Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 19 Rugaas tekur við af Red- Larsen THORBJÖRN Jagland, for- sætisráðherra Noregs, skip- aði í gær þjóðskjalavörðinn Bendik Rugaas eftirmann Teije Rod-Larsens sem skipu- lagsmálaráðherra. Kom það öllum á óvart og hafði nafn hans aldrei komið upp í vangaveltum um eftirmann- inn. „Skattaskýrslan hans hefur verið mjög einföld árum saman,“ sagði Jagland þegar hann tilkynnti skipunina. Rugaas er frá Kirkjunesi og hefur getið sér gott orð fyrir uppbyggingu þjóðskjala- safnsins. Afram viðbúnaður í Kúveit ÁTTA torséðar F-117A-orr- ustu- og sprengjuflugvélar verða hafðar til taks í Kúveit írökum og írönum til viðvör- unar. William Perry, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær á blaðamannafundi í Kúveit og þar kom einnig fram, að 4.200 bandarískir hermenn yrðu fluttir frá Kúveit til Bandaríkjanna fyrir jól en 1.800 landgönguliðar verða áfram um borð í skipum út fyrir ströndinni. Risastór skemmti- ferðaskip TALSMAÐUR norsku skipa- smiðjanna Kværner sagði í gær, að þær hefðu fengið 66 milljarða ísl. kr. samning um smíði tveggja skemmtiferða- skipa, þeirra stærstu í heimi. Verða þau 130.000 brúttó- tonn og munu hvort taka 3.100 farþega. Þau verða með öðrum orðum helmingi stærri en Queen Elizabeth II, flaggskip Cunard, farþega- skipaútgerðar Kværners. Skipin verða smíðuð í skipa- smíðastöð Kværners í Finn- landi, Masa-Yards í Turku, en talsmaður fyrirtækisins sagði, að finnsku niður- greiðslurnar hefðu gert gæfumuninn í samkeppninni við skipasmíðastöðvar annars staðar í Evrópu og í Japan. Lögbann við hjúskap ÍTALSKUR dómari lagði í gær lögbann við því, að 84 ára gamall ekkill, Franceseo Brundu, gengi að eiga 19 ára gamla stúlku, Luisu Carnegl- ias að nafni. Gerði hann það að ósk fjögurra barna gamla mannsiris, sem raunar snerist hugur’ til hjónábandsins þeg- ar dómarinn upplýsti í gær, að konuefnið unga hefði verið dæmt fyrir þjófnað. Kvaðst hann ætla að finna sér aðra heiðvirðari konu og bað börn- in sín að táta sig í friði, þau hefðu hvort eð er ekki sinnt sér neitt til þessa. Auknar líkur á að kosningum verði flýtt í Danmörku eftir samþykkt fjárlaga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANIR fá ekki kosningar í jólagjöf úr því dönsku stjórninni tókst að koma fjárlögunum í höfn. En vegna þess að hún á aðeins kost á stuðn- ingi vinstrivængsins, eru auknar lík- ur á að stjórnin nái ekki að sitja út kjörtímabilið, sem lýkur haustið 1998. íhaldsflokkurinn, sem studdi fjárlögin í fyrra, hætti við í þetta skipti og stendur því utan við líkt og Venstre, flokkur Uffe Ellemann- Jensens. Hvorki Poul Nyrup Rasm- ussen forsætisráðherra né Mogens Lykketoft fjármálaráðherra voru þó með gleðisvip, en leiðtogar Sósíal- íska íjóðarflokksins voru þeim mun glaðbeittari. Sósíalíski Þjóðarflokkurinn átti hugmyndina að þjóðarsátt um und- anþágur Dana frá Maastricht-sátt- málanum 1993, sem gagnaðist jafn- aðarmönnum vel. Þegar Poul Nyrup Rasmussen formaður Jafnaðar- mannaflokksins myndaði stjórn það ár álitu leiðtogar Þjóðarflokksins sig því sjálfskipaða til stjórnarsetu. Nyr- up batt hins vegar trúss sitt við miðjuflokkana, stuðningsflokka hægristjórnar Poul Schlúters 1982- 1993, þar á meðal Miðdemókrata- flokkinn, sem álítur helsta hlutverk sitt í stjórn jafnaðarmanna vera að hindra áhrif Þjóðarflokksins. Síðan hefur Þjóðarflokkurinn keppst við að ná sambandi við Nyrup til að fá stjórnaráhrif í skiptum fyrir að hafa snúist frá andstöðu við ESB til stuðnings. Þjóðarflokknum tókst nú að setja mark sitt á fjárlögin, sem sést með- al annars á aukn- um framlögum til háskóla og iðn- menntunar og til baráttu gegn mengun. Til að stemma stigu við yfirvinnukostnaði ráðuneyta þurfa þau að greiða gjald af henni og þær 160 milljónir danskrakróna (um 1,8 milljarðar ís- lenskra króna), sem á að spara í ráðuneytunum á að nýta til að skapa störf hjá ríkinu. Peningum verður veitt til að hjálpa börnum vegna skilnaðar foreldra og til stofnana fyrir böm og unglinga með sálræn vandamál. A móti verða innheimtir frekari skattar og það áttu hægri- flokkarnir erfitt með að sætta sig við. Stjórnin er einnig háð stuðningi Einingarlistans, sem er ESB-and- stöðuflokkur til vinstri við Þjóðar- flokkinn, en honum dugir að sitja hjá. Um helgina fundar hann um fjárlögin, en þótt fræðilegur möguleiki sé á að flokkurinn hafni þeim er ósenni- legt að hann taki þá áhættu að steypa stjórninni og hleypa hægri- flokkunum að. I fyrra skildu leiðir Venstre og íhaldsflokksins, þannig að Venstre greiddi atkvæði gegn fjárlögunum, sem íhaldsflokkurinn hafði unnið að með stjórninni og studdi. Þá þótti snjallt að Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra tókst að skilja að þessa fyrrum stjórnarflokka og var það talið draga verulega úr líkum á að flokkamir tveir næðu saman í bráð. En eins og Poul Schlúter fýrr- um formaður Ihaldsflokksins sagði á flokksþingi hans fyrir skömmu þá er það með flokkana tvo eins og góð hjón: þeir geta rifist eins og hundur og köttur, en þegar á reynir þá eiga þeir óumdeilanlega samleið. Þessum orðum var tekið með öflugu lófataki. Bætir stöðu Þjóðarflokks Með áhrifum Þjóðarflokksins nú gæti hann fært sig upp á skaptið og krafist aukinna áhrifa. Það gæti komið illa við miðdemókratana, sem nú þegar eru tortryggnir á aðild Þjóðarflokksins að fjárlagagerðinni. Róttæki vinstriflokkurinn er annar smáflokkur í stjórninni. Þó að hann hafi löngum álitið stjórnarsetu með jafnaðarmönnum vænsta kostinn þá studdi flokkurinn stjórn Schlúters. Þar sem stjórnin hefur aðeins setið í þijú ár ætti þeim róttæku vart að þykja verkefnaskráin tæmd, en sýnt þykir að t.d. Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra sé efins um stjórn- ina, þótt Marianne Jelved flokkssyst- ir hans og efnahagsráðherra virðist alsæl með hana og forystu Nyrups, þrátt fyrir endurtekinn klaufaskap hans, nú síðast vegna heimsóknar rithöfundarins Salman Rushdies. Það vantar ekki mikið á hægri- meirihluta, jafnvel án smáflokkanna, og jafnaðarmenn standa illa sam- kvæmt skoðanakönnunum. Stuðn- ingur Þjóðarflokksins nú er söguleg- ur, því flokkurinn hefur ekki stutt fjárlögin síðan 1981, þegar hann studdi stjórn Jafnaðarmannaflokks- ins til að koma fjárlögunum í gegn. Árið eftir sprakk sú stjórn á fjárlög- unum og borgaralegu flokkarnir komust að. Spurningin er nú hvort sú saga endurtaki sig að ári eða fyrr. Stuðningur frá vinstri talinn veikja sljórnina Rasmussen og Lykketoft. Reuter JIANG Zemin, forseti Kína, og H.D. Deve Gowda, forsætisráð- herra Indlands, ræðast við í Nýju Delhi í gær. Forseti Kína í heimsókn á Indlandi Samið um að draga úr spennu Nýju Delhi. Reuter. INDVERJAR og Kínveijar undir- rituðu í gær samkomulag, sem ætlað er að draga úr spennu á landamærum ríkjanna í Himalaja- fjöllum, en við þau brutust út átök árið 1962. Inder Kumar Gujral og Qian Qichen, utanríkisráðherrar Ind- lands og Kína, undirrituðu sam- komulagið í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands. Áður höfðu Jiang Zemin, forseti Kína, og H.D. Deve Gowda, forsætisráðherra Indlands, ræðst við í eina og hálfa klukkustund. Jiang er fyrsti forseti Kína, sem heimsækir Indland. Samkomulagið miðar að því að efla traust þar sem hernaðarvið- búnaður er á landamærunum. Fréttastofa Reuters hefur afrit af samkomulaginu undir höndum og greindi frá því að það gæti leitt til þess að hermönnum verði fækk- að og dregið verði úr vopnabúnaði á landamærunum. I sameiginlegri yfirlýsingu Ind- veija og Kínveija sagði að vonast væri til þess að þetta samkomulag mundi greiða bættum samskiptum. Landamærin milli ríkjanna eru 4.500 km löng og hafa oft valdið vanda í samskiptum þeirra. Tilboð á hreinlætistækjum Verð frá tBHgBBMa I RADCREIDSLUfí Versiið þar sem úrvalið er mest! Stálvaskar í eldhús yfir 30 gerðir frá WC með stút í vegg eða gólf með setu. Verð frá Verð frá Blöndunartæki í miklu úrvali Baðkör upp í 190 cm Verð frá Handlaugar, 17 gerðir á vegg og borð Opið 10-16 í dag VATNS VIRKINN HF. Ármúla 21, sfmar 533 2020 og 533 2021 Grænt númer 800 4020 Hitastillitæki Verð frá 42 Mikið úrval af sturtukiefum, sturtuhornum og hurðum. Athugaðu verðið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.