Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ • I byijun er gripið niðri í kafla af uppvaxtarárum Júrís og æsku- slóðum. HANN heitir Júrí og er frá Neðra. Alinn upp með foreldr- um sínum í borg þeirri sem þá hét Gorkí eftir rithöfundinum fræga sem skrifaði Móðurina og fann upp formúluna yfir sósíalrealis- mann, en hét frá fornu fari Nýigarð- ur Neðri og hefur fengið það nafn aftur nú. Sú borg stendur við Volgu- fljót, 500 kílómetra austur af Moskó. Það má ef til vill þakka, eða kenna, hinni háþróuðu glæpa- mennsku í Neðra, sem sumir nefndu Chicago austursins, - að lífsbraut |ians lagðist þar um slóðir sem síðar varð, þar á meðal til þessa furðulega lands lygasögunnar, langt úti í sjó. Borgin var fræg fyrir „háa tíðni glæpa“. Það átti að vísu ekki við hverfín uppi í hlíðunum ofan við borgina, þar sem fjölskylda hans bjó. En hann tolldi auðvitað sjaldn- ast þar. Bemsku sinni varði hann á göt- unni, svo sem reglan sagði til um, innan um jafnaldra sem síðar áttu eftir að verða langt yfír það hafnir að kallast bara hrekkjusvín, - varla hægt að titla þá minna en gángst- era, - ekta morðingja í bland. Þess konar strákar voru félagar hans og leikbræður og með þeim tók ^hann þátt í öllum þeim stórkostlegu litlu glæpum sem litlir drengir al- mennt iðka; og byijuðu þarna með leyndum ferðum upp á þök i nátt- myrkri, meðan stríðið var, til að safna þýskum sprengjubrotum, síð- an að sprengja rörasprengjur, hnupla legum og skrúfum úr því þýsku dóti; sundurskotnum bílum, skriðdrekum og flugvélum, sem dregið var á torg almenningi til sýn- is og var heilmikið inetnaðarmál að eiga sem mest safn af slíku „hreysti- legu herfangi". Einn sá framgangs- harðasti í þessum ævintýrum var Félka, sem átti heima í næsta inn- gangi við hann, - hraustur peyi, villtur og kjaftfor. Júrí hafði þó ekki vit á að hræðast Félka. Ekki þá. Enda hafði hann jafnan betur ef til handalögmála þurfti að koma, sem var ekki sjaldan. Hann var að vísu ekki sérlega útfarinn í kvikindis- skap, lymskubrögðum eða fantatök- um en þyngdin og þéttleikinn bættu það upp. Tími barnaleikanna hvarf auðvit- að í eilífðarhafið eins og annað, leið- ir skildi og hann sá Félka ekki aftur fyrr en báðir voru orðnir slöttungs menn, að þeir mættust að vetri til á þröngri götu, luktri háum snjó- ^ruðningum á báðar hliðar. Félka var í slagtogi við tvo stóra slána og gengu allir þrír þétt saman hlið við hlið, gagngert til þess að þeir sem á móti komu yrðu að víkja út í ruðn- inginn. Júrí lét sér ekki við bregða en henti Félka úr vegi, út í skaflinn, eins og hann hefði gert meðan þeir voru litlir og ákveðin siðalögmál ríktu. Gekk svo áfram, orðalaust. En þá höfðu tímar breyst og mennimir með. Félka hafði ekki lát- ið sér nægja saklaus strákapör bernskunnar. Hann var orðinn al- vöru bandítt, hafði komist í kast við lögregluna og hafði um sig virt ill- mennagengi sem öllu hverfinu stóð stuggur af. - Bjánaskapur! - sagði fólk: - 'Láttu þér ekki detta í hug að þú sleppir ódýrt frá þessu! Kvíðvænlegur tími fór í hönd. Júrí fór þó sem flestum, að skömm- ustan vegna eigin yfirsjónar varð ríkari í huga en ráðstafanir til að hindra annað verra. Hann minntist ekki á þetta atvik, hvorki við for- eldra sína, lögregluna eða neinn annan sem hefði getað brugðist vandanum við. Beið þess sem verða vildi. Dagamir siluðust, þrungnir kvíða, fram til skólaloka, þegar útskriftar- nemendur tóku sig til að fagna fengnu frelsi með draslaralegu valsi og lausingjahætti um bakka þess heimsfræga vatnsfalls; Volgufljóts, að tveir léttvopnaðir klíkusveinar Félku tóku hann fantatökum. Þetta reyndust útfarnir og þaulæfðir fag- menn í fantatökum, búnir hnífum og hnúajárnum en honum tókst að beija þá af sér, af því þeir voru full- úrNeðra Júrí úr Neðra er heiti á bók sem komin er út hjá Fjölva og með undirtitlinum: ...en grín er dauðans alvara. Bókin hefur að geyma minningabrot Júrís Resetovp, sendiherra Rússlands, og er skráð af Eyvindi Erlendssyni. A bókarkápu segir að bókinni sé ekki ætlað að vera nein annálskennd ævisaga, heldur brotakennd blik frá furðulegum æviferli, minnisatriði og hugleiðingar, oftast í einhverjum tengslum við skerið í norðri, sem ætíð hafi verið Júrí svo hugleikið, auk hispurslausrar lýsingar á hruni gamla sovétkerfisins. Og svo áfram: „Heilir æsir. Heilar ásynjur. Heil sjá hin fjölnýta fold!“ Heyrið þið hrynjandina? Sjáið þið tignina? Eða nöfnin: Svíþjóð en kalda hét héma hjá okkur Garðaríki, Mikli- garður, Þorsteinn rauðr, Örvaroddr, Hafursjóli, Sneglu-Halli, Eyvindr skáldaspillir, Sinfjötli, Þorbjöm Yxnamegin ... Og það merkilega: Þeir tala þetta mál enn; norður í Norvegi hér um bil, og á íslandi al- veg, - það er út í Atlantshafinu þið vitið, þar tala þeir það hreint. Hugs- ið ykkur; alveg eins og fyrir þúsund árum. Meira að segja börnin geta skilið þessar bækur. Enda er Halldór Laxness þaðan. Hann er langmestur rithöfundur í heimi. Trúið mér: Þið hafið aldrei lent í öðru eins, þið eig- ið aldrei eftir að lenda í öðru eins. Þannig lét Elísabet ívanovna dæl- una ganga, hrifnæm kona og ör. Hann gat ekki að sér gert að hríf- ast með, ef til vill að einhveiju leyti vegna þess að Elísabet ívanovna dansaði hiklaust utan við lögskipuð spor, en þó fyrst og fremst vegna þess að hljómurinn í þessum stuttu, skíru og fáðu hendingum orkaði á hann eins og vín: Heill dagur! Heilir dags synir! ... ok sjá hin fjölnýta fold ... Fagurt. Hann féll, án fyrirvara, fyrir hin- um klingjandi fornu nafngiftum manna og staða og lék sér að þeim, að endumefna alla menn og málefni upp á þann máta æ síðan. Þetta var, semsagt, upphaf þeirra atvika sem leiddu til að hann var hingað komin; óslitinnar raðar furðulegra tilviljana og, að því er virtist, slembilukku. Aumingja Félka, aftur á móti, fékk illan endi, því miður: Dæmdur til dauða og skotinn fyrir svínslegt morð á pilti úr götunni hjá Júrí. JÚRÍ Resetovp, sendiherra Rússland á íslandi, ir. Hélt reyndar, þegar annar skall í götuna svo söng í hausnum, að hann væri sjálfur orðinn manndráp- ari. Guði sé lof hafði druslan sig þó á lappirnar og slagaði burt, ásamt félaga sínum, skíthræddum. Þeir voru frá en háskinn var ekki frá. Júrí fossblæddi. Öðrum hvorum gángsternum hafði tekist að slæma á hann hnífi. Honum varð svart fyr- ir augum og hneig niður í mölina. Góðir menn nærstaddir komu honum undir læknishendur, í hvelli. Allir reiknuðu með frágengnu mann- drápi. Sárið reyndist þó, til allrar hamingju, aðeins utanrifja og var rimpað saman. En þetta var honum nógu skýr lexía. Hann ákvað að bíða ekki boðanna frekar og yfirgefa víg- völlinn fremur en hætta á að verða drepinn, - eða það sem enn verra væri; að verða manndrápari sjálfur. Þá vildi svo til að honum barst upp í hendur bæklingur handa vænt- anlegum umsækjendum um inn- göngu í háskólastofnanir höfuðborg- arinnar. Ein þeirra gleypti strax alla eftirtekt. Hann hafði áhuga á húm- anísku greinunum, - bókmenntum og sögu og hafði, eftir því sem kraf- ist var, allgóða kunnáttu. í þýsku. Allt þetta, ásamt þeim rómantíska geislabaug sem lék kringum þessa stofnun, gerði valið auðvelt: Milli- ríkj aviðskiptaháskóli utanríkisráðu- neytisins. Þangað fór hann og fékk inn- göngu. Steig þar með reyndar hið . fyrsta skref inn í miklu stærra og háskalegra stríð en hnífabardagar við götubandítta í Neðri Nýjabæ hefðu nokkurn tíma getað orðið. Hann ætlaði að verða sérfróður um germönsk lönd en þegar svo þar kom að germanskir tóku að reka hans menn af höndum sér, og at- vinnumöguleikar í þeirri grein þar með að engu orðnir, þá vildi einmitt svo til að kennari hans í norrænu var lostinn eldingu, það er yfirþyrm- andi ást á fornnorrænu máli því sem ýmist er kallað gammel-norsk eða forníslenska og gat ekki um annað hugsað eða talað: „Krakkar, þetta eigið þið að læra, þetta er það sem er að marka! Þetta er sjálfur grunn- urinn, skilji maður þetta þá er allt opin bók! Óg svo fallegt, hljómmikið og tært. Hlustið: „Heill dagur. Heil- ir dags synir. Heil nótt og nipt.“ Heyrið þið hljóminn. Þetta er kveðjuávarp. Haldið þið að það sé! Hann mundi feður þeirra allra þriggja sitjandi oft og tíðum saman að hljóðlátu skáktafli, drekkandi te og reykjandi pípur sínar í góðu næði heima hjá honum.“ Mótmælin í Túngötunni Næst er gripið niður í kafla um mótmælafundinn í Túngötu vegna innrásarinnar í Ungverjaland 1956, en Júrí er þá hingað kominn til starfa í sendiráðinu. Þungt, sígandi þokast gangan nær. Fólkinu fjölgar í götunni. Kominn allstór hópur fyrir framan aðalinn- ganginn. Einn og einn eða nokkrir saman birtast úr næstu götum og ofan túnið, þar sem katólska kirkjan stendur fyrir miðju, þung, grá og þegjandaleg eins og sofandi Sfínx og lætur sig ærsl götunnar engu varða. Fyrstu fánar koma fyrir horn- ið ásamt slakt bornum borðum, áletruðum: Burt með innrásarliðið, Engan erlendan her! Brátt er gatan full. Fáeinir iögregluþjónar eru þegar búnir að taka sér stöðu framan við aðalinnganginn, að halda fólkinu frá. Verk þeirra þyngist smátt og smátt. Fleiri bætast í liðið. Handleggjalangir menn, berhentir og vopnlausir. Vanir návígi. Engir vatnsslöngubílar, ekkert táragas. Allt hægt og þungt. Varla að hér komi til voðaverka. Og þó: Brimald- an hefur sig upp í logni. Geysist svo fram. Fjarlægur niður frá hafí berst gegnum rúðurnar. Veðrið er grátt. Hrollköld rekja í lofti. Skýin liggja niður undir skræp- ótt húsþökin. Samt er birtan hvít. Engir skuggar. Útlínur allar daufar og myndin óraunveruleg, áþekk draumi milli svefns og vöku. Hann rýnir gegnum glerið eftir kunnu andliti meðal fólksins en sér ekki neitt. Að vísu mörg kunn en ekkert óvænt heimt. Meirihluti göngumanna eru há- skólanemendur og ungmenni upp og ofan. Sumir vita greinilega til hvers þeir eru komnir, aðrir ekki. Fáir sem ætla mætti að teldust til verkalýðs- ins almennt, sjómanna eða bænda. Eitthvað af hippum, nokkrir með augljósan svip af rit-höfundum, listamönnum og skáldum ásamt dæmigerðum andófs- og utangarðs- mönnum hinnar alþjóðlegu gáfu- mannastéttar, sem ævinlega eru komnir á vettvang viðburða af þessu tagi, í hvaða borg álfunnar sem vera skal. Alskegg. Sítt hár. Alpahúfur. Stúlka með gítar. Ofurfijálsar ungar konur á hvítum sokkum og íþrótta- skóm, tylla sér á tá, smeygja sér lipurlega milli manna í þvögunni, ijóðar á kinn. Ofar í túninu, utan við meginhóp- inn, eru þrír ísmeygilegir slánar með flösku. Bensínsprengja? Varla. Miklu fremur hinn rammbeiski uppáhalds- drykkur landans sem gengur undir gælunafninu „Plágan mikla“ og þyk- ir enn meira spennandi einmitt fyrir það. Þarna eru og húsmæður sem hafa lent í göngunni fyrir tilviljun eða fylgt fyrir forvitnisakir, á leið í mjólkurbúðina eða þaðan aftur heim. Smástrákar skjótast til og frá, hoppa upp og niður af steingörðunum kringum lóðir nágrannanna, góla á göngumenn, blístra, - hlaupa fram og aftur yfir blómabeð hússins við hliðina, sem eigandinn hefur oftar en einu sinni fengið verðlaun fyrir frá fegrunarnefnd borgarinnar. Fróðlegt að vita hvað honum finnst um þetta baráttufrelsi ungdómsins. Einhveijir reyna að koma af stað bylgjuhreyfíngu og bauli í þvögunni. Lögregluþjónunum veitist æ þyngra. Enn hefur fjölgað. Allrahanda mannskapur á stjái. Enginn langþráður samt. Hann þurfti ekki að vera hér. Honum bar engin skylda til. Sunnu- dagur og allir í fríi. Bæri einhveijum að standa fyrir svörum gagnvart þessu fólki var það sendiherrann sjálfur. Eða þá viss háttsettur full- trúi. Hvorugum hafði þóknast að mæta. Sendiherrann mundi aldrei hætta á að ganga þessar þijár hús- lengdir, frá embættisbústað sínum hingað, í gegnum raðir mótmælend- anna. Þijátíu ára áfallalaus ferill í þjónustunni hafði kennt honum að hreyfa sig aldrei nema samkvæmt fyrirmælum frá aðalstöðvunum og aldrei að taka minnstu áhættu. Hann sat í rókokkósófa embættisins heima hjá sér, bak við þykk gluggatjöld og fylgdist með gegnum símann. Viss háttsettur fulltrúi sem átti hús- vaktina þennan dag, hafði öðru að sinna. Hann var að veiða lax með sjávarútvegsauðvaldinu, einhvers staðar hundruð kílómetra í burtu. Laxveiðitíminn að vísu löngu liðinn en stórir menn láta ekki smámuni hindra sín ætlunarverk. Svarinn póli- tískur fjandskapur frammámanna í sjávarútveginum, við þetta sendiráð og ríki þess, truflaði þá ekki, fremur en aðra frammámenn, í að sýna æðstu mönnum þess sama ríkis vin- semd, þiggja og veita ríkmannleg boð, í nafni þess sem æðra er póli- tískum fjandskap; gagnkvæmra hagsmuna. Félagi háttsettur fulltrúi hafði þess vegna fengið einn óbreytt- an úr húshaldinu (sem að sínu leyti hafði líka hagsmuni af því að gera honum greiða), - til að vera á vett- vangi í sinn stað. Hví stendur hann þá hér? Hver er hann og hvaða nauður rekur hann til að mæta hér, kannski bjóða lífsháska byrginn, úr því aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.