Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 11
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
KENNETH Peterson, forstjóri Columbia Ventwres Corporation.
„Þad er ntin reynsla að íslendingar
séu harðir i horn að taka i samninga-
viðræðum, en með þessu er ég ekki
að gagnrýna þá. Þeir fylg ja fast efftir
sínum sjónarmiðum og ég virði það.
Hvað snertir persónuleg samskipti
þá hef ur mér ff undist að það ffólk sem
ég heff átt samskipti við sé m jög vin-
g jarnlegt og hjálplegt."
yfir í ágústmánuði að það yrði
I hægt að útvega næga raforku í
■j tæka tíð, þrátt fyrir stækkun ÍSAL.
. Við sögðum sem svo að okkur hefði
ekki miðað nægilega áfram í Ve-
nesúela og því væri rétt að reyna
j til þrautar að ná samningum á ís-
landi. Nú eru liðnir rúmlega 90
dagar og á þeim tíma hefur margt
áunnist sem ég er ánægður með.“
Framkvæmdir gætu hafist á
fyrri hlwta næsta árs
- En hver er þá staðan í samn-
ingaviðræðum við íslendinga um
þessar mundir?
„Ég held að frágangur skjala og
vinna við lagalega hlið málsins sé
á lokastigi. Samningar hafa náðst
um flest atriði sem tengjast ís-
landi, en þar með er ekki allt upptal-
ið því við eigum ennþá eftir óleyst
atriði varðandi viðskiptavini og
birgja sem ekki tengjast beint ís-
lensku ríkisstjórninni."
- Hvenær má þá gera ráð fyrir
að framkvæmdir við álverið geti
hafíst?
„Eins og ég sagði þá eru fleiri
atriði óleyst en þau sem snúa að
íslenskum aðilum. Það þarf að fylgja
fremur flókinni viðskiptaáætlun við
undirbúning að byggingu nýs álvers
frá grunni og raða þarf saman mörg-
um hlutum, eins og í púsluspili,"
segir Peterson. Hann vill líkja þessu
við sumarleyfi hjá venjulegu fólki.
„Sá sem ætlar að fara í sumarleyfi
á næsta ári bytjar e.t.v. að hugsa
fyrst um hvert væri best að fara í
sumarleyfinu og viðar að sér upplýs-
ingum. Síðan þarf að velja á milli
tveggja staða og ákveða hvernig
eigi að komast á áfangastað t.d.
með skipi, fiugvél eða lest. Þegar
allar upplýsingar liggja fýrir þarf
síðan að finna út hvað sumarleyfið
kostar og það kann að breyta
ákvörðunum. Loks þarf að kaupa
farseðilinn og bóka hótel.
Þannig byggist sumarleyfi upp á
áætlun sem verður ekki að veruleika
fyrr en lagt er af stað. Þessu má
líkja við þróunarferlið við að byggja
upp fyrirtæki frá grunni. Smám
saman þokumst við nær takmark-
inu og ýmis mál ná fram að ganga
meðan verið er að vinna að því að
leysa önnur. Ég vonast til þess að
hægt verði að ganga frá öllum at-
riðum gagnvart íslensku aðilunum
um áramót,_ en þá eigum við ýmis-
legt eftir. A heildina litið stefnum
við að því að raða öllum þessum
brotum saman þannig að fram-
kvæmdir geti hafist á fyrsta eða
öðrum fjórðungi ársins 1997.“
islendingar haróir i horn aó
laka i vióræóunum
Peterson kveðst vera ánægður
með þær viðtökur sem hann hafi
fengið hér á landi. „Mér hefur fund-
ist að viðmælendur okkar séu vel
skipulagðir og þeir hafa staðið sig
vel í því að upplýsa okkur útlending-
ana um aðstæður hér á landi. Þeir
hafa ekki aðeins beðið eftir því að
við berum upp spurningar heldur
bent okkur á fjölmörg atriði fyrir-
fram. Raunar hafa málin gengið
mun hraðar fyrir sig hér á landi
heldur en í Venesúela sem ég held
að megi rekja til smæðar landsins.
Það er hins vegar mín reynsla
að íslendingar séu harðir í horn að
taka í samningaviðræðum, en með
þessu er ég ekki að gagnrýna þá.
Þeir fylgja fast eftir sínum sjónar-
miðum og ég virði það. Hvað snert-
ir persónuleg samskipti þá hefur
mér fundist að það fólk sem ég hef
átt samskipti við sé mjög vingjarn-
legt og hjálplegt."
Vióræóur i gangi vió
f jármálastofnanir
- Getur þú lýst því eitthvað nán-
ar hvernig mál standa í viðræðum
um fjármögnun áiversins?
„Fyrir u.þ.b. mánuði fórum við á
fund margra fjármálastofnana og
áttum viðræður um að ráða eina
þeirra sem fjármálaráðgjafa. Við
völdum Babcock & Brown og Nom-
ura Bank Intemational. Þessar
stofnanir höfðu milligöngu um fjár-
mögnun Hvalfjarðarganganna og
við töldum því að þær kynnu að búa
yfir mestri sérþekkingu um fjár-
mögnun framkvæmda á Islandi. Við-
ræður við fjármálastofnanir hafa
verið nokkuð uppörvandi á þessum
tíma og við höfum ekki rekist á
neinar alvarlegar hindranir. Við
þurfum hins vegar að ganga frá
ýmsum atriðum t.d. gagnvart ís-
lenskum aðilum til að geta lagt fram
áætlun sem yrði forsenda fjármögn-
unar. Að þessu erum við að vinna.“
- Nú hefur komið fram að Col-
umbia hefur jafnvel áhuga á að ís-
lenskir fjárfestar eða lífeyrissjóðir
taki þátt í fjármögnun álversins.
„Það hefur ekki ýkja mikið gerst
í því máli síðustu tvær vikur,“ segir
Peterson. „Columbia er bandarískt
fyrirtæki og hyggst byggja álver í
öðru landi, þar sem aðstæður eru
ólíkar því sem ég hef átt að venj-
ast. Hér er talað annað tungumál
og siðir eru ólíkir. Af þeirri ástæðu
töldum við að það gæti verið já-
kvætt, að fá íslenzka fjárfesta með
í verkefnið, en einnig gætum við
dregið af því lærdóm ef enginn áhugi
væri fyrir hendi. Það áttu sér stað
viðræður sem voru jákvæðar og það
kom ekkert fram um að íslenskir
fjárfestar teldu ekki að hér væri um
góða fjárfestingu að ræða.“
Gamalt eóa nýtt álver?
Fram hefur komið að Columbia
hafí keypt gamalt álver í Þýskalandi
og hyggist reisa það hér á landi, en
Peterson segir að þetta atriði hafi
valdið misskilningi hér á landi. „í
fyrsta lagi má e.t.v. segja að álverið
í Þýskalandi hafí verið gamalt, en
það er engu að síður nýrra en nokk-
urt álver í Bandaríkjunum svo dæmi
sé tekið. Það var byggt á níunda
áratugnum í Bæjaralandi í Vestur-
Þýskalandi, en var lokað m.a. vegna
hás raforkuverðs. Við keyptum
ákveðna hluta af búnaði verksmiðj-
unnar,“ segir Kenneth Peterson, og
bendir nú á borðlampa í hótelher-
berginu sínu til einföldunar. „Ef ég
myndi ákveða að kaupa nýjan
lampa, en vildi nota rafmagnssnúru
af gömlum lampa, er ég þá með
nýjan eða gamlan lampa?“
Þegar hér er komið við sögu dreg-
ur Peterson upp ljósmynd sem sýnir
aðstæður innandyra í álverinu í
Þýskalandi. „Mest af þeim búnaði
sem við keyptum er hliðstæður raf-
magnssnúru á lampa. Við keyptum
einnig lok og krana, en kranamir
verða teknir niður og endurbættir
af kranafyrirtæki í Hollandi. Sá hluti
álversins þar sem álið er framleitt
verður allur nýr og hefur raunar
ekki verið smíðaður ennþá," segir
hann.
Peterson segist því ekki líta þann-
ig á málið að fyrirtækið hafí keypt
gamalt álver sem eigi að flytja eitt-
hvað annað. Heildarfjárfestingin sé
á bilinu 150-160 milljónir dollara
(um 10 milljarðar króna), en þar af
nemi kostnaðarverð búnaðarins frá
Þýskalandi innan við 10%. Þetta
verði því nýtt álver að þessum bún-
aði undanskildum. Sá búnaður sé
hins vegar jafn hagkvæmur og sam-
bærilegur nýr búnaður, en þar að
auki sé þessi búnaður nýrri en sam-
bærileg tæki sem hafa verið í notk-
un hér á landi. Sum þessara tækja
umbreyta háspennu yfír í lágspennu,
en álframleiðslan sjálf fari fram í
nýjum tækjum. Sambærileg tæki
hafi verið notuð í mörgum af nýj-
ustu og fullkomnustu álverum í
heimi, þar á meðal í nýlegu álveri
Alcoa í Brasilíu.
Náói árangri þar sem aórir
hólów gefist wpp
- Nú hefur Kurt Wolfensberger,
einn af framkvæmdastjórum Alu-
suisse, lýst yfir efasemdum um
hagkvæmni þess að reisa jafnlítið
álver á íslandi og Columbia hyggst
gera. Hins vegar sagði hann það
einnig að ef einhver væri fær um
það þá væri það líklega Kenneth
Peterson.
„Á undanförnum tíu árum meðan
ég hef verið starfandi í áliðnaði
hefur mér tekist að ná árangri í
rekstri þar sem önnur stærri fyrir-
tæki hafa ekki haft árangur sem
erfiði. Ég keypti álver sem aðrir
höfðu gefist upp á og lokað og
náði árangri í rekstri þess. Þá keypti
ég álvinnslufyrirtæki sem stórfyrir-
tæki höfðu losað sig við, og snéri
rekstrinum til betri vegar.
Sú spuming stendur því eftir hvort
ég telji að það sé hugsanlega óhag-
kvæmt að fjárfesta i litlum álverum.
Ég veit að sum fyrirtæki sem reka
minni álver eru líklega ekki ánægð
með reksturinn. Alusuisse ræður lík-
lega yfir fleiri litlum álverum en
nokkurt annað fyrirtæki í heiminum
og getur því talað af reynslu. Hins
vegar eru önnur minni sem ganga
mjög vel, þannig að það er erfitt að
fullyrða nokkuð um þetta. Einnig
má segja að til eru stærri álver sem
eiga erfítt uppdráttar.
Á árinu 1993, sem var afar slæmt
ár í áliðnaði, skilaði mitt fyrirtæki
meiri hagnaði en öll evrópsku álver-
in til samans. Það er því ekki ein-
hlítt að smæðin sé ókostur gagn-
vart stærri keppinautum. Ég held
að hagkvæmni stærðar sé fyrir
hendi í rekstri álvera og við höfum
því áætlun um að stækka álverið.
Þetta er ekki hagkvæmasta stærð
álvera, en við teljum hins vegar að
álver af þessari stærð geti verið í
góðum rekstri."
Peterson bendir á að nútímaálver
séu nú búin háþróuðum tölvubún-
aði, en fyrir 20 árum hafi ekki
margar tölvur verið að finna í álver-
um. „Það hefur orðið bylting í tölvu-
tækni í iðnaði á sama hátt og í
einkatölvum. Hægt er að stunda
rekstur í smærri stíl en áður. í
Bandaríkjunum eru stóru stálfyrir-
tækin í meiri vanda en minni stál-
bræðslurnar sem voru settar á fót
á síðasta áratug. Þetta má rekja
til þess að smærri stálverin hafa
reynst hagkvæmari, en þau stærri.
Það er örugglega rétt, að sum
smærri álver eru óhagkvæm í
rekstri og sömuleiðis eru sum af
þeim stærri óhagkvæm. Við værum
hins vegar ekki að vinna jafnötul-
lega að því að reisa þetta álver ef
við teldum að hér væri ekki um
hagkvæman rekstur að ræða. Ég
hef verið heima hjá mér 8 daga
síðustu tvo mánuði þannig að við
vinnum af krafti að þessu.“
Stœróin er ekki alltaf sama
og styrkwr
- Það virðast vera einhveijar
raddir uppi innan íslenska stjórn-
kerfisins um að Columbia Ventures
sé of lítið fyrirtæki og hafi ekki
fjárhagslega burði til að ráða við
jafnstórt verkefni og byggingu ál-
vers á ísiandi. Hvað segir þú um
þessar áhyggjur?
„Ég tel í fyrsta lagi, að það sé
munur á því að vera smár eða veik-
burða. Það þarf ekki að leita á
óvenjulegum stöðum í heiminum til
að fínna dæmi um slíkt. Hinn gríð-
arstóri alþjóðlegi banki Credit Lyon-
aise í Frakklandi er skólabók-
ardæmi. Hann er mjög veikburða
og hefur þurft á stöðugum stuðningi
franska ríkisins að halda. Fyrir fáum
árum urðu stórir bankar á Norður-
löndum gjaldþrota þrátt fyrir mikil
útlán, mikinn fjölda starfsmanna,
stórar byggingar o.s.frv. Ríkisstjórn-
ir Norðurlandanna þui-ftu að yfir-
taka rekstur margra bankanna.
Stærðin felur því ekki endilega í sér
styrk og smæðin þarf ekki að þýða
að fyrirtæki séu veikburða. Ég held
að Columbia Ventures sé lítið fyrir-
tæki á bandarískan og alþjóðlegan
mælikvaða. Stærð er hins vegar af-
stætt hugtak og á íslandi er Columb-
ia Ventures mjög stórt fyrirtæki þar
sem veltan nemur um 11,5 milljörð-
um íslenskra króna.
Columbia er einnig mjög traust
fyrirtæki vegna þess að það býr við
mjög góða lausafjárstöðu, litlar
skuldir og fyrirtækin skila hagnaði
í hveijum mánuði. Í samanburði við
Alcoa er Columbia hins vegar lítið
fyrirtæki. Fyrirtækið hefur mjög
traust nettóvirði, þ.e.a.s. verðmæti
að frádregnum skuldum. Þá er þessi
framkvæmd ekki stór á mælikvarða
áliðnaðarins, enda þótt hún sé stór
á íslandi.
En hvernig er þá þetta verkefni
í samanburði við önnur verkefni
sem ég hef ráðist í til þessa? Þessu
eru auðvelt að svara. Þegar ég
keypti fyrsta álfyrirtækið vissi ég
ekkert um álframleiðslu, en núna
bý ég yfír 10 ára reynslu. Ég hafði
enga lykilstarfsmenn sem voru sér-
fræðingar í áli og fjármálum, eins
og núna. I upphafí átti ég enga
peninga, en á þá núna. Þetta verk-
efni er því mun auðveidara í fram-
kvæmd, en þau verkefni sem ég
hef þegar tekið mér fyrir hendur
og lokið á árangursríkan hátt.“
Litil áhætta fyrir
Landsvirkjun
- En bygging nýs álvers felur
óneitanlega í sér áhættu fyrir Is-
lendinga sem þurfa að ráðast í
framkvæmdir til að auka afkasta-
getu raforkukerfisins.
„Það er í raun lítil áhætta fyrir
íslendinga því þeir munu ekki ráð-
ast í framkvæmdir nema skilyrði
þeirra séu uppfyllt. Framkvæmdir
Landsvirkjunar og bygging álvers-
ins fara fram á sama tíma. I slíkum
tilvikum getur almennt þurft að
byggja raforkumannvirkin tveimur
til þremur árum á undan, en það
verður ekki í okkar tilviki. Áhættan
væri miklu meiri ef Landsvirkjun
hefði þurft að ráðast í framkvæmd-
ir nokkrum árum á undan viðskipta-
vininum." sagði Kenneth Peterson.