Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLA.ÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
AÐSTANDENDUR í heimsókn hjá börnum á Barnaspítala Hringsins,
Kaffi til styrktar Barna-
spítala Hringsins
UNDANFARIÐ
hefur nokkur umræða
orðið um Barnaspítala
Hringsins og það að-
stöðuleysi sem þar er.
Fram hefur komið að
aðbúnaður veikra
barna og aðstandenda
þeirra sem og aðstaða
til starfs og náms á
Barnaspítala Hrings-
ins er óásættanleg.
Mikilvægt er að taka
af skarið og ráðast í
nauðsynlegar úrbæt-
ur. Nær þriðjungur
íslensku þjóðarinnar
er á barnsaldri og er
löngu tímabært að veita veikum
börnum sómasamlega aðstöðu.
Núverandi
þjónusta
Á Barnaspítala Hringsins er nú
veitt fjölbreytt þjónusta á flestum
sviðum barnalækninga. Þrátt fyrir
slæma aðstöðu getur spítalinn
státað af góðum árangri sem
stenst fyllilega samanburð við
bestu staði erlendis. Spítalinn hef-
ur á að skipa frábæru starfsfólki.
Það er þó ljóst að spítalinn er í
húsnæði sem engan veginn hentar
slíkri starfsemi og er ekki í sam-
ræmi við þær kröfur sem gerðar
eru í dag.
Nýr Barnaspítali
Hringsins
Eins og fram hefur
komið í fréttum eru
áform um að reisa
nýjan Barnaspítala
Hringsins á Landspít-
alalóð. Við það skap-
ast sá möguleiki að
búa vel að veikum ís-
lenskum börnum,
bæta þjónustuna og
skipuleggja hana í
samræmi við kröfur
tímans. Á nýjum
Barnaspítala Hrings-
ins er þannig gert ráð
fyrir aukinni dag-
deildar- og göngudeildarþjónustu.
Við það opnast sá möguleiki að
meðhöndla börn án innlagnar á
sjúkrahúsið, sé þess nokkur kost-
ur. Börn geta þá fengið meðferð,
rannsóknir eða eftirlit að degi til
en dvalið á kvöldin og nóttunni í
öryggi fjölskyldu sinnar. Hjá því
verður þó aldrei komist að börn
þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Alvarlegir og lífshættulegir sjúk-
dómar, sem áður leiddu til dauða,
eru nú meðhöndlanlegir. Slík með-
ferð krefst oft langrar og erfiðrar
sjúkrahússlegu. Aðbúnaður veikra
barna, sem þurfa á innlögn að
halda, þarf að vera í samræmi við
ástand þeirra.
Aðbúnaður veikra
barna, segir Ásgeir
Haraldsson, þarf að
vera í samræmi við
ástand þeirra.
Lok
í baráttunni fyrir bættri aðstöðu
veikra barna á íslandi hefur Hring-
urinn jafnan skipað sér í fylkingar-
bijóst. Hringurinn hefur af ósér-
hlífni og dugnaði stutt Barnaspít-
ala Hringsins allt frá stofnun hans
árið 1957. Umtalsverður hluti
tækjabúnaðar spítalans eru gjafir
frá Hringnum og er stuðningur
hans ómetanlegur. Þann góða
árangur, sem náðst hefur á Barn-
aspítala Hringsins, má að nokkru
leyti þakka þessu fórnfúsa starfi.
Og enn er það Hringurinn sem nú
á ótvíræðan þátt í því að fyrirhug-
að er að ráðast í byggingu nýs
Barnaspítala Hringsins.
Sunnudaginn 1. des. gengst
Hringurinn fyrir árlegri kaffisölu
að Hótel íslandi. Það er vonandi
að sem flestir sjái sér fært að sýna
stuðning sinn við Hringinn í verki
við þetta tækifæri.
Höfundur er forstöðulæknir
Barnaspítala Hringsins.
Ásgeir
Haraldsson
Umræða á
villigötum
ÞAÐ ER ekki langt
um liðið síðan íslenskt
samfélag nánast logaði
í deilum milli lands-
byggðar og höfuðborg-
arsvæðis. Deilurnar
voru hatrammar og
engum til gagns. Á
undanförnum árum
hafa viðhorfin færst til
betri vegar og margir
halda því fram að loks-
ins hylli undir sátt í
þessum efnum. Þar
vegur þungt að lands-
byggðin eygir mögu-
leika á að styrkjast með
öflugri einingum í sjáv-
arútvegi, þó vissulega
sé nokkuð langt í land sumstaðar.
Áróðurinn um veiðileyfagjaldið mun
eyðileggja allar sættir milli lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis.
Eftir því sem umræðunni vindur
fram mun betur koma í ljós hvaðan
þessi skattur yrði tekinn og hvar
honum yrði síðan ráðstafað. Á síð--
ustu fimm árum hafa þijú af hveij-
um fjórum störfum hins opinbera
orðið til á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er þróun sem enginn hefur
ráðið við, hvað sem hver segir og
hveiju sem hver hefur lofað um
eitthvað annað. Veiðileyfagjald
myndi ekki nýtast öllum lands-
mönnum jafnt. Það myndi ekki
bæta stöðu annarra atvinnugreina,
myndi ekki lækka aðra skatta og
myndi ekki auka einhveijar strand-
veiðar né yfir höfuð nokkrar veið-
ar. Þessi skattur færi sömu leið og
aðrir skattar hingað til, hvað sem
hver segir. Það þarf enga menntun
og ekki mikla lífsreynslu til að vita
það. Við þessari þenslu ríkisins á
höfuðborgarsvæðinu virðist ekki
hægt að sporna, a.m.k. verða ekki
fleiri „landmælingar" fluttar út fyr-
ir borgarmörkin með veiðileyfa-
gjaldi.
Við borgum ekki
Ég held að fullyrðingar um
óánægju landsmanna með núver-
andi fiskveiðistjórnun séu settar
fram með ýktum hætti. Undir niðri
viðurkenna flestir að það er margt
sem bendir til þess að þetta fyrir-
komulag sé að skila árangri; fiski-
stofnar virðast styrkjast og hag-
ræðing á sér stað í greininni. Það
stórkostlegasta við kvótakerfið er
auðvitað sú staðreynd
að atvinnugreinin er
skikkuð til að hagræða
sér sjálf; ef einn selur
eða leigir kvóta verður
annar að borga. Frá
almenningi er ekkert
tekið, enda var þessi
fiskveiðistjórnun sett á
laggirnar í þágu al-
mennings en ekki út-
gerðarinnar. Það virð-
ist stundum alveg
gleymast. Það hefði
einhvern tímann þótt
saga til næsta bæjar
að hægt væri að koma
mikilvægustu atvinnu-
grein einnar þjóðar út
úr offjárfestingum og fallandi tekj-
um án þess að almenningur væri
látinn borga brúsann. Það er al-
þekkt um allan heim að þegar mikil-
vægar atvinnugreinar lenda í vanda
bitnar það oftast á skattgreiðendum
viðkomandi landa. Við þekkjum slík
Sjávarútvegur í Evrópu-
ríkjum er ríkisstyrktur,
segir Bjarni Hafþór
Helgason, en hér tala
menn um aukna skatta
á útveginn.
dæmi úr okkar atvinnusögu en
erum nú laus við þetta í sjávarút-
veginum. Sjávarútvegur í Evrópu-
ríkjum er ríkisstyrktur; þar er al-
menningur beinlínis látinn borga
undir útgerðina.
Sameignaskattur
Fiskimiðin eru sameign þjóðar-
innar en það er ekki og hefur aldr-
ei verið jafngildi á milli afnota af
sameignum og skattlagningar. Sem
dæmi má nefna að bændur nota
heiðalönd til að fita dilka sína án
þess að greiða sérstaklega fyrir og
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær
kreijast arðs af eignum sínum í
Landsvirkjun án þess að greiða
öðrum landsmönnum gjald af notk-
un fallvatna og fleiri dæmi mætti
nefna. Ef sameignarákvæðið rétt-
lætir allt í einu skattlagningu þá
er a.m.k. lágmarkskrafa að eitt
Bjarni Hafþór
Helgason
Bækursem
bragð er að
MLZ
BÓKAÚTGÁFA
Holtavegi 28 Reykjavík
Sími 588 8899
SitmlMm I pástkrðful
l arnabókin Ósýni-
, legi vinurinn eftir
'hinn kunna
norska barnabóka-
höfund Kari Vinje er
fagurlega myndskreytt
af listakonunni
Vivian Zahl Olsen.
Bókin hefur fengið
viðurkenningar og
i fádæma góðar
viðtökur í Noregi og
er nú gefin út á nokkrum tungumálum auk
íslensku. í bókinni er sagt frá Palla Pimpen
sem er nýfluttur að Snúrubakka.
Þar kemur hann fljótlega auga á
spennandi gat í runna nágrannans. Hann stækkar
gatið en þá birtist allt í einu andlit í gatinu. Þar
með byijar ævintýrið um ósýnilega vininn sem
nágrannafjölskyldan þekkir svo vel.
Bronn Sigurðanlánir
afríkudæwr
fr %
<L .
WrO: 1,740. -
Fráa
'ög*-raflffiosstarff
nd
miðbaug
.Afríkudætur er bók sem
lætur engan ósnortinn."
Guðrún Ásmundsdóttir,
leikkona
„Dregin er upp áhrifarík
og skýr mynd af stöðu
kvenna, sem eru undir-
okaðar í samfélagi karl-
manna
og lifa
við frumstæð skilyrði í
örbirgð, hræðslu og skorti.“
Salome Þorkelsdóttir,
fyrrv. forseti Alþingis
\ (TÚ: 2.4S0. -
„Engum dylst að höfundur Afríkudætra hefur
gáfu til að tjá sig svo, að aðrir njóti, sjái og
skynji með henni, hríflst með.“
Dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup