Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 21 Reuter RÚSSNESKIR lögreglumenn standa yfir líki eins þeirra sem létu lífið í sprengingunni. Tilræði í kirkjugarði tengist baráttu um líknarfélög Blóði drifin barátta milli fflæpasamtaka Moskvu. Reuter. HART er lagt að stjórnvöldum í Rússlandi að heíja rannsókn á sam- tökum uppgjafahermanna í landinu eftir að 13 manns týndu lífi í sprengingu í kirkjugarði í Moskvu á sunnudag. Meðal þeirra voru móðir, ekkja og frændi Míkhaíls Líkhodeis, leiðtoga einna samtaka uppgjafahermanna, en hann lét lífið í sprengjutilræði fyrir tveimur árum. Voru um 130 manns við- staddir minningarathöfn um hann í kirkjugarðinum. Rússneska lögreglan telur, að hryðjuverkið á sunnudag tengist langvarandi átökum tveggja fylk- inga uppgjafahermanna, sem tekist hafa á um yfirráð yfir sjóði til styrktar örkumlamönnum úr Afg- anistanstríðinu. Hefur þingið eða dúman skorað á ríkisstjórnina að heíja opinbera rannsókn á þessum samtökum og sumir sögðu, að kom- inn væri tími til að endurskoða þau fríðindi, til dæmis skattafríðindi, sem þau hafa notið. „Það er alkunna, að þessi samtök veija mest 5% af tekjum sínum í þágu félagsmanna en hitt hirða alls konar glæpasamtök," sagði stjórn- málamaðurinn Konstantín Borovoj í viðtali við útvarpsstöðina Ekho Moskvy. Sprengjunni hafði verið komið fyrir rétt við leiði Líkhodeis og við rannsókn á vettvangi fundu lög- reglumenn vírleiðslu, sem hafði leg- ið frá henni og í rofa fyrir utan kirkjugarðinn, í um 40 metra fjar- lægð. Morð og hryðjuverk daglegt brauð Er hryðjuverkið aðeins eitt af mörgum í Moskvu á síðustu árum en umskiptin yfir í markaðsbúskap hafa ýtt undir grimmilega baráttu milli glæpasamtaka. Fyrir aðeins nokkrum dögum var bandarískur kaupsýslumaður myrtur á götu í borginni en hann átti í deilum við rússneska viðskiptafélaga sína um eignarhlut í hóteli. Líkhodei hafði átt í útistöðum við önnur samtök uppgjafahermanna undir forystu Valerís Radtsjíkovs en hann komst naumlega lífs af í sprengjutilræði í október á síðasta ári. Dagblaðið Sevodnja hafði það eftir skatteftirlitsmönnum, að glæpamenn hefðu notað fyrrnefnd- an sjóð til styrktar örkumlamönnum til að koma peningum úr landi en sjóðurinn hafði meðal annars heim- ild til að stunda tollfijálsan inn- og útflutning. Hefur sjóðurinn numið um átta milljörðum ísl. kr. Ábatasamur íþróttasjóður Undir lok síðasta árs voru sam- tök uppgjafahermanna og önnur slík samtök svipt heimild til að flytja inn tollfijálst áfengi og tóbak en talið er, að hún hafi kostað rússn- eska ríkissjóðinn hundruð milljarða kr. í töpuðum sköttum. Það var þó Rússneski íþróttasjóðurinn, sem hafði grætt mest á þessu ákvæði, en um tíma var hann með helming alls innflutnings á áfengi og eignir hans voru metnar á tugi milljarða kr. í sumar var Borís Fjodorov, for- seta íþróttasjóðsins, sýnt banatil- ræði, hann skilinn eftir í blóði sínu með stungu- og skotsár, og í fram- haldi af því var hann sjálfur kærður fyrir kókaíneign. Voru ákærurnar þó látnar niður falla vegna skorts á sönnunum. Fjodorov sakaði hins vegar Alexander Korzhakov, sem Borís Jeltsín forseti rak úr embætti yfirmanns lífvarðarins í sumar, um að hafa reynt að kúga út sér meira en 2,6 milljarða ísl. kr. og þar af 660 milljónir kr. í reiðufé. Kirkjan í áfenginu Rússnesk yfirvöld hafa hert veru- lega á skattheimtu og skatteftirliti í landinu en þótt búið sé að loka mörgum smugum, þá eru ýmsar opnar enn. Dagblaðið Moscow Times sagði til dæmis frá því, að rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefði flutt inn tollfijálst tóbak fyrir hundruð milljóna kr. og ætti auk þess ítök í olíuútflutningi þar sem veltan væri áætluð um 130 milljarð- ar ísl. kr. á þessu ári. Bhutto sigurviss Islamabad. Reuter. BENAZIR Bhutto, sem var vikið úr embætti forsætisráðherra Pakist- ans 5. nóvember, kvaðst í gær sann- færð um að hæstiréttur landsins mundi setja hana aftur til valda innan mánaðar. Bhutto var full sjálfsöryggis og baráttuvilja í sjónvarpsviðtali við Reuíers-fréttastofuna og sagði að á næstu tveimur dögum hygðist hún fara þess á leit við hæstarétt að hún fengi völdin á ný. Hún kvaðst telja að rétturinn mundi verða við beiðni hennar því að árið 1993 gerði hann ógilda ákvörðun forseta um að reka Nawaz Sharif, fyrirverandi forsætisráð- herra, frá völdum. „Ef rangt var að leysa upp þing vegna Nawaz Sharif, þá eru ásakan- irnar gegn mér enn haldminni og hæstiréttur ætti að setja þing á ný innan mánaðar," sagði Bhutto. Bhutto verður ekki aðeins í hlut- verki stefnanda fyrir pakistönskum dómstólum á næstunni. Meraj Khalid, settur forsætisráðherra, sagði blaðamönnum á sunnudag að stjórn hans væri að semja kæru á hendur Bhutto og manni hennar, Asif Ali Zardari. Þegar hann var spurður hvort þau yrðu kærð fyrir glæpi var svarið að um „alls konar kærur" yrði að ræða. Bhutto er orðin hagvön í réttar- sölum lands síns. Henni var vikið úr embætti forsætisráðherra árið 1990 eftir að hafa verið 20 mánuði við völd og lögð fram kæra í átta liðum á hendur henni um að hún hefði misnotað vald sitt. Dómstólar hreinsuðu hana þá af öllum ásökun- um. -----»..♦-»---- Jeltsín braggast Moskvu. Reuter. HEILSU Borís Jeltsíns Rússlands- forseta fer eðlilega fram, að sögn lækna sem fylgjast með líðan hans eftir hjartaskurðaðgerð, sem fram- kvæmd var í Moskvu sl. þriðjudag. Sergej Míronov, yfirlæknir Kreml, sagði ailt benda til þess, að forsetinn hæfi störf að nýju eftir sex til átta vikur. Gert væri ráð fyrir, að hann yrði rúma viku í við- bót á sjúkrahúsi. Að því búnu biði hans mánaðardvöl í endurhæfing- amiðstöðinni Barvíkha utan Moskvu. Míronov sagði, að líkamshiti for- setans hefði verið eðlilegur undan- farna fjóra daga, matarlystin væri komin til baka og hann gæti nú setið uppréttur og gengið í um sex stundir á dag. ^fyrir minni og meiri- háttar gönguferðir. Mikið úrval. Verðfrá VL EIGANl ÚTIVISTARBÚÐIM viö Umferöarmiöstööina Sími: 551 9800 og 551 3072 # LOWARA JARÐVATNS DÆLUR Gæöavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Premium 1 PCl Bestu kaupln í tulwu í da0Í Turnkassi Soundblaster 16VE Pentium 120 örgjörvi Hátalarar 16MB EDO minni 15" hágæða litaskjár 1.2GB diskur Lyklaborð og mús 2MB PCI skjákort Windows 95 uppsett 8 hraða CD-drif Aðeins kr. 134.900 stgr. FLEIRI UEITIIHSflHUS Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.