Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Ein kaka handa þér og ein Ein kaka handa þér Voff! kaka handa mér... og tvær kökur handa mér___ Æ, hvernig gat ég Bara smá- gert slík mistök? áminning „voff“ JBoíttgíiwMaíiifo BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sírni 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Guðleg forsjón Frá Guðbjörgu S. Sigurjónsdóttur: REYKJAVÍK er bústaður fyrsta landnema íslands, Ingólfur Arnar- son, sem reisti þar bú árið 874. Á leið sinni frá Noregi til íslands kast- aði Ingólfur öndvegissúlum sínum fyrir borð og taldi það guðlega for- sjón að reisa bæ sinn og setjast þar að sem súlurnar bæri að landi. Á þriðja ári eftir að Ingólfur kom tii Islands fundust súlumar reknar á land við Faxaflóa. Þar var jarðhiti og reykir stigu til lofts við víkina þar sem framtíðarstaður Ingólfs skyldi vera. Þess vegna gaf hann henni nafnið Reykjavík." Þetta er tekið upp úr bók Þorsteins Jósepssonar, Landið þitt, saga og sérkenni nær 2000 ein- stakra bæja og staða, bls. 292. Af- komendur Ingólfs eru orðnir margir á íslandi, ég vildi að allir ættmenn hans bæru gæfu til að leita til Guðs með sín mál eins og hann gerði. Við íslendingar eigum gott og fallegt land. Mér fínnst þjóðfáninn okkar vera fallegasti þjóðfáni ver- aldar. Hann kemur mér svona fyrir sjónir: Rauði krossinn táknar að Jesús dó á krossinum fyrir syndir okkar og blóð Jesú Krists hreinsar af allri synd, hvíti liturinn táknar hreinleikann og blái liturinn himin- inn og hafið. Þetta er fáni kristinnar þjóðar. Svo er þjóðsöngurinn okkar mikið fallegur. Hann byijar svona: „Ó, Guð vors lands! Ó lands vors Guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.“, og endar þannig: „Verði gró- andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut“. Þá er það jólasálmurinn okkar: „Heims um ból, helg eru jól“. Hann er þijú er- indi og hefur þessi sálmur hrifið mig svo mikið, frá því að ég var barn. Um áramótin syngjum við „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldr- ei það kemur til baka, nú runninn er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvalt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka“. Síðasta erindið byijar svona: „Ó gef þú oss Drottinn enn gleðilegt ár, og góðar og blessaðar stundir". Þetta eru hin kristnu gildi þjóðar okkar. Þessir sálmar eru dýrmætar perlur, sem við þurfum að varðveita og kenna ungu kynslóðinni að meta og virða. Þessar hugsanir hafa hlaupið í gegnum huga minn er ég las í bók Þorsteins Jósepssonar, Landið þitt. Þegar hann talar um Ingólf Arnarson og hvernig hann fór að því að velja sér stað í nýju heim- kynnunum sínum. Landið okkar er ekki bara landið sem við byggjum, það er líka menning okkar og við sjálf sem búum í því. Að endingu þetta: Ég er á langferð um lífsins haf og lönpm breytinga kenni. Mér stefnu Frelsarinn góður gaf ég glaður fer eftir henni. Guð blessi ísland og íslendinga. GUÐBJÖRG S. SIGURJÓNSDÓTTIR Dúfnahólum 4, Reykjavík. Mjólk Frá Ólafi Ólafssyni: GERILSNEYTT mjólk leiðir af sér heilsuleysi kemur fram í grein Hall- gríms Þ. Magnússonar þann 30. októ- ber 1996. Greinin er í 11 liðum og þar eru settar fram staðhæfíngar er vekja furðu enda er ekki ein einasta þeirra rökstudd með vísindagreinum. 1. Tennur bama eru líklegri til að skemmast. 2. Eggjahvítan veldur æðakölk- un. 3. Kettir verða sjúkir. 4. 88% bama hafa óþol gegn gerilsneyddri mjólk. 5. Beinasjúkdómar. Fleira mætti rekja. Ágæti Hallgrímur, hvemig væri að fínna þessum staðhæfíngum stað. Ég vil benda þér á að læknum ber samkvæmt læknalögum, gr. 11, að sýna varkámi og nákvæmni við út- gáfu læknayfírlýsinga og einungis votta það er hann veit sönnur á. ÓLAFUR ÓLAFSSON landlæknir. Hvað skal segja? 66 Væri rétt að segja: Hann kom í gær og fer á sunnudeginum? Svar: Málvenja hefur verið að segja: á sunnudaginn. Sagt er t.d.: Hann fer annan mánudag, og kallast þolfallið þá tímaþolfall. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. PP &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 / 568 6100 Þ. ÞORGRÍMSSON &CO Veldu rétta efnið - veldu Rutland! Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.