Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðjón Kjartan Viggósson var fæddur í Reykjavík 15. apríl 1978. Hann fórst með mb. Jonnu hinn 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristrún Harpa Kjartans- dóttir, f. 20.9. 1960, verkakona og húsmóðir á Höfn, og Viggó Steindórsson, f. 7.9. 1959. Núver- andi eiginmaður Krist-rúnar Hörpu er Ingvar Pétursson, f. 29.4. 1958 bif- vélavirki á Höfn. Bróðir Guð- jóns Kjartan er Jerry Dwayne, f. 19.8. 1981, nemi. Minningarathöfn um Guðjón Kjartan og vinnufélaga hans af Jonnu fer fram í Hafnar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sá hörmulegi atburður varð að mb. Jonna fórst með þremur mönn- um út af Skarðsfjöru við Meðalland í Vestur-Skaftafellssýslu á leið heim í Hornafjörð. Með Jonnu voru þrír ungir menn, þeir voru að koma með Jonnu af höfuðborgarsvæðinu þar sem báturinn hafði verið í slipp. Ferðin hafði gengið vel framan af en komið vont veður og þungt í sjó er farið var að nálgast Vest- mannaeyjar og aftakaveður var komið við Skarðsfjöruvita við Með- alland. Þeir sem á bátnum voru hétu: Jón Gunnar Helgason, búsettur á Höfn, skipstjóri 41 árs, kvæntur og fjögurra barna faðir. Vignir Högnason, vélavörður, var í sam- búð, átti tvö börn og tvö fóstur- böm. Guðjón Kjartan Viggósson háseti, búsettur á Höfn og bjó í foreldrahúsum. Ég votta öllum þeim sem um sárt eiga að binda samúð í þeim hörmungum sem þarna hafa orðið og bið góðan guð að styrkja þá og varðveita í þeim miklu sorgum sem hafa knúið þar á dyr. Já, sorgin er mikil er það er tek- ið frá okkur sem okkur er mikil- vægast í blóma lífsins. Þar á ég við börnin okkar sem eiga alla framtíðina fyrir sér og við sem gætum þeirra horfum á þau vaxa og dafna þar til þau fara að sjá um sig sjálf. Sá ungi maður sem ég flyt þessi fátæklegu orð hét Guðjón Kjartan Viggósson og var að- eins átján ára, búsettur á Höfn í Hornafirði. Hann bjó þama með móður sinni, bróður og fósturföður. Hann eins og aðrir ungir menn þurfa fljótt að takast á við ýmislegt í veraldar- vafstrinu eins og aðrir og leitun að lífsstarfmu er erfið þegar maður er ungur og hugur manns leitar víða að verkefnum til að takast á við og getur stundum verið erfitt að ákvarða það en enginn veit hvað tekur við á lífsgöngunni og það er ýmislegt prófað áður en að loka- ákvörðun kemur. Það er ýmislegt prófað áður, það er bjart yfir öllu og gleðin skín af hveiju andliti er genginn er vegurinn til bjartari hugsjóna en þeir vegir em oft órannsakanlegir með öllu. Guðjón Kjartan ólst upp hjá móður sinni og sem barn kynntist hann því sem flest börn fá að reyna við leik og störf, fara í skóla og komast í sveit og sjá heiminn í víðara samhengi. Það er margt sem getur drifið á dagana þegar maður er að byija að fóta sig, láta sig dreyma um hvað tekur við á morgun og næsta dag, það er öllum óráðanleg gáta en stundum er gaman við leik og störf með þeim félögum sem maður kynnist þegar allt er svo hlýtt og bjart heima hjá því sem manni er kærast. Það er ekki nein smá ákvörðun að fara út á sjó til að vinna, ráða sig sem háseta á fiski- bát, algjörlega óreyndur og vita ekki hvers krafist er af manni en oft er mikill vilji til þess að leið- beina þeim sem eru að byija á sjó af þeim sem reyndari eru og marg- ur maðurinn hefur þurft að reyna margt í því að sigla á skipi sínu við misjafnar aðstæður. Margur maðurinn sem á sjó hefur farið hefur gengið í gegnum margar holskeflur áður en að landi er komið aftur og sumir hafa séð á eftir félög- um sínum í saltan sæ og mæður og feður hafa þurft að sjá á eftir mörg- um í gegnum aldir og það er að gerast enn þann dag í dag að foreldr- ar þurfa að horfa á eftir því sem er þeim kærast bæði til sjós og lands, bömum og fleiru sem þeir bíða eftir að komi heim aftur svo gleðin geti glatt okkur svo við sjáum hamingj- una og brosið færa okkur allt en þegar sú voðafrétt er látin berast okkur að stórslys hafí orðið getur sorgin hertekið okkur og þá blasir ekki við mikil birta og ekki sjáum við ljósið sem lýsir okkur að öllu jöfnu á fömum vegi. Guðjón Kjartan Viggósson, ég kveð þig með þökk og kærleika fyrir að fá að kynnast þér og sjá að það er margt sem býr í okkur er við tökumst á við verkefni sem geta verið ei’fíð á okkar lífsgöngu. Ég votta þér, mín kæra Kristrún Harpa, Ingvar og sonur dýpstu samúð við fráfall Guðjóns Kjartans en er viss um að þær viðtökur sem hann hefur fengið eru góðar á þeirri göngu sem nú tekur við hjá þeim sem við öll elskum og þráum sem er himnafaðirinn sem gefur okkur allt. Jón Gunnar Jónsson, Vík í Mýrdal. Okkar ástkæri Guðjón Viggósson er fallinn frá. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkar hinstu kveðjur. Afi Steindór, amma Erla og frændfólk. Snemma morguns hinn 14. októ- ber var hringt heim til mín og mér færðar þær sorglegu fréttir að minn besti vinur Guðjón, sem ég kallaði Gaua, væri saknað. Kvöldið áður var hann að koma heim siglandi eftir veru í Reykjavík. Mín eina hugsun var sú að hitta hann, en sú hugsun varð bara hugsun, hann kom ekki aftur. Okkar fýrstu kynni voru um sumarið 1995. Við áttum saman góðar stundir í útreiðartúr- um sem leiddu til þess að við urðum hrifín hvort af öðru. Okkar sam- verustundir voru ekki alltaf bjartar en þær björtu voru fleiri en þær svörtu, það sam mér er erfiðast er að við vorum ekki sátt, ég vona að Guð hjálpi mér að finna ró í mínu hjarta. Elsku Harpa, Ingvar og Jerry, það er mikil sorg að missa, en gleymum því ekki þegar sorgin er mest þá verðum við að trúa að í bæn fáum við styrk til að standast sorgina að missa okkar góða dreng Gaua. Þar sem ég sit og hugsa um Gaua og vona að honum líði vel þar sem hann er, koma mér í hug þessi kveðjuorð til hans. Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð, fennir yfir orðasennur eftir lifír minning góð. (Hjörtur Kristmundsson.) Þín kærasta vinkona, Rakel Ósk Heimisdóttir. Þú sagðir að ég þyrfti hjálp þeg- ar þú sást að ég var í vandræðum og réttir mér hjálparhönd þegar ég þurfti. Þú hjálpaðir mér þegar ég þurfti á hjálp að halda og bauðst mér að koma með þér þangað sem þú ætlaðir. Með öðrum orðum þér var ekki sma um mig og mína fram- tíð. Við urðum bestu vinir. Svo flutti ég til útlanda og ætlaði að skrifa þér, en ég gerði það aldrei og núna er það of seint og ég get ekki fyrir- gefíð mér það, en verð að læra að lifa við. Ég get aldrei þakkað þér fyrir þá hjálp og þann stuðning sem þú veittir mér þegar ég var sorg- mæddur, en verð að muna þegar ég hugsa um þig að það sem þú gerðir fyrir mig er það besta sem hefur verið gert fyrir mig og ég er ánægður að hafa hitt þig. Þú varst og kemur alltaf til með að vera besti vinur minn. Þrátt fyrir að þú sért dáinn átt þú alltaf stóran sess í hjarta mínu og vísan stað í huga mínum. Það eina sem ég get gert er að hugsa um þig og varðveita minningu þína í hjarta mínu og þakka þér fyrir samvenistundirnar sem við áttum saman. Ég kem allt- af til með að muna eftir því sem þú gerðir fyrir mig. Fjölskyldu þinni og vinum vil ég veita mínar samúðarkveðjur. Magnús Guðbergsson, Sandefjord, Noregi. GUÐJON KJARTAN VIGGÓSSON t Kæra systir okkar, GUÐBJÖRG (Lilla) BJÖRNSDÓTTIR ELSOFF, síðast búsett í Bandaríkjunum, er látin. Jarðarförin hefur farið fram þar ytra. Fvrir hönd aðstandenria Ragna Bjarnadóttir, Svanur Jónsson, Guðjón Jónsson. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR, Grettisgötu 56B, lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 24. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Arnaldur ísleifsson, Sigurósk Eyland Jónsdóttir. t Útför GUÐRÚNAR KRISTINSDÓTTUR fyrrv. einkaritara, Klapparstíg 1a, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. desember kl. 10.30. Þórður Sverrisson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI BACHMANN, Bólstaðarhlið 58, Reykjavfk, lést á Landspítalanum þann 28. nóvem- þer. Ingveldur Albertsdóttir Bachmann, Rúnar Bachmann, Guðrún B. Hauksdóttir, Petrína Bachmann, Sigríður Bachmann, Jón Egill Bergþórsson, Þórdfs, Daníel, Inga, Skúli og Egill. t Hjartkær maðurinn minn og faðir okkar, KARL JÓNSSON, Skaftahlíð 25, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 28. nóvember. Guðfinna Guðjónsdóttir, Jón Róbert Karlsson, Hlíf Hjálmarsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, Svava Engilbertsdóttir og barnabörn. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H.P.) Það er skelfilegt áfall þegar ung- menni er svipt burt úr tilveru okkar fyrirvaralaust. Fyrstu viðbrögð eru auðvitað: „Þetta getur ekki verið satt.“ En fregnin er staðreynd, sem enginn fær breytt. Þann 7. okt. hringdi síminn. Kristrún Harpa, fyrrverandi ná- granni, bað mig að hýsa son sinn, Guðjón Kjartan, á meðan hann ynni við skipið sem hann var ráðinn _á, en það var að koma úr slipp. Ég var glöð yfir að geta hlaupið í skarð Völlu ömmu, sem var stödd norður í landi. Og vinurinn kom, hljóðlátur sem jafnan fyrr, en ég fann strax að hann var glaðlegri og öruggari í fasi en áður var. Þessi fyrrverandi nágranni og nemandi minn var greinilega að verða fulltíða maður. Ég vísaði honum til sængur í „afa- stofu“, fullviss þess að hvergi liði honum betur. Dagarnir liðu. Allir fóru til vinnu sinnar hvern morgun, en á kvöldin gafst tími til að heimsækja vini og Völlu ömmu, eftir að hún kom í bæinn. Það var enginn asi á Guð- jóni fremur en fyrri daginn og hissa var ég þegar hann gaf sér tíma til að sitja og rabba við mig, gömlu konuna, um lífið og tilveruna. Að- ur, þegar ég þekkti hann barn, lagði Guðjón varla nokkurn tíma orð í 'belg ótilneyddur. Hann var að eðlisfari óframfærinn og dulur og því seintekinn. í hraða nútím- ans á slíkt barn oft erfitt uppdrátt- ar. Það vill gleymast í sinni hóg- værð. Erfítt reynist börnum oft að skipta um skóla, flytja á nýjan stað, en út yfir tekur þó ef um aðra heim- sálfu er að ræða. Mál, sem barnið ekki skilur klingir í eyrum og erfitt er að aðalagast hinu nýja samfé- lagi. Já, margt verður feimnum dreng að fjötrum og gott var að komast til baka í návist ömmu og afa, sem alltaf áttu tíma fyrir drenginn. En Kjartan afi féll frá og Guðjón flutti á annað landshorn. Þar fékk hann traust heimili hjá móður, bróður og stjúpföður. í spjalli okkar Guðjóns, þessar síðustu samverustundir kom margt í Ijós sem sýndi framtíðaráætlanir hans. Skólaganga var þar innifalin. Guðjóni var margt til lista lagt og ber grafíkmyndin sem hann gaf mér forðum listrænum hæfileikum ótvírætt vitni. Guðjón hafði áttað sig á því að „ekki eru allir viðhlæjendur vinir“ og hafði orð á því hve mikils virði væri að eiga sanna vini. Við rædd- um sjómannsstarfið og hve mikið vantar á að „landkrabbar" meti að verðleikum það erfiða starf þar sem sjómenn hætta lífi sínu dag- lega. Já, framtíðin virtist svo sannar- lega blasa við þessum unga manni, sem loks hafði öðlast nægilegt sjálfstraust til að takast á við lífíð. Á kveðjustund, laugardaginn 12. október, spurði Valla amma skip- stjórann sem kom að sækja Guðjón til brottfarar, hvort hann væri efni í góðan sjómann. „Það á eftir að koma í ljós,“ var svarið. Þessi orð og margt fleira, bergmálaði í huga mínum rúmum sólarhring síðar, þegar sorgarfregnin barst. Margt er mönnum hulið, þó mik- ið þykist vita. Að loknu jarðlífi er haldið áfram á þroskabraut. Sumir eru á annarri skoðun en fleiri að- hyllast þá trú, þ.á m. undirrituð. Hljóðar bænir hjálpa öllum, lífs og liðnum, til þess að öðlast þá sálarró sem svölun veitir. Því bið ég góðan guð að veita syrgjendum þann sálarstyrk sem þarf til þess að bænir þeirra leiði hinn látna áfram á eilífðarför. Þórný Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.