Morgunblaðið - 30.11.1996, Page 55

Morgunblaðið - 30.11.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 55 og sungið það af alúð. Merking og skilaboð textans birtast okkur nú ískaldari og raunsærri en nokkru sinni fyrr. „Viltu biðja fyrir þeim er fórust, þeim þremur sem aldrei skiluðu sér.“ Á meðal lifenda næst yfirleitt sæmileg sátt við hið óijúfanlega og óaðskilda, lífið og dauðann. Þegar bilið er of stutt, ungt fólk í blóma lífs síns er hrifið á brott, verður erfiðara að ná sáttum við örlögin og lengri tíma tekur að hleypa gleð- inni að á ný. í minningunni eru Jón Gunnar og Edda óijúfanleg og óað- skilin. Samúðin og sorgin heltekur þvi hjörtun og við finnum til mikils vanmáttar. Edda, þessi sterka, reista og fallega kona ásamt börn- unum íjórum, eru nú buguð af sorg og söknuði. Edda mín, Bryndís, Auður, Natan og Vala, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum almáttugan Guð að veita ykkur styrk og stoð til að takast á við lífið af þeirri reisn og þeim styrk, sem ávallt hefur einkennt tilveru ykkar. Öllum aðstandendum og ást- vinum skipveijanna á Jonnu SF 12 er vottuð innileg samúð. Jenný og Grettir. Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávar- bylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síður en eitt annes væri, engu síður en óðal vina þinna eða sjálfs þín væri; dauði sérhvers manns smækkar mig, af því ég er íslunginn mann- kyninu; spyr þú því aldrei hveij- um klukkan glymur; hún glymur þér. (Þýð. Stefán Bjarman) Kær vinur og félagi okkar, Jón Gunnar, er farinn á vit feðra sinna langt um aldur fram. Við sem eftir sitjum með sorg í hjarta reynum að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast Jóns Gunnars, vinar okkar og félaga til margra ára. Jón Gunnar hafði sérstakt lag á því að koma í heimsókn til okkar á Lindar- brautina og falla inn í heimilislífíð eins og hann hefði alltaf verið hluti af fjölskyldunni. Ekki skipti máli hvort liðu dagar eða vikur frá því hann kom síðast. Jón Gunnar var mikill fjölskyldumaður og stoltur af fjölskyldu sinni. í sameiningu bjuggu Jón Gunnar og Edda sér hlýlegt heimili og stóðu þétt saman í lífsbaráttunni. Þau ráku í samein- ingu útgerð og gekk vel. Jón Gunn- ar var alltaf jákvæður og hug- myndaríkur og tilbúinn að takast á við ný verkefni. Fyrir tveimur árum fór Jón Gunnar í Háskóla íslands til að nema sjávarútvegsfræði og afla sér þannig aukinnar þekkingar. Háskólanámið var vitnisburður um víðsýni hans og kjark til að kanna ný svið og fylgjast með. Jón Gunnar hafði mikinn áhuga á stangveiði og ekki ósjaldan var hann aflasælastur í veiðifélagi okk- ar Fonti IC. í gegnum tíðina höfum við átt margar ógleymanlegar sam- verustundir með Jóni Gunnari, Eddu og börnunum og munu þær lifa áfram í minningunni um ókomna framtíð. Elsku Edda og börn, Bryndís og Helgi við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Heiðar, Anna Jóna, Guð- rún og Páll Heiðar. Með nokkrum orðum viljum við minnast Jóns Gunnars Helgasonar sem fórst með báti sínum Jonnu SF 12, ásamt tveimur skipsfélögum sínum. Við kynntumst Jónsa þegar hann hóf samband við Eddu og bjó í Hafnarfirði hjá tengdaforeldrum sínum við nám í tvo vetur. Hann var einkasonur foreldra sinna, Bryndísar og Helga. Edda og Jónsi byijuðu sín fyrstu búskaparár heima hjá þeim þar til þau fluttu í sitt eigið hús. Þau eignuðust fjögur börn, Bryndísi, Auði, Natan og Völu. Jónsi starfaði alla tíð til sjós og hóf brátt sjálfur útgerðarstarf sem þau unnu bæði við. Okkur finnst erfitt að trúa því að þessi mikli athafnamaður sé horfinn á braut, hann sem átti eftir að gera svo margt í lífinu. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ekki brást það þegar við hittumst að hann segði skemmtilegar sögur eða brandara og var mikið hlegið. Börnin hænd- ust að Jónsa enda mjög barngóður maður. Gaman var að heimsækja Eddu, Jónsa og krakkana austur á Hornafjörð og var alltaf tekið mjög vel á móti okkur, spilað á gítar, sungið og margt sér til gamans gert. Þau voru afar samrýnd hjón og mikið fjölskyldufólk, ferðuðust víða og áttu góðar stundir saman og er eflaust erfitt að sjá á eftir góðum eiginmanni og föður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Minningin um Jónsa lifir. Elsku Edda, Bryndís, Auður, Natan og Vala, Bryndís, Helgi og aðrir aðstandendur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Einnig viljum við votta fjölskyldum Vignis og Guð- jóns okkar dýpstu samúð. Bjarni, Auður, ívar, Gunnhildur, Guðrún, Jóhannes, Valgerður, Haraldur og börn. Menntaskólaárin höfðu verið mjög ánægjuleg og það var því með nokkrum söknuði sem við kvöddum gamla skólahús Menntaskólans í Reykjavík vorið 1976. í hugum flestra var framtíðin mjög óljós og átti eftir að taka á sig mynd. Eitt- hvað sem varð móta. Tvítugir telja sér alla vegi færa. Dauðinn er ann- arra í óljósri framtíð. Þegar gamla útskriftarmyndin er skoðuð tuttugu árum síðar eru þrír fallnir frá og óljós framtíð orðin að nútíð með uggvænlegum grun. Okkar bekkur, 6-M, hafði verið mjög samstilltur hópur. Sameigin- leg reynsla á mótunarárum skóp heild úr ósamstæðri hjörð. Yfir þessum árum hvílir ljómi minning- anna. Nám og strákapör, alvara og leikur sáu okkur fyrir sameiginleg- um sjóði. Að ioknu stúdentsprófi dreifðust menn víða um lönd, en flestir snéru heim um síðir. Sam- skipti við gamla bekkjarbræður urðu stijálli en því dýrmætari þegar færi gafst til. Síðastliðið vor áttum við tuttugu ára stúdentsafmæli og endurfundir gamla bekkjarins voru mikið tilhlökkunarefni. Sumir höfðu flust út á land og því urðu miklir fagnaðarfundir. Rykið var dustað af gömlum minningum. Loforð voru gefin um aukin samskipti. Eina kvöldstund urðu allir tvítugir á ný og snéru gangi tímans við. Síðan hóf hann sinn gang á ný. Jón Gunnar Helgason er mjög eftirminnilegur maður. Hann var fáskiptinn, en meitluð, hnitmiðuð tilsvör varðveitast í minningunni. Oðrum stundum var hann hrókur alls fagnaðar og leiftrandi gaman- semi hreyf alla með sér. Jón Gunn- ar var vinsæll bekkjarbróðir. Lund- arfar hans var rólegt, yfirvegað og sterkt. Fátt virtist geta komið hon- - um úr jafnvægi. Röddin var djúp og hæg. Hann sat yfirleitt aftarlega í kennslustofunni og hafði sig ekki mikið í frammi. Þó átti hann til að senda okkur hinum meinfyndnar og stríðnar athugasemdir af minnsta tilefni. Á eftir fylgdi stór- karlalegur hlátur. í frímínútum fengum við iðulega að heyra mergj- aðar sögur, oft af sjósókn hans á sumrin. Að loknu stúdentsprófi valdi Jón Gunnar að gera sjósókn að ævistarfi. Hann innritaði sig í Stýrimannaskólann og lauk þar prófi. Gerði hann síðan út báta frá heimabæ sínum, Höfn í Hornafirði. Þegar við bekkjarbræðurnir komum saman síðastliðið vor, var ánægju- legt að finna, að tveir áratugir höfðu ekkert breytt honum. Eftir lifir minning um góðan dreng, sem auðgaði líf okkar og við erum þakk- látir fyrir að hafa kynnst. Bekkjarbræður í 6-M. Fyrir rétt um fjórum árum flutt- um við fjölskyldan til Hafnar í Hornafírði og settumst að á Mána- braut 2. Eins og gerist og gengur út á landi þá kynntumst við fljót- lega nágrönnum okkar og þá ekki síst í gegnum leikfélaga barnanna sem bjuggu í götunni. Segja má að þetta hafi byijað fyrsta gamlárs- kvöld okkar á Höfn þegar fólkið í götunni safnaðist saman við Mána- braut 3 til að skjóta upp flugeldum og fagna nýju ári. Eftir flugelda- skotin var öllum boðið til dýrindis veislu hjá Jóni Gunnari skipstjóra og konu hans Eddu að Mánabraut 3 og þar var spjallað og sungið fram eftir nóttu m.a. við gítarspil húsbóndans. Þetta var upphafið á kynnum okkar við Jón Gunnar, Eddu og börn. Síðan hafa fjölskyld- ur okkar átt margar ógleymanlegar stundir saman. Þær eru ófáar ferð- irnar sem við höfum farið í heim- sókn til þeirra í sumarbústaðinn í Stafafellsfjöllum í Lóni til að grilla, fara í gönguferðir, veiðiferðir o.fl. Jón Gunnar var veiðimaður af lífí og sál og hafði einstaklega gaman af að fara með strákana okkar í veiðitúra. Sjaldan hefur andlitið á stráknum mínum ljómað jafn mikið og þegar hann kom úr fyrstu veiði- ferðinni með Jóni Gunnari og Nat- an með 17 fiska í farteskinu. Síðastliðið sumar fórum við saman í sumarfrí til Danmerkur þar sem við áttum yndislega daga saman með börnunum. Þar höfðum við karlarnir góðan tíma til að ræða saman um heimsins gagn og nauð- synjar, m.a. ræddum við mikið um útgerð og fiskveiðar en hvort tveggja átti hug hans allan. Jón Gunnar var einstaklega fróður og vel að sér um flesta hluti, hann var góður námsmaður og í því sam- bandi má nefna að hann útskrifað- ist frá endurmenntunardeild Há- skóla íslands með próf í sjávarút- vegsfræðum á síðasta ári. Þetta litla samfélag okkar á Mánabraut og nálægðin við vini okkar Jón Gunnar, Eddu og fjöl- skyldu var orðið hluti af daglegu lífi okkar hér á Höfn. Það var því mikið reiðarslag fyrir okkur öll þegar við fengum fregnir af því að hafin væri leit að Jonnu SF 12 ásamt skipveijum í vonskuveðri sem þá gekk yfir landið. Fljótlega voru skipvetjarnir taldir af. Það er erfitt að sættast við almættið við slíkar aðstæður. Spurningar leita á hugann: Hvers vegna? Hvenær líð- ur þessi hræðilega martröð hjá? Maður biður þess að fá að vakna og finna út að þetta hafi bara ver- ið vondur draumur? Að lokum verð- ur maður að horfast í augu við veruleikann þótt sorgin og söknuð- urinn hverfi seint úr hugum okkar. Við munum ætíð geyma í minning- unni allar þær skemmtilegu stundir og atvik sem við áttum saman. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni Gunn- ari Helgasyni og eiga hann að vini þennan stutta tíma sem við áttum saman í þessum heimi. Elsku Edda, Bryndís, Auður, Natan og Vala. Minningin um elskulegan eiginmann og föður mun vonandi hjálpa ykkur að tak- ast á við sárasta söknuðinn. Við erum ávallt til staðar fyrir ykkur. Við vottum foreldrum Jóns Gunn- ars, móðurömmu, tengdaforeldr- um, Hilmari og öllum öðrum ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Elín, Pálmi og börn, Mánabraut 2. ^ KÓRALTOPPUR Nægjusamt skrautblóm SKAMMDEGISBLÓMSTRANDI inniblóm eru ekki mörg. I síðasta þætti var vakin athygii á jóla- stjörnu, en nú skal vikið að hinum snotra og blómsæla kóraltoppi sem er kynntur í sumum verslun- um undir nafninu ástareldur. En ástareldur er fjölær garðjurt sem tilheyrir hjartagrasaætt. Kóral- toppur er smávaxin, skemmtilega litskrúðug jurt með safaríkum gagnstæðum laufblöðum en blómin standa í þéttum kvíslskúf- um. Plantan er fyrir- hafnarlítil og getur blómstrað í allt að 6 - 8 vikur, standi hún ekki allt of hlýtt, og búi við hóflega vökv- un. Kóraltoppur heitir Kalanchoe blossfeld- iana og tilheyrir helluhnoðraætt eins og gluggahnoðri, silfurmörvi, pípukór- altoppur, húslaukur og iðunnartré. Heimaslóðir kóral- topps (ættmóðurinn- ar) eru ijallasvæði Madagaskar þar sem veðurskilyrði eru fremur svöl og loftraki hár. Sem stofujurt hóf kóraltoppur feril sinn hjá garðyrkjubóndanum R. Blossfeld í Berlín árið 1931. Hér þekktist kóraltoppur varla fyrir 15 árum en nú er framboð hans orðið almennt flesta mánuði árs. Framleiðendur stýra blómguninni með myrkvun, en til þess að ör- uggt sé að kóraltoppur blómstri, þarf daglengdin að vera skemmri en 11 klst. uns blómknappar fara að sjást, en ekki lengur. Blóma- framleiðendur lengja næturnar með því að hylja plönturnar á hveijum degi með svörtum plastdúk. Dúkurinn er síðan tek- inn af á hveijum morgni 14 - 15 klst síðar. Venjulega fara blómknappar að sjást eftir 3 vik- ur. Síðan líður svipaður tími uns blómin springa út. Sé þessum galdri einnig beitt í heimahúsum með því að smokra svörtum plast- poka yfir plöntuna og gæta þess að ekki komist minnsti snefill af ljósi að henni, er hægt að ráða blómgunartímanum. Hinsvegar er varla hægt að búast við því að plöntur verði fullt eins góðar og þær sem blómaframleið- endur ala upp. Ættmóðir kóral- topps var með fagur- rauð blóm, en nú er kominn fram fjöldi ræktunaryrkja í ýmsum litbrigðum, t.d. rauðgul, bleik, fjólublá og fagurgul og jafnvel hvít. Mik- ið er gert af því að selja agnarlitla kór- altoppa, en þeir geta verið kjörnir í ýmiss konar borðskreyt- ingar. Umhirða: Blómstrandi kóraltoppur getur skartað í nokkrar vikur vanti hann ekki vatn eða stand á of heitum stað. Æskilegastur hiti er 16 - 18° þá endast blómin lengst. Best unir jurtin sér í góðri birtu, litir blómanna verða þá einnig skýrir. Falli mikil sól á plöntur er hætt við að blöð geti farið að blikna eða blaðrendur láti á sjá, verði rauðbrúnar. Gefa verður áburðarlög við og við en hvorki sulla um of með hann né heldur vatn, því þá getur fúi hlaupið í sprota. Óli Valur Hansson. BLÓM VIKUNNAR 350. þáttur Umsjón Áfjústa Björnsdóttir Listi yfir greinar ársins Nr. Fyrirsögn Höfundur Dags. 326 Á vordögum Sigríður Hjartar 3.5. 327 Sáning sumarblóma Kolbrún Finnsdóttir 11.5. 328 Páskaliljur í steinhæðum Sigríður Hjartar 23.5. 329 Ný sumarblóm Kolbrún Finnsdóttir 1.6. 330 Óværan í garðinum Sigríður Hjartar 11.6. 331 Hengikörfur Guðríður Helgadóttir 15.6. 332 Bóndarós - Paeonia Sigríður Hjartar 22.6. 333 Austurlandaliljur Kolbrún Finnsdóttir 2.7. 334 Fellalykill - Prim. alpicola Sigríður Hjartar 7.7. 335 Alpafífill - Edelweiss Ágústa Bjömsdóttir 14.7. 336 Gulvöndur - Gentiana lutea Sigríður Hjartar 21.7. 337 Síðsumarsáning Áslaug Skúladóttir 1.8. 338 Kóngaljós - Verbascum longifolium Sigríður Hjartar 10.8. 339 Af lúsum Guðríður Helgadóttir 17.8. 340 Þekjandi rósir Guðríður Helgadóttir 23.8. 341 Dalmatíublágresi - Ger. dalmaticum Sigríður Hjartar 31.8. 342 Misplar - Cotoneaster Guðríður Helgadóttir 13.9. 343 Klukkuvöndur - Gent. septemfida Sigríður Hjartar 20.9. 344 Haustlaukar - túlipanar Sigríður Hjartar 1.10. 345 Kvistir Kolbrún Finnsdóttir 6.10. 346 Haustplöntun Guðríður Helgadóttir 18.10. 347 Haustlaukar - laukar í grasflöt Sigríður Hjartar 31.10. 348 Þríburablóm - Bougainvillea Einar I. Siggeirsson 16.11. 349 Jólastjarna Óli Valur Hansson 23.11. 350 Kóraltoppur - listi yflr blóm ársins Óli Valur Hansson / umsj.30.11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.