Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
FERÐ LAGANEMA TIL LANDSINS HELGA
MORGUNBLAÐIÐ
Þriggja
dagaferð
um N-ísrael
Borgin Nazaret sker sig t.d. úr að því leyti
að þar eru sunnudagar hvíldardagar en ekki
laugardagar, segir Ragnheiður Jónsdóttir
í síðustu grein sinni af fjórum.
Tel Aviv kvödd
Flest okkar fóru í skoðunarferð
um Tel Aviv háskólann. Skólastjór-
inn, frú Neelee Cohen, sýndi okkur
byggingar og bókasafn lagadeildar.
Aðbúnaður laganema og aðstaða
til náms við Tel Aviv háskólann er
mjög góð. Allt háskólasvæðið var
Tallegt og þá sérstaklega garðurinn
umhverfis Tel Aviv háskólann, með
pálmatrjám og suðrænum blómum,
sem voru í fullum blóma þegar við
komum. Það sem eftir var dagsins
verzluðum við og nutu minjagripa-
verzlanir á Dizengoff-stræti í
miðbæ Tel Aviv góðs af.
Um kvöldið hittumst við síðan
öll í Yad Eliyahu-íþróttahöllinni og
horfðum á Real Madrid vinna ísra-
elska liðið Maccabi í körfubolta.
Meðan á leiknum stóð var mikið
-----borðað af söltuðum sólkjamafræj-
um, sem virðist vera einskonar
Prins póló þeirra ísraela. Við vorum
fljót að komast upp á lagið með
þennan sið þeirra að brjóta sól-
kjamafræin upp með tönnunum,
ná út fræinu og spýta hisminu.
Eftir körfuboltaleikinn kvöddum
við Tel Aviv og hýslana okkar á
diskóteki í Jaffa, því daginn eftir
var ætlunin að fara í 3 daga ferð
um Norður-ísrael.
Nazaret
Föstudaginn, 12. janúar héldum
við, ásamt leiðsögukonu okkar,
Shlomit Wakshal, norður á bóginn
til Galíleu og Gólanhæða.
•• -V ' Um Galíleu skrifaði breski rithöf-
undurinn Mark Twain m.a. eftirfar-
andi eftir ferðalag sitt um landið
helga:
...þessar óbyggðu hæðir Gal-
íleu, þessi hijóstrugu, gróðurlausu
fjöll, aldrei, aldrei bærist neitt í
hrikalegum útlínum þeirra ..
Mikil ræktun og uppbygging hef-
ir átt sér stað í Galíleu síðan Mark
Twain ferðaðist þar um. Þegar við
keyrðum um Galíleu sáum við
a.m.k. græna dali, ræktaða akra
og skóga - landslagið margbreyti-
legt og fallegt.
Ferð okkar var fyrst heitið til
Nazaret, staðarins þar sem Jesú
Kristur ólst upp og krossfaramir
”' ~^erðu síðar að höfuðborg Galíleu.
Nazaret er eitt höfuðvígi kristn-
innar þótt um % hlutar íbúa þar
séu arabar og gyðingar. Borgin
sker sig t.d. úr að því leyti að þar
era sunnudagar hvíldardagar en
ekki laugardagar.
í Nazaret á Gabríel erkiengill að
hafa birst Maríu mey og hafa til-
kynnt henni að hún myndi fæða
Jesú, sbr. Lúkasarguðspjall 1,26-32
þar sem segir: „En á sjötta mánuði
var Gabríel engill sendur frá Guði
til borgar í Galíleu, sem heitir Naz-
aret, til meyjar, er fcstnuð var
manni, sem Jósef hét, af ætt Dav-
íðs, en mærin hét María. Og engill-
inn kom inn til hennar og sagði:
Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs!
Drottinn sé með þér. En henni varð
hverft við þessi orð og tók að hug-
leiða, hvílík þessi kveðja væri. Og
engillinn sagði við hana: Vertu
óhrædd, María, því að þú hefir fund-
ið náð hjá Guði. Og sjá, þú munt
þunguð verða og fæða son; og þú
skalt láta hann heita Jesúm.“
Grísku og rómverku kirkjudeild-
imar greinir á um hvar engillinn á
að hafa birst Maríu. Grikkirnir telja
boðun Maríu hafa átt sér stað við
brunn og byggðu kirkju um upp-
sprettu brunnarvatnsins, en róm-
versk-kaþólska kirkjan telur boðun-
ina hafa átt sér stað í helli og hef-
ir hún sömuleiðis byggt kirkju yfir
hellinn. Kirkja Rómveijanna er
stærsta kirkjan í Nazaret.
Við fóram og skoðuðum grísku
kirkjuna en stóra rómversk-
kaþólska kirkjan við Casa Nova-
götu var lokuð. Við gengum þar
næst nokkra stund um þröng stræti
Nazaret. Við sáum mun fleiri araba
á þeirri ferð en í Jerúsalem og Tel
Aviv og sum okkar fjárfestu í arab-
ískum höfuðfötum til þess að falla
inn í hópinn. Á strætunum var mik-
ið af verzlunum, bæði minjagripa-
verzlunum og allskyns öðrum
óþarfa búðum auk eins og eins veit-
ingastaðar. Við settumst inn á einn
slíkan að stuttri skoðunarferð okkar
um Nazaret lokinni.
Síðan héldum við ferð okkar
áfram.
Skírnarstaðurinn
Næsti viðkomustaður okkar í
Galíleu var Yardenit, þar sem Jó-
hannes skírari á að hafa skírt Jes-
ús. Yardenit er staðurinn þar sem
Jórdanáin rennur úr Galíleuvatni.
Við og á Galíleuvatni gerðust mörg
kraftaverka Jesú. Þar mettaði hann
t.d. 5.000 manns með 5 brauðhleif-
um og tveimur fiskum (Markúsar-
guðspjall 6,30-44), þar hjálpaði
hann Símoni að veiða fisk þegar
illa gaf og sagði m.a. við Símon:
„Vertu óhræddur því héðan í frá
skalt þú menn veiða." (Lúkasar-
guðspjall, 5,1-11) og þar, á Galíleu-
vatni lægði Jesú óveður, þegar læri-
FYRIR framan grísku boðunarkirkjuna í Nazaret.
ÍSRAELSFARARNIR og leiðsögukonan,
Shlomit Wakshal, í Cesareu.
um yfir stóru vatnasvæði þar sem
krókódílarnir svömluðu um í.
Reyndar hreyfðu krókódílarnir sig
frekar lítið, heldur lágu makinda-
lega á árbakkanum og féllu svo inn
í umhverfið, risastórir, grænir og
mosagrónir að þeir sáust oft ekki
fyrr en þeir, allt í einu og óviðbúið,
glenntu upp geysistóra skolta sína
líkt og þeir væru að geispa. Við
vonuðum að göngubrúin héldi, því
hefði hún gefið sig, hefði ekki verið
að sökum að spyija - fyrir neðan
okkur lúrðu hundruð svangra
krókódíla. Maður fékk á tilfinning-
una að krókódílarnir væra ekki síð-
ur að horfa á okkur en við á þá og
að þeir sæju í okkur hvern matarbit-
ann á fætur öðrum.
Okkur var sagt að Hammat Gad-
er væri ekki bara vinsæll staður
meðal ferðamanna heldur einnig
ísraela. Þangað var reglulega gam-
an að koma.
sveinar hans héldu að þeir myndu
farast (Mattheusarguðspjall
8,23-26). Margir pílagrímar koma
til Yardenit til þess að láta skíra
sig. Við skírnarstaðinn sáum við
nokkra skyndibitastaði, sælgætis-
og gossjálfsala og minjagripaversl-
anir, þar sem m.a. má kaupa vatn
úr Jórdanánni.
Sumir telja Yardenit ekki vera
staðinn þar sem Jesús var skírður
heldur telja skírnarstaðinn vera í
al-Magthes, nálægt Jeríkó. Þangað
komumst við þó ekki, þar sem stað-
urinn er á hernaðarlega viðkvæm-
um stað, á landamærum Vestur-
bakkans og Jórdaníu.
Hammat Gader
Við keyrðum í suðaustur og kom-
um næst til Hammat Gader. Hamm-
at Gader dregur nafn sitt af hebr-
eska orðinu ham, sem þýðir heitur
og Gadera, sem er hebreskt nafn á
bæ þar í nágreninu, sem nú er
undir stjórn Jórdaníu og heitir Umm
Qeis. Þama komumst við í mestu
nálægð við Jórdaníu í ferð okkar
en yfir til Jórdaníu voru aðeins
nokkrir metrar.
í Hammat Gader eru heitar
vatnsuppsprettur og þar reistu
Rómveijar mikil baðhús til forna.
Þessar rómversku baðhúsarústir
skoðuðum við. Heita vatnið og leir-
böð sem hægt var að fara í hafa
allt frá fornöld verið talin hafa
lækningamátt og hefir fólk, í gegn-
um tíðina, komið víðsvegar að til
þess að hljóta bót meina sinna. I
Hammat Gader fórum við í sund
eftir að hafa skoðað mikinn krókó-
dílagarð sem ísraelar hafa komið
upp á staðnum.
Við gengum eftir trégöngubrú
sem lá í allskyns bugðum og hlykkj-
En Gonen
Við héldum ferð okkar áfram
norður í Gólan-hæðir. Þar sáum við
fólk með mótmælaspjöld. Fólkið var
að mótmæla fyrirætlunum Israels-
stjórnar um að skila Sýrlendingum
aftur hluta Gólan-hæða, en ísraelar
náðu Gólan-hæðunum af Sýrlend-
ingum í 6 daga stríðinu 1967. Við
keyrðum m.a. framhjá sundur-
skotnum húsum úr 6 daga stríðinu.
Sýrlenskar jarðsprengjur eru enn á
víð og dreif um Gólan-hæðir og
hafa Israelar merkt þau svæði þar
sem hætta er talin geta verið á
ferðum, en margir ferðamenn hafa
týnt lífi eða limum við það að gæta
ekki að þessum merkingunum.
Um kvöldið náðum við loks
áfangastað okkar þennan dag,
Kibbutz En Gonen. Á því samyrkju-
búi gistum við næstu tvær næturn-
ar. Vel fór um okkur í tveggja
hæða hreinlegum raðhúsum, sem
við deildum saman tvö og tvö. Hvert
hús var með eldhúsi, baðherbergi
og gervihnattarsjónvarpi. Á En
Gonen var líka körfuboltavöllur þar
sem við spiluðum körfubolta, langt
frameftir á hveiju kvöldi.
Kuneitra, Hermonfjall og
Metulla
HAMMAT Gader.
Laugardaginn 13. janúar ókum
við að útsýnisstað, þar sem hægt
er að horfa yfir til Sýrlands. Við
sáum „draugabæinn“ Kuneitra,
sem ísraelar hertóku í 6 daga stríð-
inu en skiluðu Sýrlandi aftur í Yom
Kippur stríðinu. Bærinn var yfirgef-
inn og hefir aldrei byggst upp aft-
ur. Landamæri ríkjanna liggja nú
um hann.
Næst lá leið okkar að nyrsta
hluta ísrael, Hermonfjalli, sem nær
2.224 m hæð á ísraelsku land-
svæði. Hér er um að ræða ffa.ll sem
hægt væri að ganga upp ísraels-
megin og koma niður í Líbanons-
megin, en það er ekki leyfilegt.
Fæst okkar bjuggust við því að
komast á skíði í Israel en þarna
gafst okkur færi á því. Við vörðum
því sem eftir var dagsins á skíða-