Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D/E/F wgiiaiilritaMfr STOFNAÐ 1913 284. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Utanríkisráðherrar NATO ákveða stað og stund fyrir stækkun í austur Kjarnorkuvopn ekki flutt til nýrra aðildarríkja Brussel. Reuter. The Daily Telegraph. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) ákváðu í gær stað og stund fyrir leiðtogafund þess á næsta ári, þar sem fyrstu Mið- og Austur-Evrópu- ríkjunum verður boðin aðild. Ráð- herrarnir lýstu ennfremur yfir að ekki yrði komið fyrir kjarnorkuvopn- um í nýjum aðildarríkjum en þeirri yfirlýsingu var ætlað að koma til móts við Rússa, sem eru andsnúnir stækkun NATO. Fundur utanríkisráðherrana er haldinn í Brussel og stendur í tvo daga. Jevgení Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússa, ræðir við utanríkis- ráðherrana í dag. Sögðust ráðherr- arnir vonast til þess að Rússar væru reiðubúnir að hefja viðræður um sáttmála sinn og NATO sem yrði undirritaður á leiðtogafundinum. Rússar gáfu í skyn í gærkvöldi að þeir væru reiðubúnir til þess. Fundað í Madríd í gær var ákveðið að leiðtogafundur NATO yrði haldinn í Madríd á Spáni 8.-9. júlí nk. Þar verður einni eða fleiri þjóðum boðið að hefja aðildar- viðræður, en á fundinum í Brussel ræddu utanríkisráðherrarnir hvernig ætti að koma til móts við þær þjóðir sem ekki fengju slíkt boð. Er .búist við að þar sé átt við Rúmena, Slóvena og Eystrasaltsþjóðirnar en að Pólveijum, Tékkum og Ungveijum verði boðin aðild. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að enn sé ekki ljóst hvern- ig staðið verði að stækkunarferlinu. „Við Isiendingar höfum lagt áherzlu á að öllum rikjum, sem vilji raunveru- lega ganga inn, verði boðið til við- ræðna samtímis. Síðan verði það við- ræðuferlið, sem ákvarði hvaða ríki fari inn fyrst og hver síðast. En þetta liggur enn ekki ljóst fyrir og enn eru mismunandi skoðanir á málinu. Þessi atriði verður að ræða betur fram að fundinum í sumar,“ segir Halldór. Rússar og sextán aðrar þjóðir hafa fallist á að taka þátt í friðar- gæslu í Bosníu ásamt NATO. Munu gæslusveitirnar kallast SFOR, sem táknar „Stöðugleikasveitir". Verða 25.000 - 30.000 hermenn frá NATO-ríkjum sendir til Bosníu en SFOR tekur við af IFOR-sveitunum 20. desember. Yfírmaður herráðs SFOR verður þýskur undirhershöfð- ingi, en fyi'ir tveimur árum hefði slíkt verið talið óhugsandi. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gaf í gær til kynna að víkka mætti umboð SFOR til friðargæslu, svo að það fæli í sér að stríðsglæpamanna yrði leitað og þeir handteknir. • • Oryggisráð SÞ Mest fylgi við Annan New York. Reuter. KOFI Annan, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og Ámara Essy, utanríkisráð- herra Fílabeinsstrandarinnar, fengu flest atkvæði í tveimur óformlegum atkvæðagreiðslum Öryggisráðs SÞ um framkvæmdastjóra SÞ í gær. Er það talin sterk vísbending um hvernig atkvæði munu falla í kjör- inu. í annarri umferð hlaut Annan tíu atkvæði með og eitt á móti en Essy sjö með og tvö á móti. Hver fulltrúi í Öryggisráðinu má greiða fleiri en einum atkvæði og fastafulltrúarnir fimm hafa neitunarrétt. Frakkar greiddu atkvæði gegn Annan. Ekki hefur verið ákveðið hvenær formleg atkvæðagreiðsla fer fram. ^.Reuter MÖRG hundruð stuðningsmenn friðarverðlaunaþega Nóbels, Jose Ramos Horta og Carlos Belo, komu saman við Grand Hotel í Ósló í gærkvöldi og fögnuðu er þeir birtust á svölum þess. Reuter Olíusalan hafin SADDAM Hussein, leiðtogi íraks, opnaði í gær olíuframleiðslu Ir- aka á heimsmarkað en sl. sex ár hefur verið í gildi viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Saddam þrýsti á framleiðsluhnapp í oliu- dælustöðinni i Kirkuk í gær- morgun en undir kvöld sögðu Tyrkir að enn hefði engin olía borist til þeirra eftir olíuleiðslum frá írak. Irakar hafa gert að minnsta kosti einn oliusölusamn- ingur, að sögn SÞ, en ekki er vitað við hverja. Friðarverðlauna- þegar hylltir NÓBELSVERÐLAUNIN voru af- hent í gær við hátíðlega athöfn í Ósló og Stokkhólmi. Karl Gústaf Svíakonungur XVI afhenti fimm verðlaun af sex í tónleikahöllinni í Stokkhólmi. í Ósló voru friðarverð- laun Nóbels afhent Carlos Belo biskupi og Jose Ramos Horta stjórnarandstöðuleiðtoga fyrir bar- áttu þeirra fyrir sjálfstæði Austur- Tímor. Indónesar með hótanir Kristin Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, var viðstödd af- hendingu friðarverðlaunanna í boði Ramos Hortas ásamt Kristínu Ein- arsdóttur og Önnu Ólafsdóttur Björnsson og sagði hún að ríkt hefði spenna í Ósló frá því að verðlauna- þegarnir komu þangað á sunnudag. „Indónesarnir hafa verið með andlegar ógnanir," sagði Kristín. „Þeir tóku á móti Austur-Tímorun- um í fylgdarliði biskupsins úti á flugvelli, skipuðu þeim að koma með sér í sendiráð Indónesíu og enginn veit hvað þar gerðist. Það hefur verið vakt frá sendiráðinu allan tímann fyrir utan hótelið, þar ■sem Austur-Tímorarnir búa.“ Það varpaði skugga á afhending- una að William Vickery, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði ásamt C. Lowell Harris, lést af hjarta- áfalli þremur dögum eftir að til- kynnt var að hann fengi þau. Vick- erys var minnst meðan á athöfninni í Stokkhólmi stóð. ■ Hvöttu til/21 Reuter CYRIL Ramaphosa, forseti suður-afríska stjórnlaga- þingsins, fylgist með er Nel- son Mandela, forseti landsins, undirritar nýja sljórnarskrá. Ný stjóm- arskrá tekur gildi Höfðaborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, undirritaði í gær nýja stjórnarskrá landsins, sem bindur formlega enda á aðskilnaðar- stefnuna og á að tryggja jafnrétti kynþáttanna. Stjórnarskráin var undirrituð í Sharpeville, þar sem lögreglan drap 69 blökkumenn á mótmælafundi árið 1960. Voru þúsundir manna viðstaddar und- irritunina og fögnuðu henni ák- aft. Þá ákvað Sannleiksnefndin svo- kallaða í Suður-Afríku að náða Brian Mitchell, einn af illræmd- ustu lögreglumönnum landsins á tímum aðskilnaðarstefnunnar, og talið er að ákvörðunin muni valda miklu uppnámi meðal blökku- manna. Mitchell afplánar 30 ára fang- elsisdóm, sem hann fékk fyrir að skipuleggja dráp á ellefu blökku- mönnum árið 1988. Búist er við að hann verði leystur úr haldi í dag. „Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin gefur liðsmanni öryggis- sveitanna fyrrverandi upp sakir,“ sagði talsmaður nefndarinnar, sem er undir stjórn Desmonds Tutus erkibiskups og á að stuðla að sáttum milli kynþáttanna í Suður-Afríku. Páfi sleppir jólamessu Róm. Reuter. JÓHANNES Páll II páfi mun ekki syngja messu á jóladag í ár, að því er sagði í yfirlýsingu frá Páfagarði í gær. Páfi gekkst undir botn- langauppskurð í október sl. og hafa læknar hans fyrirskipað honum að hafa hægt um sig. Páfi mun stjórna messu að kvöldi aðfangadags og flytja blessun á jóladag. Hins vegar mun hann ekki syngja messu þann dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.