Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D fMtfgiiitHfiMfr 264. TBL. 84. ARG. Samkomulag um Barentshaf Morgunblaðið. Ósló. NORÐMENN og Rússar hafa náð samkomulagi um metkvóta upp á 850 þúsund tonn af þorski í Barentshafi fyrir næsta ár. í samkomulaginu felst að norskir sjómenn, sem veiða upp við strendur, fái 40 þúsund tonna kvóta. Samkomulagið kveður á um að kvótinn auk- ist um 150 þúsund tonn frá þessu ári, en því fagna norskir sjómenn þó ekki. Gagnrýni útgerðarmanna Samtök útgerðarmanna telja að nýja sam- komulagið muni leiða til þess að útgerðin tapi sem nemur 400 milljónum norskra króna (um fjórum milljörðum íslenskra króna). Olav Strand, formaður samtakanna, sagði að mat vísinda- manna hefði gefið tilefni til hærri þorsk- og ýsuk- vóta, en Norðmenn og Rússar hefðu samið um. Hefði mátt fara upp í 950 þúsund tonn af þorski. Kvótinn skiptist þannig að Norðmenn mega veiða 387 þúsund tonn, Rússar 387 þúsund tonn og þriðju ríki 104 þúsund tonn, þar af 34 þús- und tonn til þriðju ríkja á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Einnig samið um ýsu Norðmenn og Rússar hafa einnig gert sam- komulag um 210 þúsund tonna ýsukvóta árið 1997, en hann var 170 þúsund tonn á þessu ári. Fá Norðmenn 104 þúsund tonn og Rússar 96 þúsund tonn. 10 þúsund tonn eru ætluð öðrum. Ríkin voru sammála um að fínna þyrfti fjöl- hliða lausn á stjórnun síldarstofnsins, en fari svo að ekki liggi fyrir samkomulag í tæka tíð fyrir áramót munu Norðmenn og Rússar koma saman til að tryggja að veiðar geti hafist með hefðbundnum hætti á næsta ári. ? ? ? Miðafríkulýðveldið Þriðja uppreisnin á þessu ári Bangui. Reuter. ANDÓFSMENN í her Miðafríkulýðveldisins gerðu í gær þriðju uppreisnina á þessu ári og samkvæmt heimildum í hernum sáu franskir hermenn um eftirlit á götum höfuðborgarinnar, Bangui, til að gæta lykilstaða. Ane-Felix Patasse, sem staddur var á mat- vælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm, sagði að uppreisnarmennirnir væru glæpamenn. „Þetta er ekki uppreisn," sagði hann. „Nokkrir ótíndir glæpamenn hafa sloppið og eru að reyna að skapa glundroða. Það er allt og sumt." Heyra mátti byssuskot í Bangui í gærmorg- un, en ekki var vitað hvar uppreisnarmennirnir voru niðurkomnir. Frönsk útvarpsstöð hafði eftir einum uppreisnarmanna og ónefndum að- stoðarmanni Jean-Paul Ngoumpande forsætis- ráðherra að uppreisnin hefði hafist í herbúðum skammt fyrir utan Bangui og uppreisnarmenn- irnir hygðust láta fyrirberast þar fyrst um sinn. Þeir voru sagðir hafa brotist inn í vopnabúr. Ein af ástæðum uppreisnarinnar eru bág kjör innan hersins, sem • hafði verið lofað að laga eftir uppreisnartilraun í maí. Miðafríkulýðveldið er fyrrverandi nýlenda Frakka, sem hafa enn stóra herstöð í landinu. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR17. NOVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Jónas Erlendsson VETRARSTEMMNINGIMYRDALNUM VETURINN minnti á sig í fyrra lagi í Mýrdalnum þetta árið. Hann kom með fjórtán daga nærri því stanslausri ótíð og gaddi. Eftir standa klakaströnglar í gatinu í Flúðanefi, afar fallegir í ljósaskiptunum þegar degi tekur að haJla, ekki síst þegar sést í hina þekktu og tilkomumiklu Reynisdranga á milli þeirra. Talið að 32 hafi farist í sprengjutilræði í Dagestan Moskvu. Reuter. TALIÐ er að 32 hafi látið lífið þegar spreng- ing, sem talið er að hafi orðið af völdum sprengju, varð í byggingu yfirmanna í rúss- neska hernum í Dagestan í Rússlandi í gær. Fréttastofur og rússneskar útvarpsstöðvar greindu frá því að milli 23 og 32 hefðu látið lífið, en yfirvöld vildu ekki staðfesta þær tölur. „Við getum aðeins staðfest að sex séu látnir og sjö á sjúkrahúsi," sagði talsmaður ráðuneytis almannavarna í Moskvu. „19 manns hefur verið bjargað út úr rústunum." Talsmaðurinn bætti við að 58 manns hefðu verið í húsinu þegar sprengingin varð. Sprengingin varð í átta hæða byggingu í hafnarbænum Kapíjísk og lagðist miðhluti hennar saman. Rúmlega 130 manns, yfír- menn úr landamærasveitum Rússlands og flughernum og fjölskyldur þeirra, bjuggu í húsinu. Fréttastofan RIA sagði 32 hefðu látið lífið og að minnsta kosti fimm hefðu látist á sjúkrahúsi, þar á meðal lítið barn. Síðdegis í gær mátti heyra hrópað á hjálp á fimm eða sex stöðum í rústum byggingar- Fórnarlömbin úr yfir- mannasveit rússneskra landamæravarða innar. Notast var við ellefu krana til að fjar- lægja brak á staðnum og var verið að senda fleiri björgunarmenn og leitarhunda á vett- vang, að því er kom fram í sjónvarpi. Stjórnvöld hétu því að hraðar hendur yrðu hafðar við rannsókn málsins. Heita rækilegri rannsókn „Ég heiti því að gripið verður til allra ráðstafana til að komast að því hvað gerð- ist," sagði Víktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, þegar hann vottaði fjöl- skyldum hinna látnu samúð sína í yfirlýsingu. Dagestan liggur að Kaspíahafi og Tsjetsjníju þar sem nú er ótryggur friður eftir tæplega tveggja ára átök tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna við rússneska herinn. Ýmsir embættismenn í Moskvu sögðu að verið gæti samband milli sprengingarinnar og friðarumleitananna í Tsjetsjníju. Leoníd Majorov, aðstoðaryfirmaður öryggisráðsins, sagði að sprengingin væri tilraun til að af- stýra friði í Tsjetsjníju. Að sögn fréttastof- unnar Interfax hafði ekki verið útilokað að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Haft var eftir Vladímír Ruzlajev, herfor- ingja í landamæravörslunni, að ósennilegt væri að gas hefði valdið sprengingunni því húsið væri ekki tengt gasleiðslum. Tsjetsjenar sakaðir um tilræði Víktor íljúsjín, þingmaður kommúnista í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, kenndi tsjetsjenum um sprenginguna og sagði að hún hefði greinilega verið þaulskipu- lögð. Fréttastofan Itar-Tass sagði að merki um sprengiefnið TNT hefðu fundist í bygging- BJARTSYNNA AÐ ÁIVER RÍSI Nýr barnaspítali nauðsynlegur FALL VAR FARARHEILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.