Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 43

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR verði látið yfir alla ganga og allar atvinnugreinar sem hafa afnot af sameignum þjóðarinnar verði skatt- lagðar með sama hætti. Engin mannanna verk eru gallalaus en árásimar á kvótakerfíð keyra úr hófi fram. Það væri í sjálfu sér hægt að velja sér hvaða atvinnu- grein sem er og ausa yfir hana óhróðri með svipuðum hætti og sumir hafa gert um íslenskan sjáv- arútveg. Nýjasta og ósmekklegasta dæmið eru frásagnir af sjálfsvígum sjómanna á úthafsveiðum sem m.a. átti að rekja til slæms aðbúnaðar í íslenskum skipum. Orðrómur var þrálátur um að í lestum margra skipa væru lík áhafnarmeðlima og varðskip átti að vera á heimleið með fímm lík úr Smugunni. Þegar áróðurinn er kominn á þetta stig verður mönnum orða vant; hver kemur af stað þessum sögum, í þágu hvers og hvers vegna? Maðurinn á sólarströndinni Drifkrafturinn í umræðunni um veiðileyfagjaldið er maðurinn sem á að hafa selt eða leigt kvótann af trillunni sinni og farið til Benidorm fyrir peningana. Sumir virðast halda að svona sé sjávarútvegurinn rekinn í dag; enginn sé að gera út en allir í sólinni á Benidorm. Staðreyndin er auðvitað allt önnur. Langflestir eru að veiða sinn kvóta, margir hagræða honum milli eigin skipa en þegar veiðiheimildir skipta um hendur gerist það að langmestu leyti með skiptum á fisktegundum milli útgerða og það er óumdeilt að slíkt framsal er hagkvæmt fyrir þjóðar- búið. Að einn maður leigi kvóta sinn eða selji og aðhafist síðan ekkert, heyrir til algerra undantekninga. Það fyrirfinnast óvandaðir menn í íslenskum sjávarútvegi, eins og í öllum öðrum atvinnugreinum, en það er með ólíkindum hvernig menn hafa fordæmt skóginn allan fyrir hvert eitt fölnað laufblað. Umræðan um veiðileyfagjaldið er á algerum villigötum. Þegar talað er um að leggja beri þennan skatt á útgerðina er bara einn maður sem sleppur alveg örugglega við hann; það er þessi maður sem á að vera liggjandi í sólinni á Benidorm. Hann hlær að hugmyndinni um veiðileyfagjald því hann veit að þeir sem borguðu und- ir hann flugmiðann yrðu líka látnir borga veiðileyfagjaldið; nefnilega þeir sem stunda útgerð á íslandi. Hann veit Iíka að þessir fjármunir myndu renna frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og flytur sjálfsagt suður, eins og margir aðr- ir, til að ná í skerf af kökunni. Það er líka furðulegt að mönnum skuli finnast það ávísun á fullkomið rétt- læti ef ríkissjóður innheimtir skatta. Það er eins og það sé eitthvað sjálf- gefið að ef lagj; yrði á veiðileyfa- gjald, þá fengju allir þegnar þjóðfé- lagsins þá peninga jafnt inn á borð til sín daginn eftir. Eru menn fædd- ir í gær? AllirOd Landsbyggðarfólk þekkir vel sveiflumar í kringum sjávarútveg- inn. Fyrir örfáum misáerum var sagt á götuhomum að Alli ríki væri gjaldþrota og Eskifjörður um það bil að leggjast í eyði. í dag er hann sagður svo ríkur að nafngiftin dugi hvergi nærri til. Hvenær verð- ur Alli ríki næst gjaldþrota? Það veit auðvitað enginn en hitt vitum við öll að það styttist í næstu niður- sveiflu í íslenskum sjávarútvegi. Ég hef aldrei lagt út fyrir neinu í sam- bandi við sjávarútveg og skulda ekkert þess vegna. Eg óska ekki eftir því að þeir sem það hafa gert, Alli ríki, trillukarlar, bátamenn eða togaramenn, borgi sérstakt veiði- gjald fyrir nýjum skrifstofustól handa mér. Og alls ekki fyrir þrem- ur skrifstofustólum af hveijum ijór- um sem þannig_ yrðu til á höfuð- borgarsvaeðinu. í því er ekkert rétt- læti fólgið. Höfundur er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands. JóíftJcctffi Hringsins verður á Hótel íslandi á morgun, 1. desember, kl. 13.30. Dttgskrmn veröur sem hér segir: Listdans: Böm úr Listdansskóla Guðbjargar Skúladóttur. Samkvœmisdansar: Brynjar Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir. Söngur: Bjarni Arason syngur nokkur lög. Tónlist: Feðgamir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika Ijúfa tónlist áfiðlu ogpíanó. Góðir vtmtingar i happdrœtti nua. töfva, prentari, sjánvarp og tUtznlttntUferóir — glazsilcgt kttjfihlctðborð. - kjarni mákins! ]3ásamlegar sannanir og dularfull fyrirbrigði Fraegustu miðlar (slands settu þjóðfélagið á annan endann. Voru þeir í beinu sambandi við annan heim — eða ómerkilegir loddarar? „Þetta er stórmerkileg bók... Myndirnar eru ótrúlegar(bþs - rúv) Bþm'GjðmarssonogPá/IÁsgsirÁsgeirsson höjbndar bókarinnar. I I I | á 5.900 kr. SIEMENS Vönduð heimilistæki undir jólatréð! Já, það er gaman að gefa vandaðar og fallegar jólagjafir- gjafir sem gleðja og koma að góðum notum lengi, lengi. Þannig eru heimilistækin frá Siemens, Bosch og Rommelsbacher. (Ekki sakar að kæta búálfana i leiðinni.) isfrá 12.920 kr. stgr frá 3.600 kr.) á 18.620 kr. stgr ) * 3i>HU kr) HRÆRIVEL m/ öllum fylghlutum iMnfra 2.400 kr. W. la^aaitr3^) SIFMENS SlVgl B H Xm SÖLUADILAB AUK SMITH & NuhLÁND: •Akranes^^phusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Borgarfjörður: Rafstéfan Hvit.“rr.ká!n •Snæfellsbær: Blómsturvellir __ _ ■ •Grundarfjörður: Guðni Hallgrlmsson •Stýkkishölmur: Skipavík ‘Búðardalun Ásubúð •ísafjörður: Póllinn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgið WORi £k|V|n ‘Akureyri: Ljósgjafínn •Húsavík: Öryggi •Vopnafjörður: Rafmagnsv Árna M. •Neskaupstaður: Rafalda •Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. •Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson ■ W •Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson »Höfn í Hornafirði: Króm og hvftt «Vík í Mýrdal: Klakkur *Vestmannaeyjar: Tréverk •Hvolsvöllun Rafmagnsverkst. KR •Hella: Gilsá »Selfoss: Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Árvirkinn •Grindavík: Rafborg *Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. •Keflavik: Ljósboginn •Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiði •Reykjavik: Byggt og búið, Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.