Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR LÖGREGLUMENN hafa látið í ljós áhuga á að hugað verði að upptöku annarrar að- ferðar við að tryggja innheimtu vangoldinna trygginga- og bif- reiðagjalda en nú er viðhöfð, þ.e. að lögreglunni sé falið að klippa bílnúmerin af. í máli Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Reykjavík, í Morg- unblaðinu í fyrradag kemur fram að lögreglumenn klippi númera- plötur af fimm til sjö þúsund bílum á ári hveiju. Menn geta rétt ímyndað sér hversu langur tími fer í þetta starf. Margoft hefur komið fram hversu fáliðuð lögreglan er, sérstaklega í ýms- um byggðarlögum á landsbyggð- inni, og hversu erfitt fáum mönn- um getur reynzt að sinna nauð- synlegu eftirliti og aðstoð. Það er því ekki að furða að lögregiu- menn vilji losna úr því hlutverki að vera hluti af innheimtukerfi ríkissjóðs og tryggingafélag- anna. Ómar Smári segir lögreglu- menn hafa velt upp þeirri spurn- ingu hvort tryggingafélögin geti sjálf fengið heimild til að leggja inn bílnúmer og fela til þess bærum einkaaðilum það sér- hæfða verkefni, sem hér um ræðir. Þannig geti lögreglumenn einbeitt sér að löggæzlustörfun- um. Skoða þarf hinar lagalegu Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. hliðar á þessu máli vandlega. Hins vegar virðist skynsamlegt og þarft að fela einkaaðilum verk, sem í rauninni er inn- heimtustarf, en leyfa lögreglu- mönnum að leggja áherzlu á að halda uppi lögum og reglu og aðstoða borgarana. METNAÐAR- FULL LESTRAR- KENNSLA KENNARAR yngstu barn- anna í Digranesskóla í Kópavogi hafa náð óvenjugóðum árangri í lestrarkennslu. Elín Richardsdóttir sérkennari segir í Morgunblaðinu á föstudag, að í 1. bekk skólans hafi verið tekin upp markviss hraðlestrarkennsla og öll börnin hafi verið búin að læra stafina í janúar. Nú ráði langflest börnin í þremur bekkj- um, sem fengu þessa kennslu, við hvaða barnabók sem er. „Það hefur verið talið til þessa að aðrir þættir þyrftu að koma á undan í kennslu, til dæmis hreyfi- færni og ýmislegt þess háttar,“ segir Elín. „Við höfum hins vegar horft til annarra landa, svo sem Finnlands, Frakklands og Bret- lands, þar sem börn eru látin byija að lesa fimm ára. Af hveiju geta okkar börn ekki gert það líka? Við vildum prófa þetta og þykjumst vera búin að sanna það að hægt er að kenna meðalbarni að lesa fyrr.“ Hér er skynsamlegt viðhorf á ferðinni, sem vonandi breiðist út til annarra grunnskóla. Að sjálfsögðu á að sýna metnað í kennslu - ekki bara í lestri held- ur fleiri greinum einnig - og gera kröfur til nemenda, jafnvel þeirra yngstu, um að þeir sýni hvað í þeim býr. Slíkt er þáttur í þeirri viðleitni að nýta skólatím- ann betur og búa íslenzk ung- menni út með úrvalsmenntun. FORVARNA- STARF OG TANN- SKEMMDIR NÝ KÖNNUN á tannheilsu 14 ára unglinga hefur leitt í ljós, að helmingur þeirra sem borða sælgæti einu sinni í viku er án tannskemmda. Hlutfallið minnkar hins vegar um tæp 37 prósentustig hjá þeim sem borða sælgæti á hveijum degi en þar eru tennur heilar í 13,5% tilvika. Þá kemur í ljós að tæp 50% ungl- inganna eru með heilar tennur. Niðurstöðurnar koma fram í sérfræðiverkefni Ingu B. Árna- dóttur í samfélagstannlækning- um. Þessar niðurstöður eru ákaf- Iega ánægjulegar og staðfesta það sem sérfræðingar hafa hald- ið fram að unnt sé að minnka tannskemmdir með ákveðnu for- varnastarfi, sem sé að takmarka sælgætisneyzlu barna og ungl- inga við einn vikudag. Þótt forvarnastarfið hafi borið svo jákvæðan árangur, er enn mikið verk óunnið í þessum efn- um, því að niðurstöðurnar sýna, að íslenzk ungmenni eru enn með skemmdari tennur en jafnaldrar þeirra á öðrum Norðurlöndum þar sem 80-85% unglinga eru með heilar tennur. LÖGGÆZLU- EÐA INNHEIMTUMENN? Efni og arfleifð ÞAÐ ERU MÖRG hörð orð í Gamla testamentinu, sum nánast óskiljanleg úr hugsun kærleiksríks guðs. Þá yfirlýsingu að syndir feðr- anna komi niður á börnunum má telja til kaldhæðnislegra orða af því tagi. En við sem efumst stórlega um að rétt sé vitnað til orða guðs eða fomgyðingar hafi haft þau nánu samskipti við forsjónina sem þeir vilja vera láta, leitum annarra skýringa á textanum en venja er í guðrækilegum útleggingum. Gyð- ingar höfðu mikla og langa reynslu að baki þegar þeir settu Gamla testamentið saman og á þessari reynslu byggðu þeir og settu þjóð sinni lög í samræmi við þessa reynslu en hnykktu svo á með því að leggja guði reglumar í munn. Það var að sjálfsögðu skarpvitur- lega gert með tilliti til þess hve guðslög eru venjulegu fólki miklu mikilvægari en mennskar leikreglur sem settar eru þegnunum til leið- beiningar á þingum og öðrum mannfundum. Kristur sagði þvert ofan í Móselög að það eitt væri óhreint sem út af manninum gengi, þ.e. hugsun hans og orð, en ekki það sem hann tæki sér til matar, en lögbækumar höfðu haldið því fram að svínakjöt mættu menn ekki borða að fyrirskipan guðs. Gömlu gyðingamir höfðu einfald- lega tekið eftir því að menn gátu sýkzt af svinakjöti sem hefur þá borið illvíga ormaveiki í mannskap- inn. En setningin um syndir feðranna er ekki neinum til verndar heldur er hún einungis byggð á reynslu og notuð sem slík til uppfræðslu og ábend- ingar; en þó kannski stundum til aðvömn- ar. Ég á tvo góða vini sem líða af erfiðum sjúkdómum. Annar á við að stríða allalvarlegt þunglyndi en hinn líður af áfengisfýsn. Þeir hafa báðir erft „synd“ sína frá feðmm sínum sem áttu í vök að veijast, annars vegar vegna þunglyndis og hins vegar vegna áfengisnautnar. Áttu þeir ættir til þessa veikleika ef grannt er skoðað og hafði fólk haft orð á því löngu áðuren þunglyndi og áfengissýki vom talin til sjúkdóma. Langafi þess vinarins sem átti við þunglyndið að stríða hafði lagzt í kör einsog kallað var en sonarsonur hans þurfti á öllu sínu að halda til að ná jafnvægi í geðslag sitt og þurfti svo í ofanálag að glíma við erfitt skap sem hann stjómaði ekki ávallt, einsog hann hefði viljað. Hinn vinurinn þurfti svo einsog Jónas Hallgrímsson að stríða við Bakkus einsog faðir hans, en vegna þess að nú var sú barátta talin til sjúkdóma náði hann sér á strik eft- ir vel heppnaða meðferð við áfengis- sýki. Jónas lýsir þessu svo: Allt hef ég að öfum mínum, illt er að vera líkur sínum, annar kvað og annar saup... Það em litningamir sem ráða ferðinni. Það vissu höfundar Gamla testamentisins án þess þó að vita það. En þeir höfðu tekið eftir erfða- eiginleikum og hugsuðu sitt. Og þeir eignuðu guði litningana. Jónas trúði því statt og stöðugt að guð hefði skapað himin og jörð og alla tilveruna og stjórnaði henni. En hann vissi að innan lögmálanna ríkti frelsi og þannig eiga litning- arnir einnig sitt svigrúm. Innan þeirra er rými fyrir margskonar tilbrigði. Það er í þessi tilbrigði sem Ijölbreytnin sækir kraft sinn. En hún er ekki alltaf eftirsóknarverð. Arfurinn getur verið þung byrði að bera en þá er að hinu að hyggja, einsog Jónas vissi líka, að þung- lyndi er einatt undanfari nýrrar sköpunar. Áfengissýki getur svo komið í kjölfarið sem fróun eins og allar blekkingar. Geðsveiflur em það verð sem listamenn þurfa oft að greiða fyrir gáfu sína. Slik- ar „syndir" eru fremur áskapaðar en áunnar. Þær eiga rætur í sköp- un guðs sjálfs - og þannig af guð- legum uppruna skulum við vona. Einsog skáldskapurinn. En forfeð- ur okkar vom sannfærðir um að innsæi og skáldlegt æði mætti rekja til goðheima, en sú leið er þó að sjálfsögðu vörðuð litningum dýrkeyptrar reynslu. Og undan- tekningar era vafalaust margar því sumir listamenn virðast upplagðir og hamingjusamir öllum stundum einsog oft er um dómgreindarlítið fólk; án þess þó að vera dómgreind- arlausir. Guð virðist hafa verið heldur hress þegar sköpunarverkið var í deiglu á þessari annasömustu viku tilvemsögunnar. Sköpunarsagan ber ekki vott um neina geðlægð eða andlega depurð. En „syndir“ mann- anna eiga þó augsýnilega uppmna sinn í sköpun himins og jarðar því þangað sækir allt efni eiginleika sína, frelsi og tilhneigingu til fjöl- breytni. Maðurinn ber þessu vitni og allt umhverfi hans. M HELGI spjall RE YKJ AVÍK URBRÉF Laugardagur 16. nóvember YRIR NOKKRU SENDI Sverrir Ólafsson, mynd- listarmaður í Hafnarfirði, kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Is- lands á hendur ritstjórum Morgunblaðsins. Tilefni kæmnnar var, að hinn 21. ágúst sl. birtist hér í blaðinu bréf frá Bimi V. Ólasyni, sem hinn 28. ágúst sl. baðst afsökunar hér í blaðinu á hinu fyrra bréfi og sagði að Sverrir Ólafsson væri hinn raunvemlegi höfundur þess, en hann hefði lánað nafn sitt á bréfíð. Athuga- semd, sem ritstjórar Morgunblaðsins gerðu við síðara bréf Bjöms V. Ólasonar, varð tilefni kæra Sverris Ólafssonar. Vegna þeirrar kæra sendu ritstjórar Morgunblaðsins bréf til siðanefndar Blaða- mannafélagsins, sem nú þykir rétt að birta, enda ekki ástæða til annars en að lesend- ur Morgunblaðsins hafi tækifæri til að fylgjast með gangi þessa máls. Bréfíð til siðanefndarinnar er svohljóðandi: „Reykjavík, 24. október 1996. Til siðanefndar Blaðamannafélags íslands. Vegna kæru, sem siðanefnd Blaða- mannafélags Islands hefur borizt á hendur Morgunblaðinu frá Sverri Ólafssyni, Hafn- arfírði, vilja ritstjórar Morgunblaðsins taka fram eftirfarandi. Dregizt hefur að koma þessum athugasemdum á framfæri við siðanefnd vegna fjarvera annars ritstjóra blaðsins og er beðizt velvirðingar á því. 1. Birting hins upphaflega bréfs, undir nafni Björns V. Olasonar í Morgunblað- inu hinn 21. ágúst sl. vora ritstjómar- leg mistök, sem rædd vora á ritstjóm blaðsins að morgni þess dags, áður en nokkrar athugasemdir vora gerðar af annarra hálfu. Samkvæmt þeim starfs- reglum, sem byggt er á við afgreiðslu aðsends efnis, hefði átt að óska eftir því við höfund bréfsins, að hann breytti texta þess t.d. þar sem fullyrt er, að Jóhann Bergþórsson hafí hlotið fangels- isdóm. Hið rétta er að hann fékk skil- orðsbundinn fangelsisdóm. 2. Hinn 28. ágúst sl. birti Morgunblaðið afsökunarbeiðni frá Bimi V. Ólasyni, þar sem hann kveðst hafa lánað Sverri Ólafssyni nafn sitt undir umrædda grein. Jafnframt skýrir hann frá því, að hann hafi haft samband við Morgun- blaðið og óskað eftir því, að greinin yrði ekki birt. 3. Á ritstjóm Morgunblaðsins var haft samband við alla aðila, sem hugsanlega hefðu getað tekið við slíkri beiðni frá Bimi V. Ólasyni en sá aðili hefur ekki fundizt. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða, að Björn V. Ólason hafi farið rangt með um þetta atriði. Hins vegar er það alþekkt á ritstjóm Morgunblaðs- ins, að höfundar aðsends efnis, sem verða fyrir gagnrýni vegna þess, sem þeir skrifa í blaðið eða láta hafa eftir sér í viðtölum, bregðast við þeirri gagn- rýni með því að segja, að rangt hafí verið eftir þeim haft og í einstaka tilvik- um, að þeir hafi óskað eftir því að við- komandi efni yrði ekki birt en blaðið hafí ekki orðið við þeim óskum. 4. Fram á síðustu ár hefur ritstjóm Morg- unblaðsins ekki haft ástæðu til að draga í efa, að greinar eða bréf, sem blaðinu berast undir nafni tilgreindra einstakl- inga séu raunveralega verk þeirra ein- staklinga. Þess vegna er meginreglan enn sú, að í langflestum tilvikum er því einfaldlega trúað að svo sé. Á síð- ustu áram hefur þess þó gætt að blað- inu berast bréf með nafni og heimilis- fangi, sem athugun leiðir í ljós, að eiga sér enga stoð í vemleikanum. Þess vegna er nú meiri fyrirvari gerður um slíkt efni en áður. 5. Engu að síður trúðu ritstjórar Morgun- blaðsins þeirri fullyrðingu Björns V. Ólasonar, að hann hefði lánað nafn sitt með þeim hætti, sem hann sjálfur sagði í bréfi sem birt var hinn 28. ágúst sl. Ein ástæða fyrir því, að sú fullyrðing var tekin trúanleg er sú, að þess em dæmi úr pólitískri baráttu undanfama áratugi, að slíkt hafi verið gert. Þótt stjórnmálabaráttan hafí breytzt um- talsvert eimir þó enn eftir af gamal- dags vinnubrögðum. Af þessum sökum var efni þeirrar athugasemdar, sem blaðið gerði við bréf Björns V. Ólason- ar á þann veg, sem raun ber vitni. Spyija má, hvers vegna blaðið hafí ekki haft samband við Sverri Ólafsson fyrir birtingu og borið þessa staðhæf- ingu undir hann. Svarið er að Morgun- blaðið lítur á aðsent efni sem trúnaðar- mál á milli blaðsins og höfundar þar til það hefur birzt. 6. Sverrir Ólafsson hefur mótmælt fullyrð- ingum Björns V. Ólasonar þess efnis, að hann sé hinn raunvemlegi höfundur bréfs þess, sem birt var í Morgunblað- inu 21. ágúst sl. Hann hefur hins veg- ar ekki fært sönnur á, að Bjöm V. Ólason hafi farið rangt með. Þar með hefur hann heldur ekki fært sönnur á, að athugasemd ritstjóra Morgunblaðs- ins við grein Bjöms V. Ólasonar hinn 28. ágúst sl. hafí verið efnislega röng. Hér stendur orð gegn orði. 7. Það hefur aldrei staðið á ritstjómm Morgunblaðsins að biðjast opinberlega afsökunar á því, sem misfarið er með á einhvern hátt á síðum blaðsins. Um þetta era svo mörg dæmi á síðum Morgunblaðsins að ekki þarf um að deila. Þegar Sverrir Ólafsson gerði at- hugasemd við fullyrðingar Björns V. Ólasonar var hún 'birt þegar í stað. 8. Þar sem Sverrir Ólafsson hefúr nú kært ritstjóra Morgunblaðsins til siða- nefndar Blaðamannafélags íslands vegna þessa máls, teljum við okkur ekki eiga annan kost en óska opinberr- ar rannsóknar á því hver hafí raunveru- lega verið höfundur þess bréfs, sem blaðið birti hinn 21. ágúst sl. undir nafni Bjöms V. Ólasonar. Meðfylgjandi er afrit af bréfí, sem lögmaður Morgun- blaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., sendi Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær, miðvikudag 23. október 1996. 9. Eins og fram kemur í því bréfí telur Morgunblaðið að þetta mál „varði . . . bæði almenna tiltrú blaðs- ins, sem skiptir það afar miklu máli, auk þess sem þetta ræður úrslitum um ábyrgð á efni aðsendra greina skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Sýnist það geta varðað beint við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að tilgreina rangan höfund að grein, sem blaðinu er send til birting- ar. Með bréfi þessu hafa ritstjórar Morgun- blaðsins gert siðanefnd Blaðamannafélags íslands grein fyrir viðhorfi sínu til þessa máls. Það er augljóst, að blaðið hefur ver- ið dregið inn í pólitískan hráskinnaleik í Hafnarfirði, sem enginn getur fullyrt um á þessari stundu, hvemig er vaxinn. Von- andi verður Rannsóknarlögregla ríkisins við tilmælum lögmanns blaðsins þannig að hið rétta komi fram. Virðingarfyllst, Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson." EINS OG FRAM kom í bréfínu til siðanefndar sendi Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður ritstjóra Morgun- blaðsins, bréf til Rannsóknarlög- reglu ríkisins hinn 23. október sl., þar sem þess er. óskað, að fram fari rannsókn á því hver hafí verið höfundur bréfs þess, sem Morgunblaðið birti hinn 21. ágúst sl. undir nafni Bjöms V. Ólasonar. Bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. er svohljóð- andi: „Rannsóknarlögregla ríkisins Áuðbrekku 6 200 Kópavogur Reykjavík, 23. október 1996. Árvakur hf., Kringlunni 1, Reykjavík, Bréftil Rannsókn- arlögreglu ríkisins sem gefur út Morgunblaðið, hefur leitað til mín og óskað eftir að ég sendi yður erindi það sem hér skal greina. Þann 21. ágúst 1996 birti blaðið að- senda grein undir fyrirsögninni „Hafnfírð- ingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna". Hafði greinin borist blaðinu undir nafni Björns V. Ólasonar, félaga í Fulltrúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfírði, og var hún birt undir því nafni í blaðinu. Nokkrum dögum síðar barst blaðinu önnur grein til birtingar frá sama manni undir fyrirsögninni „Ellert Borgar Þor- valdsson og Jóhann Gunnar Bergþórsson beðnir afsökunar". Þessi grein var birt í blaðinu 28. ágúst 1996. I henni sagðist Björn ekki hafa skrifað greinina 21. ágúst 1996 heldur hefði Sverrir Ólafsson vara- maður í stjóm Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar gert það. Ritstjórn blaðsins birti athugasemd með þessari síðari grein, þar sem hún m.a. frábað sér efni af þessu tagi og með þessum aðferðum. Næst barst blaðinu til birtingar 30. ágúst 1996 athugasemd frá Sverri Ólafs- syni, þar _sem hann taldi greinarskrif Björns V. Ólasonar vera sér me_ð öllu óvið- komandi. Taldi hann Björn V. Ólason m.a. hafa teymt ritstjóra Morgunblaðsins út í vafasamar fullyrðingar um saklausan aðila og átti þá við athugasemdina sem birt var með grein Björns 28. ágúst. Sverrir Ólafsson hefur nú kært ritstjóra Morgunblaðsins til siðanefndar Blaða- mannafélags íslands fyrir brot á siðaregl- um félagsins. Umbj. minn Ieyfir sér að fara þess form- lega á leit við Rannsóknarlögreglu ríkisins að fram fari opinber rannsókn á því hver skrifað hafi greinina, sem Morgunblaðið birti þann 21. ágúst 1996 í góðri trú um að höfundur hennar væri Bjöm V. Ólason. Það hefur veralega þýðingu fyrir starfsemi Morgunblaðsins að höfundar aðsendra greina séu rétt tilgreindir í blaðinu. Varð- ar þetta bæði almenna tiltrú blaðsins, sem skiptir það afar miklu máli, auk þess sem þetta ræður úrslitum um ábyrgð á efni aðsendra greina skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Sýnist það geta varðað beint við 1. mgr. 155. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 að til- greina rangan höfund að grein, sem blað- inu er send til birtingar. Hjálögð sendast yður eftirtalin skjöl í þágu hinnar opinbem rannsóknar. 1. Handrit greinarinnar „Hafnfírðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna" ásamt ljósriti hennar úr blaðinu 21. ágúst 1996. 2. Handrit greinarinnar „Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Bergþórs- son beðnir afsökunar" ásamt ljósriti henn- ar og athugasemdar ritstjórnar úr blaðinu 28. ágúst 1996. 3. Handrit „Athugasemdar frá Sverri Ólafssyni" ásamt ljósriti úr blaðinu 30. ágúst 1996. 4. Ljósrit úr Morgunblaðinu 1. septem- ber 1996 „Athugasemd vegna yfirlýsing- ar“. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.“ RANNSÓKNAR- lögregla ríkisins svaraði bréfí lög- manns Morgun- blaðsins hinn 8. nóvember sl. með svohljóðandi bréfí: „Vísað er til er- indis yðar dags. 23. október 1996 þar sem þér óskið þess fyrir hönd Morgunblaðsins að fram fari opinber rannsókn á því hver hafi skrifað grein sem birtist í blaðinu þann 21. ágúst 1996 undir nafni Björns V. Ólasonar. Teljið þér að röng tilgreining höfundar að greininni geti varðað við 1. mgr. 155 gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Bréfíð eða greinin, sem um ræðir, þykir ekki vera skjal í merkingu 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga og greinin sýnist heldur ekki hafa verið notuð til Bréf frá Rannsókn- arlögreglu ríkisins Morg-unblaðið/Árni Sæberg VIÐ Reykjavíkurtjörn þess að blekkja með henni í lögskiptum í merkingu hegningarlagaákvæðisins. Þótt gengið sé út frá því að greinin sé skjal í merkingu 1. mgr. 155. gr. al- mennra hegningarlaga og að hún hafi verið notuð í lögskiptum er tæpast um fölsunarbrot að ræða enda hefur Björn V. Ólason lýst því í ódagsettu afsökunar- bréfi að hann hafi samþykkt að nafn hans væri notað undir greinina, sbr. þar sem segir: „. . . Ég hafði vitneskju um inni- hald greinarinnar og lánaði Sverri nafn mitt ..." Lögreglunni ber einungis að hefja rann- sókn liggi fyrir vitneskja eða granur um að refsivert brot hafí verið framið. sbr. 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, sbr. þó 3. mgr. 66. gr. sömu laga. Er megin markmið lögreglu- rannsóknarinnar falið í að afla nauðsyn- legra gagna til þess að ákæranda verði fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, sbr. 67. gr. laga um meðferð opinberra mála. Með skírskotun til þess sem hér hefur verið rakið þykja ekki efni til að verða við beiðni yðar um opinbera rannsókn og er beiðni yðar því hafnað, sbr. 1. mgr. 76. gr. laga nr. 19, 1991. Þessa synjun getið þér borið undir ríkis- saksóknara, sbr. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 19, 1991. Gögn sem fylgdu beiðni yðar endur- sendast hér með. Bogi Nilsson." Bréftil ríkissak- sóknara í FRAMHALDI AF þessu bréfí Rann- sóknarlögreglu rík- isins tóku ritstjórar Morgunblaðsins ákvörðun um í sam- ráði við lögmann blaðsins að vísa beiðni um rannsókn til ríkissaksóknara. í sam- ræmi við það sendi Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. ríkissaksóknara svohljóðandi bréf hinn 15. nóvember sl.: „Embætti ríkissaksóknara Hverfísgötu 6 150 Reykjavík Reykjavík, 15. nóvember 1996. F.h. umbj. míns Árvakurs hf., Kringl- unni 1, Reykjavík og með vísan til 2. mgr. 76. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála leyfi ég mér að senda yður hjálögð eftirtalin skjöl: A. Ljósrit bréfs míns til Rannsóknarlög- reglu ríkisins 23. október 1996 ásamt skjölum merkt 1-4 sem talin era upp í bréfinu og fylgdu því. B. Ljjósrit svarbréfs Rannsóknarlög- reglu ríkisins 8. nóvember 1996. I bréfi RLR kemur fram að synjað sé rannsóknarbeiðninni frá 23. október 1996. Leyfí ég mér f.h. umbj. míns að bera synj- unina undir embætti yðar og krefjast þess að þér hnekkið henni og mælið fyrir um umbeðna rannsókn. Um tilgreindar ástæður fyrir synjun RLR í bréfínu 8. nóvember 1996 vil ég segja þetta: 1. Varla getur leikið á því vafi að hand- rit umræddrar greinar teljist vera skjal í merkingu 1. mgr. 155. gr. almennra hegn- ingarlaga. Er vandséð hvemig menn geta komist að annarri niðurstöðu. 2. Sé handrit að grein, þar sem höfund- ur er ranglega tilgreindur, sent blaði til birtingar, er verið að blekkja í lögskiptum. Er þá átt við þau lögskipti, sem felast í að óska birtingar á greininni í blaðinu undir nafni hins tilgreinda höfundar. Þetta eru lögskipti sem blöð eiga daglega við þá sem óska birtingar efnis undir tilgreind- um höfundamöfnum. 3. Þó að Bjöm V. Ólason segi í afsökun- argrein sinni, að hann hafí haft vitneskju um innihald greinarinnar, er augljóst af samhenginu, að hann hefur talið það inni- hald allt annað en raun ber vitni. Er að minnsta kosti ljóst að allt þarfnast þetta rannsóknar til að unnt sé að hafa skoðun á því hvort refsivert brot hafí verið framið. Ástæða er til að leggja þunga áherslu á að þeir hagsmunir, sem umbj. minn hef- ur af lögskiptum sínum við höfunda að- sendra greina varða að sumu leyti sjálfan grandvöllinn í starfsemi hans. Menn mega ekki vera svo uppteknir af þeim tilvikum sem algengust era við beitingu laga- ákvæða, að þeir sjái ekki að þau geta skv. orðum sínum og efni náð til annarra tilvika sem fátíðari era. Rannsóknarbeiðn- in lýtur að því að fá það upplýst, hvort umbj. minn hafí verið blekktur til að birta í blaði sínu grein undir nafni manns, sem ekki hafði samið hana, né fallist á að hún yrði birt í hans nafni með því efni sem hún hafði. Auk alls þessa skal það ítrekað sem greindi í bréfí mínu 23. október 1996, að nafn greinarhöfundar ræður úrslitum um ábyrgð á efni aðsendra greina skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Með vísan til alls þessa er þess vænst að þér hnekkið synjun Rannsóknarlögreglu ríkisins og mælið fyrir um rannsókn þá sem um er beðið. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.“ Þess skal getið, að siðanefnd Blaða- mannafélags lslands tók fyrir skömmu ákvörðun um að fresta afgreiðslu kæra Sverris Ólafssonar, þar til í ljós kæmi, hvort málið yrði tekið til opinberrar rann- sóknar eða niðurstaða slíkrar rannsóknar lægi fyrir. „Eins og fram kemur í því bréfi telur Morgun- blaðið að þetta mál „varði . . . bæði almenna til- trú blaðsins, sem skiptir það afar miklu máli, auk þess sem þetta ræður úrslitum um ábyrgð á efni aðsendra greina skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Sýnist það geta varðað beint við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að til- greina rangan höfund að grein, sem blaðinu er send til birting-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.