Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MINIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÍNGIBJÖRG
BÖÐVARSDÓTTIR
var óvenjulegur apótekari. Hún
hafði verið í forystusveit lyfjafræð-
inga áður en hún varð apótekari og
hún hélt áfram að vera lyfjafræðing-
ur þó að hún sæti hinum megin við
borðið. Staða lyfjafræðinnar sem
fags og lyijafræðinga sem stéttar
var það sem hún hafði alltaf í fyrir-
rúmi. Þróun mála undanfarin ár var
henni eins og flestum lyfjafræðing-
um mikið áhyggjuefni. Hún skynjaði
það að ef lyíjafræðingar köstuðu frá
sér forræði yfir lyfjadreifingunni
væri þess ekki lengi að bíða að fag-
ið biði skipbrot.
Undanfarin ár, einkum eftir að
hún hætti störfum í Lyfjabúð Breið-
holts fyrir aldurs sakir, helgaði hún
söfnun muna og upplýsinga sem
tengjast lyfjafræði á Islandi alla sína
krafta. Þau eru ófá Grettistökin sem
hún lyfti í félagi við vini sína og
félaga í stjóm Lyfjafræðisafnsins.
Vinnustundimar sem hún eyddi
ásamt þeim í söfnun muna og við
það að koma Lyfjafræðisafninu við
Neströð á legg, em óteljandi. Eng-
inn vafi er á að ef ekki hefði komið
til eldmóður, bjartsýni og örlæti
þeirra Stellu og Sverris Magnússon-
ar apótekara sem lést 1990, hefði
safnið aldrei orðið að veruleika.
Lyfjafræðisafnið er glæsilegur
minnisvarði um óeigingjamt starf
þessa fólks.
Þáttur hennar í gerð Lyfjafræð-
ingatalsins sem kom út á 50 ára
afmæli félagsins 1982, var stór.
Ættfræðiáhugi og þekking hennar
kom þar að góðum notum. Hún hélt
áfram til dauðadags að safna upplýs-
ingum um ættir og líf lyfjafræðinga
lífs og liðinna. Þessi vinna hennar
kemur til með að skila sér í næstu
útgáfu Lyfjafræðingatalsins.
Stella ásamt Sverri Magnússyni,
urðu heiðursfélagar Lyfjafræðinga-
félags íslands árið 1987 ekki síst
vegna starfs þeirra í þágu Lyfja-
fræðisafnsins. Ánægjulegasti dagur
sem ég upplifði í sfjóm Lyfjafræð-
ingafélagsins var 5. desember 1992,
en þá var hús safnsins vígt á 60
ára afmælishátíð félagsins. Um leið
varð ég þess heiðurs aðnjótandi að
afhenda sfjómarmönnum Lyfja-
fræðisafnsins, Stellu, Áslaugu Haf-
liðadóttur, Axel Sigurðssyni, Krist-
ínu Einarsdóttur og Erling Edwald
fyrstu gullmerki félagsins. Heiður
sem þau sannarlega höfðu unnið
fyrir.
Nú þegar Ingibjörg Böðvarsdóttir
er fallin frá em lyfjafræðingar fá-
tækari en þeir vom. Við höfum
misst vin og félaga, sem alltaf bar
hag fagsins fyrir bijósti. Erfitt og
líklega ómögulegt er að fylla það
skarð sem hún skilur eftir. Ættingj-
um og vinum Stellu sendum við
Guðrún Edda okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson,
lyfjafræðingnr.
Það eina sem við vitum um fram-
tíðina er að í fyllingu tímans munum
við deyja, en þrátt fyrir allt eram
við ávallt óviðbúin dauðanum. Við
andlátsfregn Ingibjargar Böðvars-
dóttur eða Stellu eins og hún var
t
Þökkum allan þann stuftning og hlýhug
sem okkur hefur verift sýndur undan-
farnar vikur vegna veikinda og fráfalls
ástkærs eiginmanns míns, föftur okkar
og afa,
GUÐMUNDAR HREINS
EMANÚELSSONAR.
Svava Guðmundsdóttir,
Ásta Guðmundsdóttir,
Emanúel Geir Guðmundsson,
Eva Rún Guðmundsdóttir,
Hálfdán Bjarnason.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
vift andlát og útför,
BALDURS ÞÓRIS JÚLÍUSSONAR,
Sunnubraut 17,
Keflavík.
Sérstakar þakkir sendum við læknum
og starfsfólki á deild a6 Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Hannesdóttir,
Þórir Baldursson, Guðrún Pálsdóttir,
María Baldursdóttir, Rúnar Júliusson,
Júlíus Baldurssson, Ásgerður Karlsdóttir,
Baldur Baldursson, Ásta Sigurðardóttir,
Ómar Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
innilegar þakkir fyrir auftsýnda samúft
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóftur,
ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Vogatungu 77,
Kópavogi.
Sigurður K. Haraldsson, Vilborg Pétursdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Guðjón Haraldsson, Ingibjörg Högnadóttir,
Rósa Haraldsdóttir, Ólafur Böðvar Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
alltaf kölluð, reikar hugurinn aftur
í tímann. Minning um Stellu frá
heimili hennar og Reynis á Jófríðar-
staðaveginum í Hafnarfirði þar sem
þau löðuðu að sér öll böm. Síðan í
Garðsapóteki þar sem Stella tók
unga stúlku undir sinn vemdar-
væng. Síðan liggur leiðin í Lyfjabúð
Breiðholts þar sem leiðir okkar sam-
einast. Stella stofnaði Lyijabúð
Breiðholts 31. október 1970 og
starfrækti í 15 ár. í þessi 15 ár
vann nokkuð stór hópur hjá Stellu,
sumir öll árin, aðrir skemur. Margir
lyfjafræðinemar unnu starfstímann
sinn hjá Stellu, stór hópur lyfja-
tækna hóf nám sitt hjá henni og
margir þeirra héldu áfram að vinna
þar eftir að námi lauk.
Á vinnustaðnum ríkti einstaklega
góður starfsandi og félagslífíð var
gott, „útfararfélagið" þjónaði því
hlutverki að sjá til þess að starfs-
fólk og makar gætu farið út að
borða saman einu sinni til tvisvar á
ári og átt ánægjulega stund. Stella
bauð ávallt öllu sínu starfsfólki á
árshátíðir apóteka, og oft bauð hún
öllum með sér í leikhús án nokkurs
tilefnis. Hún var alltaf með hugann
við fólkið sitt. 1. nóvember 1985
bauð hún öllum sem höfðu unnið f
Lyfjabúð Breiðholts í veislu, nánast
allir mættu, það hefur legið töluverð
vinna í því að hafa uppi á öllum en
Stella fylgdist vel með okkur og
vissi hvar okkur var að finna.
Stella hafði mikinn metnað fyrir
sína stétt og vildi miðla þekkingu
sinni og reynslu til starfsfólks síns.
Hún hafði mikinn áhuga á að starfs-
fólkið væri vel að sér um allt sem
komið gat upp í daglegum störfum
í apótekinu og lét útbúa spjaldskrár
sem vora aðgengilegar fyrir okkur.
jafnvel varð hún að vera viss um
að við kynnum hina ýmsu söngtexta
sem sungnir vora á árshátíðum apó-
teka, og minnumst við þess oft þeg-
ar hún tók textann „Táp og fjör og
frískir menn“ fyrir.
Gaman er að minnast þess þegar
viðskiptavinir báðu um viðtal við
apótekarann og er Stella kom fram
vildi fólkið fá að tala við manninn,
en sumir viðskiptavinir apóteksins
á fyrstu áranum sem apótekið var
í Amarbakkanum héldu eina karl-
manninn á staðnum vera lyfsalann,
enda ekki margar konur lyfsalar þá.
Maðurinn var Böðvar bróðursonur
Stellu sem var lyfjafræðingur í apó-
tekinu frá fyrstu tíð og allt þar til
hann gerðist lyfsali á Akureyri.
Þrátt fyrir að Stella væri yfirmað-
urinn var hún fyrst og fremst vinur
starfsfólks síns, alltaf var hægt að
leita til hennar ef eitthvað bjátaði
á. Það var ekki fagurgalanum fyrir
að fara hjá henni, hún kom ávallt
hreint og beint fram enda var eins
og vandamál sem virtust stór fyrir
væru auðleyst og lítil þegar búið
var að ræða við hana. Hún starfaði
við hlið okkar á jafnréttisgranni, lét
sér annt um okkur og fjölskyldur
okkar. Flestir hafa haft eitthvert
samband við Stellu á einn eða ann-
an hátt, engum hafði hún gleymt,
enda minnið afar gott og mættum
við hin yngri taka hana okkur til
fyrirmyndar.
Það er ekki hægt að tala um
Stellu án þess að minnast á Lyfla-
fræðisafnið úti á Nesi. Geysileg
vinna liggur að baki, en hún sagði
oft að hún hefði aðeins tekið mynd-
imar, en til era myndir um sögu
safnsins allt frá fyrétu tíð fram á
þennan dag, yfir 1.000 ljósmyndir
sem hún tók, en aðrir vita að hún
átti meiri og stærri þátt í uppbygg-
ingu safnsins en að taka myndir.
Hún safnaði ótrúlega miklu magni
upplýsinga um lyijamál í gegnum
tíðina og var með hugann opinn
fyrir að halda til haga ýmsu sem
aðrir hefðu ekki hugsað út í að yrði
sögulegt. Það var mjög auðvelt að
gleyma sér yfir úrklippusafninu
hennar, möppunum með gömlu
merkimiðunum, gömlu lyfseðlunum
að ógleymdum öllum myndunum.
Stjóm safnsins hefur með ótrúleg-
um dugnaði og ósérhlífni unnið að
þessu í fjölda ára og árangurinn er
stórkostlegur, safnið einstaklega
fallegt, öllu smekklega fyrirkomið.
Við vitum að við mælum fyrir
munn allra þeirra sem hjá Stellu
unnu að það er margs að minnast
og fyrir svo ótal margt að þakka.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún og Gyða.
Við fráfall Ingibjargar Böðvars-
dóttur lyfsala, viljum við þakka
henni sérstaka velvild, stuðning og
einstakan áhuga á málefnum lyfja-
tækna frá upphafi.
Ingibjörg Böðvarsdóttir, eða
Stella eins og hún var kölluð, stofn-
aði Lyfjabúð Breiðholts 31. október
1970. Ohætt er að fullyrða að í þau
15 ár sem hún var lyfsali hafi Lyfja-
búð Breiðholts að jafnaði haft flesta
lyfjatækna og lyfjatækninema að
störfum.
Það spurðist fljótt út meðal fé-
lagsmanna okkar hve gott var að
starfa í Lyfjabúð Breiðholts, þar
þótti starfsandi til fyrirmyndar og
félagslíf gott. Hún sýndi Lyfja-
tæknaskólanum mikinn áhuga frá
upphafí og hvatti gjaman starfs-
stúlkur sínar til náms, enda gerði
hún sér grein fyrir mikilvægi mennt-
unar starfsfólks í apótekum. í apó-
teki hennar var lögð áhersla á að
nemar bæði í lyfjatækni og lyfja-
fræði fengju góða starfsþjálfun.
Stella fylgdist mjög vel með þró-
un Lyfjatæknafélags íslands frá
upphaJB og öllum baráttumálum fé-
lagsins fyrstu árin og mörg hvatn-
ingarorð höfum við fengið frá henni.
Á 10 ára afmæli félagsins 1986
færði Stella féiaginu rausnarlega
peningagjöf. Gjöf þessi var síðan
grannur að Baráttusjóði Lyfja-
tæknafélags íslands. Þó að nokkur
ár séu liðin frá því að Stella hætti
störfum sem lyfsali, mundi hún eft-
ir 20 ára afmæli félags okkar í jan-
úar síðastliðnum, þá sendi hún fé-
laginu veglega bókagjöf.
Stella átti stóran þátt í uppbygg-
ingu Lyfjafræðisafnsins og var safn-
ið hennar helsta áhugamál í mörg
ár. Hún var að vinna í safninu fram
á síðasta dag.
Þegar við kveðjum Stellu er okk-
ur efst í huga þakklæti, fyrir þann
stuðning og áhuga sem hún sýndi
lyfjatæknum og lyfjatækninemum í
námi og starfí.
Fyrir hönd Iyfjatækna
Anna Sveinsdóttir og
Gyða Björg Eliasdóttir.
2
I
1
1
2
I
5
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tœkifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
2
|
$
1
2
|
5
ato*#ioi#§0§a
Mig langar í fáum orðum að
minnast hennar Stellu, eða ömmu
Stellu eins og ég hef alltaf kallað
hana. Þegar leiðir skilja leitar hugur
til baka og upp koma margar góðar
minningar. Heimsóknir til afa Reyn-
is og ömmu Stellu á Jóffann, jóla-
boðin þar, beijaferðir og bfltúrar
með þeim. Þá var einnig gaman að
heimsælqa Stellu í apótekið þar sem
ávallt var vel tekið á móti mér.
Síðar fékk ég sem unglingur
vinnu eitt sumar hjá henni í apótek-
inu. Þar sá ég glöggt hve mikils
metin hún var af samstarfsfólki sínu
og hve vel hún reyndist því. Þar
fann maður hve sterkur persónuleiki
hún var og ekki síður kom það í
ljós þegar heilsu afa fór að hraka.
Hin síðari ár var alltaf ánægju-
legt að koma til Stellu í Skaftahlíð-
ina og þiggja hjá henni kaffísopa í
eldhúsinu hennar. Þar fékk ég að
njóta hins mikla fróðleiks hennar
og var henni sérstaklega annt um
að fræða mig um ættir mínar og
upprana, en ættfræðin var eitt af
hennar hugðarefnum.
Ég þakka fyrir þær stundir sem
ég átti með henni og minningin um
hana mun lifa með mér um ókomin
ár.
Ingibjörg Andrésdóttir.
Það húmar að hausti og birtu er
tekið að bregða, að baki er bjart
og fagurt sumar, vetur er genginn
í garð. Okkur berast fréttir, hún
Stella er dáin. Við stöldram við um
sinn í amstri lífsins, hugurinn fyllist
trega og minningarnar flæða fram.
Það er gæfa hvers manns að mót-
ast og lifa í návist sterkra afbragðs
manna og einn slíkur var Ingibjörg
Böðvarsdóttir, Stella eins og hún
var ávallt kölluð.
Stella var konan hans afa okkar
á Jófríðarstaðaveginum í Hafnar-
fírði þar sem ævintýrin voru
skammt undan og draumamir urðu
að veraleika. Það virtust fá tak-
mörk fyrir því rými og þeirri hlýju
sem leyndist í þessu húsi og um-
hverfi þess. Það var forvitnilegt að
heimsækja prestana á Jófríðarstöð-
um eða sækja egg í klaustrið dular-
fulla, stunda smíðar í kjallaranum
eða skoða allt það sem í risinu
leyndist. Alltaf mátti finna pipar-
kökur og stundum flösku af pepsí.
Þetta era þau minningabrot sem
fljóta í gegnum hugann á stund sem
þessari og alitaf fannst okkur nóg-
ur tími hjá þeim til að sinna okkur
og kærleikurinn var ómældur. Hús-
ið efst við Jófríðarstaðaveg stóð
öllum opið, þar var gestkvæmt og
alltaf mátti fínna pláss fyrir fleiri.
Ekki má gleyma garðinum sem
Stella átti mestan heiður af, þar
uxu flestar íslenskar plöntur og
gulrætur og jarðarber voru ungum
bömum freisting. Þetta voru góðir
dagar sem liðu of hratt, og við tók
alvara lífsins, unglings- og mann-
dómsár. Afi dó og Stella flutti til
Reykjavíkur. Alltaf þegar tilefni
var til að hittast var spurt um Stellu
og enginn gleði- eða hátíðisdagur
var fullkominn án návistar hennar.
Á þessum stundum varð okkur sí-
fellt betur Ijós umhyggja hennar
og vinátta og enginn var betur fær
um að innræta okkur það sem heil-
agast er, ást á landi okkar og vitn-
eskja um uppruna og ætt. Stella
unni landinu mikið og þekkti það
flestum öðrum betur, og ættfróð
var hún með ólíkindum og frænd-
rækin. Við látum öðrum það eftir
að fjalla um starfs- og fræðimanns-
feril Stellu, við þekktum hana sem
vin og manneskju og þannig viljum
við varðveita minninguna um hana.
Við viljum nú að leiðarlokum
þakka henni fyrir það sem hún var
okkur og það sem hún innrætti
okkur, og öll ævintýrin sem við
fengum að upplifa í návist hennar.
Merkileg og góð kona er gengin,
en minningin um hana mun lifa
með okkur, og við munum af veik-
um mætti reyna að miðla þeim arfi
sem hún gaf okkur til barnanna
okkar, ást og virðingu fyrir landi
okkar og uppruna.
Við viljum að leið.arlokum senda
systram hennar og ástvinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Systkinin á Smáraflötinni.