Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORG UNBLAÐIÐ
Kammersveit Reykjavíkur í Listasafni Islands
Morgunblaðið/Ásdís
HLUTI Kammersveitar Reykjavíkur stillir saman strengi sína fyrir tónleikana annað kvöld.
Tónlist fyrir
alla á Vest-
urlandi
í KLEPPJÁRNSREYKJ A-
SKÓLA í Borgarfirði hefst á
mánudag 18. nóvember
fyrsta tónleikasyrpa þessa
skólaárs handa grunn- og
framhaldsskólanemendum á
Vesturlandi á vegum verkefn-
isins Tónlist fyrir alla. Eftir
jákvæða reynslu af tónleika-
haldi í grunnskólum Akra-
ness frá haustinu 1993 hafa
önnur sveitarfélög í fjórð-
ungnum nú komið til liðs við
verkefnið og bjóða nemend-
um til þrennra tónleika í vet-
ur.
Að þessu sinni taka nem-
endur á Vesturlandi á móti
Jazzkvartett Reykjavíkur
sem flytur þeim nokkra vel
valda „standarda" úr heimi
djassins ásamt íslenskum og
erlendum alþýðulögum. Má
þar t.d. nefna St. Thomas
eftir Rollins, Take five eftir
Desmond, Sönginn um fugl-
ana eftir Atla Heimi Sveins-
son og norska þjóðlagið Siggi
var úti. Tónlistarmennimir
ætla að leggja áherslu á að
djassinn er tilbrigðarík tónlist
og hvaða tónlist sem er megi
færa í djassbúning.
Að venju er efnt til al-
mennra fjölskyldutónleika á
kvöldin að loknum kynning-
um í skólum, í Dalabúð mánu-
daginn 18. nóvember kl.
20.30, í Ólafsvíkurkirkju á
þriðjudag kl. 20.30, í Stykkis-
hólmskirkju miðvikudag kl.
20.30, á Hótel Venus Borgar-
nesi fimmtudag kl. 21 og að
lokum í Tónlistarskóla Akra-
ness föstudag 22. nóvember
kl. 20.30.
Norskur
kvartett
sigrar í nor-
rænni kamm-
ertónlist-
arkeppni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Norski kvartettinn
VertavoKvartetten vann 1.
verðlaun í norrænni kammer-
tónlistarkeppni danska út-
varpsins. Stúlkurnar fjórar í
kvartettinum hlutu hundrað
þúsund danskar krónur í verð-
laun, eða um 1,1 milljón ís-
lenskra króna. Tveir íslenskir
hópar tóku þátt í keppninni,
Cameratica og Trio Nordica,
en þeir féllu úr skaptinu í
fyrstu umferð. Einn dómari
var frá hveiju landi og af
hálfu íslands sat Gunnar
Kvaran sellóleikari í dóm-
nefnd.
Í 2. sæti lenti danska
Eskær Trioen og í þriðja
sæti var einnig danskur hóp-
ur, DuoDenum. Vertavo-
Kvartetten hefur mikla
reynslu að baki, því stöllurn-
ar fjórar, sem reyndar eru
tvennar systur, hafa spilað
saman síðan 1984 og geisla-
plötur með leik þeirra hafa
komið út. Vonir standa til að
keppnin verði framvegis
haldin reglulega, en hingað
til hefur danska útvarpið
haldið danska keppni af
þessu tagi. Keppnin er haldin
með stuðningi allra norrænu
útvarpsstöðvanna, sem munu
útvarpa flutningi keppenda.
Geislaplata með leik þeirra
sem lentu í efstu sætunum
kemur einnig út.
FYRSTU tónleikar starfsársins
hjá Kammersveit Reykjavíkur
verða í Listasafni íslands á morg-
un, mánudag, ld. 20.30. Verða
tónleikarnir helgaðir kammer-
verkum Johannesar Brahms en
með þeim hætti minnist sveitin
100. ártíðar þessa ástsæla tónjöf-
urs. Sérstakur gestur á tónleik-
unum verður Sigríður Ella Magn-
úsdóttir söngkona.
Á efnisskrá eru Tríó í Es-Dúr
op. 40 fyrir píanó, fiðlu og horn,
tvö sönglög op. 91 fyrir altrödd,
víólu og píanó og Kvintett í F-
Dúr op. 88 fyrir tvær fiðlur, jafn-
margar víólur og selló. Einungis
fyrstnefnda verkið hefur heyrst
á tónleikum Kammersveitarinn-
ar áður.
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari
og einn liðsmanna Kammersveit-
ar Reykjavíkur, segir alltaf jafn-
ánægjulegt að flytja verk eftir
Brahms, enda hafi verk hans
margoft prýtt efnisskrár sveitar-
TONLIST
Kirkja Krists
k o n u n g s
KÓRTÓNLEIKAR
Vox feminae flutti kórverk eftir
Mendelssohn, Brahms, Bach, F. de
Lurano, Handel, Reger, Pál ísólfs-
son, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar
H. Ragnarsson og Sigvalda Kaldal-
óns. Einleikari: Stefán Stefánsson á
saxofón. Undirleikari: Svana Vík-
ingsdóttir. Fimmtudagurinn 14, nóv-
ember, 1996. Stjórnandi: Margrét J.
Pálmadóttir.
TÓNLEIKARNIR hófust með
samleik á saxofón og orgel, Sei stille
dem Herrn und warte auf ihm, úr
óratoríunni Elia, eftir Mendelssohn.
Stefán lék á sópran saxofón en tónn-
inn í saxofónum er sérlega mannleg-
ur og er það að mörgu leiti skýring-
in á vinsældum þessa hljóðfæris, sem
enn er þó að hluta til útlagi í klass-
ískri tónlist. Stefán lék verkið af
þokka en heyra mátti að hann var
ekki búinn að fínna sig í enduróman
kirkjunnar, þannig að tónninn var á
köflum nokkuð um of haminn.
Brahms
í brenni-
depli
innar í gegnum tíðina. „Maður
fær aldrei leið á verkum Brahms
— það er hægt að spila þau aftur
og aftur.“
Tríóið, sem Brahms mun hafa
samið til minningar um móður
sina, flutti Kammersveitin fyrst
árið 1979 og bauð af því tilefni
til landsins feðgunum Ib og Will-
iam Lansky-Otto og spilaði Rut
verkið með þeim. „Nú munu Jó-
sef Ognibene og Peter Maté
flytja það með mér.“
Kórinn söng næst þijú kórverk
eftir Mendelssohn, fyrst Lyftu þín-
um augum upp úr Elia og tvö verk
úr op. 39, Laudate Dominum og
Veni Domine, en tvö síðarnefndu
voru með orgelundirleik, sem Svana
Víkingsdóttir sá um. Tónninn í
kórnum var á köflum svolítið harð-
ur og vantaði á köflum meiri sveigj-
anleik í styrkleikabreytingum. í
heild voru þessi opinskáu og tón-
hreinu verk sungin af öryggi. Ave
María, eftir Brahms er krómatískt
unnið og þar mátti greina nokkra
óvissu í tónstöðu innraddanna. Stef-
án Stefánsson lék án undirleiks,
Bist du bei mir, eftir J.S.Bach og
gerði það fallega. í Anima Christi
eftir Lurano (1475-1520) átti Stef-
án að leika af fingrum fram og tók
hann smá strófur aðallega yfír
liggjandi niðurlagstóna. Ekki er
samræmi á milli endurreisnarstíls-
ins hjá Lurano og saxofónstíls nú-
tímans, svo að þessi tilraun tókst
ekki sem best. Saxofónninn „söng“
hins vegar fallega aríuna How be-
utiful are the feet, úr óratoríunni
Messías, eftir Handel, við undirleik
Svönu Víkingsdóttur.
Vögguljóð Maríu, eftir Reger,
Sigríður Ella verður i sviðs-
ljósinu í sönglögunum tveimur
en hún hefur ekki komið fram
með Kammersveit Reykjavíkur í
annan tíma. „Það er eiginlega
stórmerkilegt með tilliti til þess
hvað við Sigríður Ella höfum
þekkst lengi,“ segir Rut. „Núna
vill hins vegar svo skemmtilega
til að hún er stödd á landinu á
vegum Kaffileikhússins og þótti
okkur því tilvalið að fá hana loks-
ins til liðs við okkur.“
Rut segir að Kvintettinn sé
eitt af þessum gullfallegum verk-
um eftir Brahms — mögnuð tón-
smið. Mun Kammersveitin flylja
hann á tónleikum í Frakklandi
síðar í vetur.
Auk fyrmefndra tónlistar-
manna koma fram á tónleikunum
annað kvöld Unnur María Ing-
ólfsdóttir fiðluleikari, Junah
Chung víóluleikari, Herdís Jóns-
dóttir víóluleikari og Inga Rós
Ingólfsdóttir sellóleikari.
var sungið af þokka, þó stundum
brygði fyrir óvissu í innkomum
raddanna. Fram að þessu höfðu
kór og einleikarar verið staðsettir
uppí á orgelpallinum, en kórinn
flutti sig um set og söng af altar-
iströppunum. Islensku lögin voru
best flutt, Máríuvers Páls ísólfs-
sonar, Haustvísur til Maríu, sem
er eitt af hinum undrafögru smá-
lögum Atla Heimis og Salve Regina
eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Salve
Regina er áferðarfagurt verk en á
köflum sundurlaust, sérstaklega
um miðbikið. Þessi þijú lög voru
mjög vel sungin, sérstaklega perl-
an hans Atla. Tónleikunum lauk
með saxofóneinleik Stefáns í Ave
Mariu Kaldalóns. Kórinn hefði
mátt taka undir í viðlaginu en hvað
sem því líður léku Stefán og Svana
þetta fallega verk Kaldalóns mjög
vel. Raddlega er Vox feminae vel
settur, þó meira megi vinna með
styrkleika og mótun blæbrigða en
söngur kórsins í heild var einum
of blátt áfram. Þrátt fyrir þetta
voru tónleikarnir hinir ánægjuleg-
ustu undir stjórn Margrétar J.
Pálmadóttur.
Jón Ásgeirsson
Megasar-
kvöld í Lis-
taklúbbnum
í LISTAKLÚBBI Leikhúskjall-
arans mánudagskvöldið 18.
nóvember verða Sjónleikar með
Megasi þar sem hann syngur
eitt og annað af nýrri plötu og
einnig nokkur eldri lög.
Með Megasi í Listaklúbbnum
spila þeir Tryggvi Hiibner á
gítar og Haraldur Þorsteinsson
á bassa.
Þá verður á þessu Megasar-
kvöldi boðið upp á valda kafla
úr verki Megasar „Gefín fyrir
drama þessi dama“ (- og öllum
stendur svo innilega á sama),
sem flutt hefur verið að undan-
förnu í leikstjórn Kolbrúnar
Halldórsdóttur í Hafnarhúsinu.
Það er leikkonan Sigrún Sól
Ólafsdóttir sem bregður sér í
ýmis gervi í þessu nýja verki
Megasar.
Húsið verður opnað kl. 20.30
en Megasarkvöldið hefst kl. 21.
Aðgangseyrir er 600 kr. en 400
kr. fyrir meðlimi Listaklúbbsins.
„Fjall og- fjara“
á ferð um
landið
ANNA Pálína Ámadóttir og
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
halda ásamt hljómsveit í tón-
leikaferð um Norðurland vestra
á næstu dögum undir yfírskrift-
inni „Fjall og fjara“. Á ferð sinni
heimsækja þau einnig leikskóla
og flytja frumsamda dagskrá
sína „Berrössuð á tánum".
Þriðjudagskvöldið 19. nóv-
ember koma þau fram hjá Tón-
listarfélagi Skagafjarðarsýslu á
svonefndu Kaffíkvöldi á
Löngumýri. Þá halda þau tón-
leika á Hvammstanga fimmtu-
dagskvöldið 21. nóvember á
vegum Tónlistarfélags Vestur-
Húnavatnssýslu. Efnisskrá
tónleikanna er fjölbreytt, m.a.
lög af plötunni „Fjall og fjara“.
Anna Pálína og Aðalsteinn
hafa starfað saman í tíu ár og
hafa haldið tónleika víða um
land.
Á tónleikunum verða þeim
Önnu Pálínu og Aðalsteini til
fulltingis Daníel Þorsteinsson á
harmóníku, Gunnar Gunnars-
son á píanó, Jón Rafnsson á
kontrabassa og Halli Gulli á
trommur og slagverk.
Sýningu Signr-
björns lýkur í
Gallerí Jörð
SÝNINGU Sigurbjörns Ó.
Kristinssonar á tússteikningum
í Gallerí Jörð á Reykjavíkurvegi
66 í Hafnarfirði lýkur í dag,
sunnudag.
Það skal tekið fram að gefnu
tilefni af galleríið er ekki í úti-
búi Sparisjóðsins í Norðurbæ,
heldur við hliðina í sama húsi.
Galleríið er rekið af Benedikt
Sveinssyni sem er þar einnig
með innrömmunarstofu.
Sýningin er opin frá kl.
12-16.
MR kórinn
syngur í Dóm-
kirkjunni
KÓR Menntaskólans í Reykja-
vík syngur í Dómkirkjunni í
dag, sunnudag 17. nóvember,
kl. 14. Sungin verður messa
við tón Þorkels Sigurbjömsson-
ar og er prestur sr. Hjalti Guð-
mundsson.
Messan er liður í afmælis-
dagskrá vegna 200 ára afmæl-
is Dómkirkjunnar. Stjórnandi
MR-kórsins er Marteinn H.
Friðriksson, organleikari Dóm-
kirkjunnar.
Kyrrðarstund
við kertaljós