Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 54

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 54
54 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON GUNNAR HELGASON + Jón Gunnar Helgason var fæddur á Höfn í Homafirði 6. júní 1955. Hann fórst með báti sínum 13. október síðastlið- inn. Jón Gunnar var einkasonur Astu Bryndísar Gunnars- dóttur póstaf- greiðslumanns á Höfn.f. 23.11. 1935, og Helga Magnúsar Símonarsonar fyrr- verandi sjómanns, f. 24.2. 1935. For- eldrar Bryndísar voru Gunnar Snjólfsson, f. 2.11. 1899, d. 30.8. 1983, og Jónína Astríður Jóns- dóttir, f. 28.8.1912. Þau bjuggu á Höfn. Foreldrar Helga voru Simon S. Maijónsson, f. 5.7. 1913 og Ólöf Helgadóttir, f. 17.9. 1915, d. 2.12. 1992. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Hinn 23. desember 1978 kvæntist Jón Gunnar Sólveigu Eddu Bjarnadóttur, f. 12.3. 1957. Böm þeirra eru: Bryndís, f. 28.3. 1978, Auður, f. 11.3. 1980, Natan, f. 31.3. 1985 og Vala, f. 27.7. 1989. Jón Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík Kæri vinur. í vænmætti mínum vil ég kveðja þig með nokkrum fátæklegum orð- um. Skilnaðarstundin er runnin upp og eftir sitjum við sorgmædd og vanmáttug gegn þeim öflum er ráða lífi, dauða og örlögum okkar. „Amma, það er ég.“ Hún amma þín mun sakna þess sárt að heyra ekki oftar kvatt dyra með þessari kveðju. Einkum eftir að sjónin brást henni var það svo mikils virði fyrir hana að heyra þessa kveðju og njóta samvistar við þig. Henni þótti svo vænt um hversu oft þú gafst þér tíma og næði til að líta inn til hennar og rabba við hana yfír kaffí- bolla, fá fréttir af fjölskyldunni, líf- inu á sjónum og mannlífínu yfir ihöfuð. Ekki voru þetta alltaf háal- varlegar samræður og mikið gátuð þið hlegið og þá var notalegt að heyra þinn smitandi tröllahlátur. iÞað er eðlilegt að milli ykkar ömmu og afa skapaðist sérstakt samband ]iar sem þú ólst upp á heimili þeirra til unglingsáranna og hafðir nafn þitt frá þeim. Hjá afa þínum lærð- ir þú meðal annars mannganginn í skák og spilaáhuginn vaknaði. Fyrst glímduð þið við Ólsen-Ólsen og annað í þeim dúr en síðar tók- ust þið á við bridsinn og höfðuð mikið gaman af. Væntumþykja þín, virðing og þakklæti gagnvart afa þínum og ömmu kom ekki aðeins fram í tíðum heimsóknum til þeirra alla tíð eftir að þú fluttist frá þeim. Þú áréttað- ir tilfínningar þínar enn frekar er þú nefndir báta þína eftir ömmu þinni og mikið held ég að hún hafi verið stolt af „Litla-Jónsa“, sem var þó fyrir löngu vaxinnn okkur öllum yfír höfuð. Á æskuheimili okkar varst þú „Litli-Jónsi“ en ég „Stóri-Jónsi“ en þeirri nafngift réð aldursmunur okkar. Hið nána sambýli okkar í uppvextinum olli því að ég leit alltaf miklu fremur á þig sem bróður en systurson. Mér er alltaf minnis- stætt, þegar þú hafðir verið skírð- ur, að nágrannakona okkar spurði mig í glettni sinni í höfuð hvers þú hefðir verið nefndur. Og ég, krakkinn, hreykinn af litla nafna mínum, hélt því auðvitað fram að þú hefðir verið skírður í höfuðið á mér, enda þekkti ég engan annan með þessu nafni. En sjórinn heillaði og átti hug þinn allan og þess vegna kom það ekki á óvart að leiðin lá í Stýri- mannaskólann strax eftir stúdents- próf. Þú fékkst ungur að kynnast 1976 og lauk skip- sljórnarprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reylqavík 1977. Síðustu tvo veturna stundaði hann nám í sjávar- útvegsfræðum við Endurmenntunar- deiid Háskóla ís- lands, samhliða sjó- sókn. Hann hóf út- gerð frá Höfn um 1980 ásamt tveimur félögum sinum með stofnun Hornfirð- ings hf. sem gerði út vélbátinn Vísi SF 64. Síðar gerði hann Vísi út í samvinnu við annan sjómann frá Höfn uns hann keypti bátinn 1992 og rak hann í samvinnu við Eddu. Þau seldu Vísi 1994 en höfðu keypt stærri bát 1992 sem fékk nafn- ið Jónina Jónsdóttir SF 12. Jón- ína var seld til Noregs en Jón og Edda keyptu þá minni vélbát sem var nefndur Jonna SF 12. Hann var á leið til Hornafjarð- ar, úr slipp í Hafnarfirði, þegar hann fórst. Minningarathöfn um Jón Gunnar og félaga hans fer fram í Hafnarkirlqu í dag og hefst klukkan 13.30. því að sjómennskan er ekki bara dans á rósum heldur tekur sinn dtjúga toll i mannslífum líka. Þetta var þegar pabbi þinn bjargaðist naumlega við annan mann úr hörmulegu sjóslysi við Færeyjar, en sjö skipsfélagar þeirra fengu vota gröf. Einn þeirra var móður- bróðir þinn, sem líka bjó þá á æsku- heimili okkar. Þrátt fyrir þessi miklu áföll dró ekki úr áhuga þínum á sjómennskunni. Hún væri enda ekki fjölmenn íslenska sjómanna- stéttin ef allir þeir er misst hafa nána ættingja í greipar Ægis legðu árar í bát. Ekki hafðirðu verið lengi til sjós áður en þú varst bytjaður að gera út sjálfur. Fyrst í samvinnu við aðra sjómenn hér á Höfn, en síðustu árin stóðuð þið Edda tvö samhent að útgerðinni sem öðru. Þegar alvarlega sló í bakseglin í þorskveiðunum, og kvótakerfíð var farið að hamla allri hefðbundinni sókn, reyndir þú að leita nýrra miða og tegunda, og þá jafnvel með veiðarfærum, sem þú hafðir ekki reynt áður. Það var sumarið 1975 sem Edda labbaði inn í líf þitt. Það var mesta gæfusporið í lífí ykkar beggja. í framhaldinu lá auðvitað fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið og hús- ið reis á einu sumri á Austurbraut- inni. Fjölskyldan var að stækka svo hafa varð hraðar hendur. Sá sem sýnir afa sínum og ömmu slíka umhyggju og ástúð sem þú, ber auðvitað hag sinnar eigin fjölskyldu mjög fyrir bijósti. Ást þín á Eddu og börnunum leyndi sér aldrei og augljóst var hversu mikilvæg fjöl- skyldan var þér. Börnin komu oftar en ekki með í heimsókn til ömmu þinar sem annað, auðvitað mest meðan þau voru á pabbaaldrinum. Og uppá síðkastið voruð þið feðg- arnir farnir að eyða kvöldunum saman við gítarsamleik. Það fannst alltaf tími fyrir börnin og fjölskyld- una og í sumarbústaðnum áttuð þið ykkar góðu samverustundir og ferðalögin heilluðu ykkur öll. Hjá samhentri fjölskyldu leysast öll vandamál og hverfa sem dögg fyr- ir sólu. Þannig gekk það fyrir sig hjá ykkur. Þú varst ákveðinn í skapi og gjörðum, en mjög heill í öllu er þú tókst þér fyrir hendur. Áhugamálin spönnuðu mjög vítt svið. Ferðalög, útivera, íþróttir, tónlist, leiklist, lestur; sem sagt allt milli himins og jarðar. Veiðiferðir með gömlum brottfluttum vinum héðan frá Höfn og er þá lítið eitt upptalið. Þú varst einfaldlega heimsborg- ari af guðs náð og kunnir að njóta alls þess er lífíð hafði uppá að bjóða. Fimmtudagsnóttina fyrir þína síðustu för dreymdi mig draum sem mér þótti eftirtektarverður, en gat samt lítið ráðið í hvort hann hefði einhveija sérstaka þýðingu. Draumurinn var mjög skýr en það er sjaldnast sem ég man draumfar- ir mínar. Einhver, sem ég hafði bara á tilfínningunni að væri ætt- ingi Eddu, stakk fíngur okkar svo úr blæddi og blandaði við mig blóði sínu og við sórumst í fóstbræðra- lag. Aldrei gerði ég mér fulla grein fyrir því í draumnum hver ná- kvæmlega var þar á ferð. Varst það kannske þú að senda mér ein- hver síðustu skilaboð og var allt fyrirfram ákveðið? Leikstjóri lífsins setur mörg und- arleg og torræð verk á sviðið. Við skiljum hvorki tilganginn né grimmdina í mörgum þessara verka. En við verðum að trúa því að þau hafí einhvern sérstakan til- gang. Vertu sæll bróðir. Það er mikill harmur og söknuður í hjarta mínu. Elsku Edda, börn og foreldrar. Guð veiti ykkur og okkur öllum styrk í sorginni. Ég vil nota tækifærið hér og senda aðstandendum félaga þinna, þeirra Vignis og Guðjóns, mínar hugheilu samúðarkveðjur. Jón Gunnar Gunnarsson. Elsku Jón Gunnar. Hver skilur tilganginn í þessu lífí, því ert þú tekinn burt frá okk- ur á besta aldri. Þetta verða aðeins nokkur fátækleg orð, því okkur er orða vant. Það hefði enginn getað átt betri og ástríkari son en þig. Þú varst alltaf svo hlýr og góður og alltaf var hægt að leita til þín með allt, þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og öllum vildir þú gera gott. Við vitum að þegar þú varst með bátana þína í slipp og komst dauðþreyttur úr vinnu þá komstu alltaf færandi hendi til afa þíns á Sólvangi. Og ömmu þinni á Höfn varstu sem besti sonur. Og þvílíkur faðir sem þú varst börnum þínum, það var dásamlegt að sjá, og eigin- konu mikill maður. Og það sem þú lagðir hart að þér, ekki síst þegar þú komst þreyttur af sjónum og keyrðir suður í hvernig veðri sem var þegar þú fórst í endurmenntun í sjávarútvegsfræði í Háskóla ís- lands. Og þegar þú fórst til útlanda í frí, þá skyldir þú alltaf hringja heim einu sinni í viku til að vita hvernig við hefðum það. Elsku sonur, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Mamma og pabbi. Elsku bróðursonur minn, Jón Gunnar Helgason, er látinn langt um aldur fram. Það er mjög þung- bært að hugsa um það stóra skarð sem nú hefur verið höggvið. Mig langar að minnast frænda míns og eins besta vinar, allt frá því er við vorum ung börn, með örfáum orðum. Það ríkti alltaf eftirvænting og gleði í huga mér er líða tók að sumri, því þá var Jón Gunnar frændi væntanlegur í heimsókn heim á Álfaskeiðið í Hafnarfirði með foreldrum sínum frá Höfn í Hornafírði. Árin liðu og alltaf hélst okkar trausti og góði vinskapur. Jón Gunnar kynntist konu sinni, Sól- veigu Eddu Bjarnadóttur, og voru þau sérstaklega samhent og ham- ingjusöm hjón. Þau eignuðust fjög- ur yndisieg börn, þau Bryndísi, Auði, Natan og Völu. Jón Gunnar var sérlega duglegur allt frá unga aldri að útvega sér vinnu er skóla lauk að vori, enda kom dugnaður hans mér ekki á óvart er fram liðu stundir. Jón Gunnar þurfti lítið fyrir lær- dómi að hafa og valdi að leggja fyrir sig sjómennsku og fór í Sjó- mannaskóla íslands eftir stúdents- próf frá MR. Þeim skóla lauk hann á methraða og hafði lítið fyrir. Fyrir rúmu ári lauk hann svo endurmenntunarnámskeiði frá Há- skóla íslands í sambandi við sjávar- útveg. Jón Gunnar hafði marga góða kosti, m.a. hafði hann sérstaklega ljúfa lund, góða kímnigáfu og var einhver sá traustasti vinur sem ég hef kynnst. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og ræktaði frænd- garðinn vel. Gott var þau hjón heim að sækja. Við Sigurður Árni viljum þakka óvæntar og ómetanlegar samverustundir síðastliðið sumar. Elsku Jón Gunnar, þú munt ætíð lifa I hjörtum okkar þó við nú höf- um þurft að kveðja þig að sinni. Við Sigurður Árni sendum þér elsku Edda og fjölskylda og þér elsku Helgi bróðir, Bryndís mín og fjölskyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi orð spámannsins Jesaja vera okkur öllum styrkur nú á þessari erfiðu stundu: „Ottast þú eigi, því að ég er með þér; lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð; ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi rétt- lætis míns.“ Haf þökk fyrir allt og allt, elsku frændi. Ásthildur Símonardóttir. Það var erfið stund, þegar mér var tilkynnt að ms. Jonna SF 12 frá Höfn í Hornafirði væri saknað. Ég vissi að bróðursonur minn, Jón Gunnar Helgason, var um borð ásamt tveimur félögum sínum. En slys gera ekki boð á undan sér. Ungir athafnamenn sem gert höfðu sjómennsku að lífsstarfí sínu eru hrifsaðir burt frá fjölskyldum sín- um fyrirvaralaust. Við hin sitjum fátækari eftir og skiljum lítt í al- mættinu. Ég man þá stund þegar þú varst um sex ára gamall og beiðst ásamt móður þinni á bryggjunni við Reykjavíkurhöfn eftir því að skip sem pabbi þinn kom með legðist að bryggju. Það voru fagnaðar- fundir og mikil gleði ríkti með ykk- ur feðgum þegar hann tók þig í fangið og faðmaði þig. Það var líka rík ástæða til því þú hafðir fengið föður þinn heilan heim eftir að skip hans og félaga hans hafði far- ist. Drottinn gaf og drottinn tók. Það er kaldranalegt að það skyldu verða örlög þín, elsku frændi minn, að farast með skipi þínu við störf á sjónum, svo skammt frá heimahög- um. Þú varst afskaplega góður og ljúfur drengur sem gaman var að fá í heimsókn og ræða við um út- gerðina og fjölskylduna. Ég vona að sá sem öllu ræður hugsi vel um þig og félaga þína, þar sem þið hvílið nú í örmum Ægis. Elsku Edda og börn, Bryn- dís og Helgi, sorg ykkar og missir er mikill, en minningin um góðan eiginmann, föður og son mun ávallt lifa. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Jóns Gunnars Helgasonar. Viðar Símonarson. Jón Gunnar Helgason skipstjóri, 41 árs, frá Höfn í Hornafírði er látinn. Edda, börnin ojg foreldrar hans hafa misst mikið. Eg hef misst góðan og kæran vin. Við kynntumst í menntaskóla þegar hann var 19 ára og ég 18 ára og vorum í sama bekk og á tímabili sessunautar. Það voru góð kynni og dýrmæt sem héldust æ síðan. Við kynntumst verðandi kon- um okkar á þessum tíma og vorum mikið saman. Síðar skildi leiðir vegna náms í nokkur ár. Þegar ég flutti aftur heim og við fórum í náttúruferðir og veiðitúrana og það var ósjaldan sem Jón Gunnar og Edda fundu laxa, tvo eða þijá, þegar veiðitíminn var alveg á enda. Hann var oft naskur að finna fisk- inn og finna staði sem öðrum hafði sést yfír að reyna á. Minningarnar um Jón Gunnar sækja á mann nú þegar hann hvarf svona óvænt á brott en þær þakka ég fyrir og varðveiti. Eftir menntaskólann fór Jón Gunnar í Stýrimannaskólann og hellti sér fljótlega út í útgerð, fyrst í samvinnu með öðrum en smám saman var hann orðinn einn. Lengst af gerði hann út skip sitt Vísi SF og á tímabili var hann kominn með tvö stór skip, Vísi SF og Jónlnu Jónsdóttur SF. Hann og Edda ákváðu svo að breyta til og vera bara með lítinn bát. Hann hafði fundið bátinn og var nýbúinn að gera hann upp og í stand til veiða þegar svo hörmungaratburð- urinn varð og Jonna SF fórst með þremur mönnum 13. október síð- astliðinn. Kæri góði vinur, ég kveð þig nú og minnist dugnaðar þíns, hressa fassins þíns og hlátursins en spaug- ið var alltaf nálægt þér. Elsku Edda, Bryndís, Auður, Natan og Vala, megið þið öðlast styrk í sorg- inni. Björn Gunnlaugsson. „Sorgin er gríma gleðinnar“, aft- ur, skyndilega og fyrirvaralaust verður þessi setning nöpur og ísköld staðreynd hjá fjölskyldum, ástvin- um og íbúum sjávarþorps á íslandi. Sjávarþorpið Höfn í Hornafirði og íbúar þess hafa ætíð skipað sér- stakan sess í hjarta okkar. Við, mölbúamir höfum litið á það sem sérstök forréttindi og gæfu að eign- ast kærustu vinina einmitt frá Hornafirði og öðlast þannig sýn og kannski skilning á „hina einu sönnu menningu “ sem einkennir íslenska þjóð í hnotskurn. Frásagnargleði og húmor Hom- firðinga nær hámarki, þegar þeir segja sögur, sannar og lognar af samferðarfólki, vinum og sjálfum sér. Það er einhver sérstæður og einlægur léttleiki yfír tilveru þeirra, sem auðvelt er að laðast að. Maður veltir því fyrir sér hvort ægifögur jökla- og fjallasýn, náttúruleg ein- angrun langt fram á þotuöld og ógnir hafsins skapi þá sérstæðu þrenningu, sem einkennir lífskraft og persónuleika Hornfirðinga og kannski Islendinga allra í víðara samhengi. Lífið er ljúft, en kvikan sára er skammt undan, ekki síst nú þegar kær vinur okkar Jón Gunnar er horfinn ásamt tveimur ungum mönnum í blóma lífsins, og skilningsleysi ástvina og aðstand- enda er algjört. Það var mikil eftirvænting og tilhlökkun í loftinu snemma vors fyrir sjö árum þegar við hjónin, loksins að okkur fannst, kynntumst þeim Jóni Gunnari og Eddu í meintri veiðiferð við Andakílsá. Sögurnar um skipstjórann frá Hornafirði og konuna hans höfðu vakið upp mikla óþreyju og löngun að fá að kynnast fólkinu í eigin persónu. Þessi ferð, og ekki síst undirbúningur hennar við innkaup og öflun vista hefur verið óþreytandi hlátursefni í vina- hópnum. Simply Red og lag þeirra „If you don’t know me by now“ skapar sérstaka umgjörð um ljúfa minningu frá þessari ferð. Helgin góða var upphafið að mörgum slík- um við veiðiár og víða. Við vorum öll sem eitt óþreytandi við það eitt að njóta samveru og nálægðar. Mergjaðar veiðisögur, söngur, tafl, brids, ijóðurferðir og hláturinn, já ískrandi hláturinn og kátínan, verð- ur skerandi núna í minningunni þegar harmurinn og sorgin umlykur okkur og ekkert annað kemst að. Sunnanpartur vinahópsins fór snemma í haust í sumarbústað til að njóta samverustunda. Söngur og gítarspil tilheyra í þessum ferðum og í þetta sinn var dundað langt fram á nótt við að ná í éitt skipti fyrir öll að syngja og spila uppáhaldslag okkar allra „Syneta". Lagið sungið af Bubba hafði fram að þessu snortið okkur öll djúpt, sem birtist í löngun að geta spilað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.