Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
Og ekki var nú slæmt að lauma sér
til ömmu í löngufrímínútum og fá
mjólk og smjörköku þegar hún bjó
í Þingvallastræti 14. Já, amma var
mér góð.
Ég alla blessun þakka þér,
sem þinnar líknar vottur er,
en einkum glaður þakka ég það
að þú sem bam mig tókst þér að.
(Þýð. V. Briem.)
Elsku amma, guð blessi þig.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína.
Helgi Rúnar Jónsson.
Elsku amma mín.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig. Ég mun ætíð minnast
þín með þakklæti fyrir allt sem þú
gafst mér sem litlum dreng er ég
kom til dvalar hjá ykkur afa í Hrís-
I ey á sumrin. Þessi sumur hafa ávallt
! verið mér sem ævintýri, sem fær
mig til að brosa og líða vel og mun
ég segja það börnum mínum og
barnabörnum. Þannig lifir minning-
in um þig með okkur öllum. Fyrir
hönd yngri systkina minna, þeirra
Geirs, Kristjönu, Hauks og Guð-
jóns, þakka ég þér fyrir allt sem
þú gafst okkur. Ég og fjölskylda
mín í Grænlandi erum í hjarta okk-
ar hjá þér á þessari kveðjustund.
Guð blessi þig og varðveiti að eilífu.
| Guðmundur Þorsteinsson
(Munimi).
Heimilisprýðin húsið kveður,
í hjartanu hvíldi ró og friður.
Guðs í trúnni gekkstu veginn,
Guð þér launar hinum megin.
(Jóhann Nilsen.)
Þessa kveðju fékk langamma
) mín, Margrét Arnadóttir, frá göml-
I um manni sem bjó inn á heimili
' ömmu minnar, Ólínu Pálsdóttur, að
Hámundarstöðum í Hrísey þar til
hann fór háaldraður á Sjúkrahúsið
á Akureyri og andaðist þar. Þessi
kveðja gæti vel átt við hana ömmu
mína.
Minningar frá barnæsku sækja
að mér sem yndislegt ævintýri þar
, sem Hrísey hjá afa og ömmu er
'■ sögustaður og Hámundarstaðir
') höllin sem við bjuggum í. Þau kóng-
| ur og drottning og Steini móður-
bróðir minn prinsinn. Eins og í
ævintýrunum var (að mér fannst)
alltaf sól og sumar. Margmenni var
yfirleitt í höllinni og eins og ömmu
var von og vísa borð hlaðin kræsing-
um. Oft var sofið í öllum herbergj-
um og inn af þeim. (Þeir vita hvað
ég meina er gist hafa á Hámundar-
stöðum.) Hlýjan og kærleikurinn frá
ömmu og afa, sem lýsti sér í svo
óta! myndum, er í dag dýrmætur
sjóður sem margir, er hjá þeim
bjuggu eða sóttu heim um lengri
eða skemmri tíma, eiga í hjarta sínu
um ókomin ár. í hjarta mínu verð
ég alltaf lítil og áhyggjulaus stelpa
þegar ég heimsæki ævintýraeyjuna
mína.
Elsku amma mín, ég er viss um
að þið afi haldið áfram að búa í
höll hvar sem hún er staðsett og
að þar er alltaf sól og sumar, þið
umvafin kærleik og hlýju og haldið
áfram að hlúa að bömunum stómm
og smáum. Hafðu þakkir fyrir alla
þína elsku í minn garð og fjölskyldu
minnar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dótturdóttir
Ólína E. Jónsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku amma mín, þegar ég kveð
þig nú er margt sem leitar á hug-
ann. Sérstaklega minnist ég þó allra
góðu stundanna hjá þér og afa í
Hámundarstöðum í Hrísey. Þar átti
ég góða daga á sumrin við leik og
ærsl. Daga sem ég hefði viljað að
mín börn hefðu fengið að upplifa.
Ég og fjölskylda mín förum út í
Hrísey á hveiju sumri, og hef ég
alltaf nýjar og skemmtilegar frá-
sagnir að segja þeim í hvert skipti.
Frásagnir af þér og hvernig þú
umvafðir mig ást, hlýju og um-
hyggju. Þessar stundir sem ég eyddi
hjá þér eru mér ljóslifandi eins og
þær hefðu gerst í gær og munu þær
Iifa með mér í hjarta mínu að ei-
lífu. Einnig þær samverustundir
sem við áttum saman eftir að þú
fluttir til Akureyrar. Með kærri
kveðju frá mér og fjölskyldu minni.
Margt er það og margt er það
sem minmngarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Þorsteinn St. Jónsson.
JÖRUNDUR ÁRMANN
* G UÐLA UGSSON
■4« Jörundur Ármann Guð-
• laugsson var fæddur 20.
október 1932. Hann lést 8. nóv-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Fossvogskirkju
15. nóvember.
„Það er svo margt að minnast
W á,“ er setning sem kemur í hugann
p þegar ég hugsa til Jörundar. Hann
var sterk persóna, hreinn og beinn
og æðruleysi hans var aðdáunarvert
og til eftirbreytni. Hann dvaldi í
Möðrudal jafnt sumar sem vetur frá
13 ára aldri fram til 18 ára og mér
fannst eins og hann hefði á vissan
hátt aldrei yfirgefið fjöllin. Ég
skynjaði stolt og hlýju í rödd hans
■ þegar hann sagði frá lífí sínu þar
og umhverfi. Hann hafði mikla
£ þekkingu á hestum og ættum þeirra
P og það var honum kært umræðu-
efni. Engum hef ég kynnst sem
þekkti betur skil á örnefnum alls
landsins, staðháttum og bæjarnöfn-
um. Jörundur var ættaður m.a. að
norðan og vestan og hafði mikinn
áhuga á ættfræði.
Við erum bæði að norðan og
vorum dugleg að halda fram ágæti
okkar þegar þannig bar við. Einnig
hef ég oft hlustað á ágæti „Buch-
ara“, þeirra sem m.a. fluttu inn
hreindýrin.
Það er mér alltaf minnisstætt
I-
-4*
i
þegar ég kom fyrst inn á heimili
hans og sá hann smyija sér brauð-
sneið. Það tók langan tíma og var
jafn vel til vandað og um fínustu
múrlögn væri að ræða. Ég hélt nú
reyndar að þetta hefði verið tilfall-
andi, en lærði það fljótt að það var
sama hvað Jörundur gerði, allt var
unnið af sömu kostgæfninni. Hann
ræktaði m.a. jarðarber í garðinum
og hugsaði um þau eins og ungviði.
Við stríddum honum nú stundum á
jarðarbeijaræktinni en hann brosti
bara kankvís og var stoltur þegar
hann sýndi okkur „uppskeruna“.
Tijárækt var honum hugfólgin
og reyniviðar-angar, sem hann kom
til, eru nú gróðursettir í sumarbú-
staðarlandi þar sem þijú síðastliðin
sumur höfum við eytt svo til öllum
helgum í byggingu og gróðurrækt.
Ég minnist Jörundar fyrir svo
margt, traust handtak, hlýtt faðm-
lag, mikla frásagnargleði, glettið
bros og öryggi. Hann var ekki
maður margra orða um sjálfan sig
og þann rúma áratug sem hann
barðist við krabbameinið heyrði ég
hann ekki kvarta.
Kæri vinur, þakka þér fyrir vin-
áttuna og samvistirnar. Eg kveð
mikinn mann með miklum kærleik
og virðingu.
Friður Guðs þig blessi.
Ólöf V. Bóasdóttir.
»3
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 37
PHILIPS
o m
* -sjxm •
# .-m
i? o
iw O O O
« o o o
"1 o o o
o n O Q
PHILIPS PT828
Fyrir þá sem spá í myndgæði:
Margfalt betri myndgæði
- það er á kristaltæru!
PHILIPS ryður brautina að fullkomnum
mynd- og hljómgæðum með tækninýjungum
eins og 100 riðum (hz), Digital Scan,
stafrænni leiðréttingu á mynd, Crystal Clear,
DNR myndsuðeyðir, Incredible Sound o.fl.
Þettu eru kannski torskilin hugtök
en árangurinn er öllum Ijós:
Flöktminni, hreinni og skarpari mynd
en þú hefur nokkurn tfma séð
og hljómur sem erhrein unun að upplifa!
PHILIPS 29" PT9131
• Svartur, flatur Black line
Super Crystal Clear
myndlampi sem gefur allt að
35% meiri skerpu.
• lOOHzflöktfrí, stafræn
úrvinnsla á mynd.
• Digital Scan
• DNR (Digital Noise
Reduction) myndsuðeyðir.
• 120W Dolby Pro-logic
heimabíómagnari með
bassa- miðju og
2 bakhátölurum
o.m.fl.
PHILIPS 29" PT828
• Svartur, flatur Black line
myndlampi sem gefur allt að
35% meiri skerpu.
• lOOHzflöktfrímyndfyrirþá
kröfuhörðu
• Digital Scan
• DNR (Digital Noise
Reduction) myndsuðeyðir.
• 120W Pro-logic hljóðkerfi
með bassa- miðju og
2 bakhátölumm
o.m.fl.
PHILIPS 28" PT8702
• Svartur, flatur Black line
Super Crystal Clear
myndlampi sem gefur allt að
35% meiri skerpu.
• lOOHzflöktfrímyndfyrirþá
kröfuhörðu
• „Digital Scan“
• DNR (Digital Noise
Reduction) myndsuðeyðir.
• „Incredible sound“ stilling
og sór bassahátalari
o.m.fl.
PHILIPS 28" PT7302
• Svartur, flatur Black line
myndlampi sem gefur allt að
35% meiri skerpu.
• 100Hz flöktfrí mynd fyrir þá
kröfuhörðu
• DNR (Digital Noise
Reduction) myndsuðeyðir.
• „Incredible sound“ stilling
o.m.fl.
218.405 hr.sigr. 189.900 hr.sinr. 169.900 hr.sigf, 139.900 hr sliir
dj»
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
Umboðsmenn um land allt.
© © ©