Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sveiflast milli raunsæis og óhlut- stæðrar listar Sjöunda og síðasta sjónþing ársins fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, sunnudag. Guðrún Kristjánsdóttir myndlist- armaður mun þá sitja fyrir svörum og rekja feril sinn í myndum og máli. Hildur Einars- dóttir hitti þátttakendur og fékk forsmekk- inn af því sem koma skal. LÍKT og á fyrri sjónþingum er það einn ákveðinn lista- maður sem kastljósinu er beint að, að þessu sinni er það Guðrún Kristjánsdóttir. Jafnhliða verður opnuð sýning á verkum hennar í Gerðubergi þar sem ein- göngu verða sýnd eldri verk og önnur sýning á nýrri verkum verður opnuð sama dag á Sjónarhóli við Hverfisgötu. í tengslum við sýning- una verða umræður í Gerðubergi þar sem fjallað verður um myndlist Guðrúnar og þá hugmyndafræði sem að baki liggur, helstu áhrifa- valda, einkalíf og einstök mynd- verk. Spyrlar að þessu sinni verða Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlist- armaður og Eyjólfur Kjalar Emils- son heimspekingur. Þau voru sam- ankomin í Gerðubergi um daginn ásamt Hannesi Sigurðsson listfræð- ingi og ræddu um feril Guðrúnar meðan litskyggnum var varpað á tjald til að vísa veginn. Þar kom fram að Guðrún Krist- jánsdóttir hefur verið afar afkasta- mikil síðan hún venti sínu kvæði í kross og ákvað að helga sig mynd- listinni. Guðrún er hjúkrunarfræð- ingur að mennt og starfaði í mörg ár við hjúkrun. Hún var orðin hálf fertug þegar hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1986. Jafnhliða hjúkrunarstörfum hafði Guðrún stundað nám í Mynd- listarskóla Reykjavíkur á kvöldin. Það var þó ekki fyrr en árið 1977 að hún ákvað að snúa sér alveg að myndlist. „Mér fannst ég þurfa að fara burt frá íslandi til að læra,“ segir hún. Hún og maður hennar, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, héldu til Aix en Provence í Frakk- landi þar sem hún stundaði nám við Ecole des Beaux Arts í tvö ár. Guðbjörg Lind spyr Guðrúnu að því af hveiju hún hafi ekki strax farið í myndlistina. Guðrún segist sennilega ekki hafa hugsað mynd- listina sem starfsvettvang í þá daga, meira sem áhugasvið en samt stóran hluta af tilverunni. Hún ákvað að læra hjúkrun til að geta ferðast um heiminn, en þá var gott að fá vinnu hvar sem var í því starfi. Valdi skúlptúr og málun Það kemur fram í upprifjun á ferli Guðrúnar að faðir hennar, „ , Morgunblaðið/Árni Sæberg A SJONÞINGI í Gerðubergi situr Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður fyrir svörum um feril ' sinn, en spyrlar eru Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður og Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur. Ij Kristján Friðriksson sem kenndur var við Últímu, var mikill áhuga- maður um myndlist. Sjálfur var hann frístundamálari og hélt eina einkasýningu á verkum sínum. Hann gaf meðal annars út bókina íslensk myndlist árið 1943 sem var fyrsta bókin sem gefin var út á íslandi um myndlist. Svo við víkjum aftur að skólanum í Frakklandi kemur fram í samræð- unum að í skólanum hafi Guðrún valið skúlptúr og málun sem sérfög. í lok tveggja ára tímabils hafi hún verið í hópi tólf nemenda sem höfðu áunnið sér rétt til framhaldsnáms á þriðja ári með góðri vinnuaðstöðu og allt efni frítt. „Af hveiju vildi hún ekki ílendast; var hún ef til vill hrædd við ofskólun," spyr Eyj- ólfur Kjalar. „Mér fannst kominn tíminn til að vinna sjálf, það var nóg komið af skólagöngu. Ég er alin upp við ákveðnar efasemdir um gildi hefð- bundinnar skólagöngu. Mér fannst ég kannski líka vera að ganga of nærri fjölskyldunni með lengri dvöl.“ „Var henni þá ekki alvara með myndlistinni og hvers vegna fer hún svona hljótt með þá stefnubreytingu sem hafði átt sér stað í lífi hennar, leit hún ekki á sig sem listamann," spyr Guðbjörg Lind. „Mér fannst þægilegt að þurfa ekki að standa fyrir því út á við að vera listamaður, það var gott að vera hjúkrunarkona, en árið 1984 veiktist ég og varð að vera rúmliggjandi svo mánuðum skipti. Þá ákvað ég að vinna eingöngu að myndlist, þegar kraftar kæmu aft- ur. Ég man þó að á Kvennasýning- unni árið eftir á Kjarvalsstöðum kom til mín kona sem var að skoða sýninguna og hún spyr mig, hver þessi listamaður sé sem sýni þarna og bendir á myndirnar mínar. Ég svara: „Ég veit það ekki.“ Þetta var ábyrgðarlaust en þægilegt. Tveim árum áður hafði ég í fyrsta skipti tekið þátt í samsýningu og sýndi þar tvö verk, Fugla á fjalli og Fjall. Þá var það ekki ég sem hafði frum- kvæði að því heldur vinir mínir.“ rrn Kom henni á óvart að öll verkin seldust í máli Hannesar kemur fram að það hafí komið strax í ljós á fyrstu einkasýning^i Guðrúnar á Kjarvals- stöðum árið 1986, þar sem hún sýndi samsett verk unnin í pappír sem hún bjó til sjálf, að þarna var á ferðinni vönduð og sjálfstæð lista- kona er fundið hafði náttúruskyiij- un sinni sérstæðan farveg. „Þarria voru sýndar myndir sem bera vitni um ljóðrænt afturhvarf til náttúr- unnar, sem virðast gjörsamlega úr takt við það sem almennt var að gerast hér í myndlistinni," segir hann. „Það kom mönnum á óvatt hve sýningin var sterk og heil- steypt, ekki síst miðað við að hér var um fyrstu opinberu sýningu Guðrúnar að ræða,“ bætir hann við. Stutt í geðveikina . . . þegar ástin er annars vegar Fiðrildasafnarinn, sem hefur lengi dáðst að snoturri stúlku úr íjarlægð, horfír fram á það að ef hann grípi ekki í taumana muni hún renna honum úr greipum. Hann tekur sig því til, rænir henni og lokar niðri í kjallara hjá sér. Geymir þetta nýja fiðrildi með hinum fiðrildunum í safn- inu. Söguþráðurinn fléttast svo í kring- um þessa óvenjulegu leið til að vinna hjarta stúlku og þær fáránlegu kringum- stæður sem við það skapast. Þegar stúlkan, Miranda, leitar svara við því af hveiju henni hafí verið rænt segir safnarinn: „Mig langar til að kynnast þér.“ Hún verður æf og hvæsir: „Það er ekki hægt að kynnast fólki með því að ræna því.“ Svarið er einfalt og til marks um þráhyggju safnarans: „Mig langar mjög mikið til að kynn- ast þér.“ Leikgerðin bönnuð Með aðalhlutverk í sýningunni fara Dofri Hermannsson og Björk Jakobsdóttir. Gunnar Gunnsteinsson sér um leikstjóm. Hann hefur komið að leikstjórn hjá leikfélögum um allt land og fyrir skömmu var ævin- týrið um Mjallhvíti og dvergana sjö frumsýnt hjá Furðu- leikhúsinu undir hans leikstjóm. Gunnar segir að tveggja ára vinna liggi að baki upp- færslunni. „Upphaf- lega las Dofri bók- ina, hreifst af henni og varð sér úti um leikgerð sem við lét- um grófþýða fyrir okkur. Þegar við sóttum hins vegar um leyfi hjá um- boðsskrifstofu höf- undar til að halda áfram fengum við þau svör að leik- gerðin væri bönn- uð.“ Ástæðan var sú að Fowles hafði séð uppfærslu á leikgerðinni erlend- is, brugðist ókvæða við og bannað fleiri sýningar. „Honum fannst leik- gerðin ekki ná stemmningunni úr bókinni,“ segir Gunnar. „Leikgerðin var líka mjög einkennileg. Sú leið var t.d. farin að troðfylla hana af pólitík, m.a. úr Vietnamstríðinu, frekar en að fylgja sögunni." Getur hent hvern sem er Gunnar heldur áfram: „Þegar þarna var komið sögu vorum við Draumasmiðjan frumsýnir í Höfða- borg kvöld, sunnu- dagskvöld, leikritið Safnarann, sem byggt er á sögu John Fowles. Pétur Blön- dal fylgdist með æfingu á leikritinu, sem segir frá fiðr- ildasafnara, sem verður gagntekinn af ást til ungrar stúlku. Morgunblaðið/Ásdís DOFRI Hermannsson og Björk Jakobs- dóttir í hlutverkum sínum í safnaranum. orðin of hugfangin af verkinu til að sætta okkur við að gefast upp. Við höfðum því samband við höfundinn, skýrðum honum frá okkar hugmynd- um og það varð úr að hann sam- þykkti að við ynnum nýja leikgerð. Sú vinna hefur tekið langan tíma. Dofri gerði fyrsta uppkast og svo höfum við þijú unnið saman að henni síðastliðið ár. Þar förum við þá leið að hafa kringumstæðurnar og atburðarásina mun óræðari en í upphaflegu leik- gerðinni. Þetta á að geta komið fyr- ir hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það virðist vera svo ótrúlega stutt yfir í geðveikina þeg- ar maður er ástfanginn. Skynsemin er fyrst til að víkja. Fullorðið fólk getur jafnvel tekið upp á því að hringja að nóttu til og skella svo á. í leikritinu er tekið dæmi um mann sem gengur bara aðeins lengra." Heilmikið ævintýri Dofri Hermannsson leikur safnar- ann. Hann hefur verið fastráðinn hjá Leikfélagi Akureyrar undanfarin tvö ár, en er nú fluttur suður. „Það sem heillaði mig fyrst við bókina var að mað- ur á svo auðvelt með að setja sig í spor safn- arans,“ segir hann. „Þetta er saga af strák sem stelur stúlk- unni sem hann er ást- fanginn af. Honum gengur virkilega gott til. Hann gerir það til þess að hún fái að kynnast honum. Ég fór að riija upp hversu oft maður hefur hjólað framhjá húsi stúlkunn- ar sem maður er hrif- inn af án þess að eiga erindi og jafnframt gerði ég mér grein fyrir því að það vantar ekki nema pínulítið klikk í mig til þess að þetta gæti verið ég.“ Hvernig tilfinning er það eftir tveggja ára undirbúning að sjá drauminn verða að veruleika? „Það er heilmikið ævintýri," segir Dofri. „Maður er búinn að ganga með þetta í maganum í heillangan tíma. Nú er barnið að koma í heiminn og maður vonar að það verði heilbrigt og hraust." Venjuleg stúlka í hremmingum Björk Jakobsdóttir fer með hlut- verk stúlkunnar, en hún leikur einn- ig um þessar mundir í Birtingi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Björk seg- ist kunna vel við sig í hlutverki Mir- öndu. „Þetta er venjuleg stúlka sem lendir í hremmingum og er tiltölu- lega nálægt mér að því leyti að hún er milli tvítugs og þrítugs og er í listnámi." Björk segir að það erfiðasta við hlutverkið séu hinar miklu tilfínn- ingasveiflur sem Miranda gangi í gegnum og ofboðsleg nálægð við áhorfendur sem geri það að verkum að ekki sé hægt að leyna þá neinu. „Þetta er mjög krefjandi hlutverk og ég finn að maður hleypur ekki inn í það fái maður ekki sinn klukku- tíma í undirbúning. Þótt gaman sé að glíma við þetta líður manni ekki vel meðan á sýningu stendur." Að lokum segir hún að allir þekki einhverja sögu af einhveijum í kring- um sig sem nálgist geðveiki þegar ástin sé annars vegar. „Ég get tekið skondna sögu af mér og manninum mínum sem dæmi. Við áttum það til þegar við vorum í tilhugalífinu að hætta og byija saman í einhveij- um geðsveiflum. Einu sinni var það eftir ball að ég ákvað að sættast við unnustann. Ég lét það ekki vera neina fyrirstöðu að ég var í nælonsokkum og kjól og klifraði til hans upp á fjórðu hæð. Þegar hann reyndist ekki vera heima dró ég mínar áiyktanir og varð mjög fúl út í hann. Þegar fund- um okkar bar saman eftir þetta kom í ljós að hann var alveg jafn fúll út í mig. Við fórum að ræða málin og þá kom í ljós að hann hafði beðið eftir mér á sama tíma á fjórðu hæð heima hjá mér í Bankastrætinu og auðvitað dregið sínar ályktanir." Nýtt leikhús Leikhúsið Höfðaborg er nýtt leik- hús sem opnað var fyrir skömmu í Hafnarhúsinu vegna sýninga á leik- ritinu „Hún er gefin fyrir drama þessi dama.“ Til að skapa líflegra andrúmsloft hefur málverkasýningu eftir Önnu Jóu verið komið fyrir í forsalnum, en hún gerir einmitt leik- mynd Safnarans. Geir Magnússon hannar lýsingu og María Ólafsdóttir búninga. Leik- gerðin er unnin af Dofra og leik- hópnum og er eins og áður segir eina leikgerðin sem höfundur hefur fallist á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.