Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STEINGRIMUR allaballi gerir nú mikla leit í öllum látrum landsins að formanni
Framsóknar sem hvarf af þingi snemma á föstunni klæddur selskinnskápu mikilli.
Kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefndar Reykjavíkur
Vanskil rúmlega
tólf milljónir króna
VANSKIL á leigugreiðslum fyrir
kaupleiguíbúðir á vegum Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur nema nú rúm-
lega 12 milljónum króna, eða um 67
þúsund krónum á hverja íbúð. Að
sögn Guðrúnar Arnadóttur, fram-
kvæmdastjóra Húsnæðisnefndar,
hafa örfáir leigjendur nýtt sér kaup-
réttinn, en íbúum átti að gefast fimm
ára umþóttunartími til að ákveða
hvort þeir festu kaup á íbúðunum.
Að sögn Guðrúnar voru vanskil
vegna kaupleiguíbúða 16 milljónir í
vor, en í byijun árs var gripið til
hertra innheimtuaðgerða. Sumir
leigjenda hafa ekki greitt leigu í
meira en eitt ár, og eru upphæðimar
í sumum tilfellum komnar upp í
hundruð þúsunda króna.
„Ef fólk lætur sér ekki segjast og
heldur áfram að safna skuldum, er
ekki um annað að ræða en að bera
það út. Húsnæðisnefndin er ákaflega
treg til að setja ijölskyldufólk út á
götuna en eigi að síður verður að
gera fólki ljóst að það getur ekki
verið þama án þess að borga leigu.
Ég vil samt taka fram að margir
standa fullkomlega í skilum."
Fáir vilja
kaupa
Fyrstu kaupleiguíbúðunum var
úthlutað í desember 1991. Um þess-
ar mundir er því komið að lokum
umþóttunartíma fyrstu leigjendanna.
Fáir hafa lýst yfír áhuga á kaupum.
„Þegar við fórum af stað með þetta
gerðum við ráð fyrir að mun stærri
hópur mundi kaupa, en við renndum
í raun blint í sjóinn með það. Ég
held að að sumu leyti finnist fólki
það þægilegt að leigja þessar íbúðir.
Það borgar ekki skatta og skyldur
af íbúðunum, það gerir Reykjavíkur-
borg. Öilum er þó gert það ljóst að
þeir eru að fara í fimm ára kerfí,
enginn verður eilífur augnakarl í íbúð
ef hiann ekki kaupir hana.“
í umsjón Húsnæðisnefndar eru
bæði almennar og félagslegar kaup-
leiguíbúðir. „Almennum kaupleigu-
íbúðum hefur fækkað mjög, því sú
leiga hefur ekki gefist vel,“ segir
Guðrún. „Nú eru eftir innan við tíu.
Þær passa ekki fyrir Reykjavíkur-
svæðið," segir Guðrún.
Leiga langt undir
markaðsverði
Leiga í félagslegu kaupleiguíbúð-
unum er 4,4% af stofnverði á ári.
Fyrir 2-3 herbergja íbúð sem kostar
sex milljónir króna er hún um 22
þúsund krónur á mánuði. Leiga fyrir
samsvarandi íbúð í almenna kaup-
leigukerfinu, sem er nálægt mark-
aðsverði, er 35.700 krónur.
Guðrún segir að í upphafi hafí
verið gert ráð fyrir að kaupleiguíbúð-
irnar gætu staðið undir sér, en vegna
þess að kostnaður við eftirlit, umsjón
og viðhald hafi farið langt fram út
áætlun, sé nú ljóst a_ð verulegur halli
verði á rekstrinum. í nýlegri skýrslu
frá Reykjavíkurborg segir að um-
gengni um húsnæðið hafi „í mörgum
tilfellum verið slæm, svo og ástand
íbúða við íbúaskipti, og er svo komið
að við nefndinni blasir þó nokkur
viðhaldskostnaður sem mun fara
vaxandi". Um áramót verður ell-
efu kaupleiguíbúðum í viðbót úthlut-
að og fleiri eru í byggingu. „Það
gæti þó verið að áherslubreyting yrði
hjá nefndinni. Það er ekki víst að
við viljum auka svo hratt við okkur
í kaupleiguíbúðunum, áður en þær
sem þegar eru komnar fara að standa
undir sér.“
Andlát
JON SIGBJORNSSON
JÓN Sigbjörnsson, fyrr-
verandi deildarstjóri
tæknideildar Ríkisút-
varpsins, lézt í Landspít-
alanum 9. desember s!.,
75 ára að aldri.
Jón fæddist á Kjart-
ansstöðum í Eiðaþinghá
15. maí 1921, sonur
hjónanna Sigbjöms Sig-
urðssonar bónda og
Önnu Þorstínar Sig-
urðardóttur. Atta ára að
aldri flutti Jón með for-
eldrum sínum til Fá-
skrúðsfjarðar, en við
fermingaraldur til
Reykjavíkur. Hann gekk
í Héraðsskólann á Laugarvatni í fjög-
ur ár og nam síðar útvarpsvirkjun
hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hann
hóf störf haustið 1942.
Jón starfaði við tæknideild út-
varpsins í 40 ár, þ.e.
til ársins 1982, þar af
lengi sem forstöðu-
maður hennar. Eftir að
hann fór frá útvarpinu
var hann í hálfu starfi
hjá Stofnun Arna
Magnússonar í tíu ár,
eða til 1992. Fram til
sumarsins 1996 var
Jón oft kallaður til
afleysingastarfa við
Ríkisútvarpið.
Eftirlifandi eigin-
kona Jóns er Vigdís
Sverrisdóttir, en þau
giftust árið 1946. Böm
þeirra eru fjögur, Anna
Vigdís, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, Sigurlaug, kennari í
Reykjavík, Sverrir, heilsugæzlulækn-
ir á Hvolsvelli, og Sigbjörn, bygg-
ingaverkfræðingur á Hellu.
Mezzoforte í Indónesíu
Tekið með kostum
og kynjum í Jakarta
HLJÓMSVEITIN
Mezzoforte er á tón-
leikaferðalagi í In-
dónesíu og Búlgaríu um
þessar mundir. Hljómsveit-
in lék á tveimur tónleikum
á Jak Jazz tónlistarhátíð-
inni í Jakarta um síðustu
helgi, þar sem henni var
tekið með kostum og kynj-
um, og um næstu helgi leik-
ur hún á tónleikum í Sofia,
höfuðborg Búlgaríu.
Þetta er í annað sinn á
árinu sem Mezzoforte held-
ur í tónleikaför því síðast-
liðið vor lék hún í Eist-
landi, Lettlandi og Litháen.
Með hljómsveitinni í för
núna er tökumaður frá Stöð
2 en verið er að vinna að
heimildarþætti um hljóm-
sveitina sem verður sýndur
á næsta ári þegar hljóm-
sveitin fagnar 20 ára af-
mæli sínu. Slegið var á þráðinn til
Jakarta og rætt við Eyþór Gunn-
arsson, einn af stofnendum Mezzo-
forte, og hann spurður um það sem
er á döfinni hjá þessari vinsælu
bræðingshljómsveit.
Hvernig gengur lífíð fyrir sig í
Jakarta?
„Við spiluðum í gær og fyrradag
flaugardag og sunnudag, innsk.
blm.] og erum síðan í fríi hér í tvo
daga áður en við höldum til Búlg-
aríu. Við komum hingað að kvöldi
fímmta desember."
Þið eruð ekki í fyrsta sinn að
spila í Jakarta?
„Nei, þetta er í þriðja sinn sem
við spilum hérna. Jak Jazz festival
er nú haldið í sjötta sinn. Það kom
okkur reyndar mjög á óvart þegar
við komum hingað fyrst, árið 1993,
hve þekktir við erum. Það kom
reyndar algerlega flatt upp á okk-
ur að fólk skyldi yfirleitt vita af
okkur. Tónleikarnir voru vel sóttir
um helgina. Þeir voru á stóru tón-
leikasvæði með mörgum sviðum
og við vorum eiginlega rúsínan í
pylsuendanum því við spiluðum
síðastir í hvort sídpti. Hátiðarhald-
arar hafa boðið okkur að koma
aftur næsta ár og mörg næstu ár
ef því er að skipta," sagði Eyþór.
Voru aðrir nafntogaðir flytjend-
ur á hátíðinni?
„Já, þarna var t.a.m. Mike Stern
og Eric Marienthal sem spilaði
með Chick Corea en annars er
meira um bræðingsspilara á þess-
ari hátíð. Megnið af efnisskránni
okkar var af Monkey Fields diskn-
um okkar sem kom út síðastliðið
sumar. Monkey Fields er reyndar
orðin gömul plata í okkar huga
því það er meira en eitt ár síðan
við lukum við hana. Smekkur
manna á tónlist hér er nokkuð sér-
stakur. Þeir vilja hafa allt glaðlegt
og hressilegt og bræðingstónlist
með þeim formerkjum á upp á
pallborðið. Bræðingur þýðir í hug-
um margra tónlist frá 1970-1980
en ég vil ekki binda
hana við það. í mínum
huga er bræðingur það
þegar djasstónlistar-
menn reyna að skipta
um rytma og ef menn____________
eru nógu opnir er hægt
að teygja þetta hugtak ansi langt,
t.d. með því að taka inn ný áhrif
og strauma og stefnur úr danstónl-
ist,“ sagði Eyþór.
Og svo eruð þið með nýjan gít-
arleikara.
„Já, Hilmar Jensson spilar með
okkur núna vegna þess að Friðrik
Karlsson hefur fastráðið sig í sýn-
' ingar á Jesus Christ Superstar í
London. Hann er bundinn þar
næstu tvo mánuði og má ekki fá
fyrir sig varamann fyrr en í janúar
á næsta ári. Hilmar „svínvirkar"
enda er hann góður gítarleikari.
Við vildum ekki fyrir nokkurn mun
sleppa þessari ferð en Friðrik er
Eyþór Gunnarsson
► Eyþór Gunnarsson, hljóm-
borðsleikari Mezzoforte, er
fæddur 9. september 1961.
Hann hefur starfað sem tónlist-
armaður frá því á unglingsár-
um en er að mestu sjálfmennt-
aður. Hann hefur leikið í mörg-
um alþjóðlegum djasshljóm-
sveitum, þ.á m. hljómsveit
bandarísku söngkonunnar
Randy Crawford. Hann hefur
kennt í djassdeild tónlistarskóla
Félags íslenskra hljómlistar-
manna og stjórnað upptökum á
hljómplötum innlendra sem er-
lendra tónlistarmanna. Eyþór
varð stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1981. Hann er
í sambúð með Ellenu Krisljáns-
dóttur söngkonu og eiga þau
þrjú börn.
20 ára afmæl-
isþáttur um
Mezzoforte
eftir sem áður meðlimur í Mezzo-
forte.“
Hverju skiptir það ykkur að spiia
þarna austur í Asíu?
„Það heldur nafni okkar á lofti
hér og gefur okkur dálitla kynn-
ingu. Við erum í sjónvarpsviðtölum
og á blaðamannafundum. En fyrst
og fremst er afkaplega gaman að
koma hingað. Reyndar átti platan
okkar að koma á markað hér í
nóvember en það hefur eitthvað
dregist. Okkur skilst að hún sé
alveg að berast í verslanir. Það
hefur verið sæmileg sala í okkar
plötum hér í landi en þess ber að
geta að hér er mikil sjóræningja-
starfsemi og það er vandamál sem
er mikið viðloðandi Asíulöndin.
Sagt er að upp undir helmingurinn
af plötusölunni í Indónesíu sé ólög-
legar kópíur. Plötur eru reyndar
mjög ódýrar hérna þannig að við
erum ekkert að maka krókinn á
plötusölunni hérna,“ sagði Eyþór.
Mezzoforte stendur á tímamót-
um á næsta ári. Hvernig verður
þess minnst að hljómsveitin hefur
þá starfað í 20 ár?
„Hugmyndin er sú að
gera 20 ára afmælisþátt
Mezzoforte og nota efni
úr þessari tónleikaferð
ásamt upptökum frá
Borgarleikhúsinu
síðastliðið haust þar
sem við kynntum Monkey Fields.
Stöð 2 ætlar að gera heimildar-
myndina," sagði Eyþór.
Eruð þið með nýtt efni á prjón-
unum?
„Nei, við erum ekkert farnir að
vinna að nýju efni. Ég á þó ekki
von á því að Monkey Fields verði
svanasöngur sveitarinnar og á
frekar von á því að við höldum
áfram að koma saman af og til.
Það verður reyndar æ erfiðara en
það er svo margt sem við getum
gert með þessari hljómsveit sem
við getum ekki gert með öðrum.
Það togar því alltaf í okkur að
halda áfram,“ sagði Eyþór.