Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Lögfræðingurínn Kenneth Peterson var lítt efnum búinn árið 1986 og þekkti ekkert til álframleiðslu. Hann fékk
þá hugmynd að endurreisa álver sem búið var að loka og hefur á tíu árum eignast arðbærar verksmiðjur í
áliðnaði með yfír 100 milljón dollara eigið fé og 750 manna starfsliði. Kristinn Bríem ræddi við Peterson um
þennan óvenjulega feríl, stöðu fyrírtælqa hans og þau áform að reisa álver á Grundartanga.
KENNETH Peterson,
forstjóri bandaríska
álfyrirtækisins Col-
umbia Ventures, byrj-
aði nánast með tvær
hendur tómar í atvinnurekstri fyrir
tíu árum. Á þeim tíma hefur hann
byggt upp öflugt fyrirtæki í áliðnað-
inum þar vestra, Columbia Ventures
Corporation, og hefur því á vissan
hátt látið „ameríska drauminn" ræt-
ast enda þótt fyrirtækið teljist vart
til stórfyrirtækja á alþjóðamarkaði.
Peterson er einkaeigandi Col-
umbia Ventures þannig að hluta-
bréf þess ganga ekki kaupum og
sölum i kauphöllum. Fyrirtækinu
ber því engin skylda til að birta
opinberlega upplýsingar úr árs-
reikningum sínum, en upplýst er
að eigið fé er vel yfir 100 milljónum
dollara eða 6,6 milljarðar króna og
eiginfjárhlutfall yfir 90%. Sala á
ársgrundvelli fyrir árið 1996 er
áætluð um 175 milljónir dollara eða
11,5 milljarðar króna og starfs-
menn eru 750 talsins. Er fyrirtækið
því stærra en Landsvirkjun og Eim-
skip, svo dæmi séu tekin.
Rekur œttir sinar
til Noregs
Kenneth Peterson var staddur
hér á landi i síðustu viku vegna
viðræðna sinna við íslendinga um
að reisa álver á Grundartanga með
60 þúsund tonna afkastagetu, en
vonir standa til að hægt verði að
ljúka þeim samningum um næstu
áramót. Samningar við íslendinga
duga þó ekki einir sér því eftir er
að tryggja fjármögnun verksmiðj-
unnar á alþjóðlegum ijármagns-
markaði, semja við birgja, við-
skiptavini o.fl. Peterson er á heild-
ina litið bjartsýnn um framgang
málsins og segir allt útlit fyrir að
álverið rísi hér á landi.
Peterson er í föðurlegg ættaður
frá Noregi, þar sem langafar hans
fluttust frá Noregi til Bandaríkj-
anna. Móðir hans rekur aftur á
móti ættir sínar til Hollands og
Englands. Hann útskrifaðist úr há-
skóla árið 1976 í Virginíu og lauk
laganámi í Oregon árið 1980. Þá
tóku við störf á lögmannsstofu, þar
sem hann varð meðeigandi. Hann
snéri aftur til heimabæjar síns í
austurhluta Oregon árið 1981 og
setti þar á fót eigin lögmannsstofu,
kvæntist og eignaðist síðar tvö böm.
Hugmyndin aö kaupum á ól-
verl kviknaói á bókasaf ni
Peterson fékk hugmyndina að því
að reyna fyrir sér i áliðnaðinum í
októbermánuði árið 1984 eftir því
sem hann segir sjálfur: „Ég sat eitt
sinn á bókasafninu í heimabæ mín-
um og las dagblaðið Wall Street
JoumaJ. Þar rakst ég á grein um
að fyrirtæki hygðist loka álveri sem
var í 90 mílna íjarlægð frá heimabæ
mínum. Fyrirtækinu hafði ekki tek-
ist að finna kaupanda að bræðsl-
unni. Ég hafði á þeim tíma enga
þekkingu á álframleiðslu og hafði
aldrei komið nálægt henni. Hins
vegar blasti við að 500 manns ættu
eftir að missa vinnuna og ég velti
fyrir mér hvort ég gæti tekið þátt
í að endurreisa fyrirtækið í sam-
starfi við hóp heimamanna. Ég
hringdi því í fyrirtækið sem var í
Maryland og fékk samband við að-
stoðarforstjóra þess. Hann sagðist
þá verða staddur í Portland í vik-
unni á eftir og bauð mér þar til
morgunverðar. Eg þáði boðið og þar
spurði ég hvort hann hefði einhveij-
ar hugmyndir um hvað hægt væri
að taka til bragðs. Þessi maður var
mjög hugmyndaríkur og var fús til
að fræða mig um þessi mál, en hann
hafði reyndar áður verið háskóla-
kennari í stærðfræði.
Þannig kviknaði áhugi minn á
álframleiðslu og í framhaldi af því
varði ég stöðugt meira af mínum
frítíma til að fræðast um þennan
iðnað og ræða við fólk sem starfaði
í greininni. Ég réð síðan til mín
ráðgjafa til að átta mig betur á
álframleiðslu og reyndi að því búnu
að kaupa álverið sem átti að loka.
Ég hafði þó ekki árangur sem erf-
iði og álverinu var lokað.
Árið eftir skoðaði ég annað álver
sem einnig stóð til að loka. Mér
fannst ég hafa góðar, hugmyndir
um þessi mál, en þurfti á tækifæri
að halda til að koma þeim í fram-
kvæmd. í það skiptið gekk það
heldur ekki að kaupa álverið.“
Endurreisli álver sem
búió var aó loka
Næst dró til tíðinda hjá Peterson
í nóvember 1986 þegar annað
fyrirtæki sem hafði keypt eignir
fyrrnefnda álversins tilkynnti um
lokun á eigin álveri, sem var einn-
ig í nágrenninu. „Ég dustaði rykið
af áætlunum mínum og hóf strax
samningaviðræður við þetta fyrir-
tæki. Alverinu var reyndar lokað,
en í júlí 1987 gekk ég frá kaupum
á því. Hér var um að ræða verk-
smiðju með 160 þúsund tonna af-
kastagetu sem réð yfir hafnarað-
stöðu nálægt Portland. Þetta var
upphafið að Columbia-fyrirtækinu.
Við réðum strax til okkar starfs-
menn og hófumst handa við að
endurbæta álverið og koma því í
gang. Áður hafði ég gert langtíma-
samning um sölu á áli til Norsk
Hydro næstu tíu árin. Innan fárra
mánaða var reksturinn hafinn með
nokkur hundruð manna starfsliði."
Peterson minnist með ánægju
ferðalaga til Noregs, lands forfeðra
sinna, á þessum tíma vegna samn-
inganna við Norsk Hydro, en í
tveimur þeirra voru foreldrar hans
og eiginkona með í för. Ferðuðust
þau um Noreg og skoðuðu sig um.
í lok árs 1988 þegar álverið hafði
verið í góðum rekstri í rúmt ár ákvað
Peterson að færa út kvíamar í öðrum
greinum áliðnaðarins ásamt því að
stækka álverið. í þetta skipti ákvað
hann hins vegar að nýta viðbótar-
framleiðsluna að mestu í eigin rekstri
í stað þess að selja álið til eins við-
skiptavinar eins og áður. í tengslum
við þetta var stofnað dótturfyrirtæk-
ið Columbia Ventures sem fjárfesti
í öðrum fyrirtækjum í álvinnslu.
Hitti tvo Íslendinga á
ráóstefnu i San Francisco
Kenneth Peterson var eigandi að
70% hlutafjárins í Columbia Alum-
inium á móti 30% hlut starfsmanna
þar til í lok maí á þessu ári. Þá var
ráðist í endurskipulagningu sem fól
í sér að fyrirtækinu var skipt upp í
tvennt. Peterson eignaðist dótturfyr-
irtækið Columbia Ventures sem rak
álvinnslufyrirtækin, en dró sig út
úr álverinu. Starfsmenn þess juku
sinn hlut úr 30% í 40% í álverinu
og annar aðili keypti 60% hlut í því.
Columbia Ventures rekur nú
Qögur álvinnslufyrirtæki í Kaliforn-
íu og eitt í Texas, auk endurvinnslu-
fyrirtækis í Oregon og söfnunar-
stöðva í Kentucky. Höfuðstöðvarn-
ar eru í Washington-ríki.
En hvers vegna skyldi Peterson
hafa dottið í hug að kanna mögu-
leika á byggingu álvers á Islandi?
„Vegna þátttöku minnar í áliðn-
aðinum vissi ég að það hafði verið
rekið álver á Islandi um árabil. í
maímánuði árið 1995 gerði ég mér
grein fyrir því að hér kynnu að vera
möguleikar í náinni framtíð. Ég fór
þá á ráðstefnu fyrir áliðnaðinn í San
Francisco og hitti þar tvo íslendinga
frá iðnaðarráðuneytinu og markaðs-
skrifstofu Landsvirkjunar. Þeir
höfðu unnið að athugunum á bygg-
ingu nýs álvers á íslandi. Ég hafði
á þeim tíma velt fyrir mér um skeið
möguleikum á byggingu nýs álvers
og hafði áhuga á kynnast því hvað
væri hér í boði. í framhaldi af því
las ég yfir athuganir íslendinganna
og fékk aukinn áhuga á þessum
möguleikum. Ég kom fyrst til ís-
lands fyrir rúmu ári, en þá hafði
fólk frá Columbia komið hingað
nokkru fyrr. Við höfum átt viðræður
við Landsvirkjun og fleiri aðila frá
þessum tíma um byggingu álvers,
en endurskipulagning á mínu fyrir-
tæki tafði málið nokkuð um skeið.“
Könnwóu aóstaeówr
vióa wm heim
- En þú hefur einnig haft til at-
hugunar að byggja álverið í Ve-
nesúela?
Deiliskipulag
iðnaðarsvæðis við lóðfyrirfyrirhugaðaál™iðju
Grundartanga
Lóðamörk
Borgarnes ,
' , Hvalfjarðar-
,. . . °9/strándaf-
Melahr. . hreppur
Ákranes |Stokkaa
j i Isvæði
Innri- | Skilamanna-
Akraneshreppur hreppur
„Við skoðuðum marga staði víða
um heiminn og áttum viðræður við
stjómvöld á hveijum stað. Eftir þær
athuganir völdum við tvo staði sem
við töldum að vert væri að kanna
nánar en það voru Venesúela og
Island. Um það leyti var staða raf-
orkumála hins vegar óljós á íslandi
vegna þess að ákvörðun hafði ekki
verið tekin um hvort ráðist yrði í
stækkun ÍSAL. Vegna þeirrar óvissu
eyddum við meiri tíma í að kanna
aðstæður í Venesúela, en reyndar
kom þar fleira til. Þar er mikið fram-
boð af ónýttri raforku, boxítnámum-
ar em einungis fáeina kílómetra frá
hugsanlegum byggingarstað og
mikið framboð af vinnuafli. Þá er
þar fyrir álver með 600 þúsund
tonna afkastagetu þannig að margir
þekkja vinnuumhverfið í slíkum fyr-
irtækjum. Það em því ýmis rök fyr-
ir því að velja Venesúela.
Við héldum þó áfram að kanna
aðstæður á íslandi til að hafa ekki
öll eggin í sömu körfu og létum til
dæmis fara fram mat á umhverfis-
áhrifum bæði á íslandi og í Venesú-
ela. Í desember á árinu 1995 þegar
endurskipulagning á Columbia
Ventures og Columbia Aluminium
hófst þurftum við hins vegar að
setja þessar athuganir til hliðar í
sex mánuði.
í maí og júní sl. hófumst við
handa að nýju og á þeim tíma hafði
ÍSAL tilkynnt um stækkun. Við
héldum því áfram að kanna aðstæð-
ur í Venesúela og þoka málum
áfram þar. Ríkið á álverið og boxít-
námurnar, en því hefur verið lýst
yfir að einkavæðing á þessum
rekstri standi fyrir dyrum. Ríkið er
undir miklum þrýstingi frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum um að einka-
væða og athygli þeirra beinist fyrst
og fremst að þeim málum. Eftir
nokkurra mánaða vinnu var orðið
ljóst að málin þokuðust ekki mjög
hratt áfram í Venesúela. Þá höfðum
við keypt búnaðinn í Þýskalandi og
hann var tilbúinn til notkunar, en
skilaði engu. Því þurftum við að
hraða þessari vinnu. Við höfðum
þá verið í sambandi við ýmsa opin-
bera aðila á íslandi sem lýstu þvi