Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 46

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 46
46 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR Bók um Ásgrímssafn FLÓTTI undan eldgosi, óvíst um ártal, 1942? UOSBRIGÐI - Safn Ásgríms Jónssonar nefnist bók, sem Lista- safn íslands og Ás- grímssafn hafa gefið út í tengslum við sýningu á verkum Ásgríms í Listasafninu. Sýningin og bókin urðu Braga Ásgeirssyni tilefni til umfjöllunar. ÞAÐ er margt sem kemur upp í hugann varðandi bókina um mál- verkasafn Ásgríms Jónssonar, hinn- ar miklu gjafar hans til þjóðarinnar, sem hlotið hefur nafnið Ljósbrigði. Einkum í ljósi sýningar Listasafns íslands, samanburðarins sem við ^ blasir. skoðun myndanna, bókarinnar og lestur ritgerða Júlíönu Gott- skálksdóttur listsögufræðings. Sýningin er hvorki yfirlitssýning né listamanninum sjálfum markaður ákveðinn bás í íslenzkri listasögu, heldur öðru fremur úttekt og þver- skurður á gjöfinni, bókin skýrsla um hana og dregur eðlilega dám af því. Þannig er hvorki djúpt kafað í líf Ásgríms né hin afmörkuðu og flokk- uðu viðfangsefni, en í stuttu máli er farið yfir helstu einkenni listar hans og ýmis áhrif tíunduð sem listamað- __urinn varð fyrir á lífsleiðinni. Bókin er greinilega skrifuð af persónu, sem lifði ekki þetta tímabil og á erfitt með að setja sig inn f það eins og svo margir af hennar kynslóð, varast það frekar, sem verður að teljast ávinn- ingur við þessar kringumstæður. Framkvæmdir sem slíkar hafa oft- ar en ekki yfir sér svipmót rannsókn- arstarfa, sem eru liður í stefnumörk- um þjóðlistasafna og meira unnar af skyldurækni en hugsjón og eldmóði. Þótt Ásgrímur lifði frekar viðburð- arsnauðu lífi og auðvelt ætti að vera að rekja lífshlaup hans, er þessi sam- antekt merkilega síðbúin gerð í ljósi hinna mörgu heimilda sem á tímabil- inu hafa glatast að fullu með gengnu samferðafólki listamannsins. Af ein- 'Vnverju marki mun það að vísu vera ávinningur, því margur samferða- maðurinn leit meistarann ekki jarð- bundnum augum, hann var þeim frekar goð og þjóðsaga en mennskur maður. Hafði um margt sérstöðu í hópi brautryðjendanna þriggja í mál- aralist, lifði nánast meinlætalffi, sem gerði honum fært að helga sig alveg málverkinu, var sá eini sem af sölu myndverka var nokkum veginn bjargálna. Er fram liðu stundir naut hann óskiptrar aðdáunar breiðs fjölda, og þurfti síður á þröngum hópi stuðningsmanna og velunnara að halda eins og Kjarval. Jón Stef- ánsson var lengi ef ekki alla tíð utan- gátta, og varð að treysta á markað- ~Jf>n í Danmörku, þar sem hann lifði og starfaði, lengstum. Svo mikil var aðdáunin á Ásgrími er fram liðu stundir, einkum á hans efri árum, að helst mátti ekki kenna Iist hans við stíla og stefnur þvf hún var haf- in yfír allt slíkt og það jafngilti bein- um árásum á persónuna að gagnrýna þó ekki væri nema afmarkað svið. Kæmi það fyrir risu hinir bestu menn upp til vamar og rifu niður skrif við- komandi og vændu um annarlegar og háskalegar hvatir, þótt hér væri einungis um eðlilegt sérálit að ræða. Slíkt fljótfæmislegt mat varðandi rýni á listir er enn í fullu gildi, hindr- ar eðlilega samræðu á opinberum vettvangi svo sem menn verða reglu- lega varir við í ijölmiðlum og er fá- dæmi meðal þjóða. Rýnirinn setur þetta fram hér vegna þess, að nú geta menn litið list Ásgríms í víðara samhengi, hafa ólíkt betra yfirlit yfir hana. Þar fyrir - utan eru þrjátíu og átta ár liðin frá andláti listamannsins og lífsverk hans smám saman að verða að löngu liðinni fortíð. Alveg rökrétt verður mat manna þá hlutlægara og við bætist, að ísland er ekki hið einangr- aða land sem það var um hans lifi- daga. Hver sá sem áhuga hefur á myndlist er þannig til muna upplýst- ari um stílbrögð og listþróunina en áður gerðist, jafnvel þótt sjónlistar- saga, jafnt erlend sem íslenzk, hafí mætt afgangi í kennslukerfinu og opinberri samræðu. Allt þetta kemur rýni á bókina, listaverkagjöfina og list Ásgríms mikið við ef farið skal í saumana á hlutunum og ritað af opinskárri hreinskilni um þessa þætti, því það er óhjákvæmilegt lögmál að tíminn setji mark á mat nýrra kynslóða á list fortíðar. Einfalt er að færa rök að því, að myndlist Evrópu á ofanverðri nítj- ándu öld var grunnurinn og áhrifa- valdurinn í list Ásgríms. Ekki ein- ungis táknsæið, áhrifastefnan og seinna á lífsleiðinni angi af úthverfu innsæi, heldur ýmislegt fleira sem þróaðist í álfunni og frá þessu öllu saug list hans til sín næringu. Ber hér öðru fremur að beina sjónum að vatnslitunum, „akvarellunni", þótt ekki virðist með fullu Ijóst hvemig tæknin varð slíkur áhrifavaldur um stílþróun hans, sem einmitt er mikið en bersýnilega vanrækt rannsóknar- efni. í æviatriðum í bókarlok er ein- ungis sagt frá því hvar Ásgrímur stundaði nám en ekki hjá hveijum og í hveiju. Hins vegar kemur fram ELLIÐAÁRVOGUR, vetur, um 1930. í upphafi bókarinnar, að kennarar hans hafí verið þeir Holger Grönvold og prófessoramir Frederik Verm- ehren, Otto Bache og August A. Jemdorff. Þetta segir óupplýstum lesanda nákvæmlega ekki neitt, en svo er klykkt út með því að segja að á þeim tímum hafí kennslan í Lista- háskólanum verið afar gamaldags og muni Ásgrímur hafa hætt námi af þeim sökum! Þetta telst ákaflega rýr sagn- fræði, því ekki verður annað séð á elstu myndum listamannsins, en að hann hafi gengið að námi sínu með mikilli samviskusemi og sótt til þess- ara manna þann tæknilega grunn sem átti eftir að fylgja honum til mikilla afreka. Um þetta eru nokkrar framúrskarandi portrettmyndir til vitnis, málaðar i akademískum stíl sem upplýsa okkur hvaðan yfirburða verkmennt hans í seinni tíma mynd- um er runnin. Þá orkar það tvímælis að halda því fram, að þessar dökku myndir beri vott um litla þjálfun f meðferð lita, því dökki litaskalinn krefst einmitt mikillar þjálfunar á þeim nótum, og á jafnt við um ljós- styrk, áferð og blöndun. Auk þess eru þeir mun færri sem náð hafa afburða árangri með fáum litatónum en mörgum og má hér minna á fleyg orð skáldsins Charles Baudelaire: „Les grands coloristes savent faire de la coleur avec un habit noir, une cravate blanche et un fond gris“ -Miklir litasnillingar geta náð litum úr svörtum alfatnaði og hvítu slifsi á gráum bakgrunni... Að minni hyggju undirstrika bókin og sýningin öðru fremur hve frábær akvarellumálari Ásgrimur var, og að hér hafi hann skilað verki sem er ekki einungis ómetanleg sjónræn saga um töfra óspilltrar íslenzkrar náttúru á fyrri hluta aldarinnar. Heldur öðru fremur myndlist sem gjaldgeng er í helstu listasöfnum heimsins og okkur ber að halda fram í samræmi við það. Þá bera blæ- brigðaríkustu olíumálverk hans með sér, einkum vetrarmyndimar frá Ell- iðaárvogi málaðar 1928-30, að hann hafi öðru fremur verið vatnslita- myndamálari að upplagi og meistari einfaldra og skynrænna litasamsetn- inga og á því sviði er hann lítill eftir- bátur Munchs í neðri sölum safnsins. Sú skilgreining, að akvarellan sé miðill hins hreina vatns, menn séu að mála með tæru vatni og að litur- inn sé einungis tengiefni, er orðaleik- ur sem þó hittir ekki svo lítið í mark. Á vel við um vinnumáta Ásgríms þar sem hann er hvað næmastur á lit- brigðin, jafnvel svo að menn skynja á einn veg úrsvalann frá breðanum í flarska og yfírskilvitlega morgun- kyrrðina (Frá Homafírði, 1902), á annan hvemig sumardagur í borg- inni kveður með upphafinni litadýrð og hitamóðu fljörnin, 1909-10). Og ógn hamfara náttúrunnar er áþreif- anleg í myndinni „Flótti undan eld- gosi“, sem hefur ekkert ártal, en er sennilega máluð snemma á stríðsár- unum síðari. Fyrir slíka óviðjafnanlega sjón- ræna sagnfræði á morgni aldarinnar og á árunum fyrir Heklugosið, stend- ur þjóðin í ómetanlegri þakkarskuld við listamanninn og ber að veita aðgengi að þessari opinberun allan ársins hring. Ekki er minna um vert í hve háleitan og snilldarlegan búning listamaðurinn galdraði þetta á papp- írinn sem einmitt er byggt á traustri grunnmentun, sem hann nýtir sér og vinnur úr á sinn hátt. Þetta lærði hann ekki í skóla en vann úr því sem hann hafði handa á milli og við blasti í beinu sjónmáli. Rýnirinn vill sérstaklega koma þessu að, og þó Ásgrímur hafi nálg- ast þjóðarsálina enn frekar í annars konar myndefnum er skara þjóðsög- ur og hulduheima, drauga, tröli og útilegumenn, bæði teiknuðum og máluðum, er útfærsla þeirra oftar umdeilanlegri. Þó vann hann á því sviði mikið starf og skiptir þá mestu að tröllin hans eru íslenzk, í öllu falli norræn og af holdi og blóði. Allir listamenn verða fyrir áhrifum víða að, en veigurinn er þó í hvaða búning þeir klæða þau. Fáir hafa verið jafn opinskáir um áhrif frá öðrum listamönnum og hinir miklu núlistarmenn aldarinnar, en hér eig- um við íslendingar mikið ólært. Þannig séð skyldi enginn skrifa bók um Ásgrím, sem ekki hefur rann- sakað táknsæja list Gustave Moreaus (1826-1898) og heimsótt safn hans í Paris, eða skoðað akvarellur Antons Mauve (1838-1888) í kjallara Ríkis- listasafnsins í Amsterdam sem eru hér nokkrir vegvísar. Moreau hélt einkaskóla og var lærimeistari Henri Matisse og Georges Roault, en Mauve leiðbeindi van Gogh á tímabili. Hins vegar er langsótt að kenna Ásgrím við van Gogh fyrir það eitt að þeir máluðu báðir kræklótt tré á grófan hátt, þvi þeir voru gjörólíkir að upp- lagi bæði að lyndiseinkunn og sem málarar. Auðvitað kemur Tumer við sögu sem áhrifavaldur og vísast fleiri, en máji skiptir að akvarellumar bera svip Ásgríms, eru ekki eftir neinn annan en Ásgrím Jónsson. Dregið saman í hnotskum, er bók- in um Ásgrím fyrst og fremst skýrsla um Ásgrimssafn og hinar 2.172 skráðu myndir í eigu þess, sem er samviskusamlega tíundað í bókarlok. Heilar 80 síður fara í þessa nafna- skrá sem á þó helst heima í formi sérútgáfu fyrir fræðimenn. Tilvitn- anir og æviatriði eru af skornum skammti og ófullnægjandi miðað við annað sem maður hefur séð í sams- konar ritum og nafnaskrá engin. Uppsetningin kemur dálítið undar- lega fyrir sjónir og einkum tekur ljós- bláa ræman sem sker kaflaheiti full mikið í, eins og það heitir, sömuleiðis er dökkbláa letrið full stásslegt. Á móti kemur að þetta er vegleg bók og litgreining hinna mörgu mynda virðist með ágætum, þótt seint kom- ist yndisþokki málverka og þá einkum akvarellunnar til skila á ljósmyndum. Málið er þó, að formið er þungt, stáss- legt og gamaldags, hér þarf meira blóð en minna af umbúðum og marm- ara, og telst mikill misskilningur að setja skrifin í hendur einnar mann- eskju, er að auk frumraun hennar á sviðinu! Fyrir framan mig til samanburðar, eru tvær sýningarskrár frá þessu ári er flalla um dönsku málarana Wil- helm Bendz og Christen Köbke, sem í raun eru þykkar heftar bækur. Að vísu var um yfirlitssýningar að ræða, en um nákvæmni og skilvirkni í vmnubrögðum hefði mikið verið hægt til slíkra að sækja. Mestu varðar þó að í báðum tilvikum fíalla nokkrir aðilar um listamennina og leitast er við að fá sem heildstæðastu mynd af lífsverki þeirra. Það eru vfsast ein- ungis íslendingar sem fela einni per- sónu að meginhluta slíkt rannsóknar- verk og þeir sem taka það að sér hljóta óhjákvæmilega að reisa sér hurðarás um öxl, því hér er krafan að standa jafnfætis þvf besta sem gert er á sviðinu. UÓSBRÍGÐI - SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR: Samantekt og texti: Júlíana Gottskálksdóttir. Ritstjóri: Bera Nordal, útgáfustjóri: Karla Kristjánsdóttir, umsjón með texta: Aðalsteinn Ingólfsson, Hönnunarráðgjöf: Sigríður Bragadóttir. Ljósmyndun Hstaverka: Kristján Pétur Guðnason, Victor Smári Sæmundsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. 262 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.