Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 17
LANDIÐ
Stykkishólmur
Nýr og öflugur slökkvibíll
Stykkishólmi - í haust var stofnað
félagið Brunavarnir Stykkishólms
og nágrennis. Stofnendur eru
Stykkishólmsbær og Helgafells-
sveit. Hlutverk félagsins er að sjá
um brunavarnir í þessum sveitarfé-
lögum. Stykkishólsbær er 94%
eignaraðili og Helgafellssveit 6%
Félagið tók yfir allar eignir
Slökkviliðs Stykkishólms og voru
þær metnar á 10 milljónir króna.
Eitt fyrsta verkefni eftir stofnun
félagsins var að huga að endurnýjun
á slökkvibíi. Fyrir var slökkvibíll
af Bedford-gerð sem kom hingað
1971, en á þeim tíma voru fluttir
inn margir slíkir sem enn eru í notk-
un víða um land. Þá lá ljóst fyrir
að sá bíll gat ekki þjónað svona
stóru svæði.
Siökkviliðsstjóri, Þorbergur Bær-
ingsson, kynnti sér brunavarnir hjá
öðrum sveitarfélögum sem búa við
svipaðar aðstæður og hér eru. I
framhaldi af þeirir könnun fór hann
til Þýskalands og festi kaup á
slökkvibifreið. Nýi slökkvibíllinn
kom svo til Stykkishólms 5. desem-
ber sl.
Bíllinn er af gerðinni LF 15/12
Mercedes 1222, 4X4 smíðaður
1984. Bíllinn er með tvöföldu stýris-
húsi sem rúmar 7 manns í sæti auk
ökumanns. Bíllinn er búin 1200 1
vatnstanki og dælu sem dælir allt
að 3200 1/mín. með þriggja metra
soghæð. Skápar rúma allan venju-
legan útkallsbúnað samkvæmt DIN
staðli, sem er þýskur gæðastaðall.
Auk þess var keyptur ýmiss konar
aukabúnaður.
Bifreiðin er skoðuð og tekin út
af þýska öryggiseftirlitinu. Hún
kostaði hingað komin með öllum
búnaði 8,5 millj. kr. Með tilkomu
bílsins er stigið mikið framfaraspor
í brunavörnum og hann gjörbreytir
aðstæðum hjá slökkviliðinu. Gamli
bíllinn er löngu búinn að skila sínu
hlutverki og nýr slökkvibíll búinn
að vera á óskalistanum í nokkur ár.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
BRUNAVARNIR Stykkishólms og nágrennis hafa keypt nýja slökkvi-
bifreið af Bens-gerð. Myndin sýnir nýja slökkvibílinn og félaga í
slökkviliðinu sem eru mjög ánægðir með nýja bílinn. Slökkviðliðsstjór-
inn, Þorbergur Bæringsson, er lengst til vinstri á myndinni.
Morgunblaðið/Silli
FRÁ afhendingu viður-
kenningarinnar. Fremri röð
f.v.: Lilja Sæmundsdóttir,
Þorgerður Þórðardóttir og
Hólmfríður Jónsdóttir. Aft-
ari röð f.v.: Gunnar Rafn
Jónsson, yfirlæknir, Aldís
Friðriksdóttir, yfirhjúkr-
unarforsljóri og Friðfinnur
Hermannson, forstjóri.
Húsavík
Sjúkrahúsið
fær viður-
kenningu
Húsavík - Á ALÞJÓÐADEGI
fatlaðra var Sambýlinu Sól-
brekku 28 á Húsavík, sem
starfað hefur í átta ár, veitt
viðurkenning fyrir sérstakan og
velþeginn stuðning við starf
þess.
í ár afhenti forstöðumaður
heimilisins, Lilja Sæmundsdótt-
ir, forstjóra Sjúkrahúss Þingey-
inga, Friðfinni Hermannssyni,
þessa viðurkenningu fyrir að
hafa veitt fötluðu heimilisfólki
vinnu, en það hefur sjúkrahúsið
gert undanfarin ár; vinnan væri
þessu fólki mjög mikils virði,
ekki síður en öðrum, sagði Lilja.
Við móttöku viðurkenningar-
innar sagði Friðfinnur að þetta
fatlaða fólk hefði ávallt sýnt
samviskusemi í starfi og verið
góður starfskraftur.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
ÞAÐ er æ vinsælla, og hluti af jólahaldinu, að fjölskyldan fari saman út í skóg, velji sér jólatré og höggvi sjálf.
Velja sér jólatré
í Skorradal
Grund - Skógrækt ríkisins í
Hvammi í Skorradal selur fyrir
þessi jól á fjórða þúsund jól-
atrjáa af ýmsum stærðum, einn-
ig eru nokkur hundruð trjáa
seld í Dagverðarnesi sem er
næsti bær við Hvamm.
Daglega berast fréttir af því
að kveikt sé á stórum jólatrjám
víðsvegar um land. Stærst
þeirra er sennilega jólatréð á
Austurvelli, sem Oslóarborg
færir Reykjavíkurborg. Til
skamms tíma var ekki mögulegt
að fella stór íslensk jólatré þar
sem enginn tímdi að fella þau
fáu sem til voru.
En nú eru í auknum mæli
höggvin stór íslensk jólatré.
Fyrir þessi jól er búið að fella
um 100 slík jólatré í Skorradal
og munu þau, ljósum prýdd,
skreyta torg bæjarfélaga frá
Selfossi til Isafjarðar.
Á fjórða þúsund trjáa
Einnig sendir Skógræktar-
stöðin í Hvammi frá sér, á hinn
almenna jólatrjáamarkað, á
fjórða þúsund trjáa af ýmsum
tegundum, s.s. rauðgreni, blá-
greni, stafafuru og fjallaþin, en
þessi stöð er langstærsti fram-
leiðandi jólatrjáa á landinu.
Það er æ vinsælla, og hluti
af jólahaldinu að fjölskyldan
fari saman út í skóg, velji sér
jólatré og höggvi sjálf. Á dögun-
um komu í Skorradal starfs-
menn Marels með sínar fjöl-
skyldur, alls 120-130 manns,
völdu sér jólatré og felldu í Sel-
skógi. Jólasveinn birtist milli
trjánna, til skemmtunar fyrir
unga fólkið, söng og spjallaði.
Að afloknu skógarhögginu
hressti fólkið sig í skógarjaðrin-
um á kaffisopa og piparkökum,
krakkarnir fengu sætindi við
sitt hæfi.
Næst var haldið í Skóg-
ræktarstöðina í Hvammi og þar
hressti fólkið sig á heitu súkkul-
aði, kaffi og meðlæti.
En ekki voru allir búnir að
fá nóg því þeir gönguglöðu fóru
inn að Stálpastöðum undir leið-
sögn skógarvarðarins, Ágústs
Ármannssonar, og nutu vetr-
arfegurðar barrskógarins með
ekta jólasnjó á greinunum.
Á meðan hópurinn frá Marel
var hjá Skógræktinni í Hvammi
var um 40 manna fjölskyldu-
hópur frá Sól hf. í Dagverðar-
nesi í sömu erindagjörðum.
Hóparnir sneru síðan til síns
heima á höfuðborgarsvæðinu,
sennilega allir sannfærðir um
að þeir hafi fundið fallegasta
tré skógarins til að skreyta og
njóta á hinni helgu hátíð sem í
hönd fer. Trúlega láta þeir sjá
sig aftur að ári.
Starfshópur um ráðstöfun á eign-
um gömlu húsmæðraskólanna
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur stofnað þriggja manna
starfshóp sem á að taka til umfjöll-
unar álitamál sem upp kunna að
koma vegna ráðstöfunar og með-
ferðar á eignum gömlu húsmæðra-
skólanna. í starfshópnum eiga
sæti Drífa Hjartardóttir bóndi, til-
nefnd af Kvenfélagasambandi Is-
lands, Sigrún Magnúsdóttir borg-
arfulltrúi, tilnefnd af Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, og Sigurð-
ur Helgason, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu sem er
formaður hópsins.
Starfshópurinn er stofnaður að
tillögu nefndar sem hefur það
hlutverk að meta hvernig best
mætti varðveita arf og eignir
gömlu húsmæðraskólanna í land-
inu. Sú nefnd var skipuð í kjölfar
þingsályktunar sem samþykkt var
á Alþingi 24. febrúar 1995 og
lauk hún störfum í október síð-
astliðnum. í niðurstöðum nefnd-
arinnar kemur meðal annars frarn
að hún telji að starfsemi húsmæð-
raskólanna hafi haft mikið menn-
ingarlegt og félagslegt gildi fyrir
samfélagið, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Starfshópurinn á einnig að
fylgja etir ýmsum öðrum tillögum
nefndarinnar. Til dæmis á hann
að hlutast til urn að listaverk og
aðrir munir sem tilheyrðu skólun-
um verði merktir vel og skráðir.
Hann á að stuðla að því að áfram
verði safnað gögnum er varða
sögu og eigur skólanna og að haf-
ist verði handa við að tölvusetja
nemendaskrár þannig að auðveld-
ara verði að gefa upplýsignar um
námslok og útvega önnur gögn
sem fyrrverandi nemendur þurfa
á að halda.
Starfshópurinn mun einnig
fylgja málefnum einstakra hús-
nræðraskóla sérstaklega eftir.
Þegar hefur verið ráðstafað eig-
um sjö húsmæðraskóla af þeim
níu sem starfandi voru og því er
talið að ekki sé þörf á sérstökum
aðgerðum vegna þeirra skóla.
Hins vegar á starfshópurinn að
fjalla sérstaklega um þá þætti
sem eftir er að ganga frá varð-
andi tvo skóla, þ.e. Varmaland í
Borgarfirði og Hússtjórnarskól-
ann á Blönduósi.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Ljós tendruð á jólatré
Vogum - Ljós voru tendruð á
jólatré á Kirkjuholti í Vogum á
sunnudag. Fjöldi fólks var saman
konún og sungu viðstaddir jóla-
lög undir forystu félaga úr
kirkjukórnum. Tveir jólasveinar
komu síðan og skennntu krökk-
unuin með leik og söng.