Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30.NÓVEMBER1996 37 JMtogmiÞIafrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARAR UNDAN MILOSEVIC FJÖLDAMÓTMÆLIN á götum Belgrad og annarra borga í Júgóslavíu undanfarna daga eru enn ein birtingar- mynd breytts stjórnmálaástands í mörgum fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu, þar sem almenningur hefur fengið sig fullsaddan á stjórn misvel endurhæfðra kommúnista. í Júgóslavíu, sem nú samanstendur aðeins af lýðveldunum Serbíu og Svartfjallalandi, hafa kommúnist- ar raunar aldrei látið af völdum — Slobodan Milosevic for- seti, sem var áður leiðtogi Kommúnistaflokks Serbíu, gerði ekki annað en skipta um nafn á flokki sínum og kalla hann Sósíalistaflokk. Milosevic hefur nú látið ógilda úrslit sveitarstjórnakosn- inga, sem flokkur hans tapaði fyrr í mánuðinum, þrátt fyrir að sósíalistar ráði yfir flestum fjölmiðlum landsins. Það er ekki nýtt að forsetinn sé sakaður um að hagræða kosningaúrslitum. Mótmælendur, sem í fyrstu kröfðust þess að kosningaúrslitin yrðu virt, heimta nú hins vegar afsögn Milosevics. Forsetinn gæti gripið til sömu örþrifaráða og 1991, er hann sigaði skriðdrekasveitum á mótmælendur á götum úti. Hins vegar heyrast nú í fyrsta sinn óánægjuraddir í hans eigin flokki. Milosevic hefur sætt mikilli gagnrýni á alþjóðlegum vettvangi. Hann komst upphaflega til valda sem forseti Serbíu vegna þess að hann hét því að berja niður sjálfstæðishreyfingu albanska meirihlutans í Kosovo- héraði. Það hefur hann gert með harðýðgi. Hann hefur einnig kúgað ungverska minnihlutann í Vojvodinu og síauk- innar óánægju gætir með valdníðslu forsetans og samstarfs- manna hans í Svartfjallalandi. Þrátt fyrir að Milosevic beri að stórum hluta ábyrgð á stríðinu, sem geisaði á Balkanskaga árum saman eftir að gamla Júgóslavía leystist upp, telja ýmsir á Vesturlöndum að hann sé sá eini, sem geti haldið stríðsmönnum Bosníu- Serba í skefjum og fengið’þá til að halda Dayton-friðarsam- komulagið. Hvarf hans úr valdastóli kynni að valda titringi á Balkanskaga, en ljóst er að smátt og smátt fjarar undan einum síðasta kommúnistaleiðtoganum í Austur-Evrópu. BÆTT STAÐA LÍFEYRISSJÓÐA STAÐA LÍFEYRISSJÓÐA á almennum vinnumarkaði héfur batnað verulega síðustu árin og er nú svo kom- ið, að langflestir þeirra eiga fyrir skuldbindingum sínum. Það sama verður ekki sagt um stöðu opinberra lífeyris- sjóða, en halli vegna skuldbindinga þeirra hefur hlaðizt upp. Umskiptin á fjárhagsstöðu sameignarsjóðanna á almenn- um vinnumarkaði má rekja til ýmissa aðgerða þeirra til að treysta hana. Þar skiptir mestu máli, að nú eru greidd iðgjöld af yfirvinnu en ekki aðeins dagvinnu eins og áður, réttindi sjóðsfélaga hafa verið skert, t.d. með takmörkun á makalífeyri og hækkun lífeyrisaldurs, dregið hefur verið úr rekstrarkostnaði og loks hefur ávöxtun sjóðanna verið há. Síðustu árin hefur verið unnið að sameiningu lífeyris- sjóða til að styrkja stöðu þeirra og draga úr rekstrarkostn- aði. Samkvæmt skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans fækk- aði þeim úr 56 í 44 á árunum 1991-1995. Fyrirsjáanlegt er, að þeim muni fækka um níu á þessu ári og því næsta og verða lífeyrissjóðirnir á almennum markaði þá 35 tals- ins. Enn ein ástæðan fyrir sameiningu sjóðanna er, að fjöl- breyttari ávöxtunartækifæri heima og erlendis hafa kallað á sérfræðiþekkingu í fjárfestingum, en stóru sjóðirnir geta fremur borið kostnað af því en litlir. Við mat á stöðu lífeyrissjóðanna hefur verið miðað við 3,5% ávöxtun, en ljóst er við endurmat á verðbréfaeign þeirra, að heildareignir á móti skuldbindingum eru meiri, því flest- ir sjóðirnir fá mun hærri ávöxtun næstu árin og áratugina. Sem dæmi má nefna, að Lífeyrissjóður verzlunarmanna á samkvæmt tryggingamati, sem gert var á síðasta ári, rúma 3,7 milljarða króna umfram áfallnar skuldbindingar og hef- ur verðbréfaeign þá ekki verið endurmetin. Nokkrir sjóðir, sem eiga ekki að fullu fyrir áföllnum skuldbindingum miðað við 3,5% ávöxtun, eiga það við endurmat á verðbréfaeign. Að því bezt verður séð geta sumir sjóðirnir aukið rétt- indi sjóðsfélaga og er það ánægjuleg breyting. Samkomu- lag ASÍ og VSÍ um lífeyrismál gerir ráð fyrir, að það skuli gert eigi lífeyrissjóðirnir eignir umfram skuldbindingar og skal það metið árlega. ísfélag Vestmannaeyja, elsta hlutafélag landsins, verður 95 ára á morgun STJÓRN og varastjórn ísfélags Vestmannaeyja ásamt framkvæmdastjóra, fjármála- stjóra og endurskoðanda. Siljandi eru Auður Einarsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Sigurð- ur Einarsson framkvæmdasljóri og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Fyrir aftan þau standa Eyjólfur Martinsson, Ágúst Bergsson, Þórarinn Sigurðsson, Birkir Leósson endurskoðandi og Hörður Óskarsson fjármálasljóri. H J_______ tr. ÞRÍR af forystumönnum ísfélagsins um langt árabil leggja á ráðin um reksturinn árið 1982, f.v. Björn Guðmundsson stjórnarformaður, Einar Siguijónsson fram- kvæmdastjóri og Kristinn Pálsson, stjórnarmaður. Björn Guðmundsson var stjórnar- formaður í aldarfjórðung á miklum uppbyggingar- og umbrotatíma í sögu Isfélags Vestmannaeyja. Kristinn Pálsson tók við formennsku þegar Bjöm hætti í stjórninni. Þurftu betri aðstöðu til að geyma beituna Á morgun verður þess minnst í Vestmannaeyjum að 95 ár eru liðin frá stofnun ísfélags Vestmanna- eyja, elsta starfandi hlutafélags landsins. ísfélagið varð fyrst íslenskra fyrirtækja til að setja á stofn vélbúið frystihús. Helgi Bjarnason rifjar upp sögu félagsins og segir frá starfseminni í dag. ÞEGAR línuútgerð hófst í Vestmannaeyjum rétt fyrir aldamót voru sífelldir erfið- leikar með að geyma beitu, sérstaklega síld, þegar hún fékkst. Skipshafnir byggðu sér litla ískofa víða um Heimaey. Mönnum varð það æ ljósara með ári hveiju að þessi ís- hróf og beitugeymslur Eyjasjómanna voru ekki til frambúðar. Hina full- komnustu tækni, er þeir þá vissu deili á í þessum efnum, urðu Eyjamenn að taka í þjónustu sína. Þeir skyldu eignast íshús. Þannig lýsir Þorsteinn Þ. Víglundsson aðdragandanum að stofnun ísfélags Vestmannaeyja í rit- gerð sem m.a. birtist í 90 ára afmælis- riti ísfélagsins. Söfnuðu ís og snjó Á almennum fundi í kauptúninu um miðjan nóvember 1901 var ákveð- ið að stofna til hlutafélags til að hrinda íshúshugmyndinni í framkvæmd. Stofníundur félagsins sem hlut nafnið ísfélag Vestmannaeyja var síðan hald- inn 1. desember og var teinn Jónsson héraðslæknir kosinn fyrsti formaður stjórnar. Fyrsta frosthús félagsins var reist árið eftir og kostaði 3.200 kr. Bijað var að safna í það ís og snjó þá um veturinn. Högni Sigurðsson var ráðinn íshúsvörður. í fyrstu gekk á ýmsu með reksturinn, erfitt var með rekstrarfé og að afla íss og beitu og geyma hana óskemmda. Víða kemur fram að leitað var til Jóhannesar Nor- dals, íshúsvarðar í Reykjavík, um ráð við undirbúning félagsins og byggingu frosthússins. Sigurður Einarsson, nú- . verandi framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir skrítið að lesa sögu félagsins. Það hafi verið stofnað áður en vélbátaöldin hófst og uppbyggingin hafi gengið ótrúlega hratt. Þá segir hann að þó félagið sé elsta starfandi hlutafélag landsins sé greinilegt að stofnendurnir hafi kunnað til verka við stofnun hluta- félags. Fundargerðabækur ísfélagsins eru til frá upphafi og ljósrit af fundar- gerð stofnfundarins og hlutabréfum hanga uppi á skrifstofu félagsins. Mikill vöxtur var í vélbátaútgerð í Vestmannaeyjum á fyrsta tug 20. ald- ar og sjómenn þurftu meiri og betri beitu. Undir forystu Gísla J. Johnsens, sem lengi var stjórnarformaður ísfé- lagsins, var ráðist í að byggja nýtt íshús og búa það frystivélum. Þetta fyrsta vélknúna frystihús á íslandi tók síðan til starfa í árslok 1908, á Nýja- bæjarhellu en á þeim stað hefur félag- ið verið með starfsemi frá þeim tíma. Breytt í útflutningsfyrirtæki Húsakynni félagsins voru endurbætt og stækkuð nokkrum sinnum á næstu árum og það var í kjötviðskiptum um tíma. Á árinu 1937 voru lögð drög að breytingum íshússins í hraðfrystihús og nýbyggingu. Með þeirri fram- kvæmd hófst nýr kafli í sögu ísfélags Vestmannaeyja, eins og atvinnusögu landsins. Heilfrysting fisks hófst 1940 og með lagabreytingum árið 1949 er félagið gert að útflutningsfyrirtæki og opnaðir möguleikar til útgerðar. Á þessum árum var Tómas Guðjónsson stjórnarfomiaður, alls í sautján ár. Á árinu 1956 gengu nokkrir útgerð- armenn til liðs við félagið, gerðust hlut- hafar, og bátar þeirra lögðu upp afla hjá því. Styrkti þetta félagið mjög eft- ir nokkra erfiðleika. Nýir menn voru kosnir í stjórn. Einn þeirra var Bjöm Guðmundsson sem varð stjómarform- aður tveimur árum síðar og gegndi því embætti í 25 ár. ~ ~ Frystihús á Raku frystl- Kirkjusandi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MEGINSTARFSEMI ísfélagsins var í þessu húsi í áratugi. Það setur enn mikinn svip á umhverfi sitt í Vestmannaeyjum. ÖLL fiskvinnsla ísfélagsins fer nú fram í húsakynnum sem til- heyrðu Hraðfrystistöð Vestmannaeyja fyrir sameiningu. Er nú verið að byggja við húsið. hús í Reykja- vík í gosinu Starfsemi fyrirtækisins stóð í blóma þegar Vest- mannaeyjagosið hófst í janúar 1973. Nýbyggt saltfiskverkun- arhús eyðilagðist í gosinu en hraunið stöðvaðist við vegg.vélasalar fyrirtæk- isins. Stjórnendur ísfélagsins tóku þá sögulegu ákvörðun að kaupa frystihús á Kirkjusandi í Reykjavík en það var þá í eigu Tryggva Ofeigssonar. Starfs- fólk félagsins, sem var búsett víða á höfuðborgarsvæðinu, hóf nú vinnu á Kirkjusandi. Strax og gosinu lauk var hafist handa við uppbyggingu að nýju í Eyjum og hófst starfsemi þar réttu ári eftir að gosið hófst. Frystihúsið á Kirkjusandi var þó rekið í tvö ár eða þar til það var selt Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. ísfélagið byggði einnig hús í Þorlákshöfn til að taka á móti fiski í gosinu. Á þessum tíma var einnig farið að huga að eigin útgerð. Fyrsta skrefið í þá átt var togarinn Klakkur sem kom nýr frá Póllandi 1977 en ísfélagið og tvö önnur fyrirtæki stóðu að smíði skipsins. Á næstu árum fór útgerð félagsins vaxandi og varð það einþ stærsti rekstraraðiii skuttogara í Eyj- um. Útgerðarmennirnir Kristinn Páls- son og Magnús Kristinsson, sonur hans, og fyrirtæki þeirra eignuðust meirihluta í ísfélaginu um 1988. Krist- inn varð stjórnarformaður þegar Björn lét af störfum og Magnús tók síðan við af honum. Sameiningin hjálpaði í kjölfar mikilla erfiðleika útgerðar- og fiskvinnslu sameinuðust stærstu fyrirtækin í Vestmannaeyjum í tvö stór útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki 1. janúar 1992. Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja hf. og útgerðarfélagið Bergur-Huginn hf. sameinuðust Isfé- Iaginu undir nafni þess. Níu mánuðum síðar var fyrirtækinu reyndar skipt aftur upp og Magnús Kristinsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri Bergs- Hugins, fór út úr félaginu með skip, kvóta og aðrar eignir sem námu eign- arhluta íjölskyldunnar. Eigendur Hraðfrystistöðvarinnar, Sigurður Ein- arsson framkvæmdastjóri og fleiri afkomendur Einars Sigurðssonar út- gerðarmanns, áttu eftir þessi skipti 80% hlutafjár en gamlir hluthafar Is- félagsins 20%. Síðan hefur eignarað- ildin lítið breyst. Mikið tap varð af rekstri ísfélagsins fyrstu tvö árin eftir sameiningu en síðustu þijú starfsár þess hefur verið hagnaður sem vegið hefur upp tapið og gott betur. Nýlokið reikningsár er eitt hið allra besta í 95 ára sögu ísfé- lagsins, eins og komið hefur fram. Fyrir sameiningu framleiddu fyr- irtækin 4.000 tonn af frystum fiski í tveimur frystihúsum. Nú eru fryst 10.000 tonn í einu húsi. Meginhluti starfseminnar var strax fluttur í húsa- kynni Hraðfrystistöðvarinnar og nú er verið að byggja þar við. Gamla ísfélagshúsið stendur lítið notað. Þar eru þó skrifstofur félagsins og loðnu- frysting að vetrinum. Þá fer fram athyglisverð starfsemi á fyrstu hæð hússins. ísfélagið innréttaði hana og setti upp púttvöll og félagsaðstöðu fyrir eldri borgara bæjarins. Félagið lætur húsnæðið endurgjaldslaust í té ásamt rafmagni og hita. Sigurður segir að aðstaðan sé mikið notuð. „Mér fannst sameiningin misráðin í fyrstu en sé núna að hún hefur hjálp- að okkur,“ segir Sigurður þegar hann er spurður að því hvort hann teldi að sameiningin hefði orðið til góðs. Seg- ir hann að fjölmörg störf hafi verið í hættu í Vestmannaeyjum og þeim hafi verið bjargað með þessari varna- raðgerð. Einnig telur hann að eigend- ur fyrirtækjanna hafi notið góðs af. Áfram í fiskvinnslu í landi Isfélagið rekur frystihús, loðnu- verksmiðju, vélaverkstæði og neta- gerð og gerir út sjö skip með samtals 6.500 þorskígilda kvóta miðað við úthlutun aflaheimilda í haust. ísfélag- ið á eignarhluti í nokkrum öðrum sjáv- arútvegs- og þjónustufyrirtækjum, meðal annars liðlega þriðjungs hlut í Krossanesi hf. á Akureyri. Félagið er aðili að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Félagið hefur lagt áherslu á land- vinnslu og gerir ekki út frystitogara og Sigurður segir að ekki standi til að breyta því. Félagið er öflugt í loðnu- og síldar- frystingu og nú er unnið að breytingum á bolfisk- _________ vinnslunni með það að " markmiði að snúa tapi af henni í hagnað. Sigurður vonast til að það takist enda um að ræða grund- vallarþátt í starfsemi fyrirtækisins. í tilefni af þessum tímamótum í sögu ísfélags Vestmannaeyja býður það núverandi og fyrrverandi starfs- fólki til kaffisamsætis í Týsheimilinu á morgun klukkan 15. Sameining fyrirtækjanna varð til góðs Samelningarviðræður á Vestfjörðum Morgunblaðið/Snorri Snorrason BESSI frá Súðavík, rækjufrystiskip, og ísfisktogarinn Páll Pálsson frá Hnifsdal verða flaggskip hins nýja félags, verði á annað borð af sameiningu fyrirtælqanna sex. Nýr sjávarútvegs- risi að verða til? Á næstunni kunna sex sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum að hefja nána samvinnu og jafnvel að ákveða sameiningu fyrirtækjanna. Agnes Bragadóttir komst að því að slíkt félag yrði í hópi allra stærstu sjávarútvegsfyr- irtækja landsins. Aflaheimildir yrðu ívið minni en hjá Granda og Útgerðarfélagi Akur- eyringa, eða nálægt 16 þúsund þorskígildis- tonnum. Einungis Samheiji hefur yfír meiri aflaheimildum að ráða. HELSTU eigendur og stjórn- endur sex sjávarútvegs- fyrirtækja á Vestfjörðum voru daglangt á fundum, sl. þriðjudag, þar sem rætt var um víðtæka samvinnu fyrirtækjanna í náinni framtíð, sem leiða myndi til sameiningar fyrirtækjanna í félagi, sem hefði yfir um 16 þúsund þorsk- ígildistonnum að ráða. Verði af sam- einingu fyrirtækjanna, munu þau fara út í hlutafjáraukningu og skrá fyrir- tækið á markaði. Fyrirtækin sem hér um ræðir, eru eins og kom fram á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, Frosti hf. í Súðavík, Hraðfrystihúsið hf. og útgerðarfé- lagið Miðfell hf. í Hnífsdal, Bakki hf. Hnífsdal og Bakki Bolungarvík hf. sem brátt munu sameinast í eitt fyrirtæki og Kambur hf. Flateyri. Áuk þess er loðnuverksmiðjan Gná hf. á Bolungarvík með í þessum við- ræðum. Afstaða fyrir næsta fund Hugmyndir að samstarfi eða sam- einingu fyrirtækjanna urðu, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, til í spjalli forráðamanna fyrirtækj- anna eftir misheppnaðar tilraunir til sameiningar sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum sem sumir þeirra hafa tekið þátt í, meðal annars fyrir ári. Viðræðurnar hófust fyrir alvöru, fyrir mánuði eða svo, en eftir fundinn sl. þriðjudag, má segja að þær séu komn- ar á fullan skrið og nýr fundur hefur verið boðaður í næstu viku. „Við ákváðum í upphafi að skoða fyrst hvort þetta væri áhugavert og að leysa síðan vandamálin jafnóðum og þau kæmu upp,“ segir einn af eigend- um eins fyrirtækisins. Upphaflega var ætlunin að Gunn- vör hf. á ísafirði og íshúsfélag ísfirð- inga hf. væru einnig með í þessum viðræðum, en af því varð ekki. Niðurstaða fundarins á þriðjudag varð sú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að hvert fyrirtæki fyrir sig, undirbyggi svör við ákveðn- um spurningum, að því er varðaði mat eigna, mat innra virðis fyrirtækj- anna og skuldastöðu fyrir næsta fund. Jafnframt er rætt um að hvert fyrir- tæki verði tilbúið með eindregna af- stöðu til náinnar samvinnu og/eða sameiningar á næsta fundi. Fjölþættur rekstur Hið sameinaða stórfyrirtæki yrði með þrennskonar vinnslu. Félögin sem að því standa eiga mjölverk- smiðju í Bolungarvík, tæknivæddar rækjuvinnslur í Súðavík, Hnífsdal og Bolungarvík og bolfisk- vinnslu á Flateyri, Hnífsdal og Bolungarvík. Þau eiga mikinn rækjukvóta og tölu- verðan bolfiskkvóta. Nýja félagið yrði í hópi allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, með aflaheimildir á borð við Granda og Útgerðarfélag Akur- eyringa með nálægt 16 þúsund þorskígildistonnum. Einungis Sam- herji hefur yfir meiri aflaheimildum að ráða. Fyrirtækin eiga tvö rækjufrysti- skip, m.a. Bessa frá Súðavík, nokkra ísrækjutogara, m.a. Dagrúnu og Heiðrúnu í Bolungarvík, og báta. Þá gera félögin út ísfisktogarann Pál Pálsson frá Hnífsdal, sem eigendurn- ir eiga skuldlausan, og nokkra línu- báta frá Flateyri auk báta frá Bolung- arvik. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sjá fyrir sér mikla hagræðingarmögu- leika, með samvinnu og/eða samein- ingu fyrirtækjanna. Hægt verður að sameina aflaheimildir í stórum stíl og fækka skipum og sérhæfa vinnslu á hveijum stað. Með tilkomu Vest- fjarðaganganna líta menn þannig á, að hér sé um raunhæfan möguleika að ræða. Fiskflutningar í gegnum göngin séu augljós kostur og frum- skilyrði fyrir aukinni sérhæfingu á.( hveijum stað. Sameiginlegir hagsmunir yfirgnæfandi Þótt endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um sameiningu fyrirtækj- anna , gætir nokkurrar bjartsýni hjá viðmælendum Morgunblaðsins um jákvæða niðurstöðu. Þeir telja að sameiginlegir hagsmunir fyrirtækj- anna með slikum samruna séu yfir- gnæfandi í samanburði við hagsmuni fyrirtækjanna af óbreyttu rekstrar- formi. Benda þeir samt sem áður á, að auðvitað séu ákveðnar hindranir sem þurfi að yfirstíga. Menn eru ekki sannfærðir um vilja meirihluta eigenda Hraðfrystihúss- ins í Hnífsdal og útgerðarfélagsins Miðfells sem gerir út Pál Pálsson til þátttöku í samruna af því tagi sem nú er rætt um, þar sem þessi fyrir- tæki hafa verið rekin með góðum hagnaði undanfarin ár. Ákveðnir eig- endur í hópi þeirra munu telja að. hér geti verið á ferðinni mun áhætt- usamari rekstur, en sá sem þeir nú eiga hlut í. Skip seld Líkur eru á því að at- vinnusamsetningin á hverj- um stað muni eitthvað breytast við slíka sam- vinnu, en meginbreytingin myndi þó felast í breyttum útgerðarháttum frá þessum stöðum. Hægt væri að selja mörg skip, sameina veiðiheimildir og breyta útgerðarmynstri hvers staðar og stórauka sérhæfingu í vinnslunni, sem myndi fela í sér umtalsverðan virðisauka. Geta seit skip og sameinað veiðiheimildir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.