Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri VÍB spáir enn meira góðæri í efnahagslífínu en Þjóðhagsstofnun Hagvöxtur líklega yfír 5,5% íárog 3-4% 1997 SIGURÐUR B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Islandsbanka, telur litlar líkur á því að hagvöxtur verði 2,5% á íslandi á árinu 1997, en þannig hljóðar nýjasta spá Þjóðhags- stofnunar. Hann segir líklegra að hagvöxtur nái að verða 3-4%, en hugsanlega verði talan enn hærri. Þá verði hagvöxtur í ár að öllum líkindum meiri en 5,5%. Hve miklu meiri aukningin verður en 3% á næsta ári veltur t.d. á því hver framvindan verður í sölu á raforku til stóriðju, framkvæmdum þar að lútandi og samningum um álver. En líkurnar virðast engu að síður vera á þann veginn að árið 1997 verði gott ár. Óvissa um afkomu og verðlag Þetta kom fram í erindi Sigurðar á námstefnu Verðbréfamarkaðs íslandsbanka um eignastýr- ingu sem haldin var í gær á Grand Hótel Reykja- vík. Þar minnti Sigurður á að árið 1997 verður fjórða árið í uppsveiflunni sem hófst sumarið eða haustið 1993. Þá hafði stöðnun ríkt allt frá árinu 1987 og tekjur flestra farið minnkandi og atvinnu- leysi vaxandi. Ljóst var að mikil framleiðslugeta var ónýtt þrátt fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafí verið komin niður í 15-16% og ekki einu sinni nægt til að vega upp afskriftir af þáverandi tækjum og búnaði. Um horfurnar fyrir næsta ár bendir Sigurður Líklegast talið að hlutabréf haldi áfram að hækka á næsta ári á að nokkur óvissa ríki í verðlagsmálum og um afkomu fyrirtækja vegna þess að samnjngar á vinnumarkaði eru lausir um áramótin. Á þessu stigi er líklegt að samtök launafólks telji stöðug- leika meira virði en óraunhæfar kauphækkanir sem ekki skila meiri kaupmætti. Afar háar skuld- ir heimilanna, þ.e. 25-30% umfram ráðstöfunar- tekjur eins árs að jafnaði, gera það að verkum að mörg heimili þola ekki áföll í fjármálum sínum og ekkert tryggir afkomuna betur en eins lítil verðbólga og auðið er. Með lítilli verðbólgu er átt við 1,5% eða minna þar sem meðalverðbólga í ríkjum OECD er um 2,5%, ef til vili lækkandi, og verðbólga í Evrópuríkjum þar sem hún er minnst er aðeins 0,5-1% og ekki vaxandi. Sigurður segir afar erfitt að spá um þróun raunvaxta á íslandi. í viðskiptalöndunum virðist hækkun vera í aðsigi á árinu 1997 með hækk- andi nafnvöxtum eða minnkandi verðbólgu eða jafnvel hvoru tveggja. Á íslandi eru raunvextir hærri en víða um lönd og auk þess njóta fjárfest- ar verðtryggingar. Horfur er á að jafnvægi ríki á innlendum fjármálamarkaði á árinu 1997 og breytingar á vöxtum verði ekki miklar. Þannig munu takast á áhrif til lækkunar vegna vaxtamis- munar gagnvart viðskiptalöndunum og áhrif til hækkunar með aukinni ijárfestingu og hækkandi raunvöxtum í útlöndum. Hvað verðþróun á hlutabréfamarkaði áhrærir er hún háð fáeinum þáttum sem ennþá eru óljós- ir. Sigurður segir afkomu fyrirtækja háða niður- stöðu kjarasamninga eftir áramótin og þróun lánsfjárkostnaðar sem ræðst að nokkru af vaxta- þróun í útlöndum. Líklegasta framvindan sé sú að hlutabréfaverð haldi áfram að hækka að meðal- tali, að hluta vegna þess að ný fyrirtæki bætist til skráningar með hækkandi verði og að hluta vegna þess að verð á hlutabréfum á markaði sé engan veginn mjög hátt. Líklegast sé að velta á hlutabréfamarkaði haldi áfram að aukast og all- mikils fjár verði afiað með nýjum útboðum ekki síður en á árinu 1996. Þjóðarbúskapur aldrei jafn traustur Það er mat framkvæmdastjóra VÍB að þjóðarbú- skapur á íslandi standi traustari fótum nú en nokkru sinni fyrr. Ónýtt framleiðslugeta er 5-6% og fjárfesting til að auka afköst á_ eftir að aukast á næstu tveimur til þremur árum. íslendingar eiga því eftir að vinna upp töluvert framleiðslu- og tekjutap frá stöðnunarárunum 1988-1993 og ekki ástæða til að ætla annað en það takist. Hlítir nið- urstöðu Laga- stofnunar GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., segir að hann muni hlíta niðurstöðu álits Lagastofnun- ar Háskóla íslands varðandi rétt stjórnarmanna í fyrirtækjum til forkaupsréttar að eignarhluta Þróunarsjóðs í fyrirtækjum. Til mikils ama Geir sagði að sér hefði enn ekki borist formlega bréf frá Þróunar- sjóði varðandi þessi efni og ekki heldur álit Lagastofnunar þar að lútandi. Eftir því sem hann best vissi væri það ekki tilbúið ennþá, en væri það rétt sem komið hefði fram í fjölmiðlum að niðurstaða Lagastofnunar væri sú að stjórnarmönnum í fyrirtækjum bæri ekki forkaupsréttur að eign- arhluta sjóðsins þá myndi hann hlíta þeirri niðurstöðu. Af hans hálfu hefði aldrei annað komið til greina en fara að lögum. Geir sagði að þetta mál hefði orðið sér til mikils ama og að hans mati stafaði það ekki af neinu öðru en óvönduðum vinnubrögðum Þróunarsjóðs. Tölvustýrður rennibekkur Island Tours færír út kvíarnar Kaupir skrifstof- ur Urvals- Útsýnar á Norðurlöndum Morgunblaðið/Golli Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis um lögin um Þróunarsjóð Starfsmenn hafi áhrif SAMNINGAR hafa tekist um kaup íslandsferða, þjónustufyrirtækis Is- land Tours á Islandi, á ferðaskrif- stofum Úrvals-Útsýnar í Kaup- mannahöfn og Osló. Jafnframt hafa Island Tours keypt ferðaskrifstof- una Islandsrejser í Stokkhólmi ásamt skrifstofu Úrvals sem verið var að koma á fót í Stokkhólmi. Þarna koma Flugleiðir mjög við sögu þvi félagið á helming hlutafjár í Island Tours á móti þeim Ómari Benediktssyni, Skúla Þorvaldssyni og Böðvari Valgeirssyni. Þá eiga Flugleiðir 85% hlutafjár í Úrvali- Útsýn. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar hf. sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna mjög þessari breytingu. Með því að setja þessar skrifstofur, sem eru orðnar mjög margar, undir einn hatt næðist betri árangur. Hann sagði að markmiðið með stofnun fyrirtækjanna á Norðurlöndum fyrir nokkrum árum hefði upphaflega verið að byggja upp og stækka markaðinn fyrir íslandsferðir. Þetta hefði tekist, en hér væri hins vegar um að ræða tímafrekt, fjárfrekt og erfítt verkefni. „Sem dæmi má nefna að skrif- stofumar í Osló og Kaupmannahöfn munu flytja 5-6 þúsund farþega til íslands á þessu ári. Ég held að ár- angurinn sé því viðunandi. Ég var frumkvöðull að þessu á sínum tíma og hafði það að leiðarljósi að íslend- ingar selja landið okkar best á sama hátt og fiskinn. Með því að reka skrifstofurnar erlendis emm við að reyna kaupa okkur hillupláss í stór- markaði og stefnubreyting Flug- leiða er liður í því.“ Áfram á sömu braut Island Tours er svokallað ferða- heildsölufyrirtæki sem hóf starf- semi í Hamborg í Þýskalandi árið 1986, en hefur fært út kvíamar til annarra þýskra borga og fleiri Evr- ópulanda. Flugleiðir keyptu 25% hlut í fyrirtækinu árið 1991 og juku sinn hlut í 50% fyrir skemmstu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ætlunin halda rekstri ferðaskrifstofanna á Norð- urlöndum áfram á svipuðum nótum og verið hefur, með áherslu á sölu ferða til íslands, þar sem markmið- ið er að efla sölu Island Tours á því sviði. STEINGRÍMUR Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að tilgangurinn með ákvæðinu um forkaupsrétt starfsmanna og hlutahafa í lögunum um Þróunarsjóð sé sá að tryggja að þessir aðilar geti haft áhrif á hvað verði um fyrir- tækin þegar að því kæmi að eignar- hlutur Þróunarsjóðs í þeim yrði seld- ur. Steingrímur var spurður að því hvort það væri í anda laganna að menn gætu hagnast vemlega vegna þessa forkaupsréttar. Hann sagði að með þessu ákvæði hefði fólkinu í byggðarlögunum víða um land verið tryggður möguleiki til þess að hafa áhrif á hvað yrði um fyrirtækin þeg- ar til sölunnar kæmi. Jafnframt yrði komið í veg fyrir að eignarhluturinn færi til fjarlægra byggðarlaga ef heimamenn hefðu áhuga á að koma í veg fyrir það. Hagnaður renni tii ríkisins Steingrímur sagði að þannig hefði megintilgangurinn með lögunum verið sá að heimamenn í byggðarlög- unum hefðu viss tök á því hvað um eignarhlutinn yrði. Tilgangurinn hefði ekki verið sá að einhveijir gætu hagnast á kaupum eða sölu hlutabréfa Þróunarsjóðs vegna þess að þeir hefðu þennan forkaupsrétt SÉRFRÆÐINGUR frá Harrison-verksmiðjunum í Bretlandi hefur undanfarna daga sýnt mönnum hand- brögðin við nýjan tölvustýrðan rennibekk frá fyrirtækinu í húsakynnum GJ Fossberg við Skúlagötu. Kynningin stendur til 13. desember næstkomandi. Þessi gerð var fyrst kynnt hjá Harrison fyrir um það bil einu ári og byggist á nýjustu tækni i stafrænum rafeindabúnaði. að bréfum sjóðsins. Ef um einhvem hagnað væri að ræða væri auðvitað eðlilegast að hann rynni til eigandans sem væri ríkið. Steingrímur vakti athygli á því að hrakspárnar um Hlutafjársjóð, sem settur hefði verið á laggirnar á erfíð- leikaárunum í lok síðasta áratugar til að bjarga fyrirtækjum í sjávarút- vegi og koma þeim á lappirnar, hefðu ekki ræst. Talað hefði verið um sjóða- sukk og annað í þeim dúr en nú væri ríkið að fá til baka meira en nafnverð bréfanna. Ekki náðist í Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls. —: HNAPPABORÐ MEÐ INNBYGGÐUM SÍMA ; L 1' ekkert modem, símakort eða annar óþarfa búnaður..... • Hágæöa hnappaborö meö innbyggðum síma & höfuötóli • Windows og Dos símahugbúnaöur • allar aögeröir á síma í hnappaborði s.s. hringingar og stillíngar • auövelt í notkun og uppsetníngu • skráir dagsetningu, tíma og símanúmer sem hringt er í hverju sinni • hægt aö tala og nota tölvuna á sama tíma NÝHERJI RADIOSTOFAN\J Skipholti 37 • Sími 569 7600 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.