Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ofbeldi - fíkniefni
- fallinn skóli
Hjálmar
Arnason
HIN friðsama þjóð,
íslendingar, er að
vakna u})p við vondan
draum. I okkar litla
landi eru að rísa upp
vandamál sem við höf-
um ekki þurft að glíma
við áður. Börnin okkar
sum virðast vera að
breytast í skrímsli sem
ráðast á jafnaldra sína,
foreldra eða gamal-
menni og skeyta engu
um aðferðir eða afleið-
ingar. Blóð vellur og
fólk þjáist. Fíkniefni
og afbrot taka á sig
sífellt skelfilegri
mynd. Og nú hefur
skólakerfið okkar fallið á prófi þjóð-
anna. Skeggöld, skálmöld, vindöld,
vargöld. Hvað veldur þessum
ósköpum? Svarið er ekki einhlítt
og enginn einn verður dreginn til
ábyrgðar. Þjóðfélagið allt ber sök
og því verðum við öll að bregðast
við. Við megum ekki hverfa ofan
í skotgrafírnar og byija gamla leik-
inn um að benda á „hina“ alla sem
sökudólga. Ég leyfi mér að nefna
nokkur atriði til skoðunar.
Agalaust heimili?
Æ oftar má heyra fólk tala um
að agaleysi sé orðið alvarlegt í sam-
félagi okkar. Erfitt er að henda
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- ÞarfœrÖu gjöfina -
reiður á hvað við er
átt með hugtakinu agi.
En ég hygg að nokkur
sannleikur sé til í þess-
um vangaveltum. I
mínum huga er ekki
nokkur vafi á því að
langur vinnutími, lágt
kaup og miklar kröfur
um lífsins gæði eigi
ríkan þátt í rótleysi
barna og unglinga.
Foreldrar, flestir,
vinna utan heimilis,
gjarnan langan vinnu-
dag og eru svo þreyttir
við heimkomuna að lít-
ill ef nokkur tími gefst
til að sinna þeirri frum-
skyldu okkar foreldra að vera með
og elska börnin okkar. í mörgum
tilvikum er orsök hins langa vinnu-
dags sú nauðsyn að geta brauð-
fætt sig og sína. En skyldi ekki í
örum tilvikum líka spurningin snú-
ast um forgangsmál, veraldleg lífs-
gæði, stærri bíl, utanferðir, stærra
hús og aðeins fínni mublur? Þar
með eru hinir forgengilegu hlutir
farnir að stjórna lífi okkar og
tíminn handa börnunum víkur fyrir
hinum harða húsbónda - næstu
afborgun. í foreldra stað setjast til
umönnunar kvikmyndir, sem ein-
kennast af ofbeldi og frumlegum
drápum þar sem jafnvel hinir lim-
lestu standa upp snyrtilegir með
bros á vör og kaldriíjaðan húmor.
Það er töff að lemja og vera lam-
inn. Það verður töff að dópa og
deyða. Örþreyttir foreldrar koma
sér fyrir í nýjum hægindastólum
og hafa ekki orku til að hlusta á
nöldrið í krökkunum sem vita vart
sitt ijúkandi ráð. í miðborg Reykja-
víkur safnast um helgar nærri 5
þúsund krakkar, margir á barns-
aldri og illa drukknir. Þetta jafn-
gildir því að um hálf milljón krakka
safnaðist um helgar á Times
Square í New York. Er nema von
að útlendingum bregði? Og hver
ræður? Allir mega vera úti og af
því að allir mega vera úti í nótt
má mitt barn það líka. Þetta er
uppgjöf, þreyta og agaleysi. Börnin
glata því agaða umhverfi sem þau
Topptilboð
Barnaskór
Tegund: 4119a
Tegund: 4119b
Litir: Svartir, hvítir
og rauðir.
Stærðir: 22-30
Verð: 995,
Ath.: Mikið úrval af barnaspariskóm
Póstsendum samdægurs
joppskórinn
• Veltusundi við Ingólfstorg
•Sími 552 1212.
þurfa til að ná áttum í lífinu. Aga
og ástúð foreldra til að geta rækt-
að í sér manneskjuna og væntum-
þykjuna - til að hafa fótfestu í til-
verunni. Grun hef ég um að tími
sé kominn fyrir okkur til að endur-
Er ekki tímabært, spyr
Hjálmar Arnason, að
herða agann
á okkur öllum?
skoða forgangsröðunina - fórna
einhveiju í þágu barnanna.
í skólanum
Skólakerfi okkar hefur um ára-
bil fengið svipað hlutfall af þjóðar-
tekjum og hinar vanþróuðustu
þjóðir heims veita til menntunar.
Skyldi vera tilviljun að geta okka
í stærðfræði og raungreinum er
svipuð o g hjá þessum sömu þjóðum.
Og við ætlum kennurum okkar að
leysa vandann sem við ráðum illa
við heima. 25-28 krakkar í bekk,
af öllum þroskastigum og mörg
hver vanrækt heima við. Svo á
kennarinn að leysa vandann, þessi
sami kennari og neyðist til að
kenna tvöfalt til að geta séð sínum
farboða nema hann/hún sé svo lán-
söm að eiga fyrirvinnu og geti því
tekið kennsluna sem hálfs dags
starf. Nýjum vandamálum samfé-
lagsins er velt inn í skólann til
lausnar, kynfræðslu, bindindis-
fræðslu, fíkniefnafræðslu, umferð-
arfræðslu og flestu öðru til viðbót-
ar þessum hefðbundnu námsgrein-
um. Sama upplausnin gerir vart
við sig innan veggja skólans enda
þrífst hún víðast í þjóðfélaginu.
En kennarar hafa hugsanlega
ekki fylgt eftir tímans kalli. Er
hugsanlegt að kennarar hafi ein-
angrað starf sitt um of frá lífínu
utan skóla? Getur verið að við höf-
um fest okkur í úreltum kennsluað-
ferðum? Getur verið að blöndun i
bekki hafi ekki gengið upp með
þeim afleiðingum að kröfur og agi
hafa farið hnignandi með ári
hveiju? Fyrir nokkrum árum var
dregið úr svonefndum utanbókar-
lærdómi. Var það rétt stefna? Fá
krakkarnir okkar nóga hreyfingu?
Eru þau nógu vel nærð? Erum við
e.t.v. að kenna allt of margar náms-
greinar í einu? Án þess samt að
gera nógu miklar kröfur til hvers
og eins? Af hveiju leiðist svona
mörgum börnum í skóla, jafnvel á
fyrstu árum? Hafa þau ekki nóg
að gera?
Að sinna
börnunum
Fleiri spurningum má velta upp.
Hér skal þó staðar numið. Við verð-
um að horfast í augu við alvöru
málsins. Við skuldum börnum okk-
ar það að leysa vandann í samein-
ingu. Mennt er máttur. Hún er
máttur af því í henni á að felast
sá nauðsynlegi sjálfsagi sem leiðir
hvern einstakling til þroska og
visku. Til þess að barnið fái lært
þarf það að búa við agað umhverfí
á öllum sviðum. Það þarf að vita
til hvers af því er ætlast og hversu
langt það má ganga. En það þarf
líka að þekkja takmörk. Og í þessu
agaða umhverfi á barnið okkar að
finna umhyggju og ástúð frá sínum
nánustu. Til þess þurfum við hinir
fullorðnu líka að raða börnum okk-
ar í þá forgangsröð sem þeim ber
- ofar lífsþægindum og sjálfsdekri
okkar. Þessi sama röðun ætti þá
líka að endurspeglast í vilja okkar
til að byggja upp öflugt mennta-
kerfí og tala af virðingu og trausti
um þá sem vilja sinna börnum okk-
ar í skólum landsins í stað þess að
ausa stöðugum fúkyrðum yfír fólk
sem gerir sitt besta við erfiðar
aðstæður. Er ekki orðið tímabært
að herða agann á okkur öllum?
Höfundur er alþingismaður og
fyrrverandi skólameistari.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
877 þáttur
RÚNAR Kristjánsson á
Skagaströnd leggur fyrir mig
úrlausnarefni sem ég hef gaman
af að fjalla um. Mér þykir rétt
að birta bréf hans allt, en töluset
efnisatriði og svara hveiju fyrir
sig jafnóðum.
1) „Ég hef að undanförnu tek-
ið eftir því, að í fjölmiðlum segja
menn „gosmakkarins" þegar þeir
tala um gosið í Vatnajökli. Ég
hef tilhneigingu til að segja
gosmökksins, hitt þykir mér ekki
gott. En heyrt hef ég þetta sagt
oftar en einu sinni. Hvað segir
þú um þetta?“
Svar: Orðið mökkur er í þeim
beygingaflokki sem kallast u-
stofnar. Við skulum ekki flækja
málið að óþörfu. í þessum flokki
er gott beygingardæmi köttur.
Það er í eignarfalli með greini
kattarins. Sömuleiðis er eignar-
fall af örn með greini arnarins
og af fjörður fjarðarins.
Það er því rétt að segja gos-
makkarins. Hitt skal viðurkennt
að sum orð í þessum flokki hafa
fengið eignarfall í stíl við
„mökksins“, svo sem björn. Við
segjum ekki alltaf til bjarnar,
einkanlega ekki þegar þetta er
mannsnafn. Þá förum við gjama
til Björns sem vel gæti verið
Björnsson. Gamlir menn sögðu
hins vegar Bjarnarson, en það
vildi í framburði ruglast saman
við Bjarnason.
Aðeins viðbót: Orðið kökkur
er víst ekki mjög algengt í eign-
arfalli, en ég segði kakkarins,
fremur en „kökksins".
2) „í fréttum hef ég séð að á
hurðum í húsi réttargæslunnar
stendur „Dómsalur"! Mér finnst
að þar eigi að standa Dómssalur."
Hér verður umsjónarmaður að
viðhafa nokkrar málalengingar.
íslenska er svo rík að eiga þrenns
konar samsetningarfæri. Við
getum búið til stofnsamsetning-
ar (fast samsett), eignarfalls-
samsetningar (laust samsett) og
tengistafs- eða bandstafssam-
setningar. Síðasta gerðin er svo
sjaldgæf, að ég sleppi að útskýra
hana frekar nú.
Stofn nafnorða kemur fram í
þolfalli eintölu lýsingarorða í
kvenkyni, eintölu og frumstigi
og sagna, þegar numin hefur
verið aftan af nafnháttarending.
Dæmi: Stofn orðsins dómur er
dóm, lýsingarorðsins stór er
stór og sagnarinnar að dæma
dæm.
Nú höfum við fijálst val um
samsetningar af dómur: annað-
hvort tökum við stofninn dóm
eða eignarfallið dóms. Mér þykir
dómsalur fallegra en ’dómssal-
ur, einkanlega vegna þess að
síðari hlutinn hefst á s-hljóði. Á
sama veg vel ég orðmyndirnar
skipstjóri og hreppstjóri frem-
ur en *skipsstjóri og *hrepps-
stjóri.
3) „Guðmundur Bjarnason
ráðherra sagði í hádegisfréttum
11. okt. sl. að nú væri farið að
„grafa ofan í skurðina“ og meinti
þá að mokað yrði ofan í þá! Er
þetta hægt?“
Svar. Tæknilega er þetta
hægt, en ég held að ráðherra
hafí mistalað sig.
4) „Annað vil ég nefna. Ég
hef yfirleitt talað um regnskúrir
(kvk. flt.), en hitt hef ég hér
menn sem segja „regnskúrirnir"
(kk. flt.)! Einn maður sagði mér
að hann hefði alltaf heyrt talað
um „regnskúra" en ekki skúrir.
Mér þykir fara betur á því að
talað sé um skúrir, en gaman
væri að heyra þitt sjónarmið í
þessu.
Með hlýrri norðankveðju.“
Svar. Ég held að flestir lands-
menn séu þarna sammála Rún-
ari. En karlkyn orðsins skúr (=
regnskúr) tíðkast þó víða um
Norðurland austanvert að
minnsta kosti, og við það er ég
alinn upp og tala því svo. Skylt
er að geta þess að Éyfirðingurinn
Jónas Hallgrímsson hafði þó
skúr kvenkyns í sögunni Grasa-
ferð.
Sjónarmið mitt er það, að
þarna skuli málvenja eftir lands-
hlutum og svo smekkur ráða.
Mörg orð eru til í fleiri en einu
kyni.
Kveð ég svo Rúnar Kristjáns-
son með virktum.
Vilfríður vestan kvað:
Þau hjónin Gautur og Grima
af gimd ekki stóðu í bríma;
aldrei sáust þau saman,
og ef þau gerðu sér gaman,
var gripið til Pósts & síma.
★
Erlingur Sigtryggsson kom
mér í nokkum vanda með þessari
vísu:
Um Intemetið ykkur fetið,
ef þið getið,
því þar eru margar fagrar frúr
farnar úr.
Hrynjandin (rutminn) í þessu
er þó slík, að ég flokka þetta í
þeirri grein ferskeytluættar sem
heitir úrkast. Fyrri hluti vísunn-
ar með aðalhendingar bæði lang-
setis og þversetis er eins og í því
afbrigði úrkasts sem fiðlulag
nefnist. Síðari hlutinn er einna
helst valstýfa (af stafhendu-
ætt). Vísan er því bastarður.
★
Glðggur var gamli Cató,
svo greinir víst sérhvert dató.
Hann legði sitt lag,
ef hann lifði í dag
við leiðandi menn innan Nató.
(Rúnar Kristjánsson.)
★
Skilríkum mönnum þóknast
ekki (né heldur umsjm.) þegar
hér í blaðinu er sagt „niður und-
ir Afríkustrendur“ í stað suður
undir o.s.frv. Orðtakið norður
og niður merkir t.d. ekki norður
og suður, heldur norður og ofan.
En fréttastofa útvarpsins fær
plús fyrir að muna eftir að ísland
er í Evrópu, þó að ekki sé það á
meginlandi hennar. Kyndugt
hins vegar að heyra að Páll Pét-
ursson hefði vísað ásökunum Jó-
hönnu Sigurðardóttur heim „til
föðurhúsanna".
ATH. í síðasta þætti féll niður
að hundi var gefin ijúpa „að
borða“. Beðist er velvirðingar á
þessu.