Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 ERLENT MORGU NBLAÐIÐ Áætlun Bandar í kj astj órnar um að losa si g við plútonbirgðir gagnrýnd Notað sem eldsneyti eða steypt mn í gler Washington. Reuter. BANDARIKJASTJORN tilkynnti í fyrradag, að hún ætiaði að losa sig við 50 tonn af banvænu plútoni. Verður það ýmist steypt inn í gler eða notað sem eldsneyti í kjarnorku- verum. Er hér um að ræða birgðir, sem safnað var á kaldastríðsárunum, en talið er, að það taki 20 ár að koma öllu þessu magni fyrir. Ýmsir hafa gagnrýnt harðlega áætlunina um að nota plúton sem eldsneyti og telja, að það geti aukið hættuna á, að það komist í annarra hendur. „í fimm áratugi hafa Bandaríkin safnað miklu af plútoni, efniviðnum í kjamorkusprengjur, en nú verður því eytt,“ sagði Hazel O’Leaiy orku- málaráðherra á blaðamannafundi í fyrradag. „Við viljum, að öll heims- byggðin viti, að þessu verður eytt og þannig búið um hnútana, að um- frampiúton verði aldrei notað í kjarn- orkusprengjur.” Aðeins nokkur pund af plútoni þarf í öfluga sprengju. Fyrirhugað er steypa gler eða keramík utan um hluta af plútoninu og koma því síðan á öruggan stað. Hinn hlutinn verður notaður ásamt venjulegu eldsneyti í kjarnorkuverum þótt gjallið, sem eftir verður, verði raunar hættulegra en ella. Því yrði síðan komið fyrir á góðum stað þótt hann sé raunar ófundinn enn í Bandaríkjunum. í sumum löndum er plúton endur- unnið úr notuðu eldsneyti en það verður ekki leyft í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir, að það geti komist í hendur einhverra annarra og síðan verið notað við smíði kjarn- orkusprengju. Skorað á Clinton Þessi áætlun um að nota hluta af plútoninu sem eldsneyti auk úrans hefur verið gagnrýnd og baráttu- menn fyrir auknu eftirliti með kjarnavopnum og sumir þingmenn segja, að hún geti leitt til þess, að farið verði að líta á plúton sem ákjós- anlegt eldsneyti í kjarnorkuverum. Það gangi aftur þvert á stefnu Clin- ton-stjórnarinnar um að koma í veg fyrir útbreiðslu þessa hættulega efn- is. Hafa átta þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi skorað á Bill Clinton að hætta við áætlunina. Aijun Makhijani, forstöðumaður orku- og umhverfisrannsóknastofn- unarinnar, telur, að áætlunin muni ýta undir Rússa að nota plúton í sín- um verum en kjarnorkustofnunin, samtök bandarískra kjarnorkuvera, er aftur á móti hlynnt henni. Ráðstefna Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Singapore Fijáls viðskipti í upplýsingaiðnaði? Singapore. Reuter. SAMNINGUR um frelsi í viðskipt- um með upplýsingatækni og -bún- að frá og með aldamótum virtist vera innan seilingar í gær á ráð- stefnu Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, í Singapore. Ymis vestræn ríki hafa lagt hart að þróunarríkjunum að uppræta barnaþrælkun og bæta aðbúnað verkafólks en talsmenn þeirra segja, að þau hafi ekki efni á skjót- um breytingum auk þess sem þessi mál eigi að heyra undir Alþjóða- vinnumálastofnunina, ------------- ÍLO, en ekki Heim- Ddlt Um bama sviðskiptastofnunma. að þessi mál ætti raunar að ræða í Genf en ekki í Singapore en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á samning um upplýsinga- iðnaðinn og segja, að hann muni flýta fyrir auknu fijálsræði á öðr- um sviðum, til dæmis í síma- og fjarskiptamálum. Fulltrúar vestrænna ríkja hafa skorað á þróunarríkin að vinna gegn barnaþrælkun og bæta að- búnað verkafólks en talið er, að um 250 milljónir barna stundi ---------- erfiðisvinnu fyrir lítil laun. Talsmenn þró- , .. su , unarríkjanna vísa Fulltrúar Banda- prEGlkUll Og HObÚn- þessum áskorunum á ríkjanna, Evrópusam- að VerkafÓlks í þrÓ- buS °g segja, að það, bandsins, ESB, og nnarnkinnnm sem vaki fyrir vest- Japans áttu í viðræð- uuaumjuuum rænum ríkjum, sé að um sín í milli í allan ““““““vernda sinn eigin iðn- að. Þróunarríkin og þegnar þeirra hafi ekki efni á skjótum umskiptum. Aðild Kínverja bíður Þijátíu ríki bíða þess nú að fá aðild að Heimsviðskiptastofnun- inni, þar á meðal Rússland og Kína. Búast Rússar við að fá aðild fyrir lok næsta árs en verr gengur með Kínveija. Þeir vilja komast inn með sömu hagstæðu skilmál- unum og þróunarríkin en Banda- ríkjamenn segja, að kínverskt efnahagslíf sé allt of stórt til að það eigi við. gærdag um fyrirhugaðan samning um frelsi í viðskiptum með upplýs- ingatækni og ætluðu síðan að ieggja hann fyrir önnur Asíuríki. Aætlað er, að upplýsingaiðnaður- inn velti rúmlega 40.000 milljörð- um ísl. kr. árlega. Asíuríkin treg Vonast er til, að samningurinn verði í höfn á föstudag en fulltrú- ar Malasíu og ýmissa annarra Asíuríkja eru þó dálítið tregir í taumi og telja, að fullsnemmt sé að gefa viðskiptin fijáls um alda- mótin. Sagði malasíski fulltrúinn, Reuter ÞESSI fimm ára gamla stúlka, Pooja, vinnur við að safna sam- an pappír og fataleppum á götum Kalkútta á Indlandi. Er það síðan endurunnið en daglaunin hennar Pooju geta í besta falli orðið 20 kr. Talið er, að um 250 milljónir barna stundi erfiðis- vinnu fyrir sáralítil laun. NATO reynir að telja Milosevic hughvarf Belgrad, Brussel. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sögðust í gær harma þá ákvörðun stjórnar Slobodans Milosevic Serb- íuforseta að ógilda úrslit bæjar- stjórnarkosninga í síðasta mánuði og hvöttu hann til þess að taka hana til baka. Elisabeth Rehn, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í ríkjum fyrrverandi Júgó- slavíu, lýsti í gær þungum áhyggj- um af þróun mála í Belgrad og hvatti forsetann til þess að leyfa fjölmiðlum að starfa óheftum og tryggja mótmælendum, sem hand- teknir hefðu verið að undanförnu, þau lágmarksréttindi að fá að tala við lögmenn. „Það vekur forundran, að Serbíu- stjórn hefur skellt skollaeyrum við kröfum þjóða heims um að hún sýni lýðræðislegum vinnubrögðum viðhlít- andi virðingu," sagði í yfirlýsingu NATO. í yfirlýsingunni var serbnesku stjórnarandstöðunni hrósað fyrir að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum gegn Milosevic, sem fram fóru 23 daginn í röð í gær. Um miðjan dag gengu rúmlega 30.000 stúdentar um götur Belgrad og á annað hundrað þúsund manns gengu síðar um daginn í göngu stjórnarandstöðusamtakanna Zajedno. Stúdentarnir staðnæmd- ust við þinghúsið þar sem júgóslav- neska sambandsþingið kom saman í fyrsta sinn eftir bæjarstjórnar- kosningarnar. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að Milosevic ætti það á hættu að einangrast á alþjóðavettvangi virti hann lýðræðislegar leikreglur að vettugi. „Serbar eiga rétt á því sama og nágrannar þeirra í Mið- Evrópu: fijálsum kosningum, frjáls- um fjölmiðlum og frjálsu efnahags- lífi. Virði Milosevic vilja þjóðar sinnar mun Serbía njóta viðurkenn- ingar og aðstoðar sem hún þarf á að halda. Kjósi hann hins vegar að stjórna landinu sem einræðisríki verður það einvörðungu til þess að auka á einangrun hans og þjáningar borgaranna," sagði Christopher. Stjórnarandstæðingar töpuðu í gær síðustu orrustunni í stríði þeirra við að fá dómstóla til að hnekkja ógildingu kosningaúrslitanna. Vísaði hæstiréttur sambandsríkisins Júgó- slavíu frá ósk þeirra þar að lútandi en áður hafði hæstiréttur Serbíu staðfest ákvörðun Milosevic. Þrýst á Simitis FJÖLMIÐL- AR í Grikk- landi deildu hart á Costas Simitis for- sætisráðherra í gær fyrir að stöðva ekki aðgerðir bænda sem hafa lamað umferð á vegum og járnbraut- um í nær tvær vikur. Bændur krefjast hærri niðurgreiðslna og lægra bensínverðs. Læknar, kennarar og opinberir starfs- menn mótmæla einnig ákaft fyrirhuguðum niðurskurði á opinberum útgjöldum. Mannrétt- indabrot látin viðgangast ALEXANDER Petrov, talsmað- ur bandarísku mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch/Helsinki, sagði í gær að vestræn ríki legðu ekki nægi- iega áherslu á að efla mannrétt- indi í fyrrverandi Sovétríkjum. Hann benti á að Rússland hefði m.a. fengið aðild að Evrópuráð- inu þótt rússneska hernum væri þá enn beitt af fullum krafti gegn Tsjetsjenum. Herskáir múslimar handteknir FRANSKA lögreglan handtók snemma í gærmorgun 15 liðs- menn í samtökum herskárra múslima í París sem taldir eru hafa átt aðild að sprengjutil- ræði í járnbrautarlest fyrir viku. Fjórir létust í tilræðinu. Mótorhjóia- gengienn á vígaslóð TALIN var hætta á því að blóð- ug átök væru að hefjast á ný milli norrænna mótorhjóla- gengja er skotið var á liðsmann eins þeirra í gær. Maðurinn, sem er 26 ára og í samtökunum Bandidos, var ekki lengur í lífs- hættu, að sögn lögreglu. Þrír félagar úr Vítisenglum, sem talið er að hafi verið að verki, voru handteknir í Álaborg. Ný stjórn á Nýja-Sjálandi ÞJÓÐARFLOKKURINN á Nýja-Sjálandi, sem er hægri- sinnaður, verður áfram við völd þrátt fyrir kosningaósigur fyrir tveim mánuðum. Maóríinn Winston Peters, sem er í odda- aðstöðu, ákvað í gær að taka boði um að verða fjármálaráð- herra og aðstoðarforsætisráð- herra og hafna samstarfi við vinstriflokkana. Andófsmaður höfðar mál KÍNVERSKi andófsmaðurinn Liu Xiaobo hefur ákveðið að höfða mál á hendur yfirvöldum í Peking en þau dæmdu hann í september í þriggja ára vist í þrælkunarbúðum án þess að láta rétta í máli hans. Að sögn eiginkonu Lius hefur dómstóll samþykkt að taka málið fyrir. Simitis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.