Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um arögreiöslur til eigenda Landsvirkjunar: STJÓRNENDUR ríkis og bæja sem eru duglegir við að eyða fjármunum almennings þurfa tvær fötur á dag til að koma fjárhagnum í lag. Rannsóknir á afleiðingum Skeiðarárhlaups Setlög myndast hundruð kílómetra frá landinu JÖKULHLAUP á íslandi hafa að öllum líkindum myndað setlög á hafsbotni mörg hundruð kílómetra frá landinu. Með rannsóknum á seti sem myndast hefur eftir nýaf- staðið Skeiðarárhlaup er nú reynt að staðfesta þessa kenningu. Haraldur Sigurðsson, jarðfræð- ingur frá Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, hefur undanfarna daga verið um borð í rannsóknar- skipinu Bjarna Sæmundssyni ásamt samstarfsmönnum og tekið sýni af hafsbotninum suður af Skeiðarársandi. Bandarískur vís- indasjóður styrkir ferðina. „Astæða þess að við erum hing- að komnir er að við höfum verið að rannsaka set sunnan land- grunnsins úr fornum jökulhlaup- um, set sem hefur borist á haf út með svonefndum eðjustraumum. Þessi set eru á 1000-1500 metra Ný kennslu- vél hjá Flugtaki FLUGSKÓLINN Flugtak kynnti nýja kennsluflugvél af gerðinni Diamond Aircraft HOAC DV-20 KATANA á Reykjavíkurflug- velli á laugardag. Vélin er hönnuð og smíðuð hjá svifflugvélaframleiðandan- um Diamond í Austurríki og gerð úr trefjaefnum og plasti. Hún er jafnframt yngsta vélin í íslenska flugflotanum. dýpi og hafa sennilega myndast í jökulhlaupum á síðustu ísöldum. Á þeim tíma var jökulbrynjan yfir Islandi töluvert stSerri og þykkari en nú er. Við eldgos hefur víða safnast fyrir vatn á svipaðan hátt og nú gerist í Grímsvötnum sem síðan hefur hlaupið fram í sjó. Mörg gosanna og hlaupanna hafa verið mun stærri en það sem varð í október, en okkur hefur hingað til vantað mælikvarða til að geta metið það. Með rannsóknum okkar nú vonumst við til að geta búið hann til.“ Aska langleiðina til Azoreyja Hægt er að tengja setlögin ákveðnum eldstöðvum á íslandi, en sjaldnast einstökum gosum. „Við vitum þó að eitt setlagið er úr miklu sprengigosi sem varð í Kötlu fyrir 12-13 þúsund árum. Það voru einhver mestu eldsum- brot íslandssögunnar. Askan hef- ur meðal annars fundist í Færeyj- um, Noregi og á Grænlandi. Reyndar fór hún einnig langleiðina til Azoreyja, en þangað barst hún sennilega með með hafís. Talið er að askja undir Mýrdalsjökli, sem nú er nefnd Katla, hafi myndast í þessu gosi.“ Efnasamsetning gjóskunnar úr þessum miklu eldsumbrotum var önnur en úr venjulegum Kötlugos- um og þess vegna var hægt að greina hana frá öðrum lögum. Kannski verður einnig síðar hægt að þekkja úr setlagið sem mynd- ast eftir nýliðið gos því að sögn Haraldar er efnasamsetning þess ólík öllu því sem þeir hafa hingað til séð á hafsbotninum. Morgunblaðið/Halldór Orðaður við bestu félög Englands Ahugi stórlið- anna eykur sjálfstraustið Lárus Orri Sigurðsson Lárus Orri var einn klettur af mörgum í vörn íslenska landsliðsins er það gerði markalaust jafntefli við Ira í undanriðli heims- meistaramótsins í Dublin á sunnudag. Hann kvaðst ánægður með leikinn og frammistaðan þar hefði verið uppreisn æru eftir 0:4 tapið gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í síðasta leik. „Þetta gekk alveg eins og planlagt var. Við hefð- um að ósekju mátt fá fleiri marktækifæri og það hefði verið gaman að ná að skora, en við „héldum hreinu“ og það var aðal- atriðið. Við vorum ákveðn- ir í að fá ekki á okkur mark. Það var mjög gott að ná í stig í Dublin og kominn tími til að við sýndum okkar rétta andlit. Ég er mjög ánægður með jafn- tefli og það var gott að enda landsliðsárið með svo góðum úrslitum á útivelli." Það hefur væntanlega veríð gott að ná svo góðum úrslitum í framhaldi af slökum leik við Rúmeníu? „Já. Rúmeníuleikurinn var slæmur en þó ekki eins slæmur og sumir vildu meina, að mínu mati. Ég skal þó vera fyrstur til að viðurkenna að ég var hræði- legur í þeim leik. Eg þurfti því að sanna mig aftur nú og tel mig hafa komist ágætlega frá leiknum eins og flestir aðrir." Sigurður Jónsson var aftasti varnarmaður en það var ekki að sjá að þetta væri í fyrsta skipti sem vörninni var stillt svona upp; samvinna ykkar varnar- mannanna gekk mjög vel. „Siggi Jóns er toppleikmaður og hefur alltaf verið. Hann spil- aði eins og herforingi á móti Irunum, talaði mikið við okkur hina og stjórnaði okkur þannig og hirti boltann alltaf þegar hann fór framhjá okkur. Það var mjög gott að spila með Sigga; hann var maður leiksins að mínu mati.“ Hvernig var stemmningin í hópnum fyrir leikinn? Voru menn ákveðnir í að standa sig og bæta fyrir tapið gegn Rúmeníu? „Já, stemmningin er alltaf góð og ekkert öðru vísi nú en fyrir Rúmenaleikinn og leikinn í Litháen þar áður. Menn ætluðu sér að gera góða hluti nú eins og fyrir báða hina leik- ina, en einhverra hluta vegna virtust fleiri í liðinu ná sér á strik nú. Það er vitað mál að við íslendingar höfum ekki efni á að vera með „farþega“ í liðinu, allir verða að spila vel. Það er ekki svo að menn séu ekki ákveðnir í að leggja sig fram, en svo fer ekki alltaf sem menn vilja.“ Voru írsku leikmennirnir ekki orðnir pirraðir vegna þess hve vel þið náðuð að verjast? „Jú, og ég er viss um að það var okkur í hag. Nokkrir þeirra voru með hálfgerða stórkarla- stæla allan leikinn og þegar svo ►Lárus Orri Sigurðsson er 23 ára að aldri, fæddur á Akur- eyri 1973, sonur Sigurðar Lár- ussonar fyrrum landsliðs- manns í knattspyrnu og Valdís- ar Þorvaldsdóttur. Hann bjó á Akranesi í ellefu ár meðan fað- ir hans lék með Skagamönnum og þar lék Lárus Orri í yngri flokkunum. Hann fluttist svo til Akureyrar á ný með foreldr- um sínum 1990 og lék þá með Þór. Hann gerðist svo atvinnu- maður hjá Stoke City haustið 1994 og hefur leikið þar við svo góðan orðstir að þekktustu félög Englands hafa skv. frétt- um sýnt honum áhuga. Unn- usta Lárusar Orra er Sveindís Benediktsdóttir og saman eiga þau soninn Sigurð Martein, sem varð eins árs í september. er ná menn sér engan veginn á strik. Það á að vera okkar vopn að pirra þessa karla, við vissum vel hver þeirra helsti styrkleiki var - fyrirgjafirnar - og náðum nánast alveg að koma í veg fyr- ir þær. Leikurinn var því alls ekki eins erfiður og ég bjóst við í fyrstu. Leikaðferðin sem Logi lagði upp var því mjög skynsam- leg og gekk vel.“ Þú varst í haust orðaður við bæði Newcastle og Manchester United, tvö af bestu liðum Eng- lands. Hefur eitthvað gerst íþín- um málum? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt nýtt. Það virðist ekkert vera að gerast í þessu og ég einbeiti mér bara að því að leika vel með Stoke. Til að önnur lið sýni mér áhuga verð ég að standa mig með liðinu.“ Trufluðu þessar fréttir þig eitthvað? „Nei, alls ekki. Margir hafa einmitt spurt mig hvort ég hafi verið svona slakur í Rúmeníu- leiknum vegna áhuga Manchest- er United og frétta um að út- sendari félagsins yrðu hugsan- lega á Laugardalsvellinum að horfa á. Ég var bara eitthvað óvenju spenntur fyrir leikinn, fékk svo gult spjald eftir nokkr- ar sekúndur og komst aldrei í takt við það sem var að gerast og var í vandræðum allan tím- ann. En fréttirnar um áhuga félaganna höfðu annars góð áhrif á mig frekar en hitt - sjálfstraustið jókst.“ Stemmningin í hópnum er alltaf góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.