Morgunblaðið - 30.11.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eiginfjárstaða LÍN
stöðug til langs tíma
STEINGRÍMUR Ari Arason, að-
stoðarmaður flármálaráðherra og
stjórnarmaður hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna, segir að eig-
inflárstaða sjóðsins hafi til iangs
tíma ekki rýmað og gagnrýnir full-
yrðingar námsmannahreyfínganna
um hið gangstæða.
„Frá árinu 1991 hefur verið
reynt að tryggja að framlög til
sjóðsins standi undir kostnaði svo
að eiginfjárstaða sjóðsins rýmaði
ekki. Við útreikninga á framlögun-
um, sem gerðir hafa verið í fullu
samráði við Ríkisendurskoðun,
hefur verið miðað við stöðu Lána-
sjóðsins til langs tíma, og miðað
við 6% vexti að jafnaði. Núverandi
lán sjóðsins em til tiltölulega
skamms tíma og vextir á þeim em
hærri en það en gert er ráð fyrir
að þeir muni lækka S framtíðinni
og fara niður fyrir 6%.
Um þessar mundir er ríkið að
taka lán með vöxtum sem em nær
5%. Lánasjóðurinn mun njóta góðs
af því þannig að til langs tíma má
gera ráð fyrir að vextimir verði
að jafnaði 6% og eiginfjárstaðan
því stöðug. í útreikningum Ríkis-
endurskoðunar á núvirði Lána-
sjóðsins, sem námsmenn vitna í,
er aðeins gert ráð fyrir núgildandi
vöxtum."
Eiginfjárstaða LÍN í
ríkisreikningi 16,6 milljiirðar
Steingrímur bendir á að í ríkis-
reikningi 1995 sé LÍN með bestu
eiginíjárstöðu allra ríkisstofnana,
rúma 16,6 milljarða króna. Þar er
staðan ekki núvirt. „Við höfum
gagnrýnt þessar færslur. Fyrir
skömmu fengum við fulltrúa Rflcis-
endurskoðunar á fund og neituðum
í raun að skrifa undir reikningana
því við vildum fá þá núvirta. Okkur
var sagt að það stangaðist á við
hefðir og reglur en við viljum fá
þeim breytt. Engum er greiði gerð-
ur með því að sýna misvfsandi töl-
ur.“
I skýrslu námsmanna vom láns-
kjör Lánasjóðsins hjá ríkissjóði
gagnrýnd. Steingrímur segir það
meginreglu að stofnanir fái lán á
sambærilegum kjömm og ríkið er
að taka á hveijum tíma. „Ef ríkið
tekur tvö lán á sama tíma, til dæm-
is annað á sex prósent vöxtum og
hitt á fimm, getur það ráðið hvort
lánanna er endurlánað og þannig
haft áhrif á vaxtakjör stofhunar.
Sjálfsagt er ríkið eigingjarnt í þeim
skilningi að það endurlánár frekar
dýrara lánið. En ef þetta gerist i
tilviki Lánasjóðsins endurspeglast
það í forsendum reikninganna og
framlag ríkisins eykst, þannig að
staða sjóðsins veikist ekki.“
Viðskilnaðurinn 1991 slæmur
Steingrímur gagnrýnir að í skýrslu
námsmanna sé ekki tekið nægilegt
tillit til viðskilnaðar flármála sjóðs-
ins 1991. „Ef ekki hefði verið grip-
ið til aðgerða 1991 hefði safhast
upp skuldbinding umfram eignir
upp á að minnsta kosti sjö milljarða
ef ekki tíu milljarða. Þegar ný stjóm
kom að sjóðnum var búið að stór-
auka lánin og gera aðgengið greið-
ara. Lánin stefndu að óbreyttu í
fjóra og hálfan milljarð. Framlag
ríkisins hefði þurft að vera þrír
milljarðar af því en var 1.700 millj-
ónir.
Við þessu var brugðist með því
að skerða lánin, herða útlánsreglur
og auka endurgreiðsluhlutfallið.
Námsmenn Iáta eins og viðskilnað-
urinn 1991 sé týndur og hafi aldrei
verið tfl.“
Auknar lántökur
eftir lög frá 1992
Menntamála-
ráðherra
Vandi
frá árinu
1991
BJÖRN Bjamason menntamála-
ráðherra rekur vanda Lánasjóðs
íslenskra námsmanna til áranna
1989-91. Hann segir að sjóðurinn
hafi stefnt í gjaldþrot en verið
bjargað með lagabreytingum.
„Utlán sjóðsins 1991 stefndu í
fimm milljarða á núverandi verð-
lagi en hafa síðustu þijú ár verið
um 2,7 milljarðar króna á ári. Fjár-
þörf sjóðsins í framlögum úr ríkis-
sjóði hefur minnkað úr 66% af
útlánum í 52%. Lánþegum hefur
fækkað talsvert, en námsmönnum
í lánshæfu námi hér á landi hefur
Qölgað um nálægt níu hundrað
manns frá skólaárinu 1991-2 til
yfírstandandi skólaárs. Á sama
tíma hefur þeim sem taka lán
fækkað um 1500 manns. Skólaár-
ið 1991-92 tóku rúmlega 58%
þeirra sem vora í lánshæfu námi
lán, en á síðasta ári var hlutfallið
rúmlega 39%,“ segir menntamála-
ráðherra.
„Ég hef lagt til að íjárveitingar
til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna verði auknar og sérstak-
lega að dregið verði úr endur-
greiðslubyrði lána. Ég legg höfuð-
áherslu á að við ræðum framtíð
Lánasjóðsins en tökum ekki upp
mál sem þegar hafa verið af-
greidd."
„Mikils lánsfjárs var aflað á
áranum 1989-91 á allt að níu pró-
sent vöxtum. Það var nýtt til
vaxtalausra útlána. Þessi lán vora
yfírleitt til tiltölulega skamms
tíma, eða 5-10 ára. Á gjalddögum
þessara lána hafa verið tekin ný
lán til greiðslu afborgana og flár-
magnskostnaðar af þeim. Vextir
og lántökukostnaður vegna þess-
ara lána er nú meginvandinn í fjár-
málum sjóðsins. Það er talið að
öll lán sem tekin verða eftir 1997
verði eingöngu notuð til greiðslu
vegna eldri lána.“
DAGUR B. Eggertsson, höfundur
skýrslu námsmannahreyfinganna
um stöðu Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, segir að lántökur sjóðsins
á ári hafi verið hærri eftir laga-
breytingar 1992 en nokkra sinni
áður. Eiginfjárstaða sjóðsins hafi
verið sterk árið 1992 og sé það enn
þó að núvirt eigiðfé hafi lækkað
um á annan milljarð.
Hann gagnrýnir ummæli Gunn-
ars Birgissonar, stjómarformanns
sjóðsins, um þetta efhi í Morgun-
blaðinu í gær. „Um þetta er í raun
þarflaust að deila. Þama stangast
á órökstuddar fullyrðingar stjómar-
formanns Lánasjóðsins og gögn og
staðfestar tölur Ríkisendurskoðun-
ar. Lánasjóðurinn sjálfur sendi
reyndar þessar sömu tölur til þing-
nefnda nú í vikunni."
„Það er rétt hjá Gunnari að fram-
lag Svavars Gestssonar til sjóðsins
var undir reiknuðum kostnaði við
útlán árið 1991. Þetta var ábyrðar-
ÞEIR sem eiga erindi í Grafarvog
í Reykjavík verða að taka á sig
krók um helgina og aka eftir
Vesturlandsvegi að Víkurvegi við
Keldnaholt til að komast á leiðar-
enda. Gullinbrú verður lokuð allri
umferð fram á sunnudagskvöld
laust og er gagnrýnt í skýrslunni.
Þetta stefiidi hins vegar sjóðnum
ekki í hættu. Framlög til LíN árin
1982-1992 vora nefnilega að með-
altali vel yfír reiknuðum kostnaði
við sjóðinn. Þó að lán hafí verið
tekin við lok ráðherratíðar Svavars
á háum vöxtum vora lántökur sjóðs-
ins árin 1993-95 í öllum tilfellum
hærri. Það er auk þess rangt að lán
ríkisins til LÍN hafi borið 9% vexti
í tíð Svavars. Þau okurlán vora
ekki veitt fyrr en í tíð Ólafs G.
Einarssonar. Þetta liggur allt fyrir
í opinberam gögnum."
„Eftir stendur að LÍN er sterkur
sjóður. Hann stóð hins vegar enn
betur árin 1991 og 1992. Þróun
eiginfjár vitnar um þetta. Gunnar
verður að útskýra afdráttarlaust
hvemig það má vera að rífels£fj$ður
geti hafa sótt á annan millja'tð í
eigiðfé sjóðsins á gildistíma nýju
laganna ef hann var gjaldþrota
þegar lögin tóku gildi.“
vegna viðgerðar á vatnsveitu.
Lokunin raskar ferðum SVR á
leiðum 8,14,15 og 115. Verður
boðið upp á aukaferðir en minna
má á að ekki verður hægt að
treysta á samtengingar við aðrar
leiðir.
Morgunblaðið/Kristinn
Gullinbrú lokuð
Morgunblaðið/Kristinn
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti grafísku
hönnuðunum Ólöfu Birnu Garðarsdóttur og Ingólfi Hjöríeifs-
syni, aðalverðlaun í veggspjaldasamkeppni í gær. Lengst tfl
hægri er Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins.
Verðlaun veitt í veggspjaldasam-
keppni í tengslum við Islenskt, já takk!
„Er þetta ekki þitt
heimili og þín framtíð“
VERÐLAUN voru veitt í gær í
veggspjaldasamkeppni I tengslum
við átakið íslenskt, já takk! Fyrstu
verðlaun hlutu Ólöf Birna Garð-
arsdóttir, grafískur hönnuður, og
Ingólfur Hjörleifsson textasmiður;
peningaverðlaun að upphæð
300.000 krónur. í verkum þeirra
er skírskotað tfl ungs fólks og það
spurt meðal annars: „Er þetta
ekki þitt heimili og þin framtíð?"
Forseti íslands, Olafur Ragnar
Grímsson, afhenti verðlaunin við
athöfn í Perlunni og þar verður
jafnframt sýning á úrvali tillagna,
laugardag og sunnudag frá 13-18.
Samstarfsaðilar í átakinu ís-
lenskt, já takk! gengust í haust
fyrir samkeppni um hönnun vegg-
spjaldanna í samvinnu við Félag
íslenskra teiknara og var keppnin
öUum opin. TU þess var mælst að
spjöldin yrðu þijú og inntakið í
samræmi við boðskap átaksins.
I umsögn dómnefndar um verð-
launaveggspjöldin segir að í þeim
sé „gott, innUegt og Utríkt sam-
spU texta og myndar ... Markhóp-
urínn er ungt fólk“. Á þeim eru
þrjár myndir af lífsglöðu ungu
fólki, hver eins og stykki úr púslu-
spfli, sem passar í mynd af íslandi
neðar á spjaldinu. í texta með
spjöldunum segir: „Þetta er hluti
af þér, hefur þú áhríf? Er þetta
ekki þitt heimfli? Er þetta ekki
þín framtíð?"
Sérstök verðlaun hlutu Dagur
Hilmarsson og Björn Jónsson, báð-
ir grafiskir hönnuðir, fyrir skýr
skilaboð og sterkt og ögrandi
myndmál.
í dómnefnd sátu Guðmundur
Oddur, deildarstjóri grafískrar
hönnunar í MHÍ, Halla Helgadótt-
ir og Björn Br. Björnsson, bæði
grafískir hönnuðir, Lína G. Atla-
dóttir hjá Samtökum iðnaðaríns
og Þór Ottesen fyrir hönd Alþýðu-
sambands íslands.
GUÐMUNDUR Þórar-
insson, fyrrverandi
smíðakennari við
Öskjuhlíðarskóla, sem á
áratugalöngum ferli
sem fijálsíþróttaþjálf-
ari hjá ÍR þjálfáði
margra af fremstu
fijálsíþróttamönnum
landsins, er látinn 72
ára að aldri.
Guðmundui- var
fæddur { Reylqavík 24.
mars 1924, sonur hjón-
anna Þórarins Magnús-
sonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MR 1944 og íþróttakennaraprófi árið
eftir. Hann stundaði framhaldsnám
í íþróttakennslu í Sviþjóð árin 1946-
1947 og hlaut sænsk kennararéttindi
í fijálsum íþróttum, sundi og hand-
knattleik, en í þeirri grein varð hann
íslandsmeistari með Ármanni 1944
og 1945. Þá stundaði hann nám við
KHÍ 1973-1974 í kennslu þroska-
heftra og í handavinnu og smíðum
1982-1983.
Guðmundur stundaði kennslu í
íþróttum við fjölmarga skóla, en
starfaði við Öslq’uhlíðarskóla frá ár-
inu 1968 þar til hann lét af störfum
vegna aldurs árið 1994 — fyrst sem
íþróttakennari og sem handavinnu-
kennari frá 1974. Þá kenndi hann
fijálsar íþróttir á námskeiðum
íþróttakennaraskóla íslands frá
1969-1981 og á námskeiðum fyrir
fijálsíþróttaþjálfara.
Guðmundur Þórar-
insson var þekktasti
fijálsíþróttaþjálfari
landsins um áratuga-
skeið en sá ferill hans
hófst hjá íþróttafélag-
inu á Akranesi í árs-
byijun árið 1948. Síðar
var hann frjálsíþrótta-
þjálfari hjá IR frá 1956
til 1960 og aftur frá
1967 þar til hann lét
af störfum fyrir um 5
árum. Á árunum 1960-
1967 var Guðmundur
aðalfijálsíþróttaþjálfari
íþróttafélagsins Norr-
köping í Svíþjóð og
stundaði þá einnig kennslu þar.
Guðmtindur Þórarinsson þjálfaði
marga af fremstu fijálsíþrótta-
mönnum landsins undanfama ára-
tugi og var þjálfari íslenskra kepp-
enda á Ólympíuleikunum 1976 og
1980.
Guðmundur gegndi einnig ýmsum
trúnaðarstörfum; var m.a. formaður
íþróttakennarafélags íslands
1967-69 og 1974-75 og formaður
Lyftinganefndar ÍSÍ 1970-1972 og
Lyftingasambands íslands 1980-
1982rHann sat lengi í stjóm fijáls-
íþróttadeildar ÍR og í stjómum Lyft-
ingasambandsins og í Tækninefnd
FRI. Hann var sæmdur ýmsum við-
urkenningum fyrir störf í þágu
íþróttahreyfingarinnar og var kosinn
heiðursfélagi í ÍR á síðasta ári.
Guðmundur Þórarinsson lætur eft-
ir sig tvö uppkomin böm.
Andlát
GUÐMUNDUR
ÞÓRARIN SSON
>
I
I
I
í
►
I
i
í
I
£
I
1
5