Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 33
ar. Hennar háttui' var ekki að trana
sér fram eða að láta á sér bera,
heldur vinna að sínum áhugamálum
baksviðs, tala við fólk, kynna sínar
skoðanir, og hrifust þá flestir með,
sem við var rætt. Nokkrir voru þó
úrtölumenn, en á þeim var sigrast
og þeim skákað út í horn. Við, sem
á einn eða annan hátt drógumst inn
í þetta starf, vitum að aldrei hefði
lyfjafræðisafnið orðið til ef ekki
hefði komið til áhugi og bjartsýni
Stellu og Sverris Magnússonar sem
ekki má láta ógetið í þessu sam-
bandi. Eftir að Sverrir lést var
Stella burðarásinn, hvatti og rak á
eftir og lagði jafnvel fram sína eig-
in íjármuni þegar öll sund virtust
lokuð.
Mannkostum Stellu kyntumst við
vel í því nána samstarfi, sem með
okkur var þessi ár, ódrepandi áhug-
anum á öllu, sem tengdist því sem
við vorum að gera. Ekkert var svo
smávægilegt að þegar hún beitti
athygli sinni að því gat hún gert
það áhugavert og veitt því líf með
athugunum sínum, sem voru gerðar
með vandvirkni vísindamanns, sem
vildi skoða allt niður í kjölinn. Allt-
af kom hún okkur á óvart með
hugmyndaauðgi sinni og það er
áreiðanlega ekki ofsagt að hennar
hugmyndir og ábendingar voru
jafnmargar og okkar hinna til sam-
ans.
Áhugi hennar á manninum í sög-
unni var alltaf mest áberandi og
þar kom henni vel að haldi hversu
minni hennar var ótrúlegt á nöfn
og staðhætti og hæfileikanum til
að tengja saman fólk og atburði er
helst að líkja við þá leynilögreglu-
menn sem frægir eru í bókum. Tvö
okkar, sem þetta ritum, unnum með
henni við gerð lyfjafræðingatals og
þar eins og við safnið var hún upp-
hafsmaður og aðaldriffjöður starfs
sem einkenndist af jákvæðu við-
horfi til einstaklinganna sem um
var verið að fjalla. Eftir margra ára
vinnu kom lyfjafræðingatalið út
1982, og fram á sinn seinasta dag
var hún að velta fyrir sér örlögum
og tengslum þeirra, sem þar komu
við sögu og með elju sinni að bæta
við upplýsingum sem gerðu söguna
fyllri.
Það var hennar gæfa að halda
sínu andlega atgervi til æviloka
þótt líkamlegir burðir væru ekki
sem hún hefði sjálf kosið, og ósjald-
an hafði hún á orði að hennar gagn
á okkar vikulegu vinnufundum
væri ekki orðið mikið. En alltaf
mætti hún með sitt skemmtilega
viðmót og frjóar hugmyndir og
árangur vinnu sinnar og athugana.
Stella bar mikla umhyggju fyrir
samferðamönnum sínum, okkur var
hún örvandi kraftur og vinur sem
sárt er saknað.
Axel Sigurðsson, Áslaug Haf-
liðadóttir, Erling Edwald,
Kristín Einarsdóttir.
„Komdu sæll, ég heiti Ingibjörg
Böðvarsdóttir og ég er frænka þín.“
Þannig ávarpaði Stella mig í fyrsta
sinn. Þetta var fyrir 25 árum, þeg-
ar ég var lyfjafræðinemi í Reykja-
víkur Apóteki að nokkrir lyfjafræð-
ingar fóru saman í sunnudagsferð
suður á Reykjanes. Síðan útskýrði
hún skyldleikann fyrir mér, ég
mátti hafa mig allan við að fýlgjast
með öllum þessum sameiginlegu
frændum og frænkum okkar sem
hún nefndi og mér var óskiljanlegt
að nokkur gæti haft svo glögga og
ljóslifandi mynd af ættartengslum
sem hún hafði.
Leiðir okkar Stellu lágu ekki aftur
saman fyrr en löngu seinna þegar
við áttum bæði sæti í Minjanefnd
Lyfjafræðingafélags íslands. Þá
kynntist ég henni frá allt annari hlið.
Þrautseigja hennar og vilji til að
koma áhugamáli sínu á leiðarenda
var einsdæmi. Hún var í fararbroddi
við stofnun og byggingu Lyflafræði-
safnsins og var óþreytandi við að
safna saman og hvetja lyflafræðinga
til að leggja hönd á plóginn við bygg-
ingu þess. íslenskir lyijafræðingar
I eiga það fyrst og fremst hennar
áhuga og eldmóði_ að þakka að saga
I lyfjafræðinnar á íslandi er varðveitt
í glæsilegu safnhúsi.
„Veistu hvenær þú komst hér
síðast?“ „Nei,“ svaraði ég, en vissi
svo sem uppá mig skömmina. „Það
var fyrir 11 árum, 4. maí 1984.“
Þetta sagði Stella við mig þegar
ég kom á vinnukvöld vestur í Lyfja-
fræðisafni í fyrravor. Ég dró ekki
í efa að þetta væri rétt, því að hún
hélt nákvæma skrá yfir alla þá sem
komu og lögðu fram vinnu við að
skrá og flytja safnmuni. Það mátti
heyra, að henni fannst að sjálfur
formaðurinn hefði mátt vera iðnari
við vinnuna í safninu.
Stella kom mikið við sögu í fé-
lagsmálum lyfjafræðinga. Hún
gekk í Lyfjafræðingafélag íslands
árið 1938 og sat ýmist í stjórn eða
varastjórn í tvo áratugi frá 1947
til 1967 og gegndi auk þess mörg-
um trúnaðarstörfum á vegum fé-
lagsins. Hún var hvatamaður að
stofnun Menningarsjóðs, Tímarits
um lyfjafræði og einnig að margvís-
legri fræðslustarfsemi á vegum fé-
lagsins. Hún sat í Minjanefnd frá
1978 og í stjórn Lyfjafræðisafns frá
stofnun þess árið 1985. Þá skrifaði
hún fjölda greina sem tengjast sögu
lyfjafræðinnar og fagorðasöfnun og
var í ritstjórn fyrsta lyfjafræðinga-
talsins sem kom út árið 1982.
Ingibjörg Böðvarsdóttir var út-
nefnd heiðursfélagi í Lyfjafræð-
ingafélagi Íslands árið 1987.
Stella var ekki mikið fyrir að
láta á sér bera og var ekki fyrir
veraldlegt grjál. Stjóm Lyfjafræð-
ingafélags íslands var því nokkur
vandi á höndum þegar hún varð
áttræð á síðasta ári. Með nokkrum
fortölum tókst okkur að fá hana til
að samþykkja að við hana yrði tek-
ið viðtal sem birtist í sérútgáfu af
Tímariti um Lyíjafræði sem var
gefið út í tilefni af afmæli hennar.
Síðar sagði hún mér að hún hefði
aldrei samþykkt þetta ef hún hefði
vitað að blaðið ætti allt að snúast
um hana. Kvöld eitt í maímánuði
sama ár hringdi hjá mér síminn.
Mér var sagt að þar væri Stella og
væri henni mikið niðri fyrir. „Ætl-
arðu að ganga af mér dauðri dreng-
ur?“ sagði hún um leið og ég lyfti
tólinu og þótti henni nú mælirinn
fullur og óþekktin í frænda sínum
takmarkalaus. „Það er þó bót í
máli að mér er gefinn kostur á að
afþakka þessa vitleysu.“ Ég reyndi
eftir mætti að útskýra þetta fyrir
henni, ég væri ekki einn um sök-
ina, það hefðu miklu fleiri komið
við sögu, en ég komst lítið áfram.
Þann 17. júní 1995 sæmdi for-
seti íslands Ingibjörgu Böðvarsdótt-
ur lyfjafræðing riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu.
Lyfjafræðingastéttin stendur í
mikilli þakkarskuld við Stellu. Hún
þreyttist seint á að stappa í okkur
stálinu og halda okkur að verki.
Henni tókst að fá á annað hundrað
lyíjafræðinga til að leggja fram
vinnu og uppskeran var Lyíjafræði-
safnið í Nesi við Seltjörn.
Fyrir hönd Lyfjafræðingafélags
íslands þakka ég Ingibjörgu Böðv-
arsdóttur fyrir framlag hennar til
félagsmála lyfjafræðinga og allt
það örlæti sem hún hefur sýnt okk-
ar stétt.
Blessuð sé minning hennar.
Mímir Arnórsson.
Sökum einstakra mannkosta
verður Ingibjörg Böðvarsdóttir, eða
Stella eins og hún var oftast nefnd,
flestum þeim ógleymanleg sem áttu
því láni að fagna að kynnast henni.
Hún varð stúdent úr stærðfræði-
deild Menntaskólans í Reykjavík
árið 1935, lauk áfanga fyrri hluta
náms í lyfjafræði við Reykjavíkur
Apótek og síðari hluta við Lyfja-
fræðiháskólann í Kaupmannahöfn.
Eftir heimkomu í lok stríðsins vann
hún nær óslitið sem lyfjafræðingur
og síðar sem lyfsali í Lyfjabúð
Breiðholts þar til hún lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið 1985. Stella
var vinsæl kona, ekki aðeins meðal
skyldfólks og vina, heldur einnig
sem samstarfsmaður, stjórnandi og
leiðbeinandi. Um það bera vitni
ummæli fjölda fólks sem var henni
samtíða. Þar kemur fram að hún
var mjög vel að sér í flestu sem
laut að fræðigrein hennar, gerði sér
far um að lyfjafræðinemarnir, sem
hún þjálfaði, hlytu góða menntun
og að starfsfólk hennar væri vel
að sér um hvaðeina sem snerti dag-
leg störf í lyfjabúð. Einn af nemum
hennar komst svo að orði í afmælis-
kveðju til Stellu í tilefni af áttræðis-
afmæli hennar á síðasta ári í Tíma-
riti um Lyfjafræði, að Lyfjabúð
Breiðholts hafi verið „einstaklega
góður vinnustaður þar sem já-
kvæðni og jafnræði ríkti.“ Enn-
fremur segir að vitnisburður allra
viðmælenda greinarhöfundar hafi
verið samhljóða: „Hún Stella? Ein-
stök manneskja, vel að sér og tilbú-
in að miðla öðrum af þekkingu sinni
og reynslu.“ Annar greinarhöfund-
ur í sama tímaritshefti segir m. a.
í afmæliskveðju frá Stéttarfélagi
íslenskra lyfjafræðinga: „Fáir njóta
aðdáunar þjóna sinna er haft eftir
Montaigne, en það gerir Ingibjörg
Böðvarsdóttir í ríkum mæli. Henni
tókst það vandasama verk að vera
vinsæll atvinnurekandi.“ Og enn-
fremur: „Hún hefur faglegan metn-
að, er sanngjörn, umhyggjusöm,
alúðleg og síðast en ekki síst er hún
skemmtileg."
En Stella lét ekki við það sitja
að starfa með prýði sem lyfjafræð-
ingur og lyfsali. Hún var alla tíð
mjög virk í félagsmálum sem snertu
lyíjafræði og lagði þar dijúgt af
mörkum. Þannig studdi hún við
bakið á Lyfjatæknafélagi íslands
og á 10 ára afmæli þess færði hún
félaginu peningagjöf. Hún starfaði
bæði í stjórn Lyfjafræðingafélags
íslands og Apótekarafélags íslands.
Þá átti hún stóran þátt í stofnun
og uppbyggingu Lyfjafræðisafnsins
við Neströð, og var þar 5 farar-
broddi, er það var stofnað árið-
1985, ásamt Sverri heitnum Magn-
ússyni lyfsala í Hafnarfírði. Á síð-
astliðnum áratug var hún stoð og
stytta í starfsemi þess, eins og fram
kom í afmæliskveðju til hennar á
sl. ári frá Apótekarafélagi íslands.
Það var því við hæfí að forseti ís-
lands sæmdi hana riddarakrossi
hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir
störf hennar í þágu lyfjafræði á
íslandi.
Stella var einnig farsæl í einka-
lífi. Hún lét sér annt um foreldra
sína, systkini, frændfólk og vini.
Yngri systkini sin og aðra unglinga
hvatti hún til að afla sér menntunar
og sóa ekki tímanum í fánýti. Hún
hafði mikinn áhuga á ættfræði og
bjó yfir haldgóðri þekkingu á því
sviði. Hún var mjög vinsæl hjá öllum
þeim börnum sem kynntust henni.
Þau hændust að henni, enda var
hún sérstaklega barngóð. Árið 1954
giftist hún Reyni Guðmundssyni,
vélstjóra, miklum sómamanni. Þau
höfðu bæði yndi af að ferðast um
landið og leikhúsferðir voru sameig-
inlegt áhugamál þeirra. Mann sinn
missti hún árið 1988. Hún annaðist
hann af kostgæfni og ástúð í veik-
indum hans.
Ég sem þetta rita kynntist Stellu
þegar ég giftist konu minni, Guð-
rúnu Einarsdóttur, en þær voru
skólasystur í menntaskóla og mikl-
ar vinkonur alla tíð meðan báðar
lifðu. Það sem mér fannst einkenna
Stellu sérstaklega, var góð dóm-
greind og hispursleysi, en jafnframt
tryggfyndi og umhyggjusemi gagn-
vart vinum sínum og samferða-
fólki. Hún var hreinlynd og hrein-
skiptin. Guðrún mín andaðist fyrir
hálfu öðru ári og í erfiðum veikind-
um hennar reyndist Stella henni
einstaklega vel, heimsótti hana og
lét sér mjög annt um hana. Fyrir
það og viðkynningu alla mun ég
ávallt verða Stellu þakklátur, og
minnast hennar með djúpri virð-
ingu. Aðstandendum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Unnsteinn Stefánsson.
Ingibjörgu Böðvarsdóttur, eða
Stellu eins og hún var alltaf kölluð,
kynntist ég fljótlega eftir að ég kom
heim frá námi í Danmörku um ára-
mótin 1977 - 1978 þegar hún bauð
mér vinnu á næturvöktum í Lyfja-
búð Breiðholts. Ég fann það strax
við fyrstu kynni af Stellu að hún
SJÁNÆSTU SÍÐU
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og sambýliskona,
HULDA JÓHANNESDÓTTIR,
Rauðagerði 18,
Reykjavík,
verður jarðsungin mánudaginn 18. nóv-
ember kl. 13.30 frá Bústaðakirkju.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er
bent á líknarstofnanir.
Þorsteinn V. Viggósson, Ragnhiidur Helga Ragnarsdóttir,
Jóhannes Viggósson, Ragna Fróðadóttir,
Lárus K. Viggósson, Ása Ólafsdóttir,
Ólafur Jónsson, og
barnabörn.
t
Þökkum hlýjar kveðjur og vinsemd við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
STEINUNNAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Drápuhlíð 2,
Reykjavík.
Vilmar Þór Kristinsson, Unnur I. Gunnarsdóttir,
Marta Konráðsdóttir, Yngvi Pétursson,
Sigrún Konráðsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Steinunn Ósk Konráðsdóttir, Sveinn OrriTryggvason
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
virðingu við andlát og útför
EINARS SIGURJÓNSSONAR
skipstjóra,
fyrrverandi forseta
Slysavarnafélags íslands.
Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir,
Brynja Einarsdóttir, Jón Birgir Þórólfsson,
Sigurjón Einarsson, Guðný Birna Rosenkjær,
Einar Jónsson, Eygló Karlsdóttir,
Guðný Agla Jónsdóttir,
Jóhann GunnarJónsson,
Þórey Einarsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
LUDWIG H. SIEMSEN
stórkaupmaður og
fyrrv. aðalræðismaður,
Fjölnisvegi 11,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 19. nóvember
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna er
bent á Barnaspftalasjóð Hringsins.
Minningarkort fást í apótekum og með gíróþjónustu hjá hjúkrunar-
forstjóra Landspítalans, sími 560 1300.
Sigríður Siemsen,
Árni Siemsen,
Sigríður Siemsen, Guðjón Haraldsson,
Óiafur Siemsen, Auður Snorradóttir,
Elísabet Siemsen, Guðmundur Ámundason
og barnabörn.
t
Einlægar þakkir til kærra vina, vanda-
manna og allra þeirra sem auðsýndu
samúð og vináttu við andlát og útför
hjartkærs eiginmanns míns, föður
okkar og bróður,
ÁRNA PÉTURSSONAR
aðstoðarskólastjóra,
frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum,
Brekkubyggð 4,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við kennurum
og öðru starfsfólki Hlíðaskóla svo og eldri og yngri nemendum
skólans sem heiðruðu minningu Árna á svo eftirminnilegan hátt.
Hlýhugur ykkar allra er okkur ómetanlegur styrkur.
Lára K. Guðmundsdóttir,
Þórunn Anna Árnadóttir,
Þorsteinn Júlíus Árnason
og systkini.