Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 56
m
<ö>
AS/400 er,...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
ÆY-
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ þarf mörg handtök til
að ganga frá netum milli
veiðiferða. Þessi mynd var
tekin við Reykj a víkurhöfn.
Hugað að
netunum
Báturinn í bakgrunni er
ekki skraut á húsgaflinum
heldur er verið að lengja
hann.
Lyfjaverðsafsláttur sagður villandi
Hlutur sjúklings
oft nokkur prósent
INGA Pálsdóttir, lyfjafræðingur í
Breiðholtsapóteki, segir að kostnað-
arhlutdeild sjúklings í lyfi sem kostar
tugi þúsunda geti verið það lágt hlut-
fall af heildarverði að ekki skipti
meginmáli hvort hann greiði hana
að fullu eða ekki.
Breiðholtsapótek í Reykjavík á
vakt þessa viku og hefur auglýst
allt að 99% afslátt af hluta sjúklings
í verði lyfs. Inga segir afsláttinn
mótsvar við auglýsingum Lyfjabúðar
Hagkaups um afslátt en leggur
áherslu á að slík tilboð geti verið
villandi. „Ef sjúklingur, til dæmis
ellilífeyrisþegi, er með lyfseðil upp á
fleiri tugi þúsunda króna og hlut-
deild hans í kostnaði er annaðhvort
400 eða 800 krónur skiptir ekki öllu
máli hvort hann borgar eða borgar
ekki. Þetta veit fólk ekki,“ segir hún.
Þá segir Inga að ellilífeyrisþegi
borgi 400 krónur að hámarki fyrir
b-merkt lyf, til dæmis hjartalyf, og í
mesta lagi 800 krónur fyrir e-merkt
lyf. Miðað er við 100 daga skammt
og merkingamar ráðast af því hvort
um lyfjagjöf til langs eða skamms
tíma er að ræða. „Þetta þýðir að ef
lyf kostar 8.000 krónur skiptir ekki
miklu máli hvort hann borgar sín 10%
eða ekki,“ segir hún jafnframt.
Verið að plata
Sjúklingar aðrir en ellilífeyrisþeg-
ar borga mest 1.500 eða 3.000 krón-
ur fyrir b- og e-merkt lyf en allir
sjúklingar greiða 0-merkt lyf, svo
sem sýkla-, svefn- og getnaðarvama-
lyf, að fullu að Ingu sögn.
„Almenningur áttar sig ekki á því
hvemig þetta er uppbyggt. Fullborg-
andi manneskja greiðir annaðhvort
1.500 krónur eða 3.000 krónur og
þegar rándýr lyf sem kosta tugi þús-
unda era keypt skiptir okkur ekki
meginmáli hvort veittur er afsláttur
eða ekki. „Þama er því verið að plata
fólk sem heldur að verið sé að gefa
því einhver auðævi," segir hún.
Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson
Skógarþröstur
Munið eftir
smáfuglunum
NÚ þegar veturinn er genginn í
jjarð eiga spörfuglar erfitt með að
finna sér fæðu hér á Iandi.
Skógarþrestir borða brauð-
mylsnur og eru óðir í kjötsag og
ýmiss konar ávexti, þó helst epli
sem geta líka laðað að svart- og
gráþresti sem eru vetrargestir hér
á landi. Eins og er eru auðnutittl-
ingarnir mikið í birkifræjunum en
síðan éta þeir gjarna páfagauka-
fóður þar sem þeir eru fræætur.
Siyótittlingamir vilja hins vegar
maískorn sem fæst í búðum.
Kenneth Peterson um væntanlegt álver á Grundartanga
Búnaður tíl álframleiðslu
verður af nýjustu gerð
Stefnt að framkvæmdum í
byijun næsta árs
KENNETH Peterson, forstjóri Col-
umbia Ventures Corporation, seg-
ist vonast til þess að hægt verði
að ganga frá samningum við ís-
lendinga kringum næstu áramót
um byggingu nýs 60 þúsund tonna
álvers á Grundartanga. Ennþá eigi
eftir að semja um ýmis önnur
mál, t.d. varðandi viðskiptavini og
birgja sem ekki snerti Islendinga
beint, en á heildina litið sé stefnt
að því að framkvæmdir geti hafist
á fyrsta eða öðrum fjórðungi ársins
1997.
Peterson segir í viðtali við
Morgunblaðið í dag að álverið,
sem rætt sé um að reisa á Grund-
artanga, verði að langstæpstum
hluta búið nýjum framleiðslutækj-
um.
Fram hefur komið að Columbia
hafi keypt gamalt álver í Þýska-
landi og hyggist endurreisa það
hér á landi, en Peterson segir að
þetta atriði hafi valdið misskiln-
ingi. Af um 10 milljarða króna fjár-
festingu í álverinu nemi kostnaðar-
verð búnaðarins frá Þýskalandi
innan við 10%. „Ef ég myndi
ákveða að kaupa nýjan lampa, en
vildi nota rafmagnssnúru af göml-
um lampa, er ég þá með nýjan eða
gamlan lampa?“ segir Peterson í
viðtalinu.
Sum þeirra tækja sem Columbia
keypti í Þýskalandi umbreyta há-
spennu yfir í lágspennu, en gert
er ráð fyrir að álframleiðslan sjálf
fari fram í nýjum tækjum. Peter-
son segist því ekki líta þannig á
málið að fyrirtækið hafi keypt
gamalt álver sem eigi að flytja eitt-
hvað annað. Sambærilegur búnað-
ur og verði í fyrirhuguðu álveri sé
í notkun í mörgum af nýjustu og
fullkomnustu álverum í heimi, þar
á meðal í nýlegu álveri Alcoa í
Brasilíu.
Ræður vel við framkvæmdina
Þá fullyrðir Kenneth Peterson í
viðtalinu að Columbia Ventures sé
mjög traust fyrirtæki og vel í stakk
búið til að ráða við þær fram-
kvæmdir sem fyrirhugaðar séu hér
á landi. Fyrirtækið hafí mjög góða
lausafjárstöðu, litlar skuldir og
skili hagnaði í hverjum mánuði. I
samanburði við Alcoa sé Columbia
lítið fyrirtæki en það sé hins vegar
stærra en bæði Landsvirkjun og
Eimskip.
■ Bjartsýnn/10-11
Rýrar smálaxagöngur norðanlands drógu heildarveiðina niður
Laxveiði 12%
lakari en í fyrra
BRAÐABIRGÐATOLUR frá Veiði-
málastofnun benda til þess að alls
hafi veiðst um 30.000 laxar á stöng
síðasta sumar. Er það 12% minni
afli heldur en sumarið 1995 og 16%
undir meðalveiði áranna 1974-1995.
Asamt heimtum úr hafbeit og neta-
veiði í sjó og ám var heildarlaxveiði
"á landinu um 151.600 laxar.
Norðurá í Borgarfirði varð afla-
hæsta áin á landinu fjórða sumarið
í röð. Veiddust þar alls um 1.965
laxar sem er mesta veiðin sem áin
hefur gefið umrædd fjögur sumur.
Næst kom Langá á Mýrum með
1.510 laxa og í þriðja sæti var
Grímsá í Borgarfirði með 1.450 laxa.
Allar þessar ár bættu sig töluvert
frá sumrinu á undan. Fjórða hæsta
áin var Þverá/Kjarrá með 1.412 laxa
sem var lakara heldur en 1994. Síð-
an kom Laxá í Leirársveit með 1.375
laxa, Rangárnar með 1.315 laxa,
Elliðaárnar með 1.211 laxa, Laxá í
Aðaldal með 1.020 laxa og Laxá í
Dölum með rétt yfir 1.000 laxa. Auk
Þverár voru bæði Rangárnar og
Laxá í Aðaldal með lakari útkomu
heldur en í fyrra.
Athygli vekur, að nær allar helstu
laxveiðiár norðan- og norðaustan-
lands vantar á listann, enda var afla-
samdrátturinn aðallega á þeim slóð-
um. Rýrar smálaxagöngur skiptu
Fjöldi stangveiddra
laxa á íslandi
1974-1995
\og bráðabirgðatölur 1996
1975 1980 1985 1990 1995
þar mestu, en að sögn fiskifræðinga
er ljóst að hið kalda árferði til lands
og sjávar vorið og fram eftir sumri
1995 hefur höggvið skörð í göngu-
seiðaárganginn sem átti að skila
smálaxagöngum í sumar. Göngur
stærri laxa voru hins vegar í góðu
meðallagi. Guðni Guðbergsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að ár á
Vestur- og Suðvesturlandi væru ekki
jafn viðkvæmar fyrir erfiðu árferði
og árnar nyrðra og auk þess væri
ástand sjávar stöðugra. Því væru
sveiflur í veiði þar ekki eins miklar.
Þess er einnig vert að geta, að víða
stendur veiði nú allt að hálfum mán-
uði lengur en áður vegna rýmri
reglna um lengd veiðitíma.
Meiri hafbeit
Alls heimtust 112.000 laxar úr
hafbeit sem er um 20% aukning frá
síðasta ári. Aftur á móti var sam-
dráttur í netaveiði. í sjó veiddust
4.600 laxar sem er 30% minna en í
fyrra. Þar ber hæst, að í fyrsta skipti
voru engin net vestur á Mýrum.
Netaveiði í ám var 20% lakari en í
fyrra, alls 5.000 laxar.
Vídalíns-
postilla
kemur út í
New York
VÍDALÍN SPOSTILLA hefur
verið þýdd á ensku og kemur
út eftir áramótin hjá forlagi Pet-
ers Langs í New York, nærri 280
árum eftir að hún var skrifuð.
Dr. Michael Fell, stærðfræði-
prófessor í Bandaríkjunum,
þýddi bókina. En hann er líka
að skrifa Kristnisögu á íslandi
og hyggst síðan þýða Ævisögu
Jóns Steingrímssonar. Vegna
þessa hafa hann og kona hans
keypt sér íbúð í Reykjavík og
dvelja hér fímm mánuði á ári.
■ Stærðfræðiprófessor/18