Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hvar er einka-
væðingin?
PÓLITÍSK umræða
og þróun undanfarinn
áratug hefur ein-
kennst af auknu
fijálsræði í viðskipt-
um. Hvarvetna hefur
verið horfið frá ríkis-
rekstri og öðrum opin-
berum rekstri og
einkaaðilum falið að
taka við. Ríkisstjórnir
allt frá Moskvu til
Mexíkó hafa keppst
við að losa sig undan
rekstri fyrirtækja og
færa ýmsa þjónustu
sem hið opinbera hef-
ur sinnt til einkaaðila.
Skýringin er ofur einföld, menn
hafa komist að því að öll sú starf-
semi sem einkaaðilar, þ.e. almenn-
ingur getur sinnt, er betur komin
í höndum almennings en í bákninu.
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar
eru engin undantekning á þessu.
í kaflanum um einkavæðingu í
stefnuyfirlýsingu síðustu ríkis-
stjómar segir m.a.: „Ríkisstjórnin
mun selja ríkisfyrirtæki og fela
einkaaðilum verkefni og þjónustu
að undangengnum útboðum, auk
þess sem hagrætt verður í rekstri
hins opinbera.“ Sú ríkisstjóm sem
nú situr tók ekki eins
djúpt í árinni, en stefn-
an er engu að síður
skýr, þar sem í stefnu-
yfirlýsingu hennar
segir m.a.: „Að leggja
skuli fram áætlun um
verkefni á sviði einka-
væðingar sem unnið
verður að á kjörtíma-
bilinu. Áhersla verður
lögð á að breyta
rekstrarformi ríkisvið-
skiptabanka og fjár-
festingarlánasjóða.
Það á einnig við um
fyrirtæki og stofnanir
í eigu ríkisins sem em
í samkeppni við einkaaðila. Unnið
verður að sölu ríkisfyrirtækja á
kjörtímabilinu í samræmi við
ákvarðanir Alþingis." Þrátt fyrir
þessi góðu áform virðist sem hægt
hafi á framkvæmdinni. í tíð síð-
ustu ríkisstjórnar var ýmis starf-
semi á vegum hins opinbera ýmist
lögð niður, eða seld fyrirtækjum
og almenningi. Þannig losaði ríkið
sig út úr prentsmiðjurekstri, ferða-
þjónustu, flutningastarfsemi, út-
gerð og fiskvinnslu og seldi þann-
ig fyrirtæki fyrir rúma tvo millj-
arða króna sem þó var langt und-
Kjartan G.
Gunnarsson
Jólaskórnir komnir
4 gerðir af uppreimuðum
stelpuskóm í st. 28-37.
Smáskór
í hláu húsi við Fákafen.
Moonboots
\
TODDtÍlboð
Litir: Svartir o.fl.
Stærðir: 25/26-
31/32
Verð: 995,-
Ath.: Með þykku hlýfóðri og stömum sóla
V.
Póstsendum samdægurs
Toppskórinn
• Veltusundi við ingólfstorg
• Sími 5521212.
- kjarni málsins!
Frá því ríkisstjómin tók
til starfa, segir Kjartan
G. Gunnarsson, Jþefur
ekkert ríkisfyrirtæki
verið selt.
Á bókasafni
í 20ár
ir þeim markmiðum sem sett höfðu
verið. Frá því að þessi ríkisstjóm
tók til starfa hefur hins, vegar
ekkert ríkisfyrirtæki veriðjselt og
er þó kjörtímabil ríkisstjórnarinnar
bráðum hálfnað. Ljóst er að ekki
skortir verkefnin, en hraða þarf
framkvæmd þeirra, þar sem ríkið
er ennþá einn af stærstu aðilum
á sviði verslunar, fjármálaþjón-
ustu, iðnaðar, fjarskipta og þjón-
ustu, svo fátt eitt sé nefnt.
Hagur almennings af einkavæð-
ingu er augljós. Nægur markaður
er fyrir langstærstan hluta þeirra
fyriitækja sem til stendur að
einkavæða og reynsla annarra
þjóða, sem lengra eru komnar á
því sviði, af einkavæðingu er mjög
góð. Sem dæmi má nefna að í
Bretlandi hefur verið reiknað út
að þau fyrirtæki sem voru einkav-
ædd á níunda áratugnum kostuðu
hvern skattgreiðanda um það bil
30.000 krónur á ári fyrir einka-
væðingu. Eftir að sömu fyrirtæki
voru komin í hendur almennings,
skila þau í ríkissjóð samtals kr.
10.000 á ári á hvern skattgreið-
anda. Umskiptin eru gríðarleg.
Auk þess hefur verð á þjónustu
þeirra almennt lækkað og hún
batnað. Jafnframt hefur það sýnt
sig í skoðanakönnunum meðal
starfsfólks þeirra fyrirtækja sem
hafa verið einkavædd að þeir vilja
almennt ekki snúa til fyrra horfs.
Um heim allan keppast þjóðir
við að styrkja samkeppnisstöðu
sína með markaðsvæðingu hag-
kerfisins og því verða íslendingar
að gæta þess að dragast ekki aft-
ur úr að þessu leyti. Brýnt er að
ríkisstjórnin hefjist þegar handa
við að forgangsraða verkefnum á
þessu sviði og ljúka mikilvægustu
verkefnunum á þessu kjörtímabili.
Höfundur er í nefnd
Verslunarráðs íslands um
einkavæðingv.
Erfiðið og
uppskeran?
Um síðustu áramót
komst ég að þeirri
staðreynd að 20 ár
voru frá því að ég hóf
störf við Héraðsbóka-
safn Austur-Skafta-
fellssýslu. Það þyrmdi
yfir mig um stund
vegna þess að mér
fannst í rauninni að ég
væri ekki svo gömul,
en ég ákvað að horfast
í augu við staðreynd-
irnar og fór að hlakka
til þess dags þegar
bæjarstjórinn sendi
mér gullbryddað boðs-
kort í veisluna, sem haidin yrði af
þessu tilefni. Mér yrði náttúrulega
afhent gullúr með kærum þökkum
fyrir vel unnin störf í þágu menn-
ingarmála hér á staðnum og upp-
byggingu bókasafnsins, enda búin
að flytja það á milli húsa fjórum
sinnum á þessum árum. Fyrst úr
Ráðhúsinu og yfir í Heppuskóla,
þaðan í núverandi húsnæði Spari-
sjóðs Hornafjarðar og nágrennis,
en þá var það flutt í núverandi
húsnæði að Hafnarbraut 36. Reynd-
ar var ég líka farin að velta fyrir
mér hvernig maður ætti að klæðast
við þesskonar uppákomur, (ég
meina nú í sambandi við afhending-
ar á viðurkenningum). Ætti ég að
draga fram samkvæmiskjól, nú eða
ætti ég kannske að koma mér upp
skautbúningi, eða láta upphlut
nægja? Árans vandræði, ég á auð-
vitað hvorki skautbúning né upp-
hlut og samkvæmiskjóllinn, nei,
gleymum því.
Það leið og beið aldrei kom boðs-
kort og heldur ekki þakklætiskort,
þannig að nú ætla ég bara að bíða
og sjá til hvort 25 ár duga fyrir
viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
Svo held ég líka að ég sé komin
með lengstan starfsaldur hjá bæn-
um, en ég hugsa að það sé í sumra
augum bara ekki nóg
að vera bókavörður,
það þarf eitthvað meira
til.
Bókvitið
og askarnir
En nú er það svo í
þessu starfi að bóka-
vörður þarf helst að
vera betur að sér en
fræðimenn á öllum
sviðum mannlegrar
þekkingar, hann þarf
að henda reiður á nýj-
ustu framleiðslu tölvur-
isanna, húsagerðarlist,
ritverkum helst allra
Nóbelsskálda, þykkt
Grænlandsjökuls, há-
hitasvæða á Nýja-Sjálandi, íbúa-
fjölda í Kína (helst engin frávik),
símanúmerum í San Francisco,
samgöngum í Guatemala, örveiru-
fræði, nýjustu fréttaskýringaþætt-
ina þarf hann að sjá og geta jafn-
Hver nennir, spyr
Guðný Svavarsdóttir,
að taka tölvuna með sér
í rúmið eða ferðalagið?
vel útskýrt, og þannig má halda
áfram alveg endalaust.
Mig langar að koma með dæmi
um hvað það er sem bókavörður fær
sem „aukabúgrein“ eða þannig.
Fyrir um það bil 2 árum var þess
farið á leit við mig að ég tæki að
mér að þjálfa keppnislið Framhalds-
skóla Austur-Skaftafellssýslu fyrir
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, „Gettu betur“ mér var bæði
ljúft og skylt að verða við því,
bæði vegna þess að mér fannst
verkefnið spennandi og ekki síst
það að spurningakeppnir eru eitt
það skemmtilegasta fjölmiðlaefni
sem til er, að mínu áliti. Við ákváð-
um að nota okkur aðstöðuna á
Guðný
Svavarsdóttir
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember
Einn heimur - ein von
Á MORGUN, 1.
desember, ,er alþjóð-
legi alnæmisdagur-
inn. The Joint United
Nations Programme
on HIV/AIDS (UNA-
IDS) hefur gert „Einn
heimur. Ein von“ að
kjörorði dagsins. Það
er ákall um víðtækari
viðbrögð og ábyrgð
gagnvart alnæmis-
vandanum, hvatning
til allra um að leggja
niður ágreiningsmál
sín og vinna saman
gegn útbreiðslu al-
næmis og draga úr
áhrifum þess hvar-
vetna í heiminum. Kjörorð dags-
ins endurspeglar líka þá von að
fljótlega takist að finna lækningu
við sjúkdómnum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in telur að í heiminum í dag séu
yfir 20 milljónir manna smitaðar
af HlV-veirunni og að um fímm
manns smitist á hverri mínútu.
Sjúkdómurinn hefur greinst í 152
löndum í öllum heimsálfum. Hröð-
ust er útbreiðslan í Afríku en einn-
ig er útbreiðslan hröð í Suðaustur-
Asíu um þessar mundir. Þrátt fyr-
ir að fundist hafi lyf sem draga
mjög úr sjúkdómseinkennum og
auki lífsh'kur sjúklinga er enn eng-
jn lækning til við al-
næmi. Fátækari þjóð-
ir, sem ekki hafa efni
á að kaupa þessi lyf,
verða að treysta á ríku
þjóðirnar að þær láti
í té næga peninga til
þess að lækning megi
finnast sem allra
fyrst. Þangað til það
tekst verðum við að
einbeita okkur að
öflugu forvamastarfi
þannig að sem fæstir
smitist og einnig hlúa
vel að þeim sem nú
þegar eru smitaðir.
Fordómar í garð alnæ-
missmitaðra eru löstur
á mannlegu samfélagi og gegn
þeim verður að vinna. Beijumst
gegn alnæmi, ekki gegn alnæmis-
sjúkum.
Það er Alþjóðlegum ung-
mennaskiptum (AUS), sem um
35 ára skeið hafa barist gegn
hvers konar fordómum jafnt inn-
anlands sem utan, sönn ánægja
að vera þátttakendur í átaki þann
1. desember ásamt Alnæmissam-
tökunum og Ungmennahreyf-
ingu Rauða kross íslands
(URKÍ). Sjálfboðaliðar frá þess-
um samtökum munu á morgun
gefa 30.000 rauða borða, sama
fjölda upplýsingabæklinga um
alnæmi frá landlæknisembætt-
inu, auk póstkorta sem minna
eiga á baráttuna gegn sjúkdómn-
um.
Það er einlæg von mín allir taki
vel á móti þessum sjálfboðaliðum
og setji upp rauða borðann þann
Að bera rauða borðann,
segir Steindór Ivars-
son, er ætlað að sýna
samúð og stuðning við
fólk sem er smitað eða
sjúkt af alnæmi.
1. desember. Með því að bera
rauða borðann sýnum við samúð
og stuðning við fólk sem er smitað
eða sjúkt af alnæmi, tökum undir
kröfuna um umræður í þjóðfélag-
inu og látum þá ósk okkar í ljós
að lækning fínnist við alnæmi.
Rauði borðinn er leið til þess að
gera alnæmi sýnilegt í þjóðfélag-
inu.
Höfundur er formaður AUS -
Alþjóðlegra ungmcnnaskipta - og
félagi í Alnæmissamtökunum.
Steindór
ívarsson