Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 35
i > l i f > 9 V > I & > I I 1» h MORGUNBLAÐIÐ HULDA JÓHANNESDÓTTIR + Hulda Jóhann- esdóttir var fædd á Herjólfs- stöðum í Alftaveri 23. ágúst 1931. Hún lést á Vífilsstaða- spítala 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru lyónin Þuríður Pálsdóttir og Jó- hannes Guðmunds- son bóndi á Heij- ólfsstöðum. Hulda átti tíu systkini og af þeim eru þrjú á lífi, en þau eru Ein- ar, f. 1915, Páll, f. 1917 og Lára, f. 1928. Hulda giftist Viggó Guð- mundssyni árið 1957 en þau slitu samvistir. Saman áttu þau þrjá syni sem eru: 1) Þorsteinn Vignir, f. 8.6. 1953, kvæntur Ragnhildi Helgu Ragnarsdóttur, eiga þau fimm börn og eru búsett í Borgarnesi. 2) Jó- hannes, f. 29.6. 1954, á tvö börn með Rögnu Fróða- dóttur. Hann er búsettur í Kópa- vogi. 3) Lárus Kristinn, f. 8.7. 1957, kvæntur Ásu Ólafsdóttur, eiga þau þijú börn og eru búsett í Reykjavík. Síðustu 20 árin bjó Hulda með Ólafi Jónssyni, f. 18.2.1927, í Rauða- gerði 18. Útför Huldu fer fram frá Bústaðakirkju á morgun mánu- daginn 18. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er komið að kveðjustund. Hulda tengdamóðir mín er látin. Margs er að minnast, elsku Hulda mín, og á ég eftir að ylja mér við allar góðu minningarnar um þig. Eg veit að þú vildir ekki fá neinar lofræður þó að þú eigir þær svo mikið skilið svo ég ætla að láta fylgja hér með skrif þín sem þú áttir um dauðann: „Hvað er dauðinn? Líkn þeim sem sjúkir eru, hvíld þeim sem þreyttir eru, lausn þeim sem við vandamál eiga að glíma og finna engin ráð. Hvað er í rauninni betra? Hvers getum við (ef við sleppum okkar eigingimi) óskað frekar þeim, sem við i raun og veru elskum, en að þeir fái að deyja, séu þeir þann- ig veikir að þeir kveljist bæði á lík- ama og sál. Við vitum eða okkur er kennt að það sé tekið vel á móti þeim sem deyja af ættingjum og vinum sem á undan eru farnir. Höfum við þá sem eftir erum, leyfi til að gráta? Ekki nema því aðeins að við innra með okkur séum þakk- lát fyrir það sem hinn dáni hefur fyrir okkur gert, og einnig að gleðj- ast yfir að nú líður þeim hinum dána vel, þegar hann er Iaus frá öllu hugarangri og líkamlegri kvöl.“ Ég minnist þín, á svo margan hátt. ÁSTA ÞORKELSDÓTTIR + Ásta þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 27. desember 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. nóvem- ber. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þær voru svo margar yndislegar stundir sem við áttum með þér, allt- af var jafn gott að koma til þín í Árbæinn. Þú hlustaðir alltaf af jafn miklum áhuga á hvað á daga okkar hefði drifið og studdir við bakið á okkur. Þær voru svo skemmtilegar sögurn- ar sem þú sagðir, sögur frá því í „gamladaga“. Langömmubörnun- um þínum finnst erfitt að skilja að þú sért farin en þau ætla að tala til þín í bænum sínum. Elsku amma, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka og mikið eigum við eftir að sakna þín. Minningarnar um þig munum við varðveita í hjarta okkar. Ásta María og Guðjón Karl. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG S. HOFFRITZ, Ártúni 14, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 14. þessa mánaðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum þeim fjölmörgu er sýnt hafa okkur hlýju og vináttu vegna fráfalls SKÚLA SIGURÐSSOIMAR lögfræðings, Bauganesi 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11-E á Landspítal- anum fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Kristín Þ. Hauksdóttir, Haukur Skúlason, Hilma Hólm, Skúli Skúlason, Sigurður Skúlason, Soffía Sigfinnsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir, María Hauksdóttir, Þórarinn Einarsson og aðrir vandamenn. MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 35 KRISTÍN LIL Y KJÆRNESTED Allt var svo gott sem þú kenndir mér. Allt. Góður guð styrki syni þína og fjölskyldu, Óla og aðra aðstandend- ur í sorginni. Aðstandendur vilja þakka starfs- fólki hjúkrunardeildar Vífilsstaða- spítala fyrir umönnun og einstaka hlýju. Ása. Hjartkær amma, far í friði fóðurlandið himneskt á. Þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver. Inn á landið unaðs bjarta englar drottins fylgja þér. (Óþ. höf.) Elsku amma er dáin. Það er erf- itt að trúa því að þú sért farin - farin að eilífu. Við geymum þó í hjarta okkar og huga allar minning- arnar um þig. Við vitum að nú ertu komin í faðm foreldra þinna og systkina sem þegar eru látin og við trúum því að þú sért komin á góða staðinn, þar sem allt er svo fallegt og gott, og enginn sársauki eða sorg eru til. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og biðjum hann að gefa okkur styrk í sorginni. Elsku Steini, Jói og Lalli, sorg ykkar er mikil nú er þið kveðjið ykkar elskulegu móður. Megi Guð styrkja ykkur og styðja í söknuði ykkar. Vertu blessuð, elsku amma, um alla eilífð, þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kveðja frá barnabömum. + Kristín Lily Kjærnested fæddist 24. desember 1928. Hún lést 26. október síðastliðinn og fór útförin fram frá Ás- kirkju 5. nóvember. Hve allt var fagurt, er æskuna dreymdi. Við fógnuðum yfir, hvað framtíðin geymdi. (Stefán frá Hvítadal) Við Stína kynntumst og urðum vinkonur þegar við vorum 12 og 14 ára og upp frá því hélst vinátta okkar alla tíð. Báðar áttum við heima á Baugsveginum í Skeija- firði, gengum í sama skóla þótt ekki værum við í sama bekk því hún var tveimur árum eldri en ég. Við skemmtum okkur við alls konar úti- leiki, þ.e.a.s. boltaleiki, fjöruferðir og svo margt sem krökkum þeirra tíma þótti skemmtilegt. Ég má til með að rifja upp að ég var snemma sólgin í að fara í sund, og á sunnu- dagsmorgnum kl. 8.30 var ég mætt og bankaði á gluggann hjá Stínu og spurði hvort hún væri ekki að koma í sund. Hana langaði alltaf heldur til að sofa lengur, en lét sig samt hafa það að fara með litlu frekjunni, henni mér, og saman þrömmuðum við svo úr Skeijafirð- inum inn í Sundhöll Reykjavíkur — og aftur til baka. Þætti líklega meira en smáspotti í dag. Oft skemmtum við okkur við að rifja þetta upp ásamt fleiru sem við brölluðum. Síð- ar fylgdumst við að þegar róman- tíska tímabilið byrjaði, héldum okk- ur til og fórum saman á böll. Mér verður hugsað til erindisins úr kvæð- inu hans Stefáns frá Hvítadal sem fylgir þessum línum og til æsku- draumanna okkar Stínu. Segja má að draumar okkar hafí ræst álíka, báðar giftumst við mönnunum sem v ’ okkur langaði til að eignast og stofn- uðum heimili og eignuðumst börn. Stína giftist á jólunum 1949 eft- irlifandi eiginmanni sínum Stein- grími Nikulássyni. Var hjónaband þeirra farsælt og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn og barna- börnin eru orðin átta. Stína var myndarleg húsmóðir og góð eigin- j kona og mamma og það var gaman ! að heimsækja þau. Það var auðséð . að hjónin voru góð hvort við annað og bömin. Eftir að ég giftist Hjalta heitnum i Ágústssyni urðum við öll góðir vinir i og fjölskyldur okkar hafa alltaf haft samband, alveg fram á þennan dag. Síðustu árin voru erfið fyrir j Stínu, sjúkdómar heijuðu á hana, j en maðurinn hennar og bömin hjálp- uðu henni og studdu til hinsta dags. i Nú þegar ég kveð hana sé ég hana fyrir mér unga og fallega, því j Stína var með fegurri stúlkum sem ' sáust og þannig ætla ég að muna hana. Við börnin mín sendum Steina, | börnum þeirra og venslafólki dýpstu 1 samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- | ing Stínu Kærnested. Guðfinna Jensdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskiiegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- . bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn j sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t j Ódýrari tryqqinq eð skylduaðild og samtryggingu, bjóða sameignarsjóðimir sjóð- lögum sínum langtum ódýrari tryggingu en hægt er að fá annars staðar. Verðtryggður ellilífeyrir til æviloka. Ororkulífeyrir, svo lengi sem orkutap varir. Makalífeyrir sem tryggir velferð fjölskyldunnar. Barnalífeyrir samhliða örorku- og makalífeyri. Samtryqqinq borqarsiq! Samband almennra lífeyrissjóða 4 Landssamband lífeyrissjóda *•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.