Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Haraldur hugsar sig um augna-
blik og segir svo: „Sameiningar
af þessu tagi eru bæði tímafrekar
og flóknar. Þær geta einnig verið
mjög viðkvæmar. Allar sameining-
ar eru erfiðar og það ganga ekki
allar sameiningar upp! Eins er ekki
gefið að stórar einingar séu í öllum
tilvikum besti kosturinn. Það er
eðlilegt að skoðanir séu skiptar og
segja má að svona mál byija á
ákveðinni geijun þar sem menn
þreifa varlega á málefnunum. Fólk
spyr auðvitað, hvers vegna þarf
allt í einu að breyta hlutum sem
hafa staðið áratugum saman
óhagganlegir."
Sturlaugur tekur við: „Okkur
tókst að koma á þessum breyting-
um áður en það var orðið of seint.
Það var okkar gæfa og þegar af
stað var farið kom margt á eftir,
hlutir sem við sáum ekki fyrir og
gáfu okkur ný spil á hendi. Til að
mynda sjófrystingin og möguleikar
á því að sækja í utankvótafisk á
borð við úthafskarfa."
Ekki öll egg í sömu körfu
HB hf. er á íslenskan mæli-
kvarða sannkallað stórfyrirtæki og
angar þess og þræðir liggja í marg-
ar áttir. Fróðlegt væri að spyija
þá bræður aðeins út í fyrirtækið í
tölum, fá uppgefnar framleiðslutöl-
ur, veltutölur, aflatölur og svo
framvegis. Þeir segja það sjálf-
sagt, taka sér síðustu ársskýrslu í
hönd og byija að fletta, staldra við
og segja síðan:
„Heildaraflamagn skipa HB hf
var um 80.000 lestir á árinu sam-
anborið við um 70.000 lestir árið
1994 og 90.000 lestir árið þar á
undan. Sveiflan liggur í mismikilli
loðnuveiði á milli ára. Heildartekjur
skipa fyrirtækisins, Höfrungs 3,
Sturlaugs H. Böðvarssonar, Har-
aldar Böðvarssonar, Víkings og
Höfrungs, voru um 1.267 milljónir
króna og var tekjuaukning á milli
ára 56 milljónir. Drýgstur var Höfr-
ungur 3 með um 575 milljónir, en
hann veiddi að mestu utankvóta-
fisk, m.a. úthafskarfa, auk grálúðu.
Rekstrartekjur fiskvinnslunnar
í heild urðu 1.482 milljónir árið
1995, samanborið við 1.447 millj-
ónir árið 1994. Tekjur frystihúss
HB voru 860 milljónir árið 1995
og voru þar framleiddar um 3.480
lestir af afurðum. Framleiðsla fyr-
irtækisins á frystri loðnu og loðnu-
hrognum var tæplega 750 tonn.
Frystar voru loðnuafurðir í frysti-
húsinu og um borð í Höfrungi 3.
Tekjur af framleiðslu fiskimjöls og
lýsis árið 1995 námu um 566 millj-
ónum króna. Fiskimjölsverksmiðja
HB keypti um 67.000 tonn af hrá-
efni til vinnslu, þar af voru loðna
og síld um 59.000 tonn. Til saman-
burðar var tekið á móti um 51.000
tonnum af hráefni árið 1994 og
um 65.000 tonnum árið þar á und-
an og aftur liggur munurinn í
breytilegu loðnumagni. Framleidd-
ar voru samtals 12.110 lestir af
mjöli og 5.120 lestir af lýsi“
Hvert seljið þið þessa miklu fram-
leiðslu?
Haraldur svarar og segir áhersl-
urnar á síðasta ári og nú í ár hafa
verið svipaðar og allra síðustu ár-
in. „Meginuppistaðan í afurðum
frá landfrystingunni er karfi sem
fer nær eingöngu til Evrópu,
þorskafurðir hafa verið seldar til
Bandaríkjanna og Þýskalands og
afurðir úr ufsa hafa einkum farið
á Evrópumarkað. Loðnuafurðir
hafa mest farið á Japansmarkað
og sama má segja um afla frysti-
togarans Höfrungs 3, grálúða,
karfi og úthafskarfi, hann hefur
farið til Japans og einnig Tævans.
Mjölafurðirnar hafa dreifst á hefð-
bundnar slóðir í Bretlandi, Dan-
mörku og Þýskalandi og lýsið höf-
um við selt til Noregs, Hollands
og til innanlandsvinnslu hjá Lýsi
hf. Þá er eftir að geta frosins salt-
fisksmarnings sem við höfum selt
til Frakklands og Spánar, og salt-
aðrar síldar sem við höfum selt til
Síldarútvegsnefndar til flökunar
og sölu til Evrópu.“
„Við þetta vildi ég bæta,“ segir
Sturlaugur, að við erum nýverið
komnir í samvinnu við íslenskt -
STURLAUGUR t.V. Og Haraldur t.h. Morfunblaðið/Ásdfs Ásgeirsdóttir
FALLVAR
FARARHEILL
VJÐSKEPnfflVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Útgerðarfyrirtækið Haraldur Böðvarsson hefur raætt
aðsteðjandi vanda í sjávarútvegi síðustu árin með þeim
hætti að fyrirtækið er í dag öflugra en nokkru sinni fyrr.
I dag er fyrirtækið auk þess nírætt og sem slíkt elsta starf-
andi útgerðarfélag íslands. Þar ráða ríkjum bræðurnir
Haraldur Sturlaugsson framkvæmdastjóri og Sturlaugur
Sturlaugsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Morgunblaðið
tók hús á þeim bræðrum í vikunni.
eftir Guðmund Guðjónsson
EIR Haraldur og Stur-
laugur eru fæddir og
uppaldir á Skaganum.
Haraldur er fæddur 24.
júlí 1949. Hann lauk Samvinnu-
skólanámi á Bifröst 1970 og fór
þegar að sinna framkvæmdastjóra-
starfmu. Hann á því 26 ára starfs-
afmæli S fyrirtækinu á þessu ári.
Haraldur er giftur Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra
og eiga þau fjóra syni á aldrinum
7-23 ára. Sturlaugur er fæddur
6. júní 1958. Hann er viðskipta-
fræðingur og kom til starfa hjá
fyrirtækinu árið 1981. Sturlaugur
er giftur Jóhönnu Hallsdóttur og
á með henni tvö böm, en Jóhanna
á fyrir þijú eldri börn.
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að reifa níutíu ára
sögu útgerðarfélags þar sem svipt-
ingar hafa verið miklar, en ekki
verður hjá því komist að rifja upp
upphafíð. Það var árið 1906, að
Haraldur Böðvarsson seldi hesta
sína, eina meri og þijú folöld. Fyr-
ir það fékk hann 200 krónur og
með þær í höndunum fór hann á
stúfana og keypti eitt af hinum
frægu róðrarskipum sem reru frá
Garðinum, Helgu Maríu, „sexman-
nafar“ eins og hann lýsir bátnum
í dagbók sinni 17. nóvember 1906.
Haraldur var aðeins 17 ára og
hafði verið á skoskum togara,
Mack Thomson, frá 15 ára aldri.
Hallgrímur Jónsson frá Bjargi var
með Haraldi í þessari tilraun og
var framlag hans til útgerðarinnar
að vera formaður á Helgu Maríu.
Fyrstu vertíðina árið 1907 hafði
útgerðin tvær netatrossur og voru
8 net í hvorri. í fyrsta róðri var
farið með netin út í svokallaðar
„Forir“ og þau lögð þar. Þegar
vitja átti netanna fannst ekkert
nema eitt ból. Enskur togari hafði
komið og sópað öllu á brott og
þannig fór um fyrstu sjóferð hinn-
ar nýju útgerðar. Veiðarfærin, sem
öll höfðu verið fengin að láni, voru
töpuð. Ekki gáfust menn upp þótt
á móti blési. Helga María var gerð
út frá Garði allt til ársins 1914
og jceypti Milljónafélagið aflann.
Utgerð Haraldar náði sér á strik
og óx og dafnaði stöðugt, fyrst í
Garðinum og síðar einnig í Hólmin-
um í Vogum frá árinu 1909 uns
Haraldur fór ásamt fleiri Skaga-
mönnum til útgerðar frá Sandgerði
árið 1914. A árunum 1926-28
fundust síðan svokölluð Akurnes-
ingamið í Faxaflóa og fluttist Har-
aldur þá aftur til Akraness með
fjölskyldu sína og tók og hélt þar
uppteknum hætti. Fyrirtækið suð-
ur með sjó starfaði áfram, en
breytti um nafn, fékk nafnið Mið-
nes og starfar enn í dag í Sand-
gerði. Um áramótin verður því
söguleg sameining er Miðnes og
Haraldur Böðvarsson hf. samein-
ast.
Ekki viku seinna
Fyrir um það bil áratug var
komið að tímamótum í íslenskum
sjávarútvegi. Útgerðin var hvað
eftir annað komin að fótum fram
og stjórnvöld sáu um tíma enga
leið út úr ógöngunum aðra en að
skuldbreyta og fella gengi. Hver
kollsteypan rak aðra, en þar kom
að allir áttuðu sig á því að alger
uppstokkun var óhjákvæmileg.
Hún hlaut að taka nokkur ár og
hún hlaut að verða mörgum sár
og dýrkeypt. En þjóðarheill var í
veði og því varð ekki undan því
komist. Gjaldþrotin voru mörg, en
fyrirtæki tóku til við að kanna
hagkvæmni samruna og þar fór
Haraldur Böðvarsson meðal ann-
arra_ í fararbroddi.
„Á ögurstundum skiptir mestu
máli að taka réttar ákvarðanir,“
segir Haraldur Sturlaugsson fram-
kvæmdastjóri og bætir við: „Við
náðum hér á Akranesi að sameina
alla fiskvinnslu og útgerð, síðast
er fyrirtækið Krossvík hf. samein-
aðist HB í haust. Menn gerðu sér
grein fyrir því að þetta var nauð-
syn og samruninn gekk eftir.
En það verður að segjast eins
og er, að við máttum ekki ganga
frá þessu viku seinna, svo hröð er
þróunin. Þar skildi á milli hvort
hér yrði uppbygging og vaxandi
velmegun eða mikill samdráttur.
Þetta voru sannarlega umbrota-
tímar. Síðan má segja að við séum
enn í þessari mótun og þróun,
þannig er Miðnes í Sandgerði að
sameinast fyrirtækinu um áramót.
Stefnt er að því að efla ferskflaka-
vinnslu í Sandgerði auk þess að
syrkja síldar- og loðnuvinnslu. Ég
býst við því að þessi órói verði í
þjóðfélaginu næstu tvö til þrjú árin
en síðan hægist aðeins um. Aukin
tækni hefur flýtt fyrir aukinni sam-
vinnu og sameiningu fyrirtækja.“
Uppbyggingin gífurleg
„Þetta ár sem nú er langt kom-
ið,“ segir Sturlaugur, „er eitt mesta
fjárfestingarár sem hefur átt sér
stað á Akranesi í áratugi. Fyrstu
sex mánuði ársins var hagnaður
fyrirtækisins tæpar 180 milljónir.
Allar líkur eru á að þetta verði eitt
besta rekstrarár fyrirtækisins í
langan tíma. Fjárfestingarnar eru
upp á um það bil milljarð króna og
þar af fara um 800 milljónir í upp-
byggingu á síldar- og fískimjöls-
verksmiðjunni. Afköst verksmiðj-
unnar aukast um 100% þannig að
við getum unnið 1.000 tonn af hrá-
efni á sólarhring. Við styrktum
þessa fjárfestingu með samrunan-
um við Miðnes, en með honum erum
við með um 10,8% af úthlutuðum
loðnukvóta. Með þessari fjárfest-
ingu aukum við verðmæti afurð-
anna og styrkjum samkeppnisað-
stöðu fyrirtækisins.“
Sameining fyrirtækja er augljós-
lega lykilatriði síðustu árin, hvern-
ig fer slíkt ferli fram?