Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÍNA EYBJÖRG PÁLSDÓTTIR + Ólína Eybjörg Pálsdóttir fæddist í Borgar- gerði í Höfðahverfi 13. september 1907. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 10. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Friðriksson bóndi og Margrét Árnadóttir frá Brekku í Kaup- angssveit. Páll átti móðurætt að rekja að Arnarstapa í Ljósavatns- hreppi og Skógum í Fnjóska- dal. Foreldrar hennar fluttust að Borgargerði árið 1899. í Borgargerði ólst Ólína upp til ellefu ára aldurs. Foreldrum hennar varð tíu barna auðið. Þrír drengir dóu í bernsku, en sjö komust á legg. Þau eru í aldursröð: Þórunn, Páll Trausti, Kristinn, Friðrika, Kristbjörg, María Aldís og Ólína Eybjörg. Eru þau systkin- in nú öll Iátin. Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum og lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu fama vegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slika fóm sem þú mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú, þær hörmungamar bera. I hljóði barst þú hvetja sorg, sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur yfir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum bömin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson.) Elskulega móðir, með þakklæti og virðingu minnumst við þín, og þökkum þér fyrir alla þá umhyggju og ástúð, sem þú veittir okkur, börnum þínum, bamabömum og tengdabömum. Frændfólki og vin- um viljum við þakka vináttu og hlý- hug í hennar garð. Minningamar allar, allt frá því að við voram böm í Hrísey, era fjársjóður sem við geymum í hjörtum okkar. Við eram þess fullviss að vel hefur verið tek- Árið 1930 giftist Ólína Þorsteini Stefáni Baldvins- syni skipstjóra frá Stóru-Hámundar- stöðum á Árskógs- strönd. Ólína og Þorsteinn bjuggu á Hámundarstöðum í Hrísey. Þorsteinn lést 11. janúar 1971. Þeim varð tveggja barna auðið og ólu upp einn fósturson. Börn þeirra eru: Snjólaug Filipía, gift Jóni Helgasyni og eiga þau fjögur börn; Þor- steinn Grétar, kvæntur Sesselju I. Stefánsdóttur og eiga þau tvö börn. Fóstursonur þeirra er Þorsteinn J. Jónsson, kvæntur Áshildi Emilsdóttur, og eiga þau tvo syni, auk þess sem Þor- steinn á fímm börn frá fyrra hjónabandi. Útför Ólínu fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 18. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ið á móti þér af föður okkar og ástvinum öllum. Að lokum viljum við þakka starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hh'ð fyrir alla umönnun og kærleik í hennar garð. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð blessi minningu Ólínu Ey- bjargar Pálsdóttur. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn G. Þorsteinsson. Með þessum orðum langar mig að minnast fósturmóður minnar, Ólínu Eybjargar Pálsdóttur. Hugur- inn leitar til baka allt til ársins 1931, en þá var ég sjö ára. Vegna veikinda föður míns var mér komið í fóstur í Hrísey, til ömmu minnar Snjólaugar Þorsteinsdóttur eða svo átti það að heita, en þá hafði Lína tekið við bústjóm á Hámundarstöð- um svo að það kom í hennar hlut að ala mig upp og aga mig. Mig grunar að það hafí stundum tekið á taugar, án þess að ég fyndi það á nokkum hátt. Það er svo margs að minnast og allt er það ljúft og gott. Það fór vel um mig á Hámund- arstöðum, vel var um mig hugsað, en ég er viss um það, eftir á að STEFANSBLOM Skipholti 50 b - Sími 561 0771 Elskuleg systir okkar, INGIBJÖRG BÖÐVARSDÓTTIR, lyfjafræAingur, Skaftahlíð 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. nóvember kl. 13.30 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Lyfjafræðisafnið MinningaRkort afgreidd í síma 561 6160 Ragnheiður og Sigurbjörg Böðvarsdætur. MINNINGAR hyggja, að það hefur ekki verið auðvelt á þessum áram. Kreppa á öllum sviðum og vöntun á mörgum nauðþurftum. Þama var ég í tíu ár eða fram að síðari heimsstyijöld. Þá fór ég aftur til Neskaupstaðar til að fara í gagnfræðaskóla. Á þessum tíma var nafni minn og frændi með útgerð og var sjó- fang því nóg og margbreytilegt og því ekki skortur á mat. Það hlýtur að hafa mætt mikið á Línu minni á þessum áram. Heimilið var stórt, ég man það ekki fyrir víst, en mig minnir að stundum hafí verið um 20 manns í heimilinu í byijun vertíð- ar, áður en fólkið flutti í verbúðina á Sandshominu. Þess utan var mik- ill gestagangur og móttökur þannig að til þess var tekið hvemig hún Lína tók á móti fólki, en þó fannst henni hún aldrei gera nóg. Mig langar að geta þess hvemig hún Lína hjúkraði Snjólaugu ömmu minni eftir að hún veiktist og var rúmföst síðustu árin. Amma var frekar stór kona og þung og tel ég að hafi þurft karlmannsburði til að lyfta henni og snúa í rúmi. Þetta gerði Lína og naut til þess aðstoðar mágkvenna sinna. Einhvem tíma á þessum áram, eftir að ég kom til Hríseyjar, kom þangað gamall maður, Jóhann Nils- en, sem kenndi sig við Hámundar- staði í Vopnafírði. Ekki er mér kunn- ugt um að Jóhann hafi verið skyldur okkur eða af hveiju hann kom. En hann settist að hjá okkur og Lína annaðist hann fram á elliár eða þar til hann fór á sjúkrahús á Akureyri. Þar lést hann á tíræðisaldri. Þá var sérstakur kafli í lífí Línu í byijun heimsstyijaldarinnar. Á miðju sumri 1940 komu breskir hermenn í Hrísey og þeir tóku hluta af húsinu á Hámundarstöðum fyrir sig. Mig minnir að það hafí verið þijú herbergi, þar á meðal hjónaher- bergið sem sneri þannig að út um gluggann sást inn í Eyjafjörð. Síðar skildi ég hvers vegna það herbergi var svo mikilvægt, en það var til þess að hermennirnir gætu talað saman með ljósmerkjum við menn á Hjalteyri. Ástæða þess að ég minnist á þetta er sú að það hlýtur að hafa verið áfall fyrir Línu að vera allt í einu komin með erlenda hermenn inn á gafl. Ekki aðeins að þeir tækju herbergin, þeir þurftu að nota eldhúsið líka. Eitt er þó víst að meðan þessir erlendu menn nutu gestrisni á Hámundarstöðum, þá kom aldrei til alvarlegra árekstra. Kynnin urðu slík að tár vora felld þegar að kveðjustund kom og sumir þessara manna komu til íslands löngu seinna til að heim- sækja sína gömlu vini, Línu og Steina og þeirra fjölskyldur og aðra sem þeir höfðu kynnst. Elsku Lína mín. Ég vil að lokum þakka þér og ykkur hjónunum handleiðslu mér og mínum til handa og allt það sem þú hefur verið mér öll þessi ár. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Snjólaug og Jón, Steini Grétar og Sella og fjölskyldan öll, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ólínu Ey- bjargar Pálsdóttur. Þorsteinn J. Jónsson frá Hámundarstöðum. Ég þakka allt frá okkar fýrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt i minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar Ijós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Mig langar að skrifa örfáar línur til að minnast tengdamóður minnar, Ólínu Eybjargar Pálsdóttur. Það var fyrir jólin 1951 sem ég lagði upp í ferð til Hríseyjar ásamt unnustu minni, Snjólaugu, til að kynnast tilvonandi tengdaforeldr- um mínum, þeim sæmdarhjónum Ólínu og Þorsteini Baldvinssyni. Ég kveið ekki fyrir þeirri heim- sókn þar sem ég hafði verið um nokkurt skeið með Hríseyingum til sjós, sem þekktu svo vel til á því heimili og báru því góða sögu. Ég sá fljótt að þar var hin fullkomna húsmóðir að störfum eins og þær gerðust bestar á þeim dögum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með okkar fyrstu kynni, því mér var tekið með sérstakri alúð og um- hyggju af þeim hjónum frá fyrsta degi og var svo alla tíð. Hámundarstaðaheimilið var annálað fyrir gestrisni og myndar- skap, enda sagði ég stundum að það hefði verið dvalarheimili fyrir aldraða og böm um lengri tíma. Ólína hjúkraði tengdamóður sinni sem var rúmliggjandi í mörg ár og síðar móður sinni. Það má ekki gleyma umhyggju þeirra fyrir Jó- hanni Nilsen sem hjónin tóku inn á heimili sitt og var þar til dauða- dags. Ég minnist þess hvað Jóhann var þakklátur þeim hjónum og tal- aði hlýlega um dvöl sína hjá þeim. Tvö fyrstu böm okkar Snjólaugar fæddust á Hámundarstöðum, það vora því hlýjar hendur Ólínu sem umluktu þau í fyrstunni. Ég var starfandi sjómaður á þessum áram og gladdist yfír því að Snjólaug og bömin mín nutu handleiðslu Olínu og Þorsteins. Seinna þegar bömin sem vora orðin fjögur stækkuðu, var það þeirra fyrsta ósk á vorin að fá að fara til ömmu og afa í Hrísey og alltaf vora þau velkomin, þó mörg böm væra þar fyrir. Þau nutu þess að vera í návist þeirra og eyjan heillaði á marga vegu. Það hefur öragglega orðið þeim mikill lífsbrunnur, sem þau munu búa að alla sína ævi. Hafðu þökk fyrir þetta allt og alla hjartagæsku þína og ég bið þér Guðsblessunar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Jón Helgason. Upphefð, ætt, með fleiru er ekki mikils vert; hitt skiptir miklu meiru, hve margt til þurfa er gert. Unz dagur lífs réð dvína, með dug og kjark þú vannst, og alla ævi þína þér enginn trúrri fannst. (Einar Bjamason frá Fellsseli) Fyrir réttri viku lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri elskuleg amma mín, Ólína Eybjörg Pálsdótt- ir. Hún hefði orðið níræð á næsta ári og var heilsu hennar mjög farið að hraka. Síðustu misserin hafði hún litla fótaferð og var búin að tapa allri sjón. Því má ætla að amma hafi verið hvíldinni fegin, enda búin að skila sínu dagsverki og gott betur. Mikill söknuður fyllir hjarta okkar allra og margs er að minnast frá liðnum áram. Sem krakki var ég mikið hjá ömmu og afa í Hrísey, og eftir að afi dó bjó ég meira eða minna hjá ömmu. Það má varla minna vera en að ég minn- ist hennar með nokkram orðum. Björtustu og bestu minningar mínar úr barnæsku era tengdar sólríkum dögum úti í Hrísey. Ég minnist þeirrar tilhlökkunar sem greip mig þegar sumarið nálgaðist og ég vissi að brátt kæmi að því að ég færi út í eyju. Það var alltaf mikið líf og fjör á Hámundarstöðum yfir sumartímann, enda var þá yfír- leitt margt um manninn. Þar dvöld- um við systkinin ijögur f góðri umsjá afa og ömmu, en þar var einnig fleira fólk, meðal annars frændur og frænkur að sunnan. Margt var þá brallað og held ég að það hafi verið mikil gæfa fyrir okkur krakkana að kynnast lífínu í eyjunni og þeim ævintýrum sem þar gerðust á degi hveijum. Við búum að því alla tíð og ég fínn fyrir því nú seinni árin þegar ég kem út í Hrísey að þar kvikna ljúf- ar minningar við hvert fótmál. En þótt bömin hafí ekki kunnað á því nokkur skil, þá hefur talsvert þurft að hafa fyrir öllum þeim gest- um sem sóttu Hámundarstaði heim. Enda era þær myndir sem ég helst geymi í huga mér af ömmu frá þessum áram, tengdar vafstri henn- ar í eldhúsinu á rósóttum kjól. Hún Ólína passaði vel upp á það að eng- inn færi svangur frá henni. Undir lok sjöunda áratugarins fluttu afí og amma til Akureyrar. Þá saknaði maður mikið Hríseyjar og Hámund- arstaða, en þó var bót í máli að nú var auðveldara að heimsækja þau. Afí og amma höfðu varla fyrr búið sér heimili þar en lítil stúlka bank- aði upp á og krafðist þess að fá að gista nokkrar nætur. Fljótlega gerðust amma og afí húsverðir í Þingvallastræti 14 og sáu þar um lítið gistiheimili í eigu Verkalýðsfé- lagins Einingar. Þar eignuðust þau marga góða vini hvort heldur það vora gestir að sumri eða skólafólk sem leigði þar á vetuma. Þorsteinn afí minn andaðist í ársbyijun 1971. Það var mikill missir en auðvitað lét hún amma mín ekki bugast, heldur hélt áfram rekstri gistiheimilisins við Þing- vallastræti. Þegar hún var orðin ein sótti ég ennþá meira til ömmu minnar og fyrr en varði var ég flutt til hennar. Yfirleitt var meira en nóg að gera hjá ömmu við þrif og annað er tengdist gistiheimilinu. Þótt ég hafi ekki verið há í loftinu reyndi ég eftir minni bestu getu að hjálpa til. Eftir erilsaman dag sett- umst við gjarnan saman í eldhús- inu, ræddum alla heima og geima og fengum okkur kaffísopa. Litla stelpan vandist þar á kaffíð góða og hefur ekki orðið meint af. Nú þegar ég er orðin fullorðin hugsa ég oft til þess andrúmslofts sem ríkti á Þingvallastrætinu og hvemig amma gerði allt sem í henn- ar valdi stóð til að gestunum liði eins og heima hjá sér. Hún var gjöm á að bjóða þeim inn á litla heimilið sitt og traktera þá með kaffí og kökum. En þar kom að amma hætti starfí sínu við gistiheimilið og þá fluttist hún í snotra íbúð við Hrísa- lund. Þangað var ævinlega gott að koma og oft vildi hún að við hjónin byggjum þar hjá henni þegar við vorum sest að á suðvesturhominu en áttum leið norður. Gangur lífsins verður ekki stöðv- aður og fyrr en varði færðist aldur- inn yfir hana ömmu mína. Nú í miðjum nóvember eigum við hjónin aftur leið norður yfír heiðar en í þetta sinn til að kveðja ástkæra ömmu hinstu kveðju. Það geram við í svartasta skammdeginu en dýrleg sumrin í Hrísey og góðir dagar á Þingvallastrætinu leita óhjákvæmi- lega á hugann. Minningin um góða ömmu mun lýsa mína leið. Niðdimm er nóttin, napur vindur hvin. Senn rénar sóttin, sofðu vina mín. (Höf. ók.) Margrét Elfa Jónsdóttir. Hverfum 30 ár aftur í tímann. Það er komið vor. Skólinn er á enda. Ég hef hlakkað til síðan í septem- ber að komast aftur út í Hrísey til afa og ömmu. í Hrísey var margt hægt að bralla fyrir smápatta eins og mig. Já, allir ævintýra- og felustaðimir í gamla hermannabragganum svo ég tali ekki um kompuna inn af þvottahús- inu þar sem hægt var að grúska og gleyma sér í marga klukkutíma. Stundum var það að ég fékk að fara með afa eldsnemma á morgn- ana á litla árabátnum eða „Gonn- unni“ eins og hún var alltaf kölluð til þess að vitja netanna eða fara á handfæri og seint gleymi ég því þegar amma leyfði okkur bræðr- unum að sofa með hænuunga uppi í hjá okkur. Já, minningamar hrann- ast upp frá guttaáranum í Hrísey, þessari paradís, og veran með ömmu og afa í Hrísey er ómetanleg. Amma og afí fluttu síðar til Ak- ureyrar og saknaði ég þess að fá ekki að vera á sumrin í Hrísey en ég fékk miklu meira í staðinn. Því nú gat ég notið þeirra allt árið. Það liðu yfírleitt ekki margar nætur án þess að ég suðaði og segði: „Má ég fara og sofa hjá ömmu og afa?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.