Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 15 LANDIÐ Lanterna, íslensk-slóvenskur veitingastaður í Eyjum Stórir skammt- ar svo allir fari saddir út Þau Marino Medos og Stefanía Jónasdóttir kynntust í Portoroz; hann frá Júgóslavíu, hún frá Sauðárkróki. Eftir einn dag í Vest- mannaeyjum ákváðu þau að setjast þar að. Hann vann m.a. í frystihúsi, sem trillukarl og leigubílstjóri áður en þau hófu rekstur veitingahúss. Grímur Gíslason ræddi við Stefaníu á veitingastaðnum Lanterna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson EIGENDUR og starfsfólk veitingastaðarins Lanternu i Eyjum. Fyrir framan, frá vinstri: Stefanía Jónasdóttir, Marino Medos og Lára Jónsdóttir. Fyrir aftan, frá vinstri: Ivica Duspara, Sævar Guð- jónsson og Einar Haukur Eiríksson. VEITINGASTAÐURINN Lanterna í Vestmannaeyjum fagnaði árs af- mæli fyrir skömmu. Staðurinn er sérstakur að því leyti að hann er íslenskur með slóvensku ívafi. Stað- urinn er í eigu hjónanna Marino Medos, sem er Slóveni, og Stefaníu Jónasdóttur. Lanterna er hlýlegur staður sem tekur um 60 manns í sæti á þremur hæðum í gömlu húsi við Bárustíg. Á veggjum hanga bæði gamlar og nýjar myndir frá sjávarsíðunni í Eyjum af bátum og skipstjórum og ýmsir munir tengdir sjónum prýða staðinn. Luktir, gömul fiskleitar- tæki, netabútar og hvalbein eru meðal hluta sem þar má sjá. Alit sem skreytir veggi Lanternu tengist sjáv- arsíðunni. Hafði aldrei komið nálægt sjó Stefanía er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún vann sem farar- stjóri hjá íslenskri ferðaskrifstofu í hópferðum til Portoroz í Júgóslavíu og þar kynntist hún eiginmanninum, Marino. Stefanía segir að þau Mar- ino hafi flutt til íslands og ekki ver- ið ákveðin hvar þau ætluðu að setj- ast að. Þau hafi farið í ferð til Vest- mannaeyja sem ferðamenn og þegar þau hafi verið búin að vera einn dag í Eyjum hafi Marino sagt að á þess- um stað vildi hann setjast að og búa. Það hafi því orðið úr að þau fluttu til Eyja þar sem þau leigðu sér íbúð og fengu bæði vinnu í fiski í Vinnslu- stöðinni, en Marino, sem starfaði sem þjónn í Júgóslavíu, hafði aldrei unnið í fiski áður en hann hóf störf í Vinnslustöðinni. „Marino hafði aldrei komið nálægt sjó, nema þá bara til að synda í honum, áður en hann hóf sjómennsku í Eyjum, en honum lík- aði hún strax ákaflega vel og var sjómennskan honum einhvernveginn í blóð borin,“ segir Stefanía. Marino stundaði síðan sjó á ýms- um bátum bæði stórum og smáum þar til hann festi kaup á trillu og fór að gera út sjálfur. Stefanía seg- ir að það líf hafi honum líkað vel og hann hafi verið ótrúlega fljótur að komast inn í samfélag trillukarl- anna og verið í góðu sambandi við trillukarla um allt land. Marino varð tvisvar fyrir slysi á sjónum og eftir seinna slysið, þar sem hann fótbrotn- aði illa, varð hann að hætta. Hann fór á meiraprófsnámskeið og keypti leigubíl og hóf akstur í Eyjum og síðar fór Stefanía einnig í meira- prófið til að geta keyrt á móti manni sínum. Þau ákváðu síðan að selja trilluna og fóru þá að velta fyrir sér hvort þau gætu ekki fjárfest í einhverju í stað trillunnar. Niðurstaðan varð að kaupa veitingastaðinn Bjössabar sem þá var til sölu, breyta staðnum og hefja þar rekstur veitingastaðar með öðru sniði en áður hafði verið rekinn þar. Lanterna tengd sjónum Stefanía segir að þau hafi mikið spáð í hvernig þau vildu hafa veit- ingastaðinn og einnig nafnið á hon- um. Þau hafi strax verið ákveðin í að innrétta hann þannig að hann tengdist sjónum sem mest. Hún seg- ir að fyrst hafi hugmynd þeirra ver- ið að láta staðinn heita Luktina en það nafn hafi ekki verið á lausu og því hafi Lanterna orðið fyrir valinu, en lanterna er alþjóðlegt orð yfir lukt til sjós og til dæmis eru rauðu og grænu ljósin á brúarþaki skipa kölluð lanternur. „Víða í heiminum tengist lanterna rómantík enda víða sungið um hana í ástarsöngvum," segir Stefanía. Stórir skammtar og allir saddir Stefanía segir að þegar þau hafi sett saman matseðil fyrir staðinn hafi þau fyrst og fremst velt því upp hvað þeim þætti gott, en bæði hafi þau alla tíð verið mikið mat- fólk. Þau hafi ákveðið að hafa mat- seðilinn sem fjölbreyttastan, enda séu um 80 réttir á honum. Þar sem Marino er slóvenskur fékk matseð- illinn óneitanlega slóvenskt yfir- bragð. Hún segir að þau hafi ákveð- ið að hafa skammtana stóra í stíl Suður-Evrópubúa, enda vilji þau að gestirnir fari ve! saddir frá staðnum eftir máltíð. „Staðurinn er þannig gerður að það er ekki mögulegt að koma alltaf réttu megin við fólk með diskana þegar verið er að þjóna til borðs þannig að við verðum að bijóta ýmsar þjónustureglur, en það gerir staðinn bara frjálslegri og hresst starfsfólk vegur þungt í því að gera staðinn aðlaðandi," segir Stefanía. Stefanía staðfestir að þau hafi verið beðin að opna útibú í sama stíl á Akureyri en segir þau ekki vera með slíkt á pijónunum. Að minnsta kosti ekki að sinni. „Þetta hefur verið ævintýri líkast. Ánægðir viðskiptavinir hafa verið okkar besta auglýsing þannig að staðurinn virðist hafa kynnt sig sjálfur," segir Stefanía. Búmenn sem bjarga sér Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson. Slysagildra lagfærð Akranesi -Unnið er að lagfær- ingum við þjóðveginn fyrir Hval- fjörð, rétt við bæinn Þyril, en þar hefur verið blindhorn sem skapað hefur mikla hættu og í sumum tilfellum hafa orðið þar alvarleg slys. Á þessari leið er umferðarhraði að jafnaði mikill, svo ekki sé minnst á umferðarþungann. Ekki er langt um liðið síðan alvarlegt umferðarslys varð á þessum slóð- um. Þarna er beygja á veginum og nokkuð blint og erfitt að átta sig á umferð sem á móti kemur. Nú er unnið að því að fjar- lægja hornið og breikka veginn og auka þannig umferðaröryggið á þessum stað. Það er Jónas Guð- mundsson verktaki frá Bjarteyj- arsandi sem annast framkvæmdir og er reiknað með að verkinu ljúki fljótlega. Gaulverjabær - Á bænum Vestri-Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi hafa tækni og þægindi nútímans ekki ver- ið látin sigla hjá. Þar búa bræð- urnir Helgi og Jón Ivarssynir félagsbúi með kýr, hesta og fleira. Þó báðir séu komnir yfir sjötugt eru þeir sívakandi fyrir tækninýjungum og öllu sem tengist búskapnum. Meðalholtsbræður eru mikl- ir búmenn og ávallt sjálfum sér nógir um flesta hluti enda oft hugsað meira um vit en strit á þeim bænum. Helgi er líklega einn af þeim er teljast dverghagir bæði á járn og tré. „Það hefur margt verið baukað og mismerki- legt,“ sagði Helgi af sunn- lenskri hógværð í spjalli ný- lega. Fyrir daga rafmagns fannst honum lýjandi til lengd- ar að handdæla vatni úr brunni inn í fjósið. „Við útbjuggum því vind- myllu sem var tengd handdæl- unni og dældi hún vatni í tunnu sem var höfð uppí ijáfri fjóss- ins. Þetta gekk nokkuð vel og jafnvel svo að tunnan varð stundum barmafull og flæddi úr henni þegar komið var í fjósið,“ sagði Helgi og kímdi. Hins vegar kvað hann þetta lítið hafa gagnast í logni. Það þurfti öfluga standborvél á járn og tré og þá var hún bara smíðuð. „Það er nú ekki falleg smíð en hún hefur gert sitt gagn og verið mikið notuð,“ sagði Helgi. Þeir bræður heyja allt í rúll- ur. Rúllurnar geta vegið 500 kíló og stundum meira. Til að létta gjöfina í fjósinu handa nautgripunum útbjó Helgi spil til að draga til rúllur í hlöð- unni og á fóðurgangi. Þar var litlu til kostað. Grindin smíðuð úr vinkiljárni. Mótorinn úr heydreyfikerfi og vírinn á spil- inu úr flórsköfu í fjósinu. I útihúsunum má sjá sterklegar lamir og lokur á hurðum, hvort tveggja ættað úr smiðju Helga. Nýjasta smíðin hjá Helga er bandsög til að saga timbur, kjöt og fleira. Sagarblaðið snýst á tveim bílfelgum. Áður sagðist hann hafa minnkað felgurnar í rennibekk svo stærðin hentaði betur. Þó Helgi sé með hálf- gerða tækjadellu fyrir því nýj- asta er hinu gamla sómi sýnd- ur. Deutz-dráttarvél af ár- gerðinni 1955,11 hestafla og eins strokks, er vel gangfær inni í skemmu. Hún er enn með sláttugreiðuna og er enn notuð á sumrin til að slá kringum útihúsin og bæinn. Þeir Helgi og Jón eru ekk- ert einsdæmi. En líklega eru þeir andstæðan við einbúana sem stundum er spjallað við í fjölmiðlum, sáttir ennþá við gamla tímann í verklagi og hugsanagangi. Meðalholts- bræður virðast jafnvígir á hvort tveggja. Morgunblaóið/ V aldimar HELGI er dverghagur bæði á járn og tré. Nýjasta smíði Helga er bandsög til að saga timbur, kjöt og fleira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.