Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 30

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 30
30 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRA 29. NOVEMBER TIL 23. DESEMBER 20 RÉTTA CIRNILEÚT AUSTURLEN5KT HLAÐBORÐ FRÁKL. 18:00 ALLA DAOA Harakiri fordrykkur Dreka kjúklingur Marinerað svínakjöt Ronoja krabbakjöt Madam Lee kjúklingur Kínverskt hangikjöt „Thai" karrý nautakjöt Fiskur á kantónska vísu Steiktar núðlur m/sjávarréttum Fimm krydda smokkfiskur Chioeheo, gufúsoðnar kínverskar bollur (dumplings) „Pancit" won-ton Pekingönd Lambakjöt m/Gao sósu Spákökur Kínverskur eftirréttur Kínverskur búðingur Kínverskt Kaise salat Malasíu Rojak Fan-ci salat Ávextir VerÖ kr. 1.8 * ■ -Aðalmatseðill í fullum gangi.f HÍNVIttMn veitingahusið á íslándi Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 greiðir í Umhverfissjóð -=r Verslunarinnar KAUPFÉIAG DÝRFIRÐINGA UMHVERFISSJÓÐUR VERSLUNARINNAR AÐSEIMDAR GREINAR Áfellisdóm- ur, en yfir hverium? FJÖLÞJÓÐLEG rannsókn á náms- árangri nemenda á raungreinasviði hefur leitt í ljós óviðunandi stöðu fslenskra bama. Réttilega hefur ver- ið kveðið upp úr um að þetta sé áhyggjuefni og áfellisdómur. En áfellisdómur yfír hverjum? Er þetta áfellisdómur yfír ís- lenskri fjölskyldustefnu og heimil- unum sem fyrst og síðast bera ábyrgð á uppeldi bamanna? Er þetta kannski vitnisburður um skort á heildstæðri fjölskyldustefnu, þar sem þarfír heimila, bama og foreldra em sett í öndvegi? Er þetta áfellisdómur yfir stjómvöldum, sem móta skólastefnuna og ákveða fjármagnið til þess að framkvæma hana? Eða er þetta áfellisdómur yfír verk- um íslenskra kennara? Síðan má einnig spyija hvort markm- iðssetningin sé nægi- lega skýr. Er okkur fyllilega ljóst hvert við viljum stefna? Viljum við auka sérhæfíngu í náminu með það fyrir augum að ná betri ár- angri á afmörkuðum sviðum, eða viljum við auka breidd menntun- arinnar? Þama verður að fara fram val, svo mikið er víst. Undan þessum spumingum verð- ur ekki vikist. Sérstök ástæða er til þess að kalla kennara til þessarar umræðu. Sú vitneskja og reynsla sem þeir hafa til að bera á þessum sviðum býr ekki hjá neinum öðrum. Framlag þeirra til umræðunnar verður því ómetanlegt. Hitt er rétt að árétta að umrædd könnun snýr ekki að skólastarfínu í heild, heldur eingöngu að afmörk- uðum þætti þess, raungreinunum, sem hér er notað sem samheiti fyr- ir stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Þessi könnun segir ekk- ert um stöðu okkar á öðmm sviðum. Evrópskir nemendur - athyglisverð niðurstaða Margt er það sem athygli vekur við umrædda könnun. í fyrsta lagi má nefna tiltölulega slakan árangur evópskra nemenda. í hugum margra hefur það væntanlega verið sjálfgef- ið að skólar í Evrópu skömðu fram úr sambærilegum stofnunum í öðmm heimshlutum, jafnt í raungreinum sem á öðmm sviðum. Niðurstaða könnunarinnar bendir til þess að svo sé ekki, nema síður sé. Það em skól- ar í Singapore, Suður-Kóreu, Japan og Hong Kong sem skera sig úr samkvæmt könnuninni. Skólar í vel- sældarrílq'um vesturhluta Evrópu koma töluvert langt á eftir. Þá er athyglisvert að nemendur frá austur- hluta Evrópu standa sig að jafnaði mun betur á þessum sviðum en jafn- aldrar þeirra annars staðar í Evrópu. Norðurlöndin koma illa út Við íslendingar höfum jafnan sótt fyrirmyndir okkar til Norður- landanna. Ekki síst í skólamálum. Þess vegna er það sérstaklega at- hyglisvert að árangur norrænna skóla er fjarri því að vera góður. Þannig standa nemendur á Norður- löndunum á ýmsum sviðum að baki nemendum frá ísrael, Tælandi og Búlgaríu, svo dæmi séu tekin. Þeir dómar sem felldir hafa verið um árangur íslenskra nemenda í hinni fjölþjóðlegu könnun, eiga því í mörgum tilvikum við um jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Upp á síðkastið hefur mjög verið vitnað til samanburðar á skólum í Danmörku og íslandi. Sá saman- burður hefur verið ósanngjam enda er árangur danskra nemenda álíka og þeirra fslensku, mælt á kvarða fyrmefndrar könnunar. í þessu sambandi vakna óneitan- lega spumingar. Getur það verið að við höfum verið að sækja reynslu og fyrirmyndir til landa sem ekki skara fram úr á neinn hátt í skóla- málum? Er það ef til vill til marks um þröngan sjóndeildarhring okkar að leita fyrst og fremst til Norður- landanna um hvemig skipuleggja beri skólastarfið? Arangur Norður- landanna í hinum fjöl- þjóðlega samanburði bendir að minnsta kosti til þess að það sé eins og að fara í geitarhús að leita ullar, að sækja þangað eftir fyrirmynd að uppbyggingu raun- greinakennslu. Sérstaða íslands Skólakerfi okkar mótast vitaskuld af smæð þjóðfélags okkar og sérstöðu. Málsamfé- lag er byggist á afar mikilvægri sögulegri geymd og sem telur um 260 þúsund manns hlýtur umfram hin stærri að leggja rækt við varð- veislu sérkenna sinna, tungu og menningar. Nýlega er að baki dag- ur íslenskrar tungu. Við það tæki- Við hvem er að sakast, spyr Einar K. Guð- finnsson, út af slökum árangri nemenda á sviði raungreina? færi var réttilega bent á mikilvægi þess að varðveita sérstöðu íslensk- unnar og bókmennta okkar. Fróð- legt væri að vita hvort þau ríki sem skara nú fram úr á sviði raun- greina, svo sem Hong Kong, eða Singapore, veija jafn mikilli orku í skólastarfí til slíkra hluta. At- hygli mína vakti það líka við kynni af enskum stúdentum á háskóla- stigi fyrir nokkmm ámm, hversu litla þekkingu þeir höfðu almennt á menningarlegri sögu sinni og þeim bókmenntaarfí, sem birtist okkur til dæmis í verkum Sha- kespeares. Sérhæfð fagþekking þeirra virtist góð á ýmsum sviðum, en kunnátta þeirra var ekki eins almenn og við mátti búast. Auknar faglegar kröfur Einn reyndasti raungreinakenn- ari landsins, Jón Hafsteinn Jónsson, sagði í Morgunblaðinu 26. nóvember sl. að svarið við áhyggjum manna yfír lélegum árangri íslenskra nem- enda í raungreinum væri það að auka faglegar kröfur, raða í bekki eftir áhuga og getu og skipa svo málum að það væri nemandinn sjálf- ur sem bæri ábyrgð á frammistöðu sinni. Þetta em mjög skýr sjónarmið, sem boða myndu miklar breytingar frá ríkjandi skólastefnu. Krafa um aukinn metnað hlýtur að spretta af þessari umræðu og alla vega er ljóst að sú áhersla sem lögð hefur verið, meðal annars með blöndun í bekki, skilar ekki þeim árangri sem við getum sætt okkur við, í alþjóðlegum samanburði. Einar K. Guðfinnsson I I I I I I i t I t s í í s t L i L H f t L L '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.