Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 41 0 I i * ■3 I j I 1 I I I I AÐSENDAR GREINAR Skattlagning lí feyrisgreiðslna ÉG ÁTTI þess kost að vera á fróðlegum fundi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík nú 26. nóvem- ber. Þar hélt heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra fróðlegt erindi og svaraði mörgum fyrirspurnum fund- armanna. Ein spurningin var um það kvenær vænta mætti þess að ríkisstjórnin heimilaði að nýju frá- drátt frá skatti á einhveijum hluta greiðslna frá lífeyrissjóðum eins og gert hefði verið 1995. Ráðherrann svaraði því til að það væri ekki á valdi ríkisstjórnarinnar eins og væri því að um það væri samningur milli samningsaðila vinnumarkaðarins að hafa þann hátt á um þetta efni sem nú væri. Ég þykist vita að ráðherrann vilji auðvitað ekki halda öðru fram en því sem rétt er. Þess vegna kom mér þetta svar nokkuð á óvart, þetta var hins vegar alveg í lok fundarins og búið að loka mælendaskrá, þann- ig að ekki var þarna hægt að koma opinberlega fram leiðréttingu við þetta ranga svar ráðherrans. Fóik sem var þarna á fundinum trúir því þess vegna kannski að þetta svar ráðherrans hafði verið rétt. En tii þess að koma í veg fyr- ir að sú trú breiðist út, vil ég hér með nokkrum orðum koma á fram- færi því rétta í þessu máli, enn einu sinni. Enginn slíkur samningur sem ráðherrann nefndi um þetta efni milli samtakanna á vinnumarkaði og ríkisvaldsins er til og hefur aldr- ei verið til. En upphaf þessa mis- skilnings má rekja til rangfærslna fjármálaráðherra á sínum tíma um þetta efni og skal ég koma nánar að því síðar, eins og ýmsir hafa raunar oft gert áður. En það er auðvitað mjög slæmt ef heilbrigðisráðherrann fellur í þá giidru að taka gamlar rangfærslur annarra ráðherra sem góða og gilda vöru og fara þess vegna með rangt mál. Það sannast því líklega hér hið fornkveðna að svo oft má halda einhveiju fram þó ekki sé rétt að aðrir fari að trúa, án þess að kynna sér stað- reyndir málsins. Það var líka sagt um einn þekktan íslenskan stjórnmálamann og rit- stjóra hér fyrr á öldinni að hann hefði búið til þá kenningu og hagað sér samkvæmt henni að ef eitthvað væri nógu oft sagt eða skrif- Benedikt að þá yrði það að sann- Davíðsson leika án tillits til stað- reynda. Þá færu líka aðrir að taka það upp og ganga út frá því sem sannleika, án tillit til þess hvort um raunverulegan sannleika væri að ræða eða ekki og skrifa í sama dúr. Mér hefur oft dottið þessi lífs- speki í hug að undanfömu þegar ég hef lesið greinar og heyrt ýmsar ræður um þá athöfn fjármálaráð- herra á sínum tíma að hætta við að undanþiggja lítinn hluta lífeyris- greiðslna skattskyldu. Fjármálaráðherra missti það ein- hverntímann út úr sér, sem tilraun af sinni hálfu til að þvo af sér ábyrgð á þessari gjörð, að hann hafði verið knúinn til þessa af samtökum samn- ingsaðila á vinnumarkaði og þá al- veg sérstaklega ASÍ og nú er þetta í munni annars ráðherra, orðið samningur milli aðila þetta var að vísu strax leiðrétt af aðilum í blöð- unum. Eigi að síður hélt ráðherrann áfram að þrástagast á þessu bæði f ræðu og riti. Líklega trúr kenning- unni sem áður var vitnað til um að svo oft megi halda einhveiju fram, þó ekki sé rétt að einhveijir fari að trúa. Og viti menn, nú að undanförnu eru farnar að birtast greinar í hin- um ýmsu blöðum eftir hina virtustu menn, sem sjálfsagt mega ekki í neinu vamm sitt vita, en falla í þá gryfju að taka afsökun ráð- herrans trúanlega, um að hann hafi af verka- lýðshreyfingunni verið knúinn til þess og byggja sinn málflutn- ing á því. Og það gerði heilbrigðisráðherrann á þessum fundi. Og þá er genginn upp seinni hluti kenningar hins gamla stjómmála- manns um að aðrir fari að nota kenningarnar sem sannleika og skrifa og tala út frá þeim. Ég veit að það þýðir svo sem ekkert að leiðrétta orð fjármálaráð- herrans enn einu sinni hans vegna en kannski vegna einhverra annarra sem em að hugsa, tala eða skrifa um þessi mál. Ráðherrann hefur ákveðið að það henti sér að halda áfram að halda þessu fram fyrst hann datt ofan á það í upphafí, m.a. og ekki síst til þess að reyna að losna undan rétt- látri reiði ellilífeyrisþega sem at- hafnir hans bitna á. En þeir em reiðir, ekki bara vegna þessa, heldur og vegna fjöl- margra annarra neikvæðra skatta- legra athafna og tekjutenginga til skerðingar lifeyrisréttinda. En vegna þeirra sem fallið hafa í þá gryfju að taka orð ráðherrans um þetta efni alvarlega og hafa byggt málflutning sinn á þeim vil ég nú enn einu sinni upplýsa um aðkomu Alþýðusambandsins að þessu máli á sínum tíma. Allt frá því að skattalögunum var breytt 1988, og niðurfelld heimildin til þess að undanþiggja 4% iðgjalds- hluta launamanna til lífeyrissjóða frá skatti, hafði það verið krafa verkalýðshreyfingarinnar að sú heimild yrði aftur upptekin. Sú krafa var byggð á því að það væri hið argasta óréttlæti að skattleggja fyrst iðgjöldin þegar þau væru greidd til lífeyrissjóðanna og síðan aftur þegar lífeyrisþeginn fengi þau sem bætur frá sjóðunum. Auk þess sem það ynni mjög sterkt gegn því ágæta öryggis- og sparnaðarkerfi sem lífeyrissjóðakerfið væri að verða. Það ranglæti var líka viður- kennt með yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar dags. 10. desember 1994 en þar segir m.a. orðrétt í 8. lið: „ Við gildistöku staðgreiðslukerfisins árið En það er auðvitað mjög slæmt ef heilbrigðisráð- herrann fellur í þá gildru, segir Benedikt Davíðsson, að taka gamlar rangfærslur annarra ráðherra sem góða o g gilda vöru og fara þess vegna með rangt mál. 1988 voru allir frádráttaliðir, sem giltu íeldra tekjuskattskerfinu felld- ir niður. Einn þessara frádráttarliða var iðgjaldagreiðsla launafólks í líf- eyrissjóð. Það var frá upphafi Ijóst að þar sem greiðslur úr lífeyrissjóð- um eru jafnframt skattlagðar fólst í þessu ákveðin tvísköttun. “ Við kjarasamningagerðina 1993 var þessi krafa verkalýðshreyfing- arinnar mjög ofarlega á baugi gagn- vart stjórnvöldum. Það var og er samdóma álit samtakanna á hinum almenna vinnumarkaði að með þeirri skattlagningu, sem upp var tekin að þessu leyti 1988, hefðu stjómvöld enn til viðbótar við ýmsar neikvæðar tengingar við almanna- tryggingakerfið, lagt nýjan stein í götu launafólks og lífeyrissjóðakerf- isins og að úr því þyrfti að bæta. Ráðherra kveinkað sér undan þessari kröfugerð því að hún myndi leiða til mikils tekjutaps fyrir ríkið enda náði hún ekki fram að ganga þá. Hins vegar væri skoðandi, sagði ráðherrann, hvort ríkið gæti kannski gefíð einhvern afslátt af skattlagn- ingu einvers lítils hluta ellilífeyris- greiðslanna. Slík einhliða yfirlýsing var síðan gefin út af ríkisstjórninni 10. desember 1994. Því var þá strax svarað af hálfu ASÍ að slíkur afslátt- ur væri góðra gjalda verður en jafn- framt lýst yfir að sú framkvæmt ýtti þó ekki út af borðinu kröfunni um niðurfellingu skattlagningar af 4% iðgjaldshluta launafólks tii líf- eyrissjóða. Krafan var því enn uppi á borðinu við kjarasamningagerðina 1995 og nú með enn meiri þunga en áður, því að nú hafði en þá vaxið aðför stjómvalda að kröppum kjömm launafólks og ellilífeyrisþega í vel- ferðarmálum og því mikils um vert bæði fyrir það og fyrir lífeyrissjóða- kerfið að ná fram þessari réttmætu kröfu. Og það tókst líka en þá brá svo við að ráðherrann greip einhliða til þess óyndisúrræðis við fjárlagagerð- ina fyrir árið 1996 að fella niður þann litla skattaafslátt sem heimil- aður hefði verið árið áður vegna líf- eyrisgreiðslna. Um það var aldrei gert neitt sam- komulag á milli samtakanna á vinnumarkaði og ríkisstjórnarinnar, eins og haldið hefur verið fram, enda aldrei nein krafa uppi um það af hálfu verkalýðshreyfmgarinnar. Þetta var einungis einhliða ákvörð- un ráðuneytisins. Allur annar framburður um það efni er einfaldlega ósannur enda engin gögn til sem styðja slíkt. Því eru öll skrif og ræðuhöld sem byggj- ast á slíkum framburði og ásaka verkalýðshreyfinguna um að hafa fallist á einhver viðskipti við fjár- málaráðuneytið um að fella niður fyrri skattafslátt lífeyristekna byggð á röngum forsendum. Þetta held ég að sé nauðsynlegt að þeir sem eru að skrifa eða halda ræður um málið, hafi enn í huga fyrst að farið virðist að fyrnast yfir þær leiðréttingar sem samtökin kynntu strax í upphafi við málflutn- ing ráðuneytisins. Höfundur er fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands. Hínar mörgu hliðar eineltis ÓLAFUR Þ. Þórðar- son kom inn á þing núna á dögunum sem varamaður fyrir flokksbróður sinn, Gunnlaug Sigmunds- son. Ólafur hefur ýmis- legt upplifað um dag- ana og segir vel frá og er því með skemmti- legri mönnum og lífgar upp á þingið með margvíslegum hætti. I utandagsskrárumræðu nýlega sagði hann úr ræðustóli Alþingis frá þeirri reynslu sinni sem kennari og skólastjóri um áratuga skeið að hann hefði mátt horfa upp nemend- ur leggja hvern annan í einelti, kennara aðra kennara, nemendur kennara sína og ekki síst legðu kennarar nemendur sína í einelti. Krafðist Ólafur að sjálfsögðu þess að ófögnuður þessi yrði stöðvaður ef kostur væri á. Menntamálaráð- herra brást við hart eins og hans var von og vísa og hyggst rannsaka firn þessi til hlítar. Nú er það svo að skólar eru stærstu vinnustaðir landsins og í gegnum þær stofnanir fer að heita má hver einasti maður í landinu. Skólarnir eru því í raun spegilmynd þjóðarinnar. Allt það misrétti, allt það óréttlæti sem viðgengst í þjóð- félaginu á sér samsvörun í skólan- um og þungt mun því þeirra hlass sem í skólum landsins eiga að halda uppi friði og réttlæti enda eru þeir metnir að verðleikum nema kannski þá helst í launum en það er nú önnur saga. Það eru því gömul og ný sann- indi að við fáum þá skóla sem við eigum skilið og enn er í fullu gildi holl ábending hins gamla rússneska spé- fugls, Gógóls, þegar hann sagði: „Hall- mæltu ekki speglinum fyrir hrukkur þínar.“ Mér kemur nefni- lega í hug, þegar ég heyri fullyrt að kennar- ar leggi nemendur sína í einelti, annars konar einelti ráðandi afla í þjóðfélaginu gegn skjólstæðingum sínum, til dæmis aðför stjórnvalda að gömlu fólki, öryrkjum og sjúklingum sem nýleg dæmi eru um. I sparnaðar- skyni var ákveðið að til að auka kostnaðarvitund sjúklinga skyldu lagðir á sérstakir sjúklingaskattar. Núna á dögunum, þegar verðstríð lyfjabúða tók á sig þá mynd að þær tóku á sig að nokkru leyti hlut sjúkl- inga í lyfjakostnaði til að létta und- ir með þeim, heyrðust þær raddir frá ráðamönnum að þama hefði skapast svigrúm til þess að hækka þá enn hlut sjúklinga í lyfjakostn- aði. Það hefur einnig verið reynt að ná sér niðri á þessum markhópi með fleiri aðferðum, t.d. með því að loka spítaladeildum, vísa sjúkl- ingum á dýra kosti einkarekinna lækningastöðva og fleira af líku Skólarnir eru í raun spegilmynd þjóðarinnar. Sigríður Jóhannes- dóttir telur að allt það óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu eigi sér samsvörun í skólanum. tagi enda má til sanns vegar færa að seint muni sjúklingar öðlast næga kostnaðarvitund. En það eru fleiri en sjúklingar sem liggja vel við höggi. Öryrkjar urðu nýverið fyrir þeirri árás að tekjur þeirra eru ekki leng- ur verðtryggðar, heldur háðar geð- þótta stjórnvalda á hveijum tíma. Ef illa árar, ef verðbólga fer upp á við, jafnvel ef kyngir niður snjó og milljónir fara í snjómokstur þá bíða öryrkjar milli vonar og ótta meðan við, kvótaeigendur, fjármagnseig- endur og eigendur annarra lífsgæða rótum í buddunum og metum hveiju við getum séð af til þessa hóps. Og það eru fleiri hópar í þjóðfé- laginu sem standa höllum fæti. Nú nýverið var lagt fram frumvarp um atvinnuleysisbætur. Þar var landið allt gert að einu atvinnusvæði þann- ig að sé hægt að útvega atvinnu- lausum Selfyssingi atvinnu á Reyð- arfirði þá skal hann flytja þangað eða missa bætur ella. Atvinnulaus ungmenni skulu í skóla vilji þau halda bótum. Henti þeim ekki af einhveijum ástæðum skólanám, missa þau atvinnuleysisbætur. Með- an sögur af yfirgengilegu kvóta- braski og ótrúlegu umfangi skatt- svika toga í hæsta lagi í umburðar- lynt bros, þá virðast yfirvöld tæpast sofa væran dúr af ótta við að ein- hveijar óverðskuldaðar krónur kunni að hijóta í vasa atvinnuleys- ingja. Það skýtur svo óneitanlega nokkuð skökku við að þessi ríkis- stjóm sem vill skylda unga atvinnu- leysingja í skóla hefur uppgötvað nýjan tekjustofn upp á 32 milljónir króna. Hann felst í því að skatt- leggja alla þá sem af einhveijum ástæðum falla á prófum í fram- haldsskóla. Meðan hlutabréfaeigendum eru með sérstökum lögum færðir millj- arðar í lækkuðum sköttum og fyrir- tækjum auðveldað að fá afslátt af skattgreiðslum með því að geta nýtt sér uppsafnað tap í 10 ár í stað fímm ára áður þá gengur ríkis- stjórnin fram í því að þrengja kosti sjúklinga, öryrkja, námsmanna, at- vinnulausra að ógleymdum óbilandi stuðningi hennar við viðleitni at- vinnurekenda til þess að halda niðri kaupgjaldi í landinu. Síst vil ég mæla því í móti að ein- elti í íslenskum skólum verði kannað sérstaklega og allt gert sem unnt er til þess að uppræta það en mér finnst líka löngu tímabært að við ætlumst til annars af ráðamönnum en að þeir leggi í einelti alla þá sem höllum fæti standa í samfélaginu. Sigríður Jóhannesdóttir En í umræðu þeirri sem geisað hefur undanfarið um einelti í skól- um finnst mér skorta nokkuð á að gerður sé skýr greinarmunur á ein- elti kennara og ögun og uppeldi sem kennarar verða að ástunda eigi skólastarf að geta farið fram með eðlilegum hætti nemendum til gagns. Að lokum langar mig að vitna í niðurstöður rannsóknar sem Ingvar Sigurgestsson gerði á vegum Rann- sóknarstofnunar uppeldismála 1988 en þar segir orðrétt í niður- stöðum: „Allir umsjónarkennarar sem fylgst var með virtust leggja sig fram og réðu vel við starf sitt. Það leyndi sér ekki að þeir báru hag nemenda fýrir bijósti. Yfirleitt ríkti þægilegt og óþvingað andrúmsloft í kennslustundum. Agavandamál voru fátíð og nemendur hlýddu kennurum slnum. í viðtölum við nemendur kom skýrt fram að þeir báru mikla og að því er virtist ein- læga virðingu fyrir flestum kennur- um sínum.“ Alls fylgdist Ingvar með 120 kennurum víðsvegar um landið að störfum og ræddi einslega við nemendur til að fá fram viðhorf þeirra. Það fór vissulega ekki fram eins víðtæk umræða í þjóðfélaginu og nú þegar niðurstöður þessarar merku könnunar voru birtar af hvaða ástæðum sem það var. Þetta var þó mjög vönduð könnun og vissulega allrar athygli verð. Ef til vill segja niðurstöður hennar meira um andrúmsloftið í íslenskum grunnskólum en getgátur út frá 10 ára gamalli norskri könnun. Höfundur er alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.