Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 51

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 51 + Vignir Högna- son var fæddur á Patreksfirði 13.2. 1964. Hann fórst með m.s. Jonnu SF 12 frá Hornafirði : hinn 13. október sl. Foreidrar hans eru Högni Halldórsson og Rósa Hjartar- dóttir. Systkini eru Gunnar Hjörtur Björgvinsson, f. 3.4 1950, búsettur í Noregi; Elfar Högnason, f. 17.8 1958, búsettur á Selljarnarnesi; Helena Högna- . dóttir, f. 4.11. 1959, búsett í Hafnarfirði; Hugrún Högna- dóttir, f. 22.8 1966, búsett á Eiðum. Sambýliskona Vignis var Kæri bróðir, það er erfitt að setja minningu um þig á blað, það eru alltaf sömu atriðin sem koma fram, nægjusemi og hjálpsemi, þó get ég alltaf séð þig fyrir mér Ikomandi úr vinnu upp með húsinu á Brunnum, blístrandi og raulandi og því fjörlegar sem vinnudagur- inn var strembnari. Kæri bróðir, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú komir ekki oftar í heimsókn til okkar, eins og tilhlökkunin var alltaf mik- il að fá þig. Dísa sat við gluggann í tímunum saman og beið eftir þér síspyijandi: Hvenær kemur Viggi. Þú varst svo mikill barnavinur, | alltaf tilbúinn að gefa þeim stund og taka þau með þér hvert sem þú fórst enda sögðum við alltaf að þú ættir pínulítið í óþekktinni í þeim. Þeim fannst gaman að gera heimanámið þegar Viggi frændi var hjá okkur, þú sýndir þeim svo mikla athygli og hjálpað- ir þeim við námið. Ég get seint | þakkað þér fyrir hvað þú varst | þeim góður, við höfum misst góðan > vin, söknuður okkar er mikill. Kæri bróðir, ég þakka að hafa átt þig að hjálpsemina alla tíð stundunum sem við áttum saman mun ég aldrei gleyma. Guð veiti þér eilífa hvíld. Elsku Laufey og börn, pabbi, mamma og aðrir aðstandendur megi góður styrkja ykkur í ykkar t miklu sorg. Helena. Laufey Hallgríms- dóttir, fædd 21.2. 1966. Börn Vignis eru Freydís Rósa, f. 30.5. 1993 og Rakel Sif, f. 8.11. 1995. Fósturbörn Vignis eru Matthías Örn, f. 9.9. 1986 og Andrés Páll, f. 20.2. 1990. Vignir stundaði almennt skólanám við barnaskóla Pat- reksfjarðar og lauk síðar námi frá Vél- skóla Islands. Hann stundaði ýmis störf til sjós og lands til dánardags. Minningarathöfn um Vigni Högnason og félaga hans verð- ur haldin i Hafnarkirkju í dag og hefst klukkan 13.30. Það var öllum mikil harmafregn er það fréttist að báts væri saknað með Vigni frænda ásamt tveimur skipsfélögum hans, og þá hófst löng og erfið bið meðan leit stóð yfir. Síðan kom mikið áfall er kom í ljós að þeir hefðu allir farist. Þá leita á hugann endurminn- ingar frá liðnum tímum. Það er sama hvaða minning um Vigni kemur upp í kollinn, alltaf sér maður hann fyrir sér hressan og kátan, það var eitt af einkennum hans, hann sá oftast björtu hlið- arnar á tilverunni, og var gott að leita til hans ef aðstoðar var þörf. Þá kom snemma í ljós hvað Vignir var barngóður og hvað hann hafði gaman af að ræða við þau yngri og bralla eitthvað með þeim. Einnig er ofarlega í huga okkar sá mikli kærleikur og vinátta sem ríkti innan fjölskyldunnar hans á Brunnum og áberandi var hversu gott samband og mikil hlýja var milli þeirra systkinanna. Þessi gleði og kærleikur fylgdi Vigni en því miður nutu Laufey og börn- in þess ailtof stutt. Og því vitum við að söknuðurinn er sár og sorg- in mikil. Það var mikil samgangur á milli fjölskyldnanna og fjöl- skylduböndin sterk og þorpið okk- ar Patreksfjörður var góður stað- ur fyrir tápmikinn dreng að alast upp á. Flestir strákarnir fóru að stunda sjóinn ungir og sumir hafa jafnvel ekki unað sér lengi í landi, MIEMNINGAR svo sterk ítök hefur hafið átt. í fjörunni lékum við okkur og lærð- um að þekkja lífið við sjóinn og bera virðingu fyrir þeim er hann stunda. Hlíðin fyrir ofan þorpið var eins mikið okkar leiksvæði og Eyrin. Þar áttum við okkar bú og hin ýmsu leyndarmál sem íjallið geymir enn. Þar eins og í fjörunni lærðum við að þekkja hætturnar. Snemma fórum við að taka þátt í atvinnulífinu, það er líklega öllum ómetanlegt að hafa fengið að standa jafnfætis eldra fólki, sem miðlaði til okkar af fórnfýsi og alúð. Það að hafa fengið að alast upp við þessar aðstæður eru for- réttindi sem við höfum notið góðs af. Eftir að ættingjarnir dreifðust um landið og heiminn, fórum við að halda ættarmót til að tengslin héldust og yngri börnin fengju að kynnast hvert öðru. Alltaf hafa þessar stundir verið miklar gleðistundir. En nú á haust- dögum þegar einn af okkur var kvaddur á brott með svo sviplegum hætti sameinumst við aftur í hugs- unum um þennan ljúfa dreng sem allt of fljótt var kvaddur á brott frá ástvinum sínum. Vignir og Laufey byijuðu sinn búskap á Patreksfirði en fluttu síðan til Hornafjarðar til að búa sér og börnum sínum heimili. Það er ekki vafi á að Vigni hefur dreymt um að búa sínum börnum, þá hlýju og öryggi sem hann ólst upp við fyrir vestan. En skyndilega breytist allt, allt í einu er eiginmaðurinn og heim- ilisfaðirinn tekinn burt. Til hvers? Það hlýtur að vera tilgangur með þessu, enda þótt hann sé fyrir ofan okkar skilning á þessari stundu. Drottinn gaf og Drottinn tók. Vignir var góður faðir og hann mun vaka yfir börnunum og leiða þau. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá.að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (K.Gibran) Elsku Laufey og börn, Högni, Rósa, Gunnar, Elvar, Helena.Hug- rún og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg og varðveita vel minninguna um yndislegan dreng. Einnig send- um við aðstandendum skipsfélaga Vignis okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhannes, Guðrún, Margrét, Þorsteinn, Nína, Bryndís, Halldór og Heiðar. Vinur minn er dáinn, hví græt ég ekki meir, hví er minningin svo auðveld, er það vegna galla minna, eða gæða vinarins, vinarins sem börnin mín hafa séð frekar sem vin en frænda, vinarins sem blístr- aði þegar hann þreyttist, vinarins sem aldrei mátti aumt sjá, er það kannski flekkleysi vinarins sem auðveldar mér að minnast hans eða er guð með mér, guð sem vakir og lifir með vini mínum. Mági mínum ljósið lýsir á leið sem enginn sér góða drenginn guð minn hýsir því gekk svo veginn hér. Guð hjálpi Laufeyju, börnunum og okkur öllum að takast á við framtíðina án okkar góða vinar. Aðstandendum skipsfélaga Vignis bið ég guðs blessunar. Guð veiti vini mínum eilífa hvfld, ljósið lýsi honum að eilífu, hvíli hann í friði. Ólafur Torfason. Vignir, vinur okkar og frændi, er dáinn, við skiljum það varla enn, en við viljum geyma minning- una um hann sem lifir nú með guði og sinnir starfi á nýjum stað. Guð hjálpi Laufeyju, börnunum og fjölskyldunni allri að heiðra minningu hans, það tryggir veg- semd okkar allra. Guð veri með öllum syrgjendum í dag. Högni, Torfi Kristinn, Þórdís og Patrekur Isak. Það fyrsta sem kom upp í hug- ann er við fengum þá hræðilegu frétt að báturinn sem Vignir var á væri týndur var „nei ekki hann“. Þú, Vignir, sem allir elskuðu og virtu fyrir þína einstæðu ljúfu og léttu lund og skiptir aldrei skapi. Þú sem varst svo barngóður og mikils metinn af öllum þínum systkinabörnum sem dáðu þig og elskuðu enda var ávallt mikil til- hlökkun þegar von var á þér í heimsókn og eigum við margar góðar minningar frá samveru- stundum okkar og ferðalögum saman þar sem þú hugsaðir um og lékst við drengina okkar eins og þú ættir þá líka. Því fannst okkur yndislegt þegar þú eignað- ist þína fyrstu dóttur og sögðum að hún ásamt drengjunum tveim- ur sem þú gekkst í föðurstað, gætu ekki eignast betri föður. Síðan kom önnur dóttir og þú ákvaðst að vinna í landi til að VIGNIR HÖGNASON geta verið meira heima hjá fjöl- skyldunni. En fjárhagurinn var erfiður og í von um betri afkomu fórstu aftur á sjóinn og í þessari fyrstu ferð þinni á bátnum varstu tekinn í burtu frá okkur og fjögur lítil börn skilin eftir föðurlaus. Tvær litlar dætur sem aldrei fá að kynnast þér og njóta þinnar ástúðar, sem drengirnir okkar og öll þín systk- inabörn fengu í svo ríkum mæli. Það er ekki undarlegt þó maður spyiji um hvaða tilgangur var göfugri en að lofa þínum eigin börnum að njóta þinna frábæru eiginleika og að vaxa og þroskast með þér. En það finnast engin svör. Eftir stendur minningin um góðan dreng, einstakan bróður og frænda og ástríkan eiginmann og föður, sem verður dýrmæt gjöf á veginum framundan. Elsku Laufey, Matthías, Andr- és, Freydís Rósa og Rakel Sif, megi guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda í ykkar miklu sorg og í framtíðinni. Hvíldu í friði, elsku Vignir. Elfar Högnason og fjölskylda. Okkur langar með fáum orðum að kveðja frænda okkar Vigni Högnason. Þó svo að ekki hafi verið mikill samgangur okkar á milli vegna búsetu þá fylgdumst við alltaf hvert með öðru. En þeg- ar við hittumst eða töluðumst við í síma voru það alltaf miklar ánægju stundir. Við samglöddumst þér yfir hamingju þinni þegar þú eignaðist þína eigin fjölskyldu því þú varst mjög hjartahlýr og góður drengur og áttir allt það besta skilið. Allir sem þér kynntust fengu sinn skerf •af þinni góðmennsku og tryggð. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóss. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Elsku Laufey og börn, Rósá, Högni, Elvar, Helena, Hugrún, Gunnar og fjölskyldur. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Svava, Sigrún Olga og Styrmir, Vestmannaeyjum. SIGURJON SVEINSSON + Sigurjón Sveinsson var fæddur í Reykjavík hinn 30. nóvember 1921. Hann lést á ' Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 14. febr- úar og fór bálförin fram í kyrrþey. Foreldrar hans voru Sveinn Jóns- son verkamaður frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 18. september 1891, d. 22. júlí 1979, og Sig- j urlína Agústa Sig- urðardóttir, húsfreyja frá Junkaragerði í Höfnum, f. 23. ágúst 1895, d. 16. febrúar 1985. Hann átti eina systur, Pálínu Ágústu Sveinsdóttur, f. í Reykjavík 1. mars 1920, d. 12. september 1993. Hinn 31. marz 1956 kvæntist Sigurjón eftirlifandi eiginkonu sinni, Höllu Hersir, f. í Reykja- vík 23. september 1927. Hún I er dóttir Guðmundar Hersir bakarameistara, f. 19. júlí 1894, d. 7. júlí 1971, og konu hans Helgu Emilíu Hersir, f. Pedersen frá Thuro I Dan- mörku, f. 16. júní 1896, d. 24. júlí 1956. Siguijón og Halla eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ágústa Edda, ljósmyndari, f. 13. febrúar 1956, var gift Jónasi Matthíassyni, raf- eindavirkja, bú- settum í Þýska- landi og eiga þau einn son, Andra Orvar, f. 13. október 1983. Ágústa Edda á einnig dótturina Eirnýju Höllu, f. 3. ágúst 1996. 2) Viðar, vélstjóri og rafeindavirki, f. 20.2. 1958, búsettur í London, giftur Selmu Abassy prinsessu. 3) Ómar, múrari, f. 1. apríl 1960, í sambúð með Ástu Hönnu Kristjánsdóttur. 4) Sveinn, húsasmiður, f. 14. apríl 1963. Í dag hefði faðir minn orðið 75 ára, ef krabbameinið, sem sjálfsagt hefur heijað á líkama hans um langa hríð, hefði ekki náð yfirhönd- inni í byijun ársins. Faðir minn var afskaplega afkastamikill og skemmtilegur maður, listrænn og þolinmóður. Hann var mjög viljug- ur að fara með okkur í fjöruferðir og útbjó myndlistaraðstöðu fyrir okkur í kyndiklefanum og gerði ekkert til þó að við teiknuðum stundum á veggina, hann málaði þá bara öðru hveiju. Svo var allt til alls, nóg af pappír, alls kyns litir, sagir, borar, sandpappír og garn. Garn? Já, þótt ótrúlegt sé, af manni á hans aldri, þá saumaöi hann út kynstrin öll af fallegum munum, allt talið út og seinustu hlutirnir hannaðir af honum frá upphafi. Útsaumurinn var einungis eitt af áhugamálum hans. Á yngri árum, áður en hann slasaðist, keppti hann á skíðum og átti með nokkrum vinum sínum skíðaskál- ann Himnaríki uppi í Jósepsdal. Hann tefldi og safnaði frímerkjum. En eftir að hann slasaðist og varð að hætta skíðaiðkun, tók út- saumurinn við ásamt myndsöfnun og garðrækt. Garðræktin var tekin sömu heljartökum og útsaumurinn og að endingu voru tegundirnar orðnar 800 í þessum litla garði. Eitt sumarið safnaðist meira að segja meira fræ úr garðinum hans en úr grasagarðinum í Laugardal. Hann átti líka gott safn bóka um garðrækt og var í Garðyrkjufélag- inu og Dalíuklúbbnum sem og Scottish Rock Gardens, og var si- fellt að rækta nýjar tegundir. Enda var sífelldur straumur fólks í garð- inn og gestabókin í gróðurhúsinu þéttskrifuð, og við fundum stund- um ýmislegt góðgæti þar, sem fólk skildi eftir í staðinn fyrir plönturn- ar sem gaukað hafði verið að þeim. Og þó að við hefðum verið nokk- ur, aðallega þó Elín vinkona hans, sem reyndum að halda garðinum í horfinu í sumar þá var hann ekki svipur hjá sjón, enda var hann í garðinum alla daga. Faðir minn var ættaður austan úr Fljótshlíð í föðurætt og úr Höfn- unum í móðurætt og voru farnar margar ferðirnar á báða staði í bernsku minni, en í seinni tíð lágu ferðirnar í Keflavík og á Eyrar- bakka þangað sem ættingjarnir voru fluttir, en ættræknin var mik- il hjá honum og finnst mér það mikils virði í dag að þekkja ætt- ingja mína svona vel, enda þótt ég hafi ekki alltaf verið viljug að fara með foreldrunum í þessar ferðir á unglingsárunum. Og ekki var bílakosturinn til að auka ásælnina í langferðir, en faðir minn var þvílíkur bjartsýnismaður að honum hefur sjálfsagt aldrei dottið í hug að blöðruskódinn kæmist ekki allt, og svo var móðurafi minn með í öllum ferðum, en hann var ekkjumaður og allar hinar dætum- ar búsettar í óraijarlægð, og afi því fastagestur á heimili foreldra minna alla sunnudaga. Þá var nú mikið hlegið, enda báðir léttlyndir. Faðir minn var líka góður afi, hefur reynst syni mínum sérlega vel og farið með hann í margar fjöruferðir sem komið hefur sér vel fyrir mig því starf Ijósmyndara er mikið unnið um helgar. Ég harma það að dóttir mín, sem fædd er 3. ágúst, skyldi aldrei fá að kynnast afa sínum, en við systkinin reiknuðum ekki með að faðir okkar og systir hans Ágústa féllu svona snemma frá, vegna þess að foreldrar þeirra urðu svo gömul, en það var ekki nema rúmt ár á milli systkinanna, og bæði úr krabbameini. Og við vorum ekki þau einu sem héldum að fað- ir minn væri ódrepandi því í sum- ar var enn að streyma í garðinn fólk að heimsækja hann en það minnkar nú sennilega eftir birt- ingu minningargreinar þessarar, en faðir minn var brenndur í kyrr- þey að eigin ósk hinn 21. febrúar á þessu ári. Ágústa Edda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.