Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðventu- kvöld í Svalbarðs- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd annað kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember næstkomandi, og hefst það kl. 20.30. Dagskráin er miðuð við að allir aldurshópar geti notið stundarinn- ar og taka börn og unglingar virk- an þátt ásamt kór kirkjunnar. Helgileikur í Valsárskóla Nemendur Valsárskóla ásamt kirkjukórnum flytja helgileik. Barnakór syngur nokkur jólalög og yngstu börnin flytja helgileik. Barnakór syngur nokkur jólalög og yngstu börnin syngja hreyfi- söngva. Tónlistarnemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og lesin verður jólasaga. Sérstakur gestur aðventu- kvöldsins verður Þorsteinn Péturs- son tollfulltrúi á Akureyri sem þekktur er fyrir starf sitt með börnum og unglingum og mun hann spjalla við kirkjugesti um aðventuna og jólin. Aðventukvöld- inu lýkur með ljósahelgileik þar sem öll börnin í kirkjunni fá ljós til að halda á. Morgunblaðið/Kristján Matarbúr á Akureyri JÓLASÖFNUN Hjálparstofn- unar kirkjunnar er hafin und- ir yfirskriftinni Barátta gegn örbirgð. Hjálparstofnunin hefur starfrækt matarbúr í Reykja- vík síðustu árin í samvinnu við Rauða kross Íslands. Fyrir tveimur árum var hliðstætt matarbúr opnað á Akureyri og verður það einn- ig gert nú fyrir jólin. Umboðsmaður Hjálpar- stofnunarinnar á Akureyri er Jón Oddgeir Guðmundsson, en prestarnir taka við um- sóknum um aðstoð. Gott skíðafæri MITT í jólaönnunum gáfu fjöl- margir Akureyrar á ýmsum aldri sér tíma til að bregða sér á skíði og snjóbretti í Hlíðar- fjalli um helgina. Tvær lyftur voru opnar, við Hóla- og Hjalla- braut, en enn er ekki kominn nægur snjór við lyfturnar ofar í fjallinu. Þokkalegasta skíða- færi er nú í Hlíðarfjalli. Unnið að viðgerð á Rifsnesi SH eftir strandið við Grímsey Skemmdir mun meiri en áætlað var í fyrstu SKEMMDIR á Rifsnesi SH, 230 tonna stálskipi frá Rifi, sem strand- aði við Grenivík í Grímsey í október sl., eru mun meiri en talið var í fyrstu. Unnið er að viðgerð hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri og var stefnt að því að ljúka þeim um síð- ustu mánaðamót. Nú er hins vegar unnið að því ljúka viðgerð á skipinu fyrir jól. Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir þetta mun stærra verk en menn ráðgerðu við skoðun eftir strandið og m.a. hafí þurft að skipta um 30% meira af stáli í skipinu en upphaflega var áætlað. Einnig hafi vinna við frárif inni í skipinu verið mun þyngri í vöfum en talið var. Miklar skemmd- ir urðu á botni Rifsnessins, bæði bakborðs- og stjórnborðsmegin. Gæti fleira komið í ljós Skipið lamdist til í fjörunni í 12 klukkutíma eftir strandið og urðu einnig skemmdir á veltibretti, ut- análiggjandi kælum, skrúfu og stýri, auk þess sem öll botnstykki eyðilögðust. Þá kom leki að skipinu og flæddi sjór m.a. í vélarrúm og hráolía lak úr tönkum á að minnsta kosti tveimur stöðum. Ingi segir að þó stefnt sé að því að ljúka viðgerð á skipinu á þeim tveimur vikum sem eftir eru til jóla, sé óvíst að það gangi eftir. „Það gæti Iíka ýmislegt átt eftir að koma í ljós á lokasprettinum," sagði Ingi. Fimm manns voru í áhöfn Rifs- nessins er það strandaði og sakaði þá ekki. Skipið náðist á flot eftir 12 klukkutíma, með samstilltu átaki þriggja skipa, Margrétar EA, Dagfara GK og Sæíjónsins SU, auk þess sem heimabáturinn Þorleifur EA aðstoðaði við að koma taugum á milli skipa. Rifsnesið var véla- vana eftir strandið og kom togar- inn Margrét með skipið til Akur- eyrar. Fjarvistir í skólum Margir liggja heima með flensu FJÖLMARGIR Akureyringar liggja nú í flensu og hafa margir leitað til Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri af þeim sökum síðustu daga. Friðrik Vagn Guðjónsson, yfir- læknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, segir að ekki sé um svæsna flensu að ræða og enn hafa ekki fundist stofnar af þeirri inflúensu sem bólusett var fyrir fyrr í haust. „Við höfum kallað þetta flensubróður, einkennin eru á allan hátt lík flensu, höfuðverk- ur, beinverkir, hár hiti og almenn kvefeinkenni en það eru líka dæmi um magaverki," segir Friðrik Vagn. Leggst einkum á yngra fólk Veikin leggst einkum á yngra fólk, börn og unglinga og eru dæmi um miklar fjarvistir í bæði leik- og grunnskólum vegna henn- ar. „Það hefur verið mikið um þessa flensu hér í bænum að undn- aförnu og hún virðist fara vax- andi, það hefur verið mun meira að gera hér á heilsugæslustöðinni í þessari viku en þeirri síðustu, margir hringja og leita ráða,“ seg- ir Friðrik Vagn, en gömlu góðu húsráðin segir hann enn í fullu gildi, að fara vel með sig, drekka heita drykki og hafa trefil um hálsinn. Flensan gengur oftast yfir á 3-5 dögum. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Nýblómabúð í Ólafsfirði BLÓMASKÚRINN er ný blóma- búð sem opnuð hefur verið í Ólafs- firði, en hana eiga hjónin Jónína Símonardóttir og Vignir Aðal- geirsson. Jónína sagði að rík þörf væri á að auka þjónustuna og að samkeppni væri alltaf af hinu góða. Viðtökurnar hafa verið góð- ar og var Jónína bjartsýn á fram- tíðina, en á myndinni er hún í nýju búðinni. Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Pétursson, félagsforingi Skátafélagsins Klakks, t.v og Gunnar Larsen, tæknistjóri ÚA, handsala verksamninginn við hjallana á Krossanesklöppum. * Utgerðarfélag Akureyringa hf. hættir skreiðarverkun á Akureyri Skátar rífa hjall- ana og fá efnið ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. og Skátafélagið Klakkur hafa gert með sér verksamning, sem undirritaður var í vikunni. Skátafé- lagið hefur tekið að sér að hreinsa hjallastæði ÚA á Krossanesklöpp- um, rífa uppistandandi fiskihjalla, fjarlægja allt hjallaefni og rusl á svæðinu. Sem greiðslu fær Skátafé- lagið allt það hjallaefni sem fjar- lægt verður. Þorsteinn Pétursson, félagsfor- ingi Skátafélagsins Klakks, segir að þótt skátar þurfi að leggja fram töluverða vinnu, sé hér um stórgjöf að ræða frá ÚA. Hann benti á sem dæmi að á síðasta iandsmóti skáta hafi verið notaðar 1.200 trönur á svæðinu og kostaði hver þeirra 300 krónur. í hjöllunum á Krossanes- klöppum eru einhverjar þúsundir af trönum að sögn Þorsteins. Hann segir að hafist verði handa við að hreinsa svæðið næsta vor. Stærstur hluti hjallaefnisins verður seldur og ágóðinn notaður í nýbygg- ingu Valhallar, nýs útileguskála félagsins í landi Veigastaða gegnt Akureyri. Á næsta ári eru 80 ár frá því skátastarf hófst á Akureyri og vonast Þorsteinn til að hægt verði að taka nýju Valhöll í notkun á afmælisárinu. Samningurinn við ÚA nú sé því mikilvægur og auki enn frekar líkurnar á að það gangi eftir. ÚA hefur eignast meirihluta í Laugafiski hf. í Reykjadal og því lagt niður hefðbundna skreiðar- verkun í hjöllum á Akureyri. Allt hráefni sem til fellur hjá ÚA fer nú til Laugafisks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.