Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sjómenn þurfa að sækja námskeið Slysavarnaskóla sjómanna Færri slys og minni kostnaður Ólafsfiördur. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristján VIGNIR Þormóðsson í Kaffi Kverinu, Hreiðar Hreiðarsson í Vín, Júlíus Guðmundsson í KEA-Nettó, Heimir Gunnarsson umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar og Halldóra Bjarnadóttir, fráfarandi for- maður Tóbaksvarnanefndar . Viðurkenningar fyrir framlag til tóbaksvarna UM NÆSTU áramót ganga í gildi lög sem kveða á um að allir sjó- menn eigi að hafa sótt námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hafa hlotið sambærilega menntun í öðrum skólum erlendis. Lögin ná til sjómanna á öllum fiskiskipum landsins 12 tonna og stærri, en til að hljóta lögskráningu þarf að hafa sótt námskeið. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna var á dögunum að leiðbeina skipveijum á frystitogaranum Hvannabergi frá Ólafsfirði, en hann sagði þá kröfu gerða að menn mættu einu sinni á námskeið hjá skólanum, það stæði í fjóra daga og væri bæði bóklegt og verklegt. „Stjórnvöld leggja til fjármagn og er eðlilegt að þau geri kröfu um að menn sæki námskeiðin. Með þeim verða færri slys og þar af leiðandi minni kostnaður fyrir rík- ið. Ekki má heldur gleyma því að einstaklingur sem lendir í slysi ber meiri skaða en hann fær nokkurn tíma bættan. Margar útgerðir leggja mikla áherslu á að menn sæki námskeið, þær eiga vinnu- tækið og eiga að gera kröfu til sjómanna. Þeir sem sækja nám- skeið hjá okkur sýna metnað og standa mun betur að vígi,“ sagði Hilmar. 12 þúsund nemendur Skólinn var stofnaður árið 1985 og hafa um 12 þúsund nemendur stundað nám við hann, sumir oftar en einu sinni. Tölur sýna að slysum til sjós hefur fækkað um 200 á milli áranna 1990 til 1995, en það er að mestu talið námskeiðunum að þakka. A alþjóðavettvangi er rætt um að halda endurmenntunarnám- skeið á 5 ára fresti og sagði Hilm- ar það sína von að svo yrði einnig hér á landi, ekki væri verið að tala um nema einn dag að meðal- tali á ári í endurmenntun fyrir þann sem hefur sjómennsku að atvinnu. Þörfin væri brýn því í hverri viku slasast 10 sjómenn við störf. FIMM viðurkenningar fyrir framlag til tóbaksvarna voru veittar í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Halldóra Bjarnadóttir formaður fráfar- andi tóbaksvarnarnefndar sem veitti viðurkenningarnar, sagði að það þeir sem hlytu verðlaunin væru brautryðjendur sem hefðu gengið lengra en tóbaksvarnarlög krefðust. I Blómaskálanum Vín hefur ekki verið selt tóbak í 8 ár og frá reyklausa deginum í fyrra hefur hann verið reyklaus. í KEA-Nettó hefur tóbak verið haft undir borði frá upphafi en Halldóra segist túlka það að stilla tóbaki upp eins og víðast er gert sem auglýsingu. Flugstöðin á Akureyri hefur verið reyklaus frá því hún var byggð og hlaut viðurkenningu en Hall- dóra sagði að mikið væri kvartað til nefndarinnar vegna ófremdar- ástands vegna reykinga í flugstöð- inni í Reykjavík. Tvö ný veitingahús á Akureyri hlutu einnig viðurkenningu nefndarinnar, Subway við Kaup- vangsstræti og Kaffi Kverið. Engla- sýning í Deiglunni ENGLASÝNING verður opnuð í Deiglunni á Akureyri á morg- un, laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Til sýnis verða rúmlega 30 leikfangaenglar frá Gulla- smiðjunni Stubb, skreyttir af jafnmörgum listamönnum, en sumir þeirra eiga einnig önnur verk á sýningunni. Sýningin er tileinkuð börn- um á öllum aldri og er ætlunin að staldra við og hugsa um engla og frið. Við opnunina les Lárus Hinriksson Ijóð og Elma Dröfn leikur á gítar. Aðalsteinn Bergdal les Æv- intýri á aðventu eftir Iðunni Ágústsdóttur. Hannes Örn Blandon, Michael Willocks og sr. Svavar Jónsson flytja fyrir- lestra um engla á miðvikudag og á fimmtudag verður leikin „engladjass“ en þar er á ferð- inni hljómsveitin Nanúna. „Himnesk tónlist á blásturs- hljóðfæri" verður leikin á föstu- dag en þá verða einnig tvær stuttar skyggnimyndasýningar eftir Jörgen og Evu Maríu Max. Barnadagskrá verður næstkomandi laugardag, 7. desember og á sunnudag óformleg fjölskyldudagskrá með Tjarnarkvartettinum. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga- skóli í kirkjunni kl. 11. Munið kirkjubíl- ana. Guðsþjónusta kl. 14. Arna Ýrr Sigurðardóttir guðfræðingur prédik- ar. Kór Akureyrarkirkju syngur. Kven- félag Akureyrarkirkju verður með súkkulaði og kleinur í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju eftir messu. Jóla- fundur Bræðrafélags Akureyrarkirkju verður í Safnaðarheimilinu eftir messu. Biblíulestur verður í Safnað- arheimilinu á mánudag kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11 í dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun. Messa verður kl. 14. Fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norður- landi, Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir guðfræðingur, prédikar. Fulltrúar kvenfélagsins Baldursbrár lesa ritn- ingarlestra. Kirkjukaffi á vegum kven- félagsins í safnaðarheimili eftir messu. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 17 á sunnudag. Opið hús fyrir mæður og börn á þriðjudag frá kl. 14 til 16. Kyrröarstund sama dag kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 á morgun, ath. breyttan tíma. Unglingaklúbbur kl. 17. Bænastund kl. 19.30. og almenn samkoma kl. 20. Heimilasambandið kl. 16. Krakkaklúbbur kl. 17 á mið- vikudag, biblíulestur kl. 20.30. Ellefu plús á fimmtudag kl. 17, hjálparflokk- ur kl. 20.30. Síðasti fundur fyrir jól. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnað- arsamkoma kl. 11 á morgun, ræðu- maður Jóhann Pálsson. Samkoma kl. 14, stjórnandi G. Rúnar Guðna- son, samskot tekin til kirkjunnar. Krakkaklúbbur fyrir 10 til 13 ára á þriðjudag kl. 17.30, bænasamkoma og biblíulestur í umsjá Önnu Hösk- uldsdóttur kl. 20 á miðvikudagskvöld, krakkaklúbbur á föstudag kl. 17.15 og unglingasamkoma kl. 20.30. Von- arlínan, sími 462-1210. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlands- vegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugar- dag, og kl. 11 á morgun. KFUM og K: Baenasamvera kl. 20.30 á morgun. Allir velkomnir. -----------♦--------- Sálusorgnn og jól VALGERÐUR Valgarðsdóttir djákni flytur hugvekju um sálusorgun og jól á opnu húsi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis næstkom- andi mánudagskvöld, 2. desember, frá kl. 20 til 22 í skrifstofu félagsins á Glerárgötu 24, 2. hæð. Þetta er jafnframt jólafundur félagsins og verður boðið upp á jólakaffi. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Krístján STEFÁN Gunnarsson, Ólafur Ólafsson og Ragnar Gunnarsson félagar í Hjálparsveit skáta á Akureyri hafa ásamt félögum sínum unnið hörðum höndum síðustu daga við að lagfæra hús- næði sveitarinnar í Lundi. Sjálfsbjörg og Þroskahjálp Viðurkenning á al- þjóðadegi fatlaðra SJÁLFSBJÖRG á Akureyri og nágrenni ásamt Þroskahjálp á Norðurlandi eystra verða með dag- skrá í Kjarnalundi á alþjóðadegi fatlaðra næstkomandi þriðjudag, 3. desember. Þar fer fram afhending viður- kenningar í framhaldi af úttekt á aðgengi fyrir fatlaða á þjónustu- húsnæði á Akureyri. Arnar Jóns- son leikari les ljóð og þá verður boðið upp á veitingar. Kjörorð dagsins er „Gott að- gengi fyrir fatlaða bætir samskipti allra.“ í kvöld, laugardaginn 30. nóvember verður haldið diskótek í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla og hefst það kl. 19. Félögin vona að alþjóðadagur fatlaðra veki fólk til umhugsunar og framkvæmda til að búa öllum þegnum bestu skilyrði til jafns aðgengis í samfélaginu, segir í fréttatilkynningu. Hjálparsveit skáta á Akureyri 25 ára Ein öflugasta bj örgunars veit- in utan höfuðborgarsvæðisins HJALPARSVEIT skáta á Akureyri er 25 ára um þessar mundir og efnir af því tilefni til hófs í hús- næði sveitarinnar í Lundi við Viðju- lund í dag, laugardaginn 30. nóvem- ber kl. 14.30. Ingimar Eydal varasveitarforingi segir stofnun sveitarinnar hafa átt sér nokkurn aðdraganda, en nokkir ungir menn úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri hafi vilja hafa meiri áhrif og breyta ýmsu en í fram- haldi af því ráðist í að stofna sveit- ina. Upphaflegt markmið var að starfækja „léttvopnaða hraðleitar- sveit sem lítið ætti að eiga af bún- aði en félagar hennar ættu að eiga fullkominn einstaklingsbúnað og stunda harða þjálfun", en einnig kom fram að sveitin ætti að vera lyftistöng fyrir skátastarf á Akur- eyri og það hefur gengið eftir. Oflugur búnaður Strax á upphafsárum sveitarinn- ar eignaðist hún bíl og vélsleða og með góðri aðstoð bæjarbúa hefur hún byggt upp öflugan tækjakost, þannig að það markmið að eiga lít- inn búnað hefur fallið um sjálft sig. Sveitin á tvo fullkomna fjalla- björgunarbíla á stórum dekkjum til aksturs í snjó, fjóra vélsleða, vöru- bíl og þá átti sveitin snjóbíl en seldi hann til ísafjarðar nú í haust þar sem bíllinn vestra var lúinn orðinn eftir stóráföll. Ekki hefur enn verið ráðist í kaup á nýjum snjóbíl. Þá á sveitin sjúkra-, fjarskipta- og fjalla- búnað. Þá á hver og einn félagi mikinn búnað sem dýrt er að koma sér upp. „Búnaðinn kaupum við fyrir heimilispeningana okkar,“ eins og Ingimar kemst að orði. Stuðningur bæjarbúa Samhliða því að koma sér upp öflugum búnaði hefur verið unnið við húsnæði sveitarinnar, en frá árinu 1984 hefur hún haft aðsetur í Lundi við Viðjulund og hefur mik- il vinna verið lögð í endurbætur, en í vikulok var lokahönd lögð á endur- bætur í fundarsal. „Þetta kostar allt peninga, en með stuðningi bæjarbúa um ára- mótin með kaupum á flugeidum hefur tekist að byggja sveitina upp,“ segir Ingimar Eydal. Eftir að íþróttafélögin hófu sölu flugelda dugar innkoman rétt til að reka sveitina, en endunýjun búnaðar verður stöðugt erfiðari. „Rekstur- inn kostar mikið fé og það er nú þannig að þegar fólk þarf á aðstoð okkar að halda er ekki spurt um kostnað,“ segir Ingimar og væntir þess að íþróttafélögin verði frum- legri hvað varðar nýjar fjáröflunar- leiðir. „Það vita allir að styrkur sveitarinnar byggist á góðri flug- eldasölu og því leggja margir hönd á plóg við söluna," segir Ingimar. Meginstyrk Hjálparsveitar skáta á Akureyri segir Ingimar vera þann mannskap sem í sveitinni er, sem stöðugt þarf að mennta sig og þjálfa til að geta veitt aðstoð þegar á þarf að halda. Námskeið og æfing- ar eru stór þáttur í starfinu og til þess ætlast að félagar haldi sér í líkamlegu formi. Miklar kröfur er gerðar til þekkingar manna á ýms- um hlutum, skyndihjálp, ferða- mennsku, rötun, klifri, vetrarfjalla- mennsku, leitartækni, snjóflóðaleit, fjarskiptum, akstri og meðferð véla og tækja, almannavarna, umgengni við þyrlur, stjórnun, áfallahjálp og hundaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Tengjast sérstökum böndum Ingimar segir félagsskapinn góð- an, oft séu menn saman við sérstak- ar aðstæður í kolvitlausu veðri eða í sól og blíðu við leit. „Menn tengj- ast sérstökum böndum við erfiðar aðstæður og þá skiptir miklu að menn séu vel þjálfaðir og hafi þekk- ingu eigi þeir að geta komið öðrum að liði,“ segir Ingimar og bendir í lokin á að þörf fyrir hjálparsveitir sé til staðar. „Hjálparsveit skáta á Akureyri mun áfram leitast við að vera ein stærsta og öflugasta björg- unarsveit utan höfuðborgarsvæðis- ins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.