyrir. Neysluvenjur og þarfír stúd- enta eru þó í engu frábrugðnar neysluvenjum og þörfum annarra þjóðfélagsþegna. Daglegar nauð- synjar kosta sitt og reikningarnir koma mánaðarlega rétt eins og hjá öðrum. Þetta gerir það að verkum að stór hluti lánþega þarf að brúa bilið frá gjalddögum þartil úrslit prófa liggja fyrir með yfírdráttar- lánum í bönkum. Því þarf að breyta. Höfundur er formaður Stúdenta■ ráðs Háskóla íslands. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.