Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 10/11 -16/11.
► ►KÓKAÍNS var leitað
í skipi 65 ára íslendings
þar sem það lá við festar
í írska bænum Castletown-
bere. Engin fíkniefni
fundust og var manninum
sleppt úr haldi. Hann var
þó handtekinn skömmu
síðar og ákærður fyrir
aðild að samsæri um að
flytja fíkniefni til írlands.
►LAND við Vífilsstaði
verður selt til að fjár-
magna byggingu barna-
spítala á Landspítalalóð,
nái hugmyndir Ingibjarg-
ar Pálmadóttur heilbrigð-
isráðherra fram að ganga.
►FJÓRIR lungnaþembu-
sjúklingar hafa gengist
undir aðgerð á Landspít-
ala, þar sem skemmdasti
hluti lungna þeirra er fjar-
lægður. Skurðinum á
lungunum er lokað með
bót úr gollurshúsi naut-
gripa eða svína. Aðgerðin
hefur dregið mjög úr ein-
kennum sjúkdómsins.
►HÆSTIRÉTTUR í Ank-
ara í Tyrklandi tók for-
ræðismál Sophiu Hansen
fyrir á þriðjudag. Dómar-
arnir ákváðu að taka sér
7-10 daga umhugsunar-
frest áður en þeir dæmdu
í málinu.
Unglingnr hætt kom-
inn eftir hnífstungu
FJÓRTÁN ára piltur var stunginn í
hálsinn í grennd við Bústaðakirkju á
mánudagskvöld. Árásarmaðurinn var
jafnaldri hans og hafði veist að honum
í félagi við tvo aðra. Eftir verknaðinn
hlupu þremenningarnir á brott, en pilt-
urinn komst að fbúðarhúsi í nágrenninu
og leitaði hjálpar. Hann missti um þriðj-
ung blóðs og var hætt kominn, en eft-
ir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var
hann úr lífshættu. Árásarmennimir eru
ekki sakhæfír vegna ungs aldurs, en
mál þeirra verður tekið fyrir á vett-
vangi bamavemdamefnda.
Heildarafli í ár um 2
milljónir tonna
FISKAFLI íslendinga var orðinn tæp-
lega 1,9 milljónir tonna í lok október.
Svo mikill hefur aflinn aldrei verið fyrr
á heilu ári, en mest hafa áður veiðst
rúmlega 1,75 milljónir tonna á ári og
var það árið 1988. Gera má ráð fyrir
að heildaraflinn í ár fari yfir tvær millj-
ónir tonna.
Kennarar eiga
rétt á biðlaunum
KENNARAR, sem störfuðu hjá ríkinu
en vildu ekki fara til starfa hjá sveitar-
félögum, eiga rétt á biðlaunum, að
mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómur-
inn telur að fulltrúar kennarafélag-
anna, sem komu að undirbúningi flutn-
ings grunnskólans og löggjafar sem
lýtur að honum, hafí ekki haft umboð
til afsals lögbundinna starfsréttinda
kennara.
Samþykkt að senda
herlið til Zaire
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á fostudag að senda Qöl-
þjóðaher til Zaire tii hjálpar milli einn-
ar og tveggja milljóna flóttamanna
frá Rúanda sem þangað flúðu vegna
fjöldamorða heima fyrir árið 1994.
Talið er að milli 300 og 400 þús-
und Hútúar hafí yfirgefíð Mugunga-
flóttamannabúðimar við borgina
Goma o g haldið til Rúanda. Var þess-
um fregnum fagnað.
Staðfest hefur verið að kólera hafi
brotist út meðal flóttamanna í austur-
hluta Zaire. Þjóðir heims hafa verið
gagnrýndar fyrir að sitja með hendur
í skauti á meðan hörmungamar dynja
yfír á þessum slóðum. Því hefur ver-
ið haldið fram að þúsundir manna
deyi daglega af hungri og sagði Bout-
ros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, á matvælaráð-
stefnunni, sem haldin er í höfuðstöðv-
um Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar SÞ í Róm, að hungrið væri not-
að sem vopn í átökum ættbálka og
þjóðarbrota.
349 fórust í
flugslysi á Indlandi
349 manns létu lífíð þegar farþega-
vél af gerðinni Boeing 747 frá Saudi-
Arabian Airlines og flutningavél frá
Kazakh Airlines skullu saman um 80
km vestur af Nýju Dehli, höfuðborg
Indlands, á þriðjudag.
Þetta er mesta flugslys, sem orðið
hefur með þessum hætti, og meðal
fimm mannskæðustu flugslysa sög-
unnar.
Talið er að slysið hafi orðið vegna
mannlegra mistaka og hefur verið
haldið fram að skortur flugmanna frá
þeim ríkjum, sem mynduðu Sovétrík-
in, á enskukunnáttu hafí valdið því
að flugmenn vélarinnar frá Kasakst-
an hafi haldið áfram að lækka flugið
þrátt fyrir fyrirmæli um annað.
1996 hefur verið ár flughörmunga
og eru sérfræðingar mjög svartsýnir
um framtíðína. Búist er við að farþeg-
um í áætlunarflugi muni hafa fjölgað
um helming árið 2008 og þá gæti
„stórslys" átt sér stað á tíu daga
fresti í háloftunum.
►ÓEIRÐIR blossuðu upp
í hverfi svartra í bænum
St. Petersburg í Flórída á
fimmtudag til að mótmæla
ákvörðun kviðdóms um að
hafna ákæru á hendur
hvítum lögregluþjóni sem
skaut svartan bílstjóra til
bana í október.
►SPÁNSKA þingið sam-
þykkti á fimmtudag að
Spánverjar tækju fullan
þátt í hernaðarsamtstarfi
Atlantshafsbandalagsins.
Spánverjar hafa átt aðild
að bandalaginu frá árinu
1982.
►JÓHANNES Páll páfi
sagði hungur smán mann-
kyns við upphaf matvæla-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Róm. Markmið ráð-
stefnunnar er að fækka
vannærðum jarðarbúum
um helming fyrir árið
2015. Fulltrúar þróaðra
ríkja sögðu að aðstoð ein
og sér leysti ekki vandann
og þróunarríkin þyrftu að
hjálpa sér sjálf.
►RITHÖFUNDINUM Sal-
man Rushdie, sem kallaði
yfir sig dauðadóm klerka-
sljórnar-
innar í
íran með
skrifum
sínum,
voru á
miðviku-
dag veitt
Aristeion-
verðlaunin
í Kaupmannahöfn. Danska
stjórnin sagði i upphafi að
Rushdie gæti ekki komið
til Danmerkur af öryggisá-
stæðum, en sá sig um hönd.
Rushdie var spurður hvort
ekki væri eitthvað gott við
dönsku stjórnina og svar-
aði hann því til að hún
byði upp á gott te.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík
Betur farið að úti-
vistarlögum en áður
ÓMAR Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfírlögregluþjónn í Reykjavfk, segir
að á undanfómum misserum hafí
náðst verulegur árangur í að fylgja
eftir ákvæðum laga um útivistartíma
bama. Það hafí tekist með góðri sam-
vinnu foreldrafélaga, skólayfirvalda
og félagsmálayfirvalda, sem hafí
minnt foreldra og böm markvisst á
nauðsyn þess að virða reglumar.
Ómar Smári sagði að útivistarregl-
ur skiptu miklu máli. „Með þeim er
dregið úr líkum á því að bömin geti
verið úti að næturlagi, algerlega upp
á sjálf sig komin. Þetta skiptir miklu,
því flest það sem miður fer hjá ungl-
ingum gerist utan Ieyfílegs útivistar-
tíma. Þá byija þeir að drekka áfengi
og neyta annarra vímuefna, þá verða
slysin og afbrotin. Allir foreldrar, sem
er annt um bömin sín, hljóta að láta
sig þetta skipta."
Samstaða nauðsynleg
Ómar Smári segir nauðsynlegt að
foreldrar sameinist um að halda lög-
boðin tímamörk, jafnvel þótt einhveij-
um þyki það erfítt. Hann bendir einn-
ig á, að böm vilji aga, enda sé al-
gengt viðkvæði afbrotaunglinga að
betra hefði verið ef þeir hefðu þurft
að hlíta reglum. „Nú eru böm og
unglingar undir 16 ára aldri að mestu
horfín úr miðbænum að kvöld- og
næturlagi um helgar. Þegar útivistar-
reglur eru virtar er líklegt að aldurs-
mörk þeirra unglinga, sem neyta
áfengis, eigi eftir að hækka og afbrot-
um unglinga jafnframt að fækka.“
Hvað afbrotaunglinga varðar segir
Ómar Smári að lögreglu- og félags-
málayfírvöld þurfí að vera þess um-
komin að taka á málum þeirra. „Því
fyrr sem séð verður hvert stefnir,
því meiri líkur eru á að hægt verði
að koma í veg fyrir alvarlegar afleið-
ingar. Við verðum að geta stöðvað
óheillaþróunina og unglingunum þarf
að sinna markvisst í einhvem tíma,
svo hægt sé að koma þeim inn á
rétt spor á ný.“
Morgunblaðið/Golli
Nýi Fiatinn mátaður
SÖLUMENN þjá nýju umboðs-
fyrirtæki Fiat-bifreiðanna á ís-
landi, ístraktor, voru yfirheyrðir
f gær um eiginleika nýrra gerða
af Fiat, Bravo, Brava og Cinquec-
ento, á bílasýningu í húsakynnum
umboðsins við Smiðsbúð í
Garðabæ. Að því loknu er alltaf
vissara að grandskoða bílinn og
máta jafnt sætið sem stýrið.
Ónóg þátt-
takaí
námstefnu
NÁMSTEFNU um unglinga, sem
fagdeild bamahjúkrunarfræðinga
innan Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga hafði boðað til í dag, hefur
verið frestað vegna ónógrar þátt-
töku. Til stendur að halda hana 1.
febrúar næstkomandi.
Fjalla átti um unglinga og vímu-
efni, ofbeldi og andfélagslega hegð-
un, sjálfsvíg unglinga og áfallahjálp.
Námstefnan var einkum ætluð
bama-, skóla- og heilsugæsluhjúkr-
unarfræðingum.
Steinunn Garðarsdóttir, stjómar-
kona í fagdeild bamahjúkrunarfræð-
inga, sagðist í samtali við Morgun-
blaðið í gær lítið botna í þvf'hvers
vegna þátttakan væri eins dræm og
raun bar vitni. Hún sagðist þó helst
vera farin að hallast að því að aðal-
fundur Landssamtaka heilsugæslu-
stöðva sem haldinn var I gær og í
framhaldi af honum málþing um
framtíð heilsugæslunnar hefðu sett
strik í reikninginn.
Fjármálaráðherra
um LSR
Rekstrar-
ábyrgð
aukin
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segir að rekstrarábyrgð verði
aukin á Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins með breytingum á sjóðnum
sem ríkið og ríkisstarfsmenn hafa
orðið ásáttir um.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, segir í Morgunblaðinu
í dag að rekstrarábyrgð sé tekin af
sjóðnum er breytingar á honum eigi
að felast í því að útreikningar trygg-
ingafræðinga eigi að ráða hversu
hátt iðgjald ríkissjóður borgar. Þetta
segir Friðrik Sophusson alrangt.
„Þvert á móti er hún aukin. Um
það er fullt samkomulag að eignir
sjóðsins séu ávaxtaðar með sama
hætti og gerist hjá öðrum lífeyris-
sjóðum. Því til viðbótar verða sömu
vísitöluviðmiðanir notaðar á eignir
og skuldbindingar en horfíð frá svo-
kallaðri eftirmannsreglu.
Loks er ljóst að ríkið hefur nú
samtímahagsmuni af því að sjóður-
inn sé ávaxtaður vel vegna þess að
inngreiðslur á hveijum tíma þurfa
að standa undir öllum skuldbinding-
um um leið og þær falla til. Þeim
mun betri ávöxtun, því lægra verður
iðgjaldið og þar með útgjöld ríkis-
ins,“ sagði Friðrik.
Gallup-könnun
Formannsskipti veikja
Alþýðuflokkinn
MEIRIHLUTI kjósenda er þeirrar
skoðunar að afsögn Jóns Baldvins
Hannibalssonar sem flokksfor-
manns muni veikja Alþýðuflokk-
inn, samkvæmt spumingakönnun,
sem Gallup gerði áður en nýr for-
maður var kjörinn.
Spurt var hvort menn teldu að
flokkurinn myndi styrkjast ellegar
veikjast eftir afsögn Jóns Bald-
vins. Svöruðu 63,1% að hann
myndi veikjast, 24,8% töldu styrk
flokksins verða óbreyttan og 12,1%
sögðu flokkinn myndu styrkjast.
Þá var spurt hvort menn teldu
líkur á sameiningu vinstriflokka
hafa aukizt eða minnkað við af-
sögn Jóns Baldvins. Töldu 45,7%
þær hafa aukizt, 44,3% álitu þær
standa í stað og 10% héldu líkur
á sameiningu hafa minnkað.
Loks spurði Gallup hvem kjós-
endur teldu bezta eftirmann Jóns
Baldvins . Þá nefndu 52,8% Sig-
hvat Björgvinsson, 21,5% Rann-
veigu Guðmundsdóttur, 14,3%
Guðmund Áma Stefánsson og
9,2% Össur Skarphéðinsson.
Minnkandi ánægja
með sjálfstæðisráðherra
ÁNÆGJA almennings með störf
ráðherra Sjálfstæðisflokksins hef-
ur almennt minnkað á kjörtímabil-
inu. Þetta kemur fram í Þjóðar-
púlsi Gallups.
Samkvæmt könnunum Gallups
voru 54,8% kjósenda ánægð með
störf Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra í október sl., miðað við
69,6% í júní í fyrra og 60,1% í
apríl. í upphafí kjörtímabils sögð-
ust 47% ánægð með störf Friðriks
Sophussonar fjármálaráðherra,
38,7% í apríl og 40,2% í október.
I nýjustu mælingu Gallups segj-
ast 43,8% ánægð með störf Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra, miðað við 47,1% í júní í
fyrra og 48,3% í apríl síðastliðn-
um. I fyrrasumar voru 55% ánægð
með störf Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra, en nú segjast
43,8% ánægð með ráðherrann.
Það er hins vegar nýmæli að ráð-
herrann nýtur nú meiri vinsælda
meðal stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokks en Framsóknarflokks.
í seinasta mánuði sögðust
39,1% ánægð með störf Bjöms
Bjamasonar menntamálaráð-
herra. I júní í fyrra voru 50,6%
ánægð með ráðherrann og 53% í
apríl síðastliðnum.